Morgunblaðið - 24.04.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.04.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 25 Jakob Björnsson | 20. apríl Nær fjórðungur jarð- arbúa er án rafmagns Í þessari grein er skýrt frá því að í heiminum eru 1.577 milljónir manna, nær fjórð- ungur mannkynsins, án rafmagns til al- mennra nota. Nær allt í þróunarlöndunum Til þess að hver og einn þessa fólks fengi rafmagn í þessu skyni til hálfs á við hvern Ís- lending þyrfti meira en alla efna- hagslega vatnsorku heimsins. Þá yrði lítið af henni eftir í orkufrekan iðnað! Meira: jakobbjornsson.blog.is NÝLEGA kynnti meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks í borgarstjórn Reykjavíkur metnaðarfulla áætlun í umhverf- ismálum, undir yf- irskriftinni Græn skref í Reykjavík. Það mik- ilvægasta við þessu skref er að með þeim eru Reykvíkingum gefnir valkostir og vali þeirra er treyst. Frá V-Evrópu til Houston Stærsti einstaki um- hverfisþátturinn í Reykjavík eru sam- göngur. Reykjavík er orðin mikil bílaborg í seinni tíð, en þannig hefur það ekki alltaf verið. Árið 1995 voru bílar í Reykjavík 437 á hverja 1000 íbúa. Það er álíka mikið og í mörgum þeirra borga Norðurlanda og V-Evrópu, sem við viljum helst bera okkur saman við. En á næstu árum fjölgaði bílum í Reykjavík hins vegar mjög hratt, miklu hraðar en annars staðar. Niðurstaðan er sú að Reykjavík er núna í flokki með bandarískum bílaborgum, með rúm- lega 600 bíla á hverja 1000 íbúa. Sitt sýnist hverjum um þessa þróun, en ef hún heldur áfram fer að síga veru- lega á ógæfuhliðina. Ef fjölgun bíla verður jafn hröð á næstu árum og hún hefur verið frá 1995, verða bílar á hverja 1000 Reykvíkinga orðnir 770 árið 2015. Það þýðir að bílar verða orðnir fleiri en ökuleyfi í borg- inni, eins og raunin er sums staðar í stærstu bílaborgum heimsins. Ljóst er að megnið af umferðarkerfinu í Reykjavík verður þá löngu full- mettað og langar raðir og tafir verða daglegt brauð í borginni. Grænn samkvæmt vali Það er meðal annars vegna þess- arar spár, sem Reykjavíkurborg ákveður að bjóða borg- arbúum upp á valkosti. Meirihlutinn í borg- arstjórn treystir vali borgarbúa og ætlar sér ekki að tuddast í þeim sem þurfa á bíl að halda til að komast til og frá vinnu eða til að sinna öðrum erindum sínum. Markmið grænu skrefanna er að bjóða þeim sem það vilja upp á góða val- kosti. Fjöldi fólks velur nú þegar að fara með Strætó flestra sinna ferða. Þetta fólk sparar á því mikinn pening, og fær líka hreyfingu þegar farið er til og frá biðstöðvum. Mark- mið grænu skrefanna er að gera þennan kost fýsilegan fyrir enn fleiri með betri þjónustu og niðurfellingu gjalda fyrir reykvíska námsmenn. Aðrir hjóla eða ferðast gangandi. Fyrir þann hóp stendur nú til að gera göngu- og hjólreiðastíga borg- arinnar betri, meðal annars með því að breikka göngustíginn frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal. Samhliða því verð- ur reynt að gera þennan vinsælasta stíg borgarinnar þannig úr garði að auðvelt verði að nota hjólið sem sam- göngutæki þar. Með þessum aðgerð- um vonumst við sem sitjum í borg- arstjórn til þess að enn fleiri velji af fúsum og frjálsum vilja strætó, hjól eða tvo jafnfljóta til að komast leiðar sinnar. 365 dagar umhverfisins Á degi umhverfisins er nauðsyn- legt að leiða hugann að því að um- hverfismál geta ekki einskorðast við einn dag eða afmarkað landsvæði. Við vorum minnt á það í síðustu viku þegar fréttir bárust af því að frá árinu 1999 til 2005 hefði losun gróð- urhúsalofttegunda í Reykjavík auk- ist um 30%. Sú losun hefur áhrif á fleiri en okkur Reykvíkinga, en ábyrgðin er okkar. Ef við viljum draga úr þessu duga ekki umræðu- stjórnmál eða fögur orð. Aðgerðir verða að fylgja og engum vafa er undirorpið að grænu skrefin sem Reykjavíkurborg stígur nú eru mik- ilvægustu aðgerðirnar sem ráðist hefur verið í, í þessum tilgangi. En grænu skrefin munu ekki marka djúp spor í jarðveginn nema margir borgarbúar stígi í takt. Fyrir utan samgöngurnar eru endurvinnsla dagblaðapappírs, hreinsun og fegr- un okkar nánasta umhverfis, aukin útivist og minni nagladekkjanotkun nokkur af þeim grænu skrefum sem hver og einn Reykvíkingur getur stigið í takt við borgaryfirvöld, og skapað með því enn fallegri og um- hverfisvænni borg. Græn skref af fúsum og frjálsum vilja Gísli Marteinn Baldursson skrifar um samgöngumál í borginni » Grænu skrefin íReykjavík munu að- eins skila árangri ef ein- staklingarnir í borginni nýta sér þá umhverf- isvænu kosti sem borgin ætlar að bjóða upp á. Gísli Marteinn Baldursson Höfundur er formaður umhverfisráðs Reykjavíkur og formaður borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. ALÞJÓÐLEG umferðarörygg- isvika er tilefni til að íhuga hvernig við stöndum okkur í umferðinni. Stundum gengur vel og stundum miður. Slysin eru of mörg og yfirvöld og almenn- ingur þurfa að leggja sitt af mörkum til að gera betur. Það á við um alla heimsbyggðina og þess vegna hafa Sameinuðu þjóðirnar haft forgöngu um að hvetja aðildarríki til aðgerða. Umferðarslys og afleiðingar þeirra eru eitt umfangsmesta heilbrigðisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir að mati Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. En hvað er hægt að gera? Þetta er sú spurning sem brennur á þeim sem fara með umferðaröryggismál. Það hvílir mikil ábyrgð á ráðuneyt- inu, ábyrgð sem snýst um að búa svo um hnúta að umferðin í landinu sé örugg og slysin sem fæst. En þegar á hólminn er komið hvílir ábyrgðin auðvitað á ökumönnum. Banaslys í umferðinni á Íslandi voru skelfilega mörg á síðasta ári. Merki voru líka um það að hrað- akstur hefði aukist. Hvað eftir annað fengum við fréttir af vægast sagt ógnvekjandi hegðun ökumanna sem hikuðu ekki við að aka langt yfir leyfilegum hraðamörkum og skapa með því stórhættu. Sumir jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisv- ar. Almenningur lét í ljós skoðun sína og fordæmdi þessa framkomu sem ekki er hægt að kalla annað en ofbeldi í umferðinni. Þessi þróun varð meðal annars til þess að ég hef síðustu vikur og mán- uði látið kanna margs konar úrræði sem verða mættu til að tryggja bet- ur öryggi vegfarenda. Þessi vinna leiddi til nokkurra aðgerða sem eru meðal annars: Breytingar á lögum og reglugerð- um, sem hafa í för með sér aukin úrræði til að veita aðhald og veita mönnum ráðningu fyrir slíka hegðun. Viðurlög við umferðarlagabrot- um eru hert og síbrota- menn geta vænst þess að bílar þeirra verði gerðir upptækir. Aukið fjármagn er lagt í umferðarörygg- isáætlun til að auka megi eftirlit lögregl- unnar með hraðakstri og ölvunarakstri. Keyptar hafa verið fleiri eftirlits- myndavélar til að nema hraðakstur og nýir öndunarsýnamælar til að greina ölvunarakstur. Þessar vélar eru í lögreglubílum og mótorhjólum og eftirlitsmyndavélarnar eru einnig settar upp á fjölförnustu þjóðveg- unum. Lögð verður aukin áhersla á fræðslu og áróður og tekin upp sú nýjung í ökukennslu að frá næstu áramótum verður þjálfun í ökugerði skilyrði fyrir fullnaðarökuskírteini ökunema sem þá hefja ökunám. Við viljum efla umferðarfræðslu í skól- um og gera hana samfellda allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Við bætum samgöngumannvirki, breikkum aðalvegi, fækkum ein- breiðum brúm og aðskiljum aksturs- stefnur sem víðast á þjóðvegum. Þessar aðgerðir eru bæði skamm- tímalausnir og langtímaaðgerðir. Ég segi skammtímalausnir af því að vonandi verða hert viðurlög til þess að við náum að útrýma hraðakstri og ölvunarakstri. Hert viðurlög og meira eftirlit lögreglu beinist auðvit- að aðeins að þeim sem eru brota- menn í umferðinni. Við væntum þess að sá hópur fari sífellt minnkandi enda hegða langflestir ökumenn sér vel. Við höfnum ofbeldi eða glæfra- akstri. Aðrar aðgerðir eru langtíma- verkefni og með þeim viljum við ala upp kynslóð ökumanna og þátttak- enda í umferðinni sem munu segja að það sé hallærislegt og óábyrgt að aka drukkinn, sýna glæfraakstur eða nota ekki bílbeltin. Nú er sumarið framundan og við verðum eflaust enn meira á ferðinni en verið hefur síðustu mánuði. Er ekki rík ástæða til þess að setja sér það markmið að gera betur í um- ferðinni í dag en í gær? Höfnum glæfraakstri Sturla Böðvarsson skrifar um umferðaröryggi » Þegar á hólminn erkomið hvílir ábyrgð- in auðvitað á ökumönn- um. Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. NETGREINAR MINNINGAR ✝ Anna SigríðurMagnúsdóttir fæddist að Bár í Hraungerðishreppi 14. mars 1918. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, miðvikudag- inn 11. apríl sl. For- eldrar hennar voru Magnús Þorvarðs- son, f. 18.2. 1881 að Bár, bóndi þar og í Brennu og síðar verkamaður í Reykjavík, d. 12.1. 1979, og Sigríður Helgadóttir, f. 2.7. 1882 að Súluholti, húsmóðir, d. 23.8. 1973. Systkini Önnu voru Þorvarður, f. 3.2. 1916, d. 3.4. 2001 og Áslaug Guðríður, f. 12.7. 1920, d. 19.3. 2006. Þegar Anna var á þriðja ári fluttust foreldrar hennar að Norð- urkoti og nokkrum árum síðar að Brennu í Gaulverja- bæjarhreppi. Anna bjó lengst af á Bjarnarstíg 5 í Reykjavík, þar sem hún hélt heimili með foreldrum sín- um og systkinum. Síðustu árin bjó Anna á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Í Reykjavík vann hún öll almenn iðnverka- störf, síðustu áratugina hjá Nóa- Síríus. Anna verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Frænka mín, Anna, hefur kvatt þennan heim, eflaust hvíldinni feng- in eftir erfið og langvarandi veikindi. Þó kom andlát hennar á óvart, kannski ekki síst vegna þess að Anna var alltaf andlega mjög hress og fylgdist vel með því sem fram fór í þjóðfélaginu. Baráttan við illvígan sjúkdóm hlaut hins vegar að taka enda, en auðvitað vonuðumst við eft- ir því að hún gæti lifað ögn lengur í návist ættingja sinna og vina. Ég man fyrst eftir Önnu þegar ég trítlaði sem krakki í fylgd föður míns til þeirra systkina, Önnu, Ásu og Dodda, að Bjarnarstíg 5 hér í Reykjavík. Þau systkinin bjuggu í þessu fallega og sérkennilega húsi á Bjarnarstígnum með öldruðum for- eldrum sínum, Sigríði og Magnúsi frænda. Allt kom þetta góða fólk austan úr Flóa, nánar tiltekið frá Norðurkoti og síðar Brennu í Gaul- verjabæjarhreppi. Í minningunni á ég aldrei eftir að gleyma þeim góðu móttökum sem ég fékk á Bjarnastígnum, bæði sem smápolli og síðar á lífsleiðinni. Alltaf dúkað borð í eldhúsinu og smurt brauð og kökur fyrir gesti og gang- andi, enda var gestrisnin hjá fjöl- skyldunni annáluð. Þegar Ása systir Önnu veiktist fyrir nokkrum árum ákváðu þau systkinin að leita eftir dvöl á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ása vistaðist á hjúkrunadeildina enda bundin í hjólastól síðustu árin en Anna var allan tímann á Minni Grund og annaðist systur sína af stakri prýði þar til hún lést fyrir rúmu ári. Anna saknaði systur sinn- ar mikið enda var ævi þeirra samofin alla tíð. Nú hefur Anna frænka líka kvatt samferðarmenn sína og þar með hafa orðið viss kaflaskipti varðandi fjölskylduna á Bjarnarstíg 5, því öll eru þau nú látin þetta sómafólk sem ekki mátti vamm sitt vita, var bæði hjartahlýtt og umhyggjusamt, kvartaði aldrei og lagði gott orð til allra. Er hægt að hugsa sér betri vitnisburð eftir langa og flekklausa ævi? Það held ég varla, en þannig var Anna og systkini hennar og foreldr- ar. Hjá þeim var frekar hugsað um velferð vina og vandamanna en sína eigin. Það er orðið býsna fátítt að kynnast slíku fólki nú á tímum, en aðeins góðar minningar um Önnu gefa sem betur fer fyrirheit um betri tíma. Nú þegar Anna er horfin á braut þökkum við Kristín henni fyrir samfylgdina. Hrafn Magnússon Látin er í hárri elli frænka mín Anna Sigríður Magnúsdóttir. Hún var Árnesingur að ætt og uppruna og átti þar lengst heimili að Brennu í Flóa. Hún flutti þaðan 1947 ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og átti síðan áratugum saman heimili að Bjarnarstíg 5. Þar gegndi hún hús- móðurstörfum ásamt Áslaugu systur sinni af frábærum myndarskap. Þær voru nær jafnaldra og samferða og mjög samhentar gegnum lífið en Ás- laug lést á síðasta ári. Foreldrar þeirra, Sigríður Helgadóttir og Magnús Þorvarðarson, náðu bæði háum aldri, komust yfir nírætt, Magnús lést tæpra 98 ára. Var aðdá- unarvert hve þær systur önnuðust þau af miklum kærleika og hve snyrtilega var að þeim búið. Sömu umhyggju naut um áratuga skeið bróðir þeirra, Þorvarður verslunar- stjóri og síðar bankaritari. Þær syst- ur voru jafnan útivinnandi með heimilisstörfunum. Er þó ógetið þess, sem mestan svip setti á heimili þeirra, en það var hve mjög var gest- kvæmt hjá þeim en þarna var ein- stakt að koma. Frábært og glaðsinna viðmót þeirra laðaði gesti að og fóru þar saman frambornar veitingar með veislusniði og alúðarfullar við- ræður þeirra sem mótuðust af góðri greind og víðtækri þekkingu. Þær systur báru góðan hug til fæðingar- héraðs síns, sem marka má af því að þær afhentu Byggðasafni Árnesinga til eignar og varðveislu merkan ætt- argrip, útskorinn með handbragði afa þeirra Þorvarðar Magnússonar (1836-1904) bónda í Bár. Nú að leið- arlokum er margra góðra stunda að minnast og þakka. Það þótti ævin- lega góður siður að þakka veittar velgjörðir, það er þessum línum ætl- að. Eins og flestir, sem ná háum aldri, mátti Anna reyna það að hinn fjölmenni vinahópur þynntist ár frá ári og var meirihluti þeirra farinn af heiminum á undan henni. Sjálf var hún að síðustu ein eftir af fjölskyld- unni. Að lokum lögðu þær systur af sjálfstætt heimilishald og dvöldu síð- ustu misserin að Grund við góða að- hlynningu. Anna gekk um áratuga skeið með hættulegan sjúkdóm en lét vitundina um það ekki skerða lífs- gleði sína. Opin gröf í kirkjugarði er ekki mikið mannvirki. Þó eru þar þau tímamót er mest verða. Sá er kveður skilur þar við vini og ættingja sem eftir standa á grafarbakkanum. Þar er einnig endanlegur viðskilnað- ur við öll þau veraldlegu gæði sem margir gera að tilgangi lífsins. Anna Magnúsdóttir safnaði ekki verald- legum auði en það hefur verið sagt að við ævilok eigi menn það eitt sem þeir hafa gefið öðrum. Sé það rétt fór Anna af heiminum ríkari en margir þeir sem mikil efni hafa saman dreg- ið. Með lífi sínu ávann hún sér virð- ingu og þakklæti. Í ljósi þeirra sann- inda er hún hér kvödd. Helgi Ívarsson Anna Sigríður Magnúsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.