Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 15 ERLENT Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is Opið virka daga frá kl. 09:00-18:00 www.fmg.is LOGAFOLD - EINBÝLI 165,4 fm. timbur einbýlishús á steyptum grunni, tvöf. 53,7 fm. bílskúr og 18,9 fm geymsla. Sólpallur með heitum potti og terras. Flísalögð for- stofa og gestasnyrting. Stór stofa og borðstofa, parket á gólfum. Rúm- gott eldhús með borðkrók. Þvottaherb. Sjónvarpshol með parketi. 4 svefnherb og úr hjónaherb. og sjónvarpsholi er gengið út á sólpallinn. Stórt bað með sturtuklefa, baðkari og innréttingu. V. 56 millj. MOSFELLSBÆR - GLÆSILEGT EINBÝLI Glæsilegt 183,2 fm hús ásamt 47,6 fm tvöf. bílskúr. Vandaðar innrétt- ingar, innf. halogen lýsing og góð lofthæð. Gegnheilt parket og flísar á gólfum. Baðherb. m/fallegri innr., gufubaði og sturtu. 3 rúmgóð svefnh. og um 50 fm stofa. Verðlaunagarður með 2 sólpöllum, skjólv., heitum potti, markísu, hita í stéttum og bílaplani. Einstaklega fallegt og vel skipulagt hús þar sem engu hefur verið til sparað. TILBOÐ ÓSKAST. DAGGARVELLIR - 3JA HERB. SÉR INNGANGUR Glæsileg 105,9 fm, 3ja herbergja, fullbúin íbúð með sér inngangi af svölum á 3. hæð í nýlegu 3ja hæða fjölbýlishúsi í Vallahverfi í Hafnar- firði. Svefnherb. með skápum. 2 geymslur og þvottaherb.. Baðherb. flí- salagt, innrétting, vegghengt salerni og baðkar með sturtuaðstöðu. Afar rúmgóð stofa og borðstofa, suðvestur svalir. Eldhús með borðkrók. Parket og flísar á gólfum. Innfelldar h,urðir. V. 21,9 millj. RAUÐÁS - GLÆSILEGT RAÐHÚS Glæsilegt 271,4 fm raðhús á 3 hæðum með innbyggðum bílskúr. Af svölum er frábært útsýni yfir borgina. Á jarðhæð er anddyri, gesta wc, þvottaherb., bílskúr, eldhús og borð-/setustofa. Á miðhæð eru 3 svefn- herb., einu þeirra er mögulegt að breyta í 2-3 herb., fataherb., baðherb. og geymsla. Í risi er svo 40 fm fullbúið rými. Á gólfum eru flísar, parket og furuborð. Sólpallur út af stofu. Hellulagt bílstæði. TILBOÐ ÓSKAST. FLÉTTURIMI - 2JA HERBERGJA Falleg 2ja herb., 67,5 fm. íbúð á 2. hæð. Íbúðin er með sameiginlegum inngangi með annari íbúð. Komið er inn í opið hol með fataskáp. Eld- húsið er með borðkrók og úr stofunni er gengið út á vestur svalir með fallegu útsýni. Parket er á holi og á stofu gólfi, annarsstaðar er dúkur. Svefnherb. með rúmgóðum skáp. Á baðherb. er sturtuklefi. Sameigin- legt þvottaherb. fyrir 4 íbúðir er á hæðinni. Sér geymsla. V. 16,9 millj. GVENDARGEISLI - 3JA HERB. SÉRINNG. BÍLAG. Glæsileg 3ja herb., 108,8 fm íbúð á jarðhæð með sér inngang ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Bæði svefnherb. paketlögð og með skápum. Mjög rúmgott hjónaherb.. Baðherb. með baðkari, innréttingu og flísum á gólfi. Flísalagt þvottaherb. Stofan er björt og falleg. Flísalögð verönd og um 30 fm afgirtur sólpallur. Eldhús með fallegri innréttingu og nýleg- um tækjum. Parketflísar í holi, stofu og í eldhúsi. V. 26,5 millj. STYKKISHÓLMUR - PARHÚS 157,4 fm. parhús á 2 hæðum við Höfðagötu í Stykkishólmi, ásamt 30,6 fm bílskúr. Íbúðin er afar rúmgóð. Neðri hæð: forstofa, gangur, 2 stofur, rúmgott eldhús, lítið baðherb. og svefnherb.. Út af eldhúsi er sólpallur. Efri hæð: 4 svefnherb. og baðherb.. Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Góð gólfefni. Á bílskúrnum er nýtt þak og ný hurð. Húsið er klætt, járn á þaki er lélegt. Mjög gott útsýni. V. 15,85 millj. KÓLGUVAÐ - NÝJAR NEÐRI SÉRHÆÐIR Glæsilegar 127,5 fm neðri sérhæðir. Íbúðir afh. fullbúnar. Anddyri, eld- hús, stofa, borðstofa, 3 rúmgóð svefnherb., fataherb. innaf hjónaherb. með hillum, baðherb., geymsla og þvottarhús. Parket úr Hlyn og flísar á gólfum. Fallegar innréttingar og hurðir. Hornbaðkar og upphengt salerni á baði. Rafmagn fullfrágengið. Lóð fullfrágengin. Hellulagt bílaplan með hitalögn. Öll íbúðin verður hvítmáluð. V. 33,9 til 34,9 millj. VESTMANNAEYJAR - EINBÝLI M/BÍLSKÚR Mikið endurnýjað 89,1 fm, steypt einbýlishús á 2 hæðum ásamt 32.5 fm bílskúr við Miðstræti. Neðri hæð: Hol með náttúruflísum, baðherbergi nýlega tekið í gegn, flísalagt í hólf og gólf, steyptur sturtuklefi, hiti í gólfum. Allar skolplagnir nýjar út í götu. Stofa og eldhús með nýju eik- arparketi og nýjum loftum, allt nýtt í eldhúsi. Efri hæð: Hol og 3 herb. með parketi. Nýir ofnar á efri hæð. Geymsluris. V. 13 millj. STYKKISHÓLMUR - EINBÝLI 129,6 fm einbýlishús við Lágholt ásamt 31,2 fm. sambyggðum bílskúr. Aðkoma að húsinu er góð í lokuðum botnlanga. Húsið skiptist í forstofu, stórt sjónvarpshol, þvottaherb., eldhús með rúmgóðum borðkrók, stóra stofu og borðstofu, 3 svefnherb. og baðherb.. Flísar, korkflísar, parket og plastparket á gólfum. Nýleg innrétting í eldhúsi. Nýlegt járn á þaki. Ofna- og raflagnir eru nýlegar. Sólpallur. V. 19,8 millj. GRAFARHOLT - VERSL.- OG ÞJÓNUSTURÝMI 200,6 fm verslunarpláss á jarðhæð í Grafarholti. Þrír inngangar, rúmgóð malbikuð sér bílastæði. Útigeymsla. Húsnæðið er innréttað sem verslun með kaffiaðstöðu, snyrtingu, lager og geymslu. Sérsmíðaðar innrétting- ar fyrir myndbandaleigu, sælgætisbar, ísbar, grill og verslun eru til stað- ar. Spilakassar. Allar innréttingar eru nýjar. SKIPTI MÖGULEG. SJÁVARFLÖT í STYKKISHÓLMI EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ. 133 fm. einbýli ásamt 36,4 fm. innbyggð- um bílskúr (innangengt) eða samtals 169,4 fm, á frábærum útsýnistað við Sjávarflöt í Stykkishólmi. Afgirtur sólpallur er fyrir framan húsið. Forstofa, forstofuherb., gangur, stofa, eldhús með borðkrók, þvottaherb. á sérgangi, baðherb. með innréttingu og þrjú svefnherbergi. Parket, dúkur og flísar á gólfum. Útsýni yfir Breiðafjörðinn.. V. 22,9 millj. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÞVÍ fer fjarri, að baráttan gegn al- mennri byssueign í Bandaríkjun- um hafi fengið byr í seglin vegna fjöldamorðanna í háskólanum í Virginíu. Þvert á móti virðist kraf- an um, að háskólanemendur fái að bera vopn innan veggja skólanna, njóta æ meiri stuðnings. „Þetta var enn einn naglinn í lík- kistu aukinna takmarkana við vopnaburði,“ sagði Philip Van Cleave, formaður í Varnarsamtök- um borgara í Virginíu, en þau berjast fyrir rétti manna til vopna- burðar. „Í Tech-háskólanum var strangt eftirlit með vopnaburði og það var þess vegna, að enginn gat borið hönd fyrir höfuð sér.“ Van Cleave sagði, að fjöldamorð- in myndu auka líkur á, að ný lög um vopnaburð yrðu samþykkt á Virginíuþingi en samkvæmt þeim mun starfsfólki háskólanna og þeim nemendum, sem orðnir eru 21 árs, verða heimilt að vera með skammbyssu innanklæða. Slík lög gilda raunar í Virginíu almennt en hafa ekki náð til háskólanna. Algjör vítahringur Fyrst eftir fjöldamorðin í Virg- iníu töldu margir, að krafan um hert eftirlit með vopnaburði myndi tvíeflast en raunin virðist ætla að verða allt önnur. Á það er líka bent, að fjöldamorðin í Columbine- framhaldsskólanum í Colorado 1999 dugðu ekki til að sett yrðu strangari lög um vopnakaup og þingmenn hafa ekki sýnt því mik- inn áhuga. Þeir hafa það í huga, að byssur er að finna á 40% banda- rískra heimila að minnsta kosti og margir líta á það sem stjórnar- skrárvarinn rétt að bera byssu. Nemendur vopnaðir? Reuters Byssueign Krafa um að háskólanemendur og kennarar fái að bera vopn innan veggja skólanna, virðist njóta æ meiri stuðnings í kjölfar fjöldamorðanna í háskólanum í Blacksburg í Virginíu í liðinni viku. Fjöldamorðin í Virginíu virðast ætla að styrkja kröfuna um almennan vopna- burð meðal nemenda og kennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.