Morgunblaðið - 24.04.2007, Page 38

Morgunblaðið - 24.04.2007, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Of góður? Of heiðarlegur? Of mikill nörd? - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Vinkona hennar er myrt og ekki er allt sem sýnist Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIK- STJÓRA "TRAINING DAY" Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Aðei ns ön nur bíóm yndi n frá upp hafi sem er bö nnuð inna n 18 á ra! Þeir heppnu deyja hratt M A R K W A H L B E R G Magnaður spennutryllir með súper- stjörnunum Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi Hve langt myndir þú ganga? Stranglega bönnuð innan 18 ára! Ein Svakalegasta hrollvekja til þessa. Enn meira brútal en fyrri myndin. Alls ekki fyrir viðkvæma. eeee “Magnþrunginn spen- nutryllir og sjónarspil sem gefur ekkert eftir” - V.J.V. Topp5.is eee “Sólskin er vel þess virði að sjá.” H.J. MVL “Besta sci-fi mynd síðustu tíu ára.” D.Ö.J. Kvikmyndir.com eee Ó.H.T. Rás2 eeee - Empire SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Shooter kl. 8 og 10:15 B.i. 16 ára Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 TMNT kl. 6 B.i. 7 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 5.50, 8, og 10.10 B.i. 18 ára The Hills Have Eyes 2 LÚXUS kl. 5.50, 8, og 10.10 Perfect Stranger kl. 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára Mr. Bean’s Holiday kl. 5, 7 og 9 Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45 Sunshine kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 3.40 FYRSTA sýningin á Hjónabands- glæpum fór fram í Edouard VII- leikhúsinu í París árið 2003 og var uppselt á þá sýningu í marga mán- uði. Þetta var fimmtánda leikrit Er- ics-Emmanuels Schmitts en hann hafði þá notið heimsfrægðar í rúm tíu ár. Tvö leikrit eftir Schmitt hafa áður verið sett upp hér á landi: Abel Snorko býr einn og Gesturinn og bæði fengu mjög góða dóma. Því miður sá ég hvorugt þeirra en mér skilst að Schmitt hafi höfðað sér- staklega vel til Íslendinga og þess vegna hafi þriðja leikritsins verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Eitthvað er árangur Schmitts tengdur persónuleika hans því hann er talinn bæði einlægur og vingjarn- legur í samskiptum, og eins og Kristján Þórður Hrafnsson (íslensk- ur þýðandi allra þriggja leikrita Schmitts) segir í leikskránni er Schmitt „ófeiminn við að lýsa sjálf- um sér sem bjartsýnismanni. Ólíkt mörgum nútímahöfundum trúir Schmitt því að við getum bætt okk- ur, að við getum lært af reynslu og að við eigum að sýna öðrum um- burðarlyndi“. Það er að hluta til þess vegna sem ég varð fyrir vonbrigðum á frum- sýningu Hjónabandsglæpa og fékk um leið smásamviskubit. Kannski, hugsaði ég með mér, er ég svo mikill svartsýnismaður að ég get hreinlega ekki trúað því sama og Schmitt, sem sagt að það sé alltaf von til þess að við getum breyst og vaxið sem manneskjur eftir að við lendum í erfiðleikum. Samkvæmt þýðand- anum, Kristjáni Þórði, kann túlkun okkar á þessu leikriti að vera mis- jöfn eftir því hvaða aldurshópar eiga í hlut. Kristján hefur það eftir Schmitt að „fólki um tvítugt finnist verkið þrungið grimmd, fólki um fertugt það raunsætt, fólk um sex- tugt sjái mikla blíðu í samskiptum persónanna“. Ég fann hins vegar af- ar sjaldan fyrir blíðu og er alls ekki á þeim buxunum að túlka þetta leik- rit sem raunsæismynd af fimmtán ára hjónabandi. Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki tekið eftir því þegar leikskáldið reyndi að hræra í tilfinningum mínum, sem hann gerði oft og með ýmsum hætti, en það er alveg hægt að skilja hvað Schmitt er að fara án þess að vera snortinn af því sjálfur. Hvað varðar að vera raunsær segir Kristján Þórður einn- ig í leikskránni að Schmitt hafi kosið að segja okkur ekki hvort hjónin ættu börn annaðhvort saman eða með öðrum en ástæðan fyrir því er að Schmitt „vildi einskorða umfjöll- un sína við ástina sjálfa“. En ég spyr af hverju hann kaus að sleppa öllum hugsanlegum samböndum hjónanna og vitna ekki einu sinni í fjölskyldumeðlimi eða vini. Róbert og Elísabet eru hér í einhvers konar tómarúmi þar sem þau líkjast mest málpípum ólíkra skoðana en ekki manneskjum. Ef hér væri um sym- bólskt eða absúrd leikrit að ræða myndi ég ekki biðja um nokkurt samhengi en þeim mun minna sem við vitum um kringumstæður hjónanna þeim mun erfiðara er það fyrir okkar að finna til samúðar með þeim. Ef til vill hjálpaði það ekki að sýna þetta leikrit í Kassanum, sal- urinn er sannkallaður kassi, tómur og allt þar inni einfalt og hrátt. Svona aðstæður henta betur sýn- ingum þar sem áhorfendur geta ekki einu sinni þóst vera flugur á vegg. Manni dettur frekar í hug Beckett-leikrit sem gerist á ein- hverjum nafnlausum stað en leikrit eftir Schmitt sem gerist í stofu í heimahúsi. En svo gæti hugsast að leikstjórinn vildi einmitt notfæra sér þessar aðstæður til að skapa ákveðna framandgervingu, það sem Bertolt Brecht kallaði „Verfremd- ungseffekt“, þekkta aðferð til að koma í veg fyrir að áhorfendurnir týni sér í sýningu. Brecht notaði þetta til að halda leikurunum og sviðsmyndinni í ákveðinni fjarlægð frá okkur. Ef um framandgervingu er að ræða hér þá myndi það einnig útskýra af hverju sviðsmyndin er svona mínimalísk, djasstónlistin frekar framandi og döpur og lýs- ingin frekar kaldranaleg. Kannski vildi leikstjórinn leyfa textanum að vera í sviðsljósinu, ef svo má að orði komast, svo að við fengjum tækifæri til að fylgjast betur með öllu sem hjónin Róbert og Elísabet segja hvort öðru. Og ef það er ætlunin skiptir útlit heimilisins ekki máli. Það eru ágætis rök fyrir slíkri að- ferð þegar leikrit eftir Schmitt er annars vegar. Maðurinn er sér- staklega orðheppinn og það kemur því ekki á óvart að leikpersónur hans skyldu sýna sama hæfileikann. Þýðandinn Kristján Þórður segir einstaklinga Schmitts vera „flug- mælska og skarpgreinda“ en bæði Róbert og Elísabet sanna það full- komlega í þessu leikriti, þótt Róbert sem rithöfundur hafi auðvitað að- eins meira leyfi til að fara á flug í orðaleikjum sínum en kona hans, sem er „bara“ heimavinnandi! Þetta eitt gerir hlutina aðeins auðveldari fyrir Hilmi Snæ sem Róbert en fyrir Elvu Ósk sem Elísabetu. Allt sem hljómar „bókmenntalegt“ (s.s. eins og tilvitnun í ljóð eða skáldsögu) eða tilgerðarlegt passar ágætlega við Róbert. En Elísabet getur varla hljómað eðlilega þegar hún talar í svipuðum dúr nema þegar hún er að vitna í Róbert! Mér fannst báðum leikurum takast vel að koma þessum persónum til skila en leikur þeirra þurfti oft að hoppa yfir gildrur í textanum. Stundum lentu þau bæði í því að treysta á tæknilegt vald sitt fremur en tilfinningalega túlkun. Eitt dæmi er sú staðreynd sem birt- ist seint í leikritinu og var því erfitt að gera trúverðugt – að Elísabet drekkur of mikið. Ástæðan fyrir því er, segir hún, að hún heldur að Ró- bert sé að halda framhjá henni. Hún segist ekki vera í vandræðum með drykkjuskap og að það sé hann sem valdi henni erfiðleikum, ekki vínið. Það er ekki aðeins að drykkju- vandamál Elísbetar komi alltof seint til sögunnar heldur er það alls ekki trúlegt að hún sé orðin alkóhólisti vegna hegðunar Róberts – afar mik- il einföldun og myndi örugglega ekki fá samþykki hjá AA-mönnum. En það þýðir líka að Elva Ósk þarf að leika drukkna konu síðustu fimm- tán mínúturnar af leikriti sem er ekki nema níutíu mínútur að lengd. Drykkjuskapur Elísabetar veldur einnig ójafnvægi í formi leikritsins og gerði lokasenuna mjög erfiða fyr- ir Elvu Ósk og Hilmi Snæ. Á fyrsta áratug tuttugustu ald- arinnar gerðu nokkur bresk leik- skáld tilraunir með leikritaform sem síðan var kallað „umræðuleikrit“. Í þessari leikritategund fást leik- skáldin beint við efnið sjálft og þurftu því ekki að eyða tíma í að leggja áherslu á söguþráðinn eða at- burðarásina. Oftast sitja leikend- urnir í hægindastólum og ræða ýmis mál án þess að þurfa að „gera eitt- hvað“ á meðan. Eins og Róbert í Hjónabandsglæpum voru þessar persónur aðallega málpípur höfunda sinna. Undir áhrifum þessara ágætu leikskálda (þar á meðal Shaws og Galsworthys) og með ýmislegt ann- að að láni, og þá sérstaklega frá Ib- sen, Strindberg, Tsjekhov og Pin- ter, hefur Eric-Emmanuel Schmitt tekist að bjóða okkur upp á alls kon- ar vangaveltur um ást og sambönd en Hjónabandsglæpi skortir það samhengi sem gerir okkur kleift að finna til með aðalpersónunum. Ég átti alls ekki von á léttri skemmtun á frumsýningunni, langt því frá, en ég gerði mér vonir um að fá að minnsta kosti einhverjar áhugaverð- ar pælingar. Ég verð því að við- urkenna að ég yfirgaf leikhúsið tví- stígandi. Þrátt fyrir allt fannst mér bjartsýni höfundarins og ekki síður leikstjórans smitandi. Hjónin Ró- bert og Elísabet hreinlega gefast ekki upp og uppgötva saman að augnablikið skiptir meira máli en fortíðin. Á sama tíma fannst mér langar ræður þeirra Róberts og El- ísabetar ofhlaðnar ótrúverðugum „vísdómsperlum“. Ef ég hefði haft sannfæringu fyrir raunveruleika parsins og lífi þess hefði ég átt auð- veldara með að kaupa verkið. Umræðuleikrit? LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Eric-Emmanuel Schmitt. Þýð- ing: Kristján Þórður Hrafnsson: Tónlist og hljóðmynd: Óskar Guðjónsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd og búningar: Jón Axel Björnsson. Leikstjóri: Edda Heiðrún Backman. Leikendur: Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Hjónabandsglæpir Martin Regal Gildrur Báðum leikurum tekst vel að koma persónunum til skila en leikur þeirra varð oft að hoppa yfir gildrur í textanum, að mati gagnrýnanda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.