Morgunblaðið - 24.04.2007, Side 40

Morgunblaðið - 24.04.2007, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára TÍMAMÓT (ÍSLENSK KVIKMYND) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ THE GOOD SHEPERD kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára BECAUSE I SAID SO kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 LEYFÐ MISS POTTER kl. 5:40 LEYFÐ 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára / KEFLAVÍK BECAUSE I SAID SO kl. 8 - 10:20 LEYFÐ THE MESSENGERS kl. 8 - 10 B.i. 16 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 LEYFÐ MEET THE ROBINSONS m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ eeee SUNDAY MIRROR BECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA. Háspenna, lífshætta frá Pang Bræðrum. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM eee Ó.H.T. RÁS2 eee S.V. MBL SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára HOT FUZZ kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Úrvalslið leikara í magnaðri kvikmynd undir tryggri leikstjórn Robert DeNiro EDISONS LIFANDI LJÓSMYNDIR KYNNIR: KVIKMYND EFTIR GUÐMUND ERLINGSSON HERBERT SVEINBJÖRNSSON GUÐJÓN ÁRNASON SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON STEINÞÓR EDVARDSSON Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir!  Götutrúbadúrinn Jó Jó hefur um langa hríð glatt vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur með söng sín- um og gítarspili en Jó Jó hefur ekki síður látið gott af sér leiða þegar það kemur að ýmsum þjóðþrifa- málum og eru þá málefni borg- arinnar yfirleitt á oddinum. Nú hyggst trúbadúrinn góðhjart- aði blása til samfagnaðar þann 1. maí í bakgarði Hressingarskálans við Austurstræti. Tilefnið má rekja til þess ofbeldis sem hefur verið í fréttum að undanförnu líkt og þeg- ar ráðist var á mann í hjólastól á Lækjartorgi. Til að vekja fólk til vitundar og ekki síður hvetja borg- aryfirvöld til að halda betur utan um öryggi borgarbúa í miðbænum, munu nokkrir landsfrægir lista- menn á borð við Guðmund Jónsson, Egil Ólafsson, Pálma Sigurhjart- arson og Sigurð Sigurðsson koma fram í bakgarðinum og leika af fingrum fram. Hrafn Jökulsson mun stýra herlegheitunum en Egill Helgason hyggst lesa fólki pistilinn eins og honum er einum lagið. Jó Jó boðar til samfagnaðar 1. maí á́ HressóM enning og listir. Í því sam- hengi er vel hægt að ræða fleiri hluti en myndlist, tónlist og bækur. Tölvuleikir, aug- lýsingar, sjónvarp, veggjakrot, tíska, teiknisögur, frímerki? Allt þetta má setja undir hæl menning- arrýnisins, rétt eins og með umfjöll- unarefni þessa pistils: skyndibita- menninguna.    Skyndibitamenningin (reyndarþrífst hægbitamenning hér á landi, sem hlýtur að vera einsdæmi í heiminum. En komum að því síðar) fylgir lögmálum fjöldaframleiðsl- unnar eins og svo margt í dæg- urmenningunni (stundum kallað fjöldamenning eða mass culture). Fjöldinn og almennar þarfir hans, ef svo má segja, eru til grundvallar, þannig séð (þetta má reyndar rök- ræða frekar en látum þessa skil- greiningu nægja í bili). Tákn skyndibitamenningarinnar er að sjálfsögðu McDonald’s-veitinga- húsakeðjan, en hún var notuð sem frummynd að greiningu á nútíma- samfélaginu í bókinni The McDo- naldization of Society (Ritzer, 1995).    Nú fer í hönd einsaga. Ég fór ílúguna á McDonald’s, Suður- landsbraut, á dögunum. Fyrsta McDonald’s-staðnum á Íslandi takk fyrir. Starfsstúlkan bauð mig „hjartanlega velkominn“ í gegnum stálgráan talstaurinn. Ég hugsaði með mér „er veröldin að verða betri staður? Fær starfsfólkið eitthvað út úr vinnunni hérna?“. Ég brunaði glaðhlakkalegur fyrir hornið að lúgunni þar sem borgað er, og sagði einfaldur við stúlkuna góðu: „Það er naumast að það er tekið vel á móti manni hérna!“ En ég fékk ekk- ert bros til baka. Ég fattaði þetta strax. „Nú … voruð þið að fá meld- ingu að ofan um að heilsa svona?“ Stúlkan kinkaði kolli, og virtist í raun fegin að ég sá í gegnum þetta. „Já,“ svaraði hún nett örg. „Finnst þér þetta ekki glatað?“ Jú, mér fannst það svo sann- arlega en þó ekki nærri því jafn glatað og það sem átti eftir að fara í hönd næsta korterið.    Í stað þess að fá borgarana beint íbílinn, en það ganga skyndibita- staðir jú út á, var ég beðinn um að færa bílinn í þartilgert stæði og bíða þar. Eftir um sjö mínútur eða svo sá ég svo afgreiðslustúlku koma út með pokana mína. En nei … bíddu! Hún gekk að röngum bíl! Ég veifaði til hennar en hún slæmdi einhvern veginn frá sér og virti mig ekki viðlits, hefur sjálfsagt talið mig vera hungurmorða brjálæðing. Ég lét mig hafa það að labba út úr bílnum og banka á gluggann í hin- um bílnum, og spurði hvort þau væru nú örugglega með sína borg- ara. Þau tjáðu mér að svo væri (þótt ég vissi betur) og brunuðu við það í burtu.    Hvílíkt dómadags rugl! Nú, þávar ekkert annað að gera en að fara inn á staðinn og láta steikja fyrir sig upp á nýtt. Sem betur fer hitti ég þar fyrir skilningsríkan vaktstjóra sem græjaði það og bauð mér meira að segja ís á meðan ég beið (það hlýtur að vera stórtap á ísnum þarna). Nei takk, sagði ég, enda bráðkomandi líkamsmisþyrm- ingar meira en nóg. Loks fékk ég svo borgarana, loks gat ég farið heim. Bíllinn rafmagnslaus. Nú beið ég bara eftir rigningunni, eða eftir hundi sem myndi míga utan í mig. Ég hringdi í leigubíl og fékk start hjá honum. En ekki virkaði start- græjan hans fína, sem hann kom með úr skottinu. Nei, við þurftum að ýta bílnum í gang, tveir saman á jafnsléttu bílaplani McDonald’s. Loksins, loksins keyrði ég svo heim, með kalda hamborgara mér við hlið, búinn að standa í þessu stappi í fjörutíu og fimm mínútur. Þetta var semsagt skyndibitinnminn. En skítt með þessar per- sónulegu hrakfarir, hvað er þetta með þessa endalausu bið eftir „skyndibita“ á McDonald’s? Eigum við Íslendingar, í ljósi fámennisins, að þurfa að sætta okkur við þetta? Slær þjónustuhraðinn í takt við íbúa- fjölda, þannig að heillavænlegast er að panta sér borgara á Indlandi, en ráðlegast að sleppa því bara á Hjalt- landseyjum? Er von að maður velti þessu upp.    Ég mæli heldur með BSÍ. Stórisnæðingurinn er vel útilátinn og hamborgarinn búinn til af heim- ilislegri natni. Það slær þá enn frekar á firringu fjöldaframleiðslunnar að vita til þess að þar er hægt að fá svið beint inn í bílinn. Ég fer a.m.k. aldrei aftur á McDonald’s … eða þar til ég freistast þangað inn næst. Og það eru um 100% líkur á að það gerist. Hamborgarar Morgunblaðið/Einar Falur Örtröð Tákn skynbitamenningarinnar er McDonald’s veitingahúsakeðjan, en hún var notuð sem frummynd að greiningu á nútímasamfélaginu í bókinni The McDonaldization of Society. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Bíllinn rafmagns-laus. Nú beið ég bara eftir rigningunni, eða eftir hundi sem myndi míga utan í mig. arnart@mbl.is NADINE Coyle úr Girls Aloud- stúlkubandinu sagði kærasta sínum, sæta stráknum úr Að- þrengdum eig- inkonum, Jesse Metcalfe, upp í seinustu viku. Ástæða sambandsslitanna er sögð vera sú að hún hafi verið orðin þreytt á afbrýðiseminni í honum. Fyrir stuttu sást til Metcalfe í faðmlögum við aðra stúlku en heimildarmenn segja að samband hans og Coyle hafi verið brothætt í nokkurn tíma. „Nadine sagði Jesse upp því hann er svo ráðríkur. Hann stofnaði oft til rifrildis og Nadine fannst hún yf- irbuguð af stjórnsemi hans.“ Vinur parsins, sem var saman í fjórtán mánuði, sagði að Metcalfe hefði líka alltaf átt erfitt með að sætta sig við að Coyle var frægari en hann. Sagt upp Jesse Metcalfe

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.