Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Utaníkeyrsla á Suðurlandi ÞÚ, sem straujaðir hægri hliðina á bílnum mínum, sem er grænn Sub- aru Legacy, trúlega fyrir utan Bón- us á Selfossi eða verslunina Kjarval á Hvolsvelli, hefur þú hugsað þér að eiga þetta með sjálfum þér eða ætlar þú að gera eitthvað í málinu? Það kostar á annað hundrað þúsund að gera við skemmdina og ég hef bara alls ekki efni á því. Fyrir utan það, þá á ég einungis eftir að borga tvær greiðslur af bílnum og ætlaði að selja hann þegar ég ætti hann skuld- laust. Ef þú hefur í hyggju að þegja og sofa rólega þá verð ég að segja það að þú ert vond og samviskulaus persóna. Þú hefur ekki komist hjá því að verða var/vör við utaníkeyrsl- una því það hlýtur að sjá á þínum bíl, a.m.k. á stuðaranum og þú ert mjög sennilega á jeppa. Svona hluti gerir maður ekki. Ef þú ert, hins vegar, ekki samviskulaus og sefur illa vegna þessa og vilt taka á þig ábyrgð þína, þá tek ég þér fagnandi, því get ég lofað þér. Síminn minn er 868 3506. Með fyrirfram þakklæti. Ragnheiður Egilsdóttir. Hætta fylgir vinstristjórn Í DV 20. apríl er ansi góð grein eftir verkfræðinginn Geir Ágústsson þar sem hann varar kjósendur beinlínis við að kjósa yfir sig vinstristjórn. Hættuna telur hann vera að kjós- endur séu búnir að gleyma síðustu vinstristjórn. Mikið er ég honum sammála, en ég vildi bæta við að við megum aldrei tala um vinstristjórnir og gleyma að þetta eru eldrauðar kommúnistastjórnir sem velja sér alltaf eitthvert nýtt nafn. Kommún- istar eru með sömu stefnu (ríkis- rekstur) á öllum sviðum, á meðan þeir halda og boða kommúnískt stjórnarfar verða þeir að heita sama nafninu. Þeir mega ekki sleppa svo auðveldlega frá vinum sínum í austri sem þeir dýrkuðu hvað sem á gekk og gera enn. Karl Jóhann Ormsson, fv. deildarfulltrúi. Hjálpsemi ÉG vil koma á framfæri innilegustu þökkum til mannsins sem hjálpaði mér að skipta um dekk á bílnum mínum fyrir utan Lækningu í Lág- múla. Þú varst sannkallaður herra- maður. Marion Scobie. Pennaveski fannst PENNAVESKI með nokkrum pennum fannst í Mjóstræti 22. apríl. Upplýsingar í síma 551 3602. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÆKNIRINN ER MEÐ SJÚKLING HJÁ SÉR Í AUGNABLIKINU... GET ÉG TEKIÐ SKILABOÐ? AHA?... ÚT AÐ BORÐA Í KVÖLD?... HVAR?... ÞARF HÚN AÐ VERA FÍN?... KLUKKAN HVAÐ?... ÆTLAR ÞÚ AÐ KOMA MEÐ BLÓM?... HVER ER ÁSETNINGUR MINN? GÓÐUR RITARI LÍSA, ÉG VIL EKKI HAFA BÆÐI HATUR OG ÁST Í HJARTANU ÉG VIL BARA HAFA ÁST! GOTT LALLI... ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA ER AÐ HALLA ÞÉR AÐEINS... SJÁÐU? NÚNA FLÆÐIR ÁSTIN YFIR ALLT HATRIÐ ÆI ÉG VEIT EKKI MEÐ ÞIG, EN ÉG KANN VEL VIÐ MIG Á MARS ÞAÐ ER SVO FRIÐSÆLT JÁ, OG HÉR ER ENGINN MAMMA TIL ÞESS AÐ RÍFAST Í MANNI VEGNA ÞESS AÐ MAÐUR ER EKKI FARINN AÐ SOFA, EÐA ER EKKI BÚINN AÐ BORÐA ALLAN MATINN SINN HREYFÐIST ÞESSI STEINN? MAMMA!! ÉG HEF EKKI SEST Í RÓLU FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG VAR STRÁKUR ! ÞEGAR ÉG VAR YNGRI GAT ÉG RÓLAÐ HÆRRA EN ALLIR HINIR ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÉG SÉ EKKI JAFN GÓÐUR Í ÞESSU OG ÉG VAR ÉG HELD AÐ BRÉFBERANUM SÉ ILLA VIÐ MIG. ÉG HELD AÐ HANN ÆTLI EKKI AÐ FARA MEÐ BRÉFIÐ MITT TIL JÓLASVEINSINS EKKI LÁTA SVONA. BRÉFBERAR TAKA STARFINU SÍNU EKKI SVO PERSÓNULEGA ERTU BÚINN AÐ SJÁ NÝJA MERKIÐ ÞEIRRA? ÞÚ GÆTIR EF TIL VILL HAFT RÉTT FYRIR ÞÉR PABBI, MÉR FINNST FÍNT AÐ ÞÚ SÉRT LÍKA AÐ MÆTA Í TÍMA Í TRÚARBRAGÐASKÓLANUM... OG Á VISSAN HÁTT FINNST MÉR EKKI EINS SLÆMT AÐ FARA ÞANGAÐ ÞEGAR ÉG VEIT AÐ ÞÚ GERIR ÞAÐ LÍKA... EN ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ ÉG VILJI AÐ VIÐ LÆRUM HEIMA SAMAN EKKI LÁTA SVONA LOKSING GETUR KÓNGULÓAR- MAÐURINN VERIÐ HANN SJÁLFUR EN MEIRA AÐ SEGJA KÓNGULÓARMAÐURINN GETUR HAFT RANGT FYRIR SÉR... ÞAÐ ER GOTT AÐ GETA LOKSINS SVEIFLAÐ SÉR ÁHYGGJULAUS UM BÆINN LOKSING GET ÉG SLAPPAÐ AF HVAÐ ER PARKER AÐ GERA NÚNA? VEIT HANN EKKI AÐ HANN ER AÐ KOSTA MIG PENINGA? dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SLÆM afkoma mófugla olli fuglafræðingum áhyggjum síðastliðið vor. Þó var ekki annað að sjá en Þorvaldi þresti heilsaðist vel þegar ljósmyndari rakst á hann á Þingvöllum. Morgunblaðið/Ómar „Heilsaðu einkum ef að fyrir ber …“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.