Morgunblaðið - 24.04.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 24.04.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 35 Krossgáta Lárétt | 1 stilltur, 4 hæfi- leikinn, 7 skautum, 8 þor, 9 vesæl, 11 boli, 13 frá- sögn, 14 vondum, 15 not, 17 kippur, 20 liðamót, 22 bitar, 23 hindra, 24 kássu, 25 sefaði. Lóðrétt | 1 vafasöm, 2 borguðu, 3 víða, 4 draug, 5 kenna, 6 hafna, 10 hárið, 12 málmur, 13 lítil, 15 grípum, 16 sveru, 18 festa laus- lega, 19 ís, 20 lof, 21 borð- ar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 táplítill, 8 svæði, 9 remma, 10 nót, 11 afinn, 13 aurar, 15 fjörs, 18 aggan, 21 van, 22 óraga, 23 garms, 24 liðsinnir. Lóðrétt: 2 áræði 3 lúinn, 4 terta, 5 lemur, 6 Esja, 7 maur, 12 nær, 14 ugg, 15 flór, 16 örari, 17 svans, 18 angan, 19 garði, 20 nasa. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér líður dásamlega með hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Og þegar þú snertir eða faðmar einhvern annan fær sá hinn sami snert af vellíðaninni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það finnst fátt betra en að friður og samhljómur umfaðmi fjölskylduna þína. Þá flýtur upp úr ástarbikarnum þínum og þú fyrirgefur þeim flest. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú skilur galdraregluna: Sjá til þess fyrst að þú sért ánægður. Það er ekki sjálfselska; það er rétt. Auk þess er þetta ekki rétti tíminn til að vera eins og aðrir vilja hafa þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Peningarnir sem þú vinnur fyrir eða það sem þú gefur öðrum ákvarðar ekki sjálfsálit þitt. Þetta snýst um ánægju. Ef þú viðurkennir það sjá allir hinn sanna þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú elskar að vera elskaður, vilt alla vega að fólki líki vel við þig. Hól er líka ágætt. Hittu aðdáendaklúbbinn þinn í kvöld – þ.e. þá sem sýna þér alltaf athygli. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frá- bært ef þú gerðir það. Leyfðu fólki bók- staflega að hella yfir þig hóli. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur alls enga ástæðu til að þiggja furðulegt boð, nema þá að það er furðulegt. Og það er nóg. Þú hreinlega verður að þiggja boðið! (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hver þú ert í daglegri um- gengni er ekki ósvipað því sem þú ert í samböndum. Það gæti verið ágætt að skilja þarna á milli. Vertu maki þegar það á við og félagi þegar það hentar. (22. nóv. - 21. des.) Bogamaður Innra með þér vex þörf fyrir að sanna þig. Þú ert ekki í skapi fyrir megrun eða hreyfingu, svo snúðu þegar að heilanum og hæfileikunum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þarft að fá útrás fyrir sköp- unina. Það er freistandi að hvetja barnið eða makann til að tjá sig í stað þess að gera það sjálfur. Kýld’á’ða, tjáðu þig, bara þig! (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú er reikull vafrari sem dreymir um að fara heim. En hvar er það eiginlega? Þú ætlar að fá á hreint var þú átt virkilega heim. Félagi hefur áhrif á þig. (19. feb. - 20. mars) Fiskur Dýr hafa þróast og aðlagast yfir aldirnar. Þú ætlar að gera það á einni ævi. Vilji þinn til að betrumbæta þig er frábær, svo lengi sem þú skemmtir þér. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0–0 6. Be3 a6 7. Dd2 Rc6 8. Rge2 Hb8 9. Rc1 e5 10. d5 Rd4 11. Rb3 c5 12. dxc6 bxc6 13. Rxd4 exd4 14. Bxd4 He8 15. 0–0–0 Da5 16. g4 c5 17. Be3 Staðan kom upp á alþjóðlegu minn- ingarmóti Þráins Guðmundssonar sem er nýlokið í Skákhöllinni í Faxa- feni 12. Enski alþjóðlegi meistarinn Graeme Buckley (2.390) hafði svart gegn Ingvari Ásbjörnssyni (2.016). 17. … Bxg4! 18. Be2 hvítur hefði einnig staðið höllum fæti eftir 18. fxg4 Rxe4 19. Rxe4 Dxa2. Í framhald- inu opnast allar flóðgáttir að hvíta kóngnum. 18. … Rxe4! 19. fxe4 Bxe2 20. Rxe2 Bxb2+ 21. Dxb2 Hxb2 22. Kxb2 Hxe4 23. Hd3 Hxe3 24. Hxe3 Dd2+ 25. Kb3 Dxe3+ 26. Rc3 Dh3 27. a4 h5 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Hin vanmetna nía. Norður ♠Á87 ♥106 ♦DG4 ♣ÁK874 Vestur Austur ♠KDG2 ♠6 ♥ÁK943 ♥G8752 ♦972 ♦K10 ♣G ♣D10632 Suður ♠109543 ♥D ♦Á8653 ♣95 Suður spilar 4♠ doblaða. Spilarar eru oft sofandi fyrir mikil- vægi millispilanna – einkum er nían stórlega vanmetin. Loftur Pétursson sendi þættinum þetta spil sem kom upp í keppni hjá Bridsfélagi Kópavogs í vetur. Vestur vakti á einu hjarta, norður kom inn á tveimur laufum og austur stökk í fjögur hjörtu. Suður hef- ur kannski ekki mikla ástæðu til að skipta sér af sögnum, en hann skellti sér samt í fjóra spaða. Sem vestur doblaði og bjóst við stórveislu. Hjarta- ás út og gosinn frá austri til að benda á tígulinn. Vestur tók mark á makker sínum og skipti yfir í tígul, en valdi NÍUNA – topp af engu. Og þar með fór lykilslagur varnarinnar. Sagnhafi setti drottninguna úr borði og drap tígul- kónginn með ás, spilaði trompi og „svínaði“ fyrir KDG. Unnið spil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Í hvaða iðnvæddu ríki stefnir í beinan vatnsskortvegna langvarandi þurrka? 2 Strandskipið Wilson Muuga hefur verið selt úr landi.Hver var skipið selt? 3 Hver er þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals íhandknattleik karla? 4 Hvað heitir fyrsta smáskífan af nýjustu plötu BjarkarVolta Svör við spurningum gærdagsins: 1. Upplýsingafulltrúi Alcan er að færa sig yfir í Vodafone. Hver er það? Svar: Hrannar Pétursson. 2. Hvað hét danska fríblaðið sem keppti við Nyhedsavisen og hefur ný lagt upp laupana? Svar: Dato. 3. Hvaða fyrirtæki fékk Útflutningsverðlaunin í ár? Svar: Lýsi. 4. Hvaða handknattleikslið lyftu sér nú upp í efstu deild í stað ÍR og Fylkis? Svar: Eyjamenn og Afturelding. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Ómar dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig STOFNFUNDUR kvenna í Frjálslynda flokkn- um verður haldinn í kosningamiðstöðinni í Skeif- unni 7 í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Markmið og tilgangur Félags kvenna í Frjáls- lynda flokknum er að þjappa saman konum innan Frjálslynda flokksins, til þess að undirstrika sýn kvenna á hin margvíslegu málefni sem Frjálslyndi flokkurinn lætur sig varða og hvetja konur til þátt- töku í stjórnmálum. Félag kvenna innan Frjálslynda flokksins mun stuðla að því að vera einskonar bakvarðarsveit fyrir þingmenn og sveitarstjórnarmenn flokksins til þess að tryggja að hugmyndafræði kvenna inn- an flokksins fái að njóta sín á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Félagið mun stuðla að því að fjölga konum innan Frjálslynda flokksins eins og kostur er, segir m.a. í fréttatilkynningu. Fyrirlesarar verða þær Sabína Leskopf, verk- efnisstjóri túlka og þýðingarþjónustu Alþjóða- hússins, sem segir frá reynslu sinni sem nýbúa. Þá mun Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri halda erindi undir heitinu Fjölmiðlar og yfirvöld á Ís- landi. Fyrirspurnir verða leyfðar. Léttar veitingar og glaðningur til kvenna sem mæta á fundinn. All- ar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Stofnfundur kvenna í Frjáls- lynda flokknum FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Landsmenn ganga senn til kosninga. Það er ábyrgðarhluti að velja fulltrúa á Alþingi því þeim eru færð gríðarleg völd yfir borg- urum þessa lands, fyrirtækjum og frjálsum fé- lagasamtökum. Það verður því að tryggja að þeir fulltrúar sem veljast til þessa vandasama starfs fari með vald sitt af varfærni og virðingu við borg- araleg réttindi landsmanna. Íslendingar hafa upplifað framfaraskeið sem á sér ekkert fordæmi í sögu landsins. Þetta er sök- um þess að hægt, en skipulega, hafa afskipti hins opinbera af atvinnurekstri og annarri starfsemi í landinu verið minnkuð. Dregið hefur verið úr við- skiptahöftum og skrifræðisvaldi á sumum sviðum. Skattar og gjöld hafa verið lækkuð. Þrátt fyrir þennan góða árangur hafa mörg mistök verið gerð og margt er enn ógert. Óþarfi er að rifja upp þau mistök sem gerð hafa verið, en ástæða er til að minna á að ef halda á áfram á braut velmegunar er mikilvægt að halda áfram að einkavæða, einfalda ríkisreksturinn, lækka skatta og minnka opinber umsvif. Í ljósi þessa telur Frjálshyggjufélagið mikil- vægt að landsmenn tryggi áframhaldandi setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, með því að kjósa fulltrúa hans til setu á Alþingi. Enda er flokkurinn eina frjálslynda stjórnmálaaflið á þingi. Það er þó von Frjálshyggjufélagsins, að sem flest frjálslynt fólk úr röðum annarra flokka nái einnig kjöri.“ Stjórnarseta Sjálfstæðis- flokksins verði tryggð ARNA H. Jónsdóttir flytur fyrirlestur þeirra Steinunnar Helgu Lárusdóttur í Bratta í KHÍ á morgun, 25. apríl, kl. 16.15. Fjallað verður um aðferðafræðileg úrlausnarefni við tvær rann- sóknir. Önnur rannsóknin beinist að stjórnun leikskóla en hin að stjórnun grunnskóla. Leik- skólarannsóknin ber heitið Leikskólastjórinn og starfsmannamálin og er tilviksrannsókn í einum leikskóla. Í grunnskólarannsókninni, Leiðtogar og lífsgildi í kynjafræðilegu ljósi segja skóla- stjórar frá erfiðum ákvörðunum sem þeir hafa þurft að takast á við. Ræða aðferðafræði við rannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.