Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 110. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is EKKERT LÍNUBIL UNDIR HUGLJÚFRI SVEITATÓNLIST SAM- EINAST UNGIR OG ALDNIR Í DANSINUM >> 20 ER SKYNDIBITAMENN- ING LÍKA MENNING? TALSTAURINN HAMBORGARAR >> 40 FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is AFNÁM launaleyndar kemur út af fyrir sig tæplega til með að hafa afgerandi áhrif á kynbundinn launamun í landinu, a.m.k. ekki á grundvelli lagabreytinganna sem lagðar eru til í drögum að nýju frumvarpi til laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem kynnt voru í mars. Fram kom í athugasemdum við frum- varpsdrögin – sem þverpólitísk nefnd und- ir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur, fyrr- verandi hæstaréttardómara, samdi að frumkvæði félagsmálaráðherra – að allir umsagnaraðilar, ef frá eru talin Samtök at- vinnulífsins, hefðu bent á að launaleyndin ætti stóran þátt í því hversu mikill launa- munur væri á milli kynjanna. Hann er nú um 16% skv. könnun sem Capacent Gallup gerði í fyrra og hefur lítið breyst frá 1994. Ekki er þó fullkomlega ljóst hvernig það myndi í reynd hafa áhrif til breytingar, að launþegum verði framvegis heimilt að tala um laun sín við þriðja aðila. Lilja Mósesdóttir, prófessor við Háskól- ann á Bifröst, segist hafa efasemdir um að sú breyting sem lögð er til gangi nægilega langt til að það markmið náist að draga verulega úr launamun kynjanna. Lögin þurfi að færa launþeganum einhver rétt- indi eða tæki, sem geri honum kleift að leysa þann ágreining sem upp kunni að koma, telji hann sig ekki fá greitt í sam- ræmi við hæfni og getu. Sænska/finnska leiðin betri? Segist Lilja hlynntari leiðinni sem farin hefur verið í Svíþjóð og Finnlandi en þar eru ákvæði í lögum um aðgang trún- aðarmanna stéttarfélaga að launaupplýs- ingum sem þannig skapar möguleika á samanburði á launum tveggja starfsmanna. Sú leið sem hér eigi að fara, og tekur mið af dönskum lögum, þýði að vissulega geti launþegi rætt laun sín við samstarfs- mann og farið á fund atvinnurekanda og farið fram á leiðréttingu telji hann muninn óeðlilegan. Úrræði launþegans séu aftur þau ein, fallist atvinnurekandinn ekki á sjónarmið hans, að sætta sig við niðurstöð- una eða fara með deiluna út fyrir fyr- irtækið, þ.e. fyrir kærunefnd jafnrétt- ismála. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir hug- myndina þá að afnám launaleyndar í þeirri mynd sem rætt er um veiti launþegum, og einkum konum, tæki til að bera sig saman við aðra í sambærilegum störfum. „Það er langt í frá að þetta skerði launamuninn. En þetta er þó skref, viljayfirlýsing um að menn séu að skoða alla hluti sem hugs- anlega geta viðhaldið launamuninum,“ sagði Margrét. Morgunblaðið/Þorkell Afnám launa- leyndar engin töfralausn Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UPPBYGGING á Glaðheimasvæðinu, sem Kópavogsbær keypti af fjárfestum og hesta- mannafélaginu Gusti fyrir um einu ári, er í upp- námi eftir að umhverfisráðuneytið ákvað að synja staðfestingar á tillögu Kópavogsbæjar að breyttu svæðisskipulagi. Þetta þýðir að sam- vinnunefnd um svæðisskipulag þarf að fjalla um tillöguna og gæti það tafið málið um nokkra mánuði auk þess sem óvíst er um útkomuna. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ákvörðun ráðuneytisins furðulega. Lík- lega höfði bærinn mál til að fá henni hnekkt. Málið snýst um hvort breytingarnar á hverf- inu úr því að vera hesthúsahverfi í hverfi stórra atvinnuhúsa teljist verulegar eða óverulegar í skilningi skipulags- og byggingarlaga. Um- hverfisráðuneytið taldi breytingarnar veru- legar en bæði Kópavogsbær og Skipulagsstofn- un höfðu komist að þveröfugri niðurstöðu. inni,“ sagði hann. Garðbæingar hefðu byggt upp gríðarstórt svæði í Kauptúni, þar sem verslun IKEA stendur m.a., og það hefði verið talin óveruleg breyting. Furðulegt væri að annað gilti um Glaðheima. Aðspurður sagði hann að hugsanlega þyrfti að þrefalda Reykjanesbraut í Kópavogi til að anna umferðinni. | Miðopna Alvarlegustu athugasemdirnar við tillöguna bárust frá Garðabæ og þá var umsögn Vega- gerðarinnar neikvæð. Gunnar I. Birgisson er hvorki ánægður með nágranna sína né Vega- gerðina. „Garðabær gerði athugasemdir út af því að þeir töldu umferðina of mikla af því að þeir vildu hafa einkarétt á Reykjanesbraut- Glaðheimar í uppnámi Mynd/VGK-Hönnun Þétt Svona gæti atvinnuhverfið í Glaðheimum litið út skv. óstaðfestri deiliskipulagstillögu. Í HNOTSKURN » Samkvæmt tillögunni verður reist at-vinnuhúsnæði sem verður samtals 150.000 m² að stærð en fyrir eru hesthús sem munu öll víkja og samtals nemur við- bótin því um 134.500 m². » Stærð húsanna jafngildir öllu núver-andi atvinnuhúsnæði í Smáralind, við Smáratorg, Dalveg og Hlíðarsmára. » Garðabær og Vegagerðin gerðuverulegar athugasemdir. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BORIS Jeltsíns, fyrrverandi for- seta Rússlands, var minnst víða um heim í gær eftir að andlát hans var tilkynnt. Stjórnmálaleiðtogar báru honum almennt vel söguna og hrós- uðu honum fyrir hugrekki á erf- iðum tímum. Útför hans fer fram í Moskvu á morgun og hefur Vladim- ír Pútín, forseti Rússlands, lýst yfir þjóðarsorg á útfarardaginn. Jeltsín var 76 ára og fyrsti lýð- raun og veru hjá þjóðinni. Jeltsín hefði gegnt lykilhlutverki við samn- ingu nýrrar stjórnarskrár fyrir Rússland, þar sem mannréttindi hefðu verið í fyrirrúmi og skoðana- og kosningafrelsi tryggt. Pútín sagði að Jeltsín hefði verið hugrakkur maður og hjartahlýr, komið hreint fram og verið djarfur þjóðarleiðtogi. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði að Jeltsín hefði verið söguleg persóna sem hefði stýrt þjóð sinni á tímum mikilla breytinga.| 14 lýðræðis í Rúss- landi. Jeltsíns yrði ávallt minnst sem fyrsta forseta Rússneska ríkjasambands- ins eftir hrun Sovétríkjanna. Í stjórnartíð hans hefði nýtt lýð- ræðislegt Rússland fæðst og frjáls þjóð opnað dyrnar fyrir umheim- inum, ríki þar sem valdið væri í ræðiskjörni forseti Rússlands en hann gegndi embættinu á árunum 1991 til 1999. Hann átti við hjart- veiki að stríða og lést úr hjartaslagi á sjúkrahúsi í Moskvu um miðjan dag að rússneskum tíma. Áður en Jeltsín lét af embætti 1999 skipaði hann Vladimír Pútín, þáverandi yf- irmann rússnesku öryggisþjónust- unnar, í embætti forsætisráðherra og lýsti því yfir að hann vildi að Pút- ín tæki við af sér. Það gekk eftir og í gær minntist Pútín fyrirrennara síns og sagði hann hafa verið föður Hrósað fyrir hugrekki og dirfsku Boris Jeltsín ÞAÐ styttist óðum í að Íslandsmótið í knatt- spyrnu hefjist en hinn 12. maí verður flautað til leiks með leik ÍA og FH. Undanfari þess er mildu ungu drengir voru á Varmárvelli í Mos- fellsbæ í gærkvöldi þar sem Breiðablik og Vík- ingur leiddu saman hesta sína. | Íþróttir deildabikarkeppnin og í gær lauk átta liða úr- slitunum þar sem FH, HK, Víkingur og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þessir bros- Morgunblaðið/Kristinn Styttist óðum í Íslandsmótið í knattspyrnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.