Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KJARVALSSTAÐIR eru vettvangur tvennra tónleika Ólafs Elíassonar píanóleikara; í kvöld og sunnudagskvöld kl. 20. Ólafur spilar verk eftir Schubert og Ravel ásamt 7 pí- anóetýðum eftir Chopin, Liszt, Moszkowski og Schriabin. Etýðurnar eru meðal erfiðustu verka píanóbókmenntanna og eru sumar jafnframt þekktustu píanóverk sög- unnar svo sem La Campanella eftir Liszt og Bylt- ingaretýðan eftir Chopin. Ólafur mun einnig fjalla um verkin á léttum nótum og með aðgengilegum útskýringum. Tónlist Ólafur Elíasson spilar etýður Ólafur Elíasson FRANSKI myndlistarmað- urinn Bernard Alligand spjall- ar um bóklistaverk og ríkulega hefð slíkra bóka í Frakklandi og segir frá eigin verkum í dag kl. 16.30 í fyrirlestrasal Lands- bókasafns. Torfi Túliníus túlk- ar. Sigurður Pálsson flytur nokkur ljóða sinna, en einnig þýðingar á ljóðum Prévert og Eluard. Bernard Alligand les franska útgáfu ljóðanna. Spjallið og ljóðlesturinn tengjast sýn- ingu á myndverkum Alligands og bóklistaverkinu Garðinum í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar en í bók- verkinu eru ljóð eftir Sigurð og myndlist Frakk- ans. Myndlist – ljóðlist – ritlist Bóklistaverk á Frönsku vori GUNNAR Hannesson sagn- fræðingur eys úr viskubrunn- um um höfðingja þrjá á 17. öld í hádegisleiðsögn í Þjóðminja- safni Íslands kl. 12.10 á hádegi í dag. Höfðingjarnir þrír eru bræðurnir Gísli og Þórður Þorlákssynir, biskupar á Hól- um og í Skálholti, og Lárus Gottrup, lögmaður og sýslu- maður á Þingeyrum. Stoppað verður við gömul málverk af þessum litríku ein- staklingum sem til sýnis eru í gamla Forsalnum. Gunnar fjallar um þá þremenninga í leik og starfi og dregur fram persónusögu þeirra frá óopinberu sjónarhorni. Fræði Gottrup lögmaður og tveir biskupar Gottrup og frú Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA samkomulag eflir Banda- lag íslenskra listamanna og við er- um afskaplega ánægð með að borg- in skuli vilja styðja okkur,“ segir Ágúst Guðmundsson, kvikmynda- leikstjóri og formaður BÍL, Banda- lags íslenskra listamanna, en í gær var undirritað samkomulag milli Reykjavíkurborgar og BÍL til þriggja ára um ráðgjöf og samstarf á sviði menningarmála. „Þetta er jafnframt viðurkenning á því starfi sem við höfum unnið með borginni og fyrir borgina. Það sem við leggj- um áherslu á er að til okkar sé leit- að með mál sem snerta menningu og listir.“ Borgin styrkir BÍL um eina milljón króna á ári á samningstím- anum og segir Ágúst það hjálpa til við rekstur bandalagsins en um áramót var ráðinn framkvæmda- stjóri í hálft starf til að vinna að hagsmunamálum þess. „Samvinna milli bandalagsins og borgarinnar, sérstaklega í menningar- og ferða- málaráði, hefur orðið æ augljósari og ef til vill hefur borginni þótt þetta eðlilegt skref að stíga núna. Við erum mjög ánægð með samn- inginn.“ Samningsaðilar eru sammála um mikilvægi þess að borgin eigi kost á góðu samstarfi við heildarsamtök listamanna og mörkun og fram- kvæmd stefnu á sviði menningar- mála, að því er fram kemur í inn- gangi samningsins. Í stórum dráttum eru sam- komulagsatriðin þessi: BÍL lætur borginni í té umsagn- ir, álitsgerðir, upplýsingar og ráð- gjöf um mál sem borgin vísar til slíkrar umfjöllunar. Sú ráðgjöf get- ur falist í samstarfi um endur- skoðun menningarstefnu fyrir Reykjavíkurborg og úttektir henni tengdar, tilnefningum stjórnar BÍL í ráðgjafahópa að ósk menningar- og ferðamálaráðs til dæmis um styrkveitingar, tilnefningum áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins, tilnefningum í safnráð Listasafns Reykjavíkur, undirbúningi op- inberra funda á vegum Reykjavík- urborgar er varða listir og menn- ingu og kynningu á íslenskri list, meðal annars í skólum. Ennfremur er lögð áhersla á fjölþjóðlegt sam- starf á sviði lista og önnur mál er varða listir og listamenn almennt er geta komið borginni til góða. Markmið samvinnunnar er meðal annars að stuðla að því að fyrir hendi séu jafnan sem gleggstar upplýsingar um listalífið í borginni og þróun þess. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoð- armaður borgarstjóra, segir að Bandalag íslenskra listamanna hafi sinnt sínum störfum vel sem fag- aðili og hafi komið fram sem ein rödd listamanna gagnvart borg- aryfirvöldum. Hann segir það skipta miklu fyrir borgina. „BÍL falaðist eftir viðurkenningu borg- arinnar á tilveru sinni og hefur ver- ið frekar afskiptur hópur í lista- samfélaginu. Borgarstjóra þótti nauðsynlegt að auka samstarfið þarna á milli.“ Reykjavíkurborg og Bandalag íslenskra listamanna semja um samstarf og ráðgjöf Viljum að til okkar sé leitað Í HNOTSKURN » BÍL er bandalag félaga lista-manna í hinum ýmsu list- greinum. » Markmið bandalagsins er aðstyðja vöxt og viðgang ís- lenskra lista, bæði innanlands og utan, gæta hagsmuna íslenskra listamanna og efla með þeim samvinnu og samstöðu. » Aðild að BÍL geta þau félöglistamanna átt sem starfa á atvinnugrundvelli að listsköpun og listflutningi. » Reykjavíkurborg vinnur núað endurskoðun ýmissa sam- starfssamninga við listastofnanir og -hópa. Undirritun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri og formaður Bandalags íslenskra listamanna, undirrita samninginn í Höfða í gær. Jakob Frímann Magnússon fylgist með. Morgunblaðið/ÞÖK BANDARÍSKA ljóðskáldið og rithöfundurinn Maya Angelou segir hugrekkið þá dyggð sem mest sé þörf fyr- ir í heiminum í dag. „Án hug- rekkis er ómögulegt að tileinka sér aðr- ar dyggðir,“ sagði Angelou í ræðu í Friðarsetrinu í Greenville í Suð- ur-Karólínu, fyrir troðfullum sal áheyrenda á dögunum. Maya An- gelou sagði sögur og talaði um fé- lagsleg vandamál allt frá ofbeldi og reykingum til haturs og kyn- þáttamisréttis. Við sama tækifæri gaf hún Friðarsetrinu tvö ljóð sín að gjöf: Amazing Peace og The Brave and Startling Truth. An- gelou er meðal atkvæðamestu rit- höfunda úr röðum bandarískra blökkukvenna. Hugrekkið er dyggða mikilvægast Maya Angelou talar um ofbeldi og hatur Maya Angelou FARDAGAFRÉTTIR af hljómsveit- arstjórum eru fyrirferðarmiklar í erlendu pressunni. Nú hefur spurst að enn ein Lundúnahljómsveitin fái nýjan stjórnanda á næstunni, er svissneski hljómsveitarstjórinn Charles Dutoit gengur til liðs við Konunglegu fílharmóníusveitina þar í borg, og tekur við sprotanum af Daniele Gatti sem þar hefur ver- ið á palli í þrettán ár. Ian Maclay, framkvæmdastjóri hljómsveit- arinnar, segir sveitina ofsakáta með nýja stjórnandann og að hann hafi verið valinn einróma af öllum sem að ákvörðuninni komu. Aðrir nýskipaðir ofurstjórn- endur í Bretaveldi eru Rússinn Va- lery Gergiev sem tók við Sinfón- íuhljómsveit Lundúna í janúar, Esa Pekka Salonen sem verður að- algestastjórnandi hljómsveit- arinnar Fílharmóníu á næsta ári, Vladimir Jurowski sem verður að- alstjórnandi Fílharmóníusveit Lundúna í september. Charles Dutoit hefur annan sprota á hendi samhliða nýja starfinu en það er við Fíladelfíu hljómsveitina sem hann ætlar að stjórna til ársins 2012. Dutoit til Konunglegu Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÉG BJÓ með Emily Brontë í eitt ár,“ sagði rithöfundurinn Silja Að- alsteinsdóttir í gær, eftir að hafa tekið við Íslensku þýðingaverðlaun- unum fyrir Wuthering Heights eftir Brontë. Verðlaunin voru afhent í Gljúfrasteini, heimili nóbelsskálds- ins Halldórs Laxness, á afmælisdegi hans sem jafnframt er Alþjóðadagur bókarinnar. „Ég var meira og minna að þessu í Bretlandi þannig að ég hafði aðgang að mörgum útgáfum af bókinni sem er alveg nauðsynlegt vegna þess að skýringar á orðum eru oft svo mis- vísandi. Stundum þurfti maður að fara krókaleiðir til að komast að réttri merkingu,“ segir Silja. Wut- hering Heights hafi verið erfið bók að þýða, en hún er eina skáldsaga Brontë. „Þegar orð hafa breytt um merk- ingu verða þau svo hættuleg því það getur orðið svo óljóst hvenær hug- myndir eða smekkur þýðandans ræður og hvenær hann hefur eitt- hvað fræðilegt fyrir sér,“ segir Silja. Til dæmis hafi norræn áhrif verið mikil í norðanverðu Englandi á nítjándu öld, þegar Brontë var uppi, og þess megi sjá merki í texta bók- arinnar. Silja telur líklegt að villur slæðist oft inn í þýðingar vegna rangrar túlkunar á orðum eða misskilnings. „Þýðingar úr öðru menningar- umhverfi og frá öðrum tíma eru sér- staklega hættulegar,“ segir Silja. „Þýðingar eru svo stór hluti af ís- lenskum bókmenntum alveg frá fyrstu tíð, við þýðum helgra manna sögur strax á 12. og 13. öld. Við höf- um alltaf sótt sögur til annarra landa og aldrei fengið nóg af sögum.“ Silja hefur komið víða við í bók- menntalífi Íslendinga, hefur starfað sem rithöfundur, fræðimaður, kenn- ari, blaðamaður, ritstjóri og þýðandi. Hún segist snemma hafa áttað sig á því að hún ætti auðvelt með að læra tungumál og þýða yfir á íslensku. „Það er þessi eiginleiki að sjá milli tungumála … að tengja á milli án þess að þurfa að grufla í hverri setn- ingu,“ segir Silja. Shakespeare í 30 slögum Hún þýddi kvikmyndir til margra ára fyrir Sjónvarpið og segir það hafa verið gríðarlega góða þjálfun. „Þá þurfti maður að hugsa í 30 slög- um. 30 slög voru í línunni, 2x30 slög máttu vera á skjánum. Ég þýddi Shakespeare t.d., marga þætti af Rósastríðunum og Ríkharð þriðja.“ Silja segir það hafa verið góða æf- ingu að þurfa að koma hugsunum Shakespeare í 30 slög. Það er Bandalag þýðenda og túlka sem veitir verðlaunin ár hvert. Í um- sögn dómnefndar segir að Silju hafi tekist að „flytja skáldverk frá miðri 19. öld yfir á trúverðugt nútímamál og auðvelda þannig aðgengi yngri kynslóða að þessu sígilda verki“. Textinn sé áreynslulaus, taki mið af tungutaki samtíma okkar og á blæ- brigðaríku máli. Silja Aðalsteinsdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir Wuthering Heights „Við höfum alltaf sótt sögur til annarra landa“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstánægð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Silju Að- alsteinsdóttur Íslensku þýðendaverðlaunin á Gljúfrasteini í gær. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.