Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þökkum öllum þeim sem vottuðu okkur samúð sína við fráfall elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, STEFANÍU RANNVEIGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Guð launi ykkur góðar kveðjur. Stefán Tryggvason, Jarmíla Tryggvason, Brynjólfur Tryggvason, Lilja Jónsdóttir, Soffía Tryggvadóttir, Magnús Gíslason. ✝ Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýju og samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU KATRÍNAR BJARNADÓTTUR, Heiðargerði 6, Akranesi. Benedikt Bjarnason, Guðrún Stefanía Bjarnadóttir, Halldór Bjarnason, Elín Hannesdóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Hulda Péturs-dóttir fæddist á Húsavík þann 25. september 1920. Hún lést á heimili sínu mánudaginn 16. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Sigfússon, kaup- félagsstjóri, f. 9. desember 1890, d. 5. október 1962, og Birna Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 13. ágúst 1892, d. 5. september 1981. Systkini Huldu eru: Bjarni, f. 20.3. 1915, d. 24. 3. 1995, Sigríður María, f. 1.8. 1918, d. 10.9. 1997, Sigfús, f. 7.7. 1924, d. 28.5. 1992, Sigurður Már, f. 4.4. 1929, d. 2.6. 1987 og Þórarinn, f. 3.10. 1930. Á heimilinu ólust einnig upp þau Heimir Bjarnason, systursonur Birnu, móður Huldu, f. 2.8. 1923 og Sigríður Birna Bjarnadóttir, bróðurdóttir Huldu, f. 10.5. 1938, d. 22.3. 2001. Hulda giftist árið 1952 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Þórhalli Ingibergi Einarssyni, f. 16.3. 1921. Foreldrar hans voru Einar Runólfsson, trésmiður, f. 17. september 1884, d. 10. mars 1991, og Kristín Traustadóttir, hús- freyja, f. 20.10. 1878, d. 3.2. 1960. Hulda og Þórhallur eignuðust fimm börn: 1) Pétur, f. 7.2. 1948. Pétur ólst upp hjá systur Huldu, Sigríði Maríu og manni hennar George, í Bandaríkjunum. Pétur er kvæntur Ilon Thyss Williams og eiga þau tvö börn: a) Thysson George, f. 5.3. 1985, b) Gemma Sigríður, f. 22.3. 1987. Eru þau búsett í Boulder, Colorado í Bandaríkjunum. 2) Birna María f. 10.10. 1950, d. 10.4. 1951, 3) Einar Kristinn, f. 1.7. 1952, eiginkona hans er Sigríður Steinarsdóttir f. fjölskyldan á Borðeyri við Hrúta- fjörð. Hulda fluttist til Akureyrar 18 ára gömul og hóf störf hjá KEA. Fjölskyldan bjó í Borgar- nesi um nokkurra ára skeið þar sem Pétur rak hótel. Hún fluttist til Reykjavíkur þar sem hún starf- aði fyrst hjá KRON á Hverfisgötu og varð verslunarstjóri þar. Hulda og Þórhallur bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Reykjavík, seinna flutti fjölskyldan á Hvols- völl en Þórhallur starfaði þá sem fulltrúi sýslumanns. Árið 1963 fluttu þau í Kópavog þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, lengst af á Sunnubraut 16. Hulda hóf störf hjá versluninni KRON í Kópavogi og Þórhallur hjá borgarfógeta í Reykjavík, en þar starfaði hann út sinn starfsaldur. Hulda starfaði alla sína tíð við verslunarstörf. Hún varð verslunarstjóri KRON við Borgarholtsbraut, síðar starfs- maður Ásgeirsbúðar, Verslunar- innar Kópavogs og loks Nóatúns í Hamraborg þar sem hún starfaði til 78 ára aldurs. Hulda var ákaf- lega félagslynd og vinamörg. Hún var alla tíð sérstaklega áhugasöm um íþróttir, þá einkum handbolta og fótbolta. Sjálf spilaði hún handbolta og varð meðal annars Íslandsmeistari með Fram. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Breiðablik, var meðal annars formaður handknattleiksdeildar kvenna um árabil. Hún var heiðr- uð fyrir störf sín og var valin Heiðursbliki á 40 ára afmæli fé- lagsins árið 1990, þá eina konan sem hlotið hafði þann heiður. Þá hlaut hún heiðursorðu ÍSÍ árið 2001. Hún var mikil áhugamann- eskja um stjórnmál, var ávallt virk í Framsóknarflokknum og var hún meðal stofnenda Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópa- vogi. Síðustu ár sín bjuggu Hulda og Þórhallur í Vogatungu, en Þór- hallur dvelur nú á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Huldu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 9.4. 1952, þau eiga fimm börn: a) Hulda María, f. 11.1. 1973, b) Arna Einarsdóttir, f. 18.4. 1975, gift Degi B. Eggertsyni og eiga þau tvö börn, Ragnheiði Huldu og Steinar Gauta. c) Birna, f. 17.1. 1981, í sambúð með Krist- jáni Guy Burgess, d) Þórhallur, f. 16.12. 1982. e) Vera, f. 1.12. 1989. 4) Hinrik, f. 18.2. 1954, börn hans eru: a) Daníel, f. 17.5. 1972. Móðir Kristín Ólafsdóttir. b) Bragi Þór, f. 8.6. 1973, kvæntur Jóhönnu Guðlaugu Frímann og eiga þau tvö börn, Bergþór Frímann Sverr- isson, son Jóhönnu, og Ernu Ísa- bellu. c) Þórhallur Örn, f. 10.9. 1976, kvæntur Helgu Ósk Hann- esdóttur og eiga þau tvö börn, þau Orra og Önnu Karen. d) Kristín Hulda, f. 14.12. 1984, í sambúð með Brynjari Unnsteins- syni og eiga þau eina dóttur, Ingi- björgu Ernu. e) Ingunn Birta, f. 16.8. 1980, í sambúð með Sæþóri Jenssyni. Móðir Braga, Þórhalls, Kristínar og Ingunnar Birtu er Erna Norðdahl. f) Gunnar Árni, f. 19.11. 1985. g) Haukur, f. 3.6. 1990. h) Hinrik, f. 3.6. 1990. Móðir Gunnars, Hauks og Hinriks er Vil- borg Gunnarsdóttir. 5) Þórarinn, f. 7.5. 1960, eiginkona hans er Halldóra Þ. Friðjónsdóttir, f. 7.1. 1967. Börn þeirra eru: a) Íris, f. 17.5. 1983, í sambúð með Guð- mundi Pálssyni og eiga þau 2 börn, Breka Stein og Sölva Pál. Móðir Írisar er Inga María Frið- riksdóttir. b) Margrét Rut, f. 3.4. 1992. c) Kolbrún Huld, f. 3.11. 1993. d) Friðjón Þór, f. 19.11. 1995. f) Ásdís Birna, f. 19.1. 2002. Hulda fæddist á Húsavík og bjó þar til 14 ára aldurs en þá fluttist Elskulega tengdamóðir mín, Hulda, þú svarar mér ekki lengur þegar ég hringi í þig. Þú ert haldin í langferð og kemur víst ekki í bráð.Við sem vorum búnar að ráð- gera að fara aftur saman til Am- eríku og láta verða af margumtal- aðri ferð til Ítalíu. Á næsta ári eru 40 ár liðin síðan ég fann ástina mína, hann Einar, og fékk svo ykkur heiðurshjón í kaup- bæti. Allt frá þeim degi er ég, sex- tán ára gömul, kom fyrst með Ein- ari á Sunnubrautina, tókuð þið mér sem eigin dóttur. Það var svo dæmalaust gott að koma til ykkar og alltaf voru hress- ar og líflegar samræður við kringl- ótta eldhúsborðið. Ég minnist þess sérstaklega, frá þessum fyrstu kynnum okkar, hversu mjög þessi eldhúsumræða hreif mig. Það var spjallað um svo margt, en þó sér- staklega um íþróttir og stjórnmál. Ég heillaðist svo af þessari elju og kappsemi í þér og ég skildi aldrei hvernig þú gast látið sólarhringinn duga fyrir allt það sem þú tókst þér fyrir hendur í félagsmálunum í Kópavogi jafnframt því að vinna tólf tíma vinnudag sem verslunar- stjóri hjá KRON, fylgja sonunum á fótboltaleiki og vera í ofaníkaupið þessi glaða og jákvæða húsmóðir að vinnudegi loknum. Þú varst gædd fágætum persónutöfrum sem ein- kenndust af ríkri réttlætiskennd, heillandi og glettinni nærveru og sterkum sannfæringarkrafti. Aldrei skyldirðu svíkja Breiðablik eða Framsóknarflokkinn. Ég hreifst svo af þér Hulda mín, að sem ung stúlka fannst mér ég hafa fundið það sem ég hafði alltaf þráð, and- rúmsloft kærleiksríkrar fjölskyldu. Eftir stúdentinn og trúlofun flutti ég í litla herbergið hans Ein- ars og þú tókst mér opnum örmum og heimilið ykkar varð mitt. Einhver sú ljúfasta minning sem ég á frá þessum fyrstu hjúskap- arárum okkar var þegar ég kom heim á Sunnubrautina með Huldu Maríu, elstu dóttur okkar, ný- fædda. Það var augljóst að þetta var einnig stór dagur í lífi þínu.Við höfum upplifað svo margt skemmti- legt með ykkur, allar ógleymanlegu heimsóknir ykkar til okkar til Sví- þjóðar. Það var alltaf svo mikið til- hlökkunarefni hjá börnunum og þá útbjuggu þau og myndskreyttu stór plaköt með yfirskriftinni „Vel- komin elsku amma og afi!“. En nú eru barnabarnabörnin tekin við og sólargeislarnir okkar, Heiða og Steinar, tóku sama ástfóstri við þig. Þú varst vön að kalla Steinar Gauta „litla kærstann þinn“, því hann hljóp alltaf á móti þér með opinn faðminn. Þú varst rík, áttir tuttugu barna- börn sem öll elskuðu þig og virtu. Þú áttir einnig fjölmarga góða vini af yngri kynslóðinni, sem haldið hafa tryggð við þig vegna stuðnings þíns við íþróttahreyfinguna. Þú varst alveg yndisleg mann- eskja, hreinskiptin og glettin, og það var aldrei nein lognmolla í kringum þig. Þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Við Einar munum seint gleyma Amer- íkuferðinni með þér síðastliðinn nóvember. Heimsóknin til Péturs og fjölskyldu í Boulder var ógleym- anleg og þar naust þú þess meðal annars að aka á mótorhjóli með Pétri og vera með okkur heilan dag á golfvellinum. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa notið samvistanna við þig í öll þessi ár. Þú varst ekki bara ynd- isleg tengdamóðir, heldur einnig besti vinur minn. En hvar ertu núna, elsku Hulda mín? Þú ert kannski að spóka þig í spænsku tröppunum í Róm eða að skoða Colosseum. Það hefði bara verið svo gaman að vera þar með þér, skilurðu... Daglegu símtölin okkar síðasta árið enduðu alltaf á enskri ástar- játningu. Ef ég var fyrri til að kveðja þig fékk ég ávallt svarið: „I love you too, elskan!“ Svo nú segi ég við þig í síðasta sinn, elsku Hulda mín: I love you forever! Þín Sigríður. Elsku besta amma mín. Það er erfitt fyrir mig að kveðja þig. Ég hélt að við fengjum meiri tíma saman. Amma mín hafði sterka og þægi- lega nærveru og veitti það mér ör- yggi og hlýju. Amma fylgdist vel með því sem við barnabörnin tók- um okkur fyrir hendur. Þegar ég lít til baka sé ég ömmu standa í úti- dyragættinni og veifa í sífellu þang- að til hún sér okkur ekki lengur. Ég man svo vel eftir Sunnubraut- inni, ekki síst rabarbaragarðinum, og hvað það var gott að vera þar með ykkur afa. Ég á þér svo margt að þakka. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur öll. Allar pönnukökurnar. Mikið á ég eftir að sakna þeirra, elsku amma mín. Ég man líka svo vel eftir því þegar þú vannst í kjötborðinu og fékk ég stundum að fara með þér í vinnuna. Það fannst mér svo gaman. Við fór- um í Skódanum þínum sem var al- veg endalaus eins og þú. Það gat tekið tímann sinn að fara eitthvert með þér. Þú þekktir svo marga og þurftir að spjalla við alla. Ég er viss um að flestir Kópavogsbúar vita hver þú ert. Ég skal gera mitt besta til að passa afa fyrir þig. Ég er stolt af því að hafa átt þig fyrir ömmu. Ég veit að þú átt eftir að vaka yfir okk- ur öllum. Góða ferð, amma mín. Ég elska þig. Sestu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. - Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davíð Stefánsson.) Íris Þórarinsdóttir. Elsku amma, Fyrir örfáum vikum síðan var ég á tali við vini mína og montaði mig af ömmu minni. Ég sagði, að ef ein- hver manneskja væri ódauðleg, þá værir það þú. En nú ert þú farin frá mér. Þar sem ég bý í Svíþjóð, hef ég ekki hitt þig eins oft og ég hefði viljað, en þú hefur samt alltaf verið náin mér. Ég vildi óska að ég hefði fengið að upplifa fleiri stórkostleg- ar stundir með þér. Þú ert sú manneskja sem ég dáði mest og ég get lofað þér því, að ég var aðdá- andi númer eitt í aðdáendaklúbbi þínum. Þú varst heimsins besta amma, góður vinur minn og ert besta fyrirmynd mín. Lífsgleði þín var aðdáunarverð og ég er svo stolt og glöð yfir að hafa átt hlutdeild í lífi þínu. Í hjarta mínu ert þú ódauðleg. Ég elska þig! Þín Vera. Ég átti stórkostlega ömmu. Og lengi hef ég kviðið fyrir því að kveðja hana hinstu kveðju. Þegar það dynur á er það alltof snemmt. Amma var vissulega ekkert ung- lamb, orðin 86 ára, en ákaflega vel á sig komin og kýrskýr eins og sagt er, stórkostleg kona. Enginn hefði getað óskað sér betri leið til þess að kveðja þennan heim, í friðsæld eigin heimilis. Þrátt fyrir það er sársaukinn svo mikill. Amma var í fullu fjöri, eng- um fannst eins gaman að lifa og henni. Lífsgleði hennar smitaði út frá sér og var það ein af mörgum ástæðum þess að við öll sóttum í hennar félagsskap. Ég hugga mig við það að hún hefði illa sætt sig við alvarleg veikindi eða að verða upp á aðra komin. Amma kaus að fara meðan hún var ennþá á toppnum. Fyrir aðeins fáeinum vikum síð- an borðuðum við saman systkinin, nokkrar vinkonur og amma á veit- ingahúsi í miðbænum. Skemmtum okkur svo vel að við hringdum í Þórarin bróður hennar og töldum hann á að slást í hópinn. Héldum þaðan heim til okkar þar sem við skemmtum okkur og dönsuðum til klukkan þrjú um nóttina, amma og Þórarinn hrókar alls fagnaðar. Amma gisti svo í hjónarúminu. Það var svo sjálfsagt að hafa hana með því þannig var hún, hrífandi skemmtileg og ung í anda. Alltaf jafningi. Amma Hulda var mín nánasta vinkona og líklega sú manneskja fyrir utan manninn minn sem ég ráðfærði mig oftast við. Ég bar mikla virðingu fyrir henni, enda ákaflega sterk og kraftmikil kona, en líka mikil tilfinningavera. Hún var sjarmatröll, litrík, fluggreind, skemmtileg, fórnfús og gjafmild. Hún kvartaði ekki, var ekki þannig karakter. Amma Hulda kenndi mér margt um lífið, um ást og sorgir. Í fyrra fæðingarorlofinu árið 2004 hittumst við nánast daglega. Við töluðum svo mikið saman, hún kenndi mér margt um fyrri tíma, fjölskylduna, ættina stóru og uppruna minn. Þegar fjölskyldan litla ferðaðist hringinn í kringum landið, sumarið 2005, meðal annars um Suður-Þing- eyjarsýslu, var ómetanlegt að hafa ömmu Huldu í símanum sem sagði okkur á hvaða bæjum við ættum að banka upp á, þar kynntum við okk- ur svo sem frændfólk og var alls- staðar fagnað, enda auðvelt að vísa í Huldu Pétursdóttur. Hana þekktu allir. Þar fann ég loksins rætur mínar, rætur hennar. Þau tengsl mun ég rækta um ókomin ár. Við áttum stórkostlega ömmu. Það er svo sárt að hún skuli ekki alltaf vera til staðar. Að geta ekki hringt í hana, rennt við með börnin, leyft henni að taka utan um litla kærastann sinn, eins og hún kallaði Steinar Gauta, sem tók ást á ömmu sinni frá því hann opnaði fyrst aug- un, að standa hana að því að lauma nammi að Heiðu. Að geta ekki leng- ur rætt um heima og geima, rifist um pólítík, hlustað á hana fara með ljóðin sín sem hún elskaði mest, lært af henni eða skálað fyrir okkur sjálfum eða lífinu. Fyrir að hafa deilt með henni mínum 32 árum verð ég alltaf þakk- lát og minningarnar lifa með okkur Degi. Hún verður ávallt mín stærsta fyrirmynd í lífinu. Hvíl þú í friði, elsku amma. Arna Einarsdóttir. Hulda Pétursdóttir  Fleiri minningargreinar um Huldu Pétursdóttur bíða birt- ingar og munu bírtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.