Morgunblaðið - 24.04.2007, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÍSLAND hefur gerst aðili að
evrópskum og alþjóðlegum mann-
réttindasáttmálum þar sem bann-
að er að mismuna fólki á grund-
velli kynhneigðar og
andi þeirra hefur skil-
að sér inn í löggjöf og
dómstóla landsins.
Liður í þessu ferli var
lög um staðfesta sam-
vist samkynhneigðra
sem með þeim rétt-
arbótum sem veitt
voru með lögum á
liðnu ári gera það að
verkum að flestir
samkynhneigðir mega
vel una við lagalega
stöðu sína í íslensku
samfélagi.
Nefnd á vegum forsætisráð-
herra hefur beint þeirri áskorun
til þjóðkirkjunnar að hún endur-
skoði afstöðu sína til vígslu para
af sama kyni í kirkju og nú er
þetta mál til umræðu á presta-
stefnu og það verður sett á dag-
skrá kirkjuþings í haust.
Biskup Íslands sagði kirkjuna
ekkert hafa að athuga við laga-
setningu um borgaralega stað-
festingu samvistar samkyn-
hneigðra árið 1996 og hann hefur
samið blessunarform fyrir þá
presta sem vilja blessa þetta sam-
búðarform í kirkju. Kenning-
arnefnd þjóðkirkjunnar hefur
samið ágæta skýrslu um staðfesta
samvist og helgisiðanefnd þróað
áfram blessunarform biskups.
Efnt hefur verið til rannsókna og
málfunda um biblíulegar for-
sendur fordæmingar á samkyn-
hneigð og fræðimenn komist að
því að þær séu ekki fyrir hendi.
Kenningarnefndin tekur undir
þetta og segir að þjóðkirkjan
styðji „þá einstaklinga af sama
kyni sem staðfesta samvist sína
og skuldbindingar“. Hún segir
ennfremur: „Þjóðkirkjan vill
standa með þeim í vilja þeirra og
viðleitni til að lifa saman í ást og
trúmennsku.“ Kenningarnefndin
áréttar þá staðreynd að sam-
kvæmt lútherskum kirkjuskilningi
sé hjónavígslan hvorki sakra-
menti né á forræði kirkjunnar
heldur lúti hún sifjarétti og lög-
um frá Alþingi. Sjöunda grein
Ágsborgarjátningarinnar segir að
til að sönn eining ríki í kirkjunni
sé nóg „að menn séu sammála um
kenningu fagnaðarerindisins og
um þjónustu sakramentanna. En
ekki er nauðsynlegt, að alls staðar
séu sömu mannasetningar eða
helgisiðir eða kirkjusiðir, sem
menn hafa sett.“ Nefndin talar
auðvitað út frá lúthersku sjón-
armiði og hún getur því ekki svar-
að spurningu fyrir
trúfélög sem nálgast
þetta viðfangsefni út
frá öðrum guð-
fræðilegum for-
sendum svo sem róm-
versk-kaþólsku
kirkjuna, hvítasunnu-
söfnuðina og rétttrún-
aðarkirkjurnar.
Lúthersk kirkja
lagar sig að og við-
urkennir vald Alþing-
is og ríkisstjórn-
arinnar – aðila sem
Lúther mundi einu
nafni kalla furstann – og setur sig
ekki yfir valdsvið þeirra nema
þeir gangi augljóslega gegn því
sem er kjarni trúarinnar: þjón-
ustan við Guð, sakramentin, boð-
skapur Jesú Krists og þjónustan
við náungann.
Margt í áliti kenningarnefndar
mælir með því að stofnanir þjóð-
kirkjunnar samþykki að þeir
prestar sem vilja gerast vígslu-
menn staðfestrar samvistar fái
réttindi til þess. Þjóðkirkja verður
eðli sínu samkvæmt að rúma ólík
sjónarmið um málefni sem ekki
rjúfa einingu og nú þegar er fyrir
hendi grundvöllur að vígslu stað-
festrar samvistar í kirkju sem lög-
formlegs gjörnings þannig að
samkynhneigðir hafi val eins og
aðrir um borgaralega eða kirkju-
lega vígslu. Þar sem biskup Ís-
lands hefur nú í sjö ár afhent
þeim prestum sem vilja form til að
fara eftir við blessun staðfestrar
samvistar í kirkju, er kirkjuleg at-
höfn í sambandi við sambúð sam-
kynhneigðra ekki lengur einkamál
viðkomandi para og þeirra presta
sem leitað er til. Hún er fram-
kvæmd sem er að öðlast stöðu
hefðar og er því ekki sálgæsla við
einstaklinga heldur opinber athöfn
sem framkvæmd er í samfélaginu
fyrir augliti Guðs. Á þennan hátt
hafa helgisiðir kristninnar þróast í
gegnum ár og aldir, tekið er tillit
til aðstæðna, nýjungin prófuð og
reynslan metin og það sem sættir
og sameinar Guð og menn og eflir
frið og kærleika í söfnuði og sam-
félagi varir áfram því þannig
starfar andi Guðs.
Staðfest samvist er lögformleg
stofnun sem nú er komin góð tólf
ára reynsla á. Hér er ekki verið
að gera hina ævafornu sögulegu
og menningarlegu hjúskap-
arstofnun karls og konu kynhlut-
lausa. Hún var á tímum Biblíunn-
ar og bæði fyrr og síðar
grundvallarstofnun samfélagsins.
Félagsleg regla byggðist á henni
og hún teygði anga sína inn á svið
sem nú eru sérstök aðgreind
starfssvið sem lúta sérstakri lög-
gjöf og sérfræði í t.d. atvinnulífi,
menntunarstofnunum, félags- og
heilbrigðisþjónustu og löggæslu.
Fjölskyldan og hjónabandið hefur
í nútímalegu samfélagi snúist í æ
ríkari mæli um það að vera vörn
og skjól fyrir heilbrigða og sjálf-
stæða samkennd og tilfinningalegt
öryggi sem byggist á djúpum, var-
anlegum og gagnkvæmum mann-
legum tengslum. Hvorki kirkjan
né aðrar þjóðfélagsstofnanir geta
framleitt slík tilfinningatengsl eða
slíka samkennd af sjálfu sér en
þær geta búið í haginn fyrir slíkt
hjá fólki í þágu þess sjálfs og
þjóðfélagsins alls.
Í því ferli sem hér hefur verið
lýst er blessun staðfestrar sam-
vistar samkynhneigðra að breyt-
ast í vígslu. Þannig vígsla yrði
sambærileg hinni ævafornu hjóna-
vígslu karls og konu – en ekki það
sama. Eining í samfélagi og ev-
angelísk-lútherskri þjóðkirkju
byggist ekki á því að allir séu eins
heldur að allir virði og meti hver
annan. Samkynhneigðir hafna
hjónabandi karls og konu fyrir sitt
leyti – þeir eru „hinsegin“ og vilja
vera það og hafa rétt til þess að
vera það. Þeir hafa skapað sér
hinsegin menningu og hinsegin
fræði. Við sem erum hinsegin að
þeirra mati þurfum ekki að breyta
okkur til þess að njóta samvista
við samkynhneigða heldur að
virða þá og meta og deila með
þeim lífinu í öllum þessum mynd-
um í gleði og sorg.
Vígsla staðfestrar samvistar
samkynhneigðra
Pétur Pétursson skrifar um
staðfesta samvist samkyn-
hneigðra
» Þjóðkirkja verðureðli sínu samkvæmt
að rúma ólík sjónarmið
um málefni sem ekki
rjúfa einingu …
Pétur Pétursson
Höfundur er doktor í guðfræði og fé-
lagsfræði og prófessor í praktískri
guðfræði við Háskóla Íslands.
Sjálfstæðismönnum
er mikið í mun þessa
dagana að gefa í
skyn að tillögur
þeirra í málefnum
eldri borgara séu
settar fram með vel-
þóknun Lands-
sambands eldri borg-
ara (LEB) samanber greinina:
,,Kjarabætur í sátt við eldri borg-
ara eftir Ástu Möller alþing-
ismann í Morgunblaðinu hinn 20.
apríl 2007. Þetta er alrangt.
Enn er líka gefið í skyn að
kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi
hækkað gríðarlega hjá eldri borg-
urum þó að vitað sé að þær dróg-
ust verulega aftur úr meðaltalinu
frá árinu 1995. Fyrir dæmigerðan
lífeyrisþega með rúmar 50 þúsund
krónur úr lífeyrissjóði á mánuði
var hækkunin um og undir 20% á
meðan sagt er að hækkunin hjá al-
menningi sé um 60%. Það er frek-
ar sýndarveruleiki.
Fulltrúar LEB lögðu fram meg-
ináherslur sínar fyrir fulltrúa
þingflokks Sjálfstæðisflokksins nú
fyrir skömmu. Undir engar af
þeim var tekið af hálfu sjálfstæð-
ismanna þó tillögur þeirra skili
einhverju.
Tillögur LEB
Tillögur Landssambands eldri
borgara hafa m.a. snúist um:
1. Verulega hækkun grunnlíf-
eyris en hann hefur lækkað veru-
lega að raungildi á síðustu árum.
2. Hækkun á lífeyri til samræm-
is við framfærslukostnað.
3. Að skattleysismörk hækki í
142.600 miðað við að þau hefðu
breyst í samræmi við launavísitölu
frá 1988.
4. Að frítekjumörk tekjutengdra
bóta vegna tekna úr lífeyrissjóði
verði samræmd frítekjumörkum
vegna atvinnutekna og frí-
tekjumörkin hækkuð verulega.
5. Að skattar á lífeyrissjóðs-
tekjur verði samræmdir skattlagn-
ingu fjármagnstekna.
Í stuttu máli má segja að af
hálfu Sjálfstæðisflokksins var ekki
tekið undir neinar af þessum til-
lögum. Varla er það í sátt við eldri
borgara.
Skerðingarhlutfall 38,35% í
35% ekki 40% í 35%
Það er þegar ákveðið að skerð-
ingarhlutfall lífeyris almanna-
trygginga verður 38,35% á næsta
ári í samræmi við yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar og LEB frá síð-
asta sumri. Því er það rangt hjá
sjálfstæðismönnum að gefa það í
skyn að hlutfallið lækki frá um
40% í 35% ef þeirra tillögur ná
fram að ganga. Lækkunin yrði úr
38,35% í 35%. Þetta þýðir að fyrir
dæmigerðan ellilífeyrisþega sem
hefur t.d. 50.000 krónur úr lífeyr-
issjóði á mánuði að hann heldur
eftir 1.077 krónum meira á mánuði
eftir þetta.
Ljóst er að fyrir eldri borgara
eru tekjur frá lífeyrissjóðum lang-
stærsti hluti eigin tekna og því
mikilvægast hvað verður um þær.
Frítekjumark vegna tekna frá líf-
eyrissjóði sem sjálfstæðismenn
styðja ekki myndi skila dæmigerð-
um eldri borgurum margföldum
þessum hækkunum.
Þannig myndi sá sami og hér að
ofan með 50.000 krónur úr lífeyr-
issjóði með frítekjumark úr lífeyr-
issjóðum upp á 50 þúsund krónur
á mánuði fá 12.326 krónum meira
á mánuði eða meira en 11 sinnum
meira en lækkuð skerðing-
arprósenta skilar. Ef líka væri
10% skattur á tekjur úr lífeyr-
issjóði fengi hann yfir 25.000
krónum meira á mánuði. Það mun-
ar um það (SJÁ TÖFLU).
Atvinnutekjur án
skerðingar frá 70 ára
Þá er lagt til að sá eldri borgari
sem er yfir 70 ára geti unnið að
vild án þess að skerða lífeyri al-
mannatrygginga þó þessar tekjur
verði vissulega skattlagðar. Þetta
er til bóta enda kostar þetta hið
opinberra trúlega lítið sem ekkert
þar sem skatttekjur aukast trú-
lega og svört vinna kemur frekar
upp á yfirborðið. Samkvæmt
könnun Capacent Gallup vinna um
8% aldraðra frá 70 ára aldri til 80
ára og auðvitað mun færri yfir
þann aldur. Betra væri að þetta
gilti frá 67 ára aldri.
Uppbót á lágar
lífeyrissjóðstekjur
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til
uppbætur á lágar tekjur úr lífeyr-
issjóði þannig að sá sem býr einn
og hefur ekkert úr lífeyrissjóði fái
25.000 krónur á mánuði. Það skal
þó tekið fram að einungis 7.500
yrðu eftir af þessu, 17.500 krónur
færu í skatta og skerðingar. Þann-
ig þýða 25.000 í raun aðeins 7.500
krónur fyrir þann sem býr einn.
Það var rauður þráður í um-
ræðum við sjálfstæðismenn að
skerðing og skattar á lífeyrissjóðs-
tekjur væru allt of miklar. Þannig
er nú svo komið að sá sem býr
einn og hefur tekjutryggingu fær
aðeins 30% eða 3 af hverjum 10
krónum sem hann fær í tekjur úr
lífeyrissjóði. Hin 70% fara í skatta
og skerðingar, þ.e. aftur til rík-
isins. Þessu vilja sjálfstæðismenn-
irnir ekki breyta. Þess vegna þýð-
ir 25.000 krónur í raun 7.500
krónur fyrir þann sem býr einn.
Það er því gefið með annarri
hendi og tekið að mestu til baka
með hinni. Þetta er því sýnd-
arveruleiki.
Sýndarveruleiki
stjórnarsinna
Ólafur Ólafsson og
Einar Árnason
skrifa um kjara-
bætur til eldri
borgara
Ólafur Ólafsson
» Frítekjumark vegnatekna frá lífeyr-
issjóði sem sjálfstæð-
ismenn styðja ekki
myndi skila dæmigerð-
um eldri borgurum
margföldum þessum
hækkunum
Ólafur er formaður Landssambands
eldri borgara. Einar er hagfræðingur
LEB.
Einar Árnason
Dæmi um lífeyrisþega með 50 þúsund krónur
frá lífeyrissjóði á mánuði, hækkun í krónum.
Skerðing úr 38,35% í 35% hækkun eftir skatta 1.077
Frítekjumark 50.000 kr. á mán., hækkun eftir skatta 12.326
Frítekjumark 50.000 kr. á mán., hækkun eftir skatta ef
10% skattur á lífeyrissjóðstekjur 25.186
EINAR Oddur Kristjánsson
alþm. gerir í Mbl. grein fyrir and-
stöðu sinni við áform
Valgerðar Sverr-
isdóttur og síðar Jóns
Sigurðssonar í emb-
ætti iðnaðarráðherra
um endalok Byggða-
stofnunar. Ætlunin
var að láta stofnunina
hverfa inn í aðrar
meira og minna
óskyldar stofnanir
þar sem Rannsókn-
arstofnun bygging-
ariðnaðarins var sýnu
stærst. Satt er að
þessar tillögur, sem
fram komu í frumvarpsformi í tví-
gang, voru markaðar óvild í garð
stofnunarinnar og að öllu leyti
óþarfar. Það er óvanalegt að ráð-
herra gangi svo fram sem var í
þessu máli. Meðan ég starfaði inn-
an Framsóknarflokksins lagðist ég
gegn þessum frumvörpum og
studdi þau ekki. Á lokadögum Al-
þingis gafst Framsóknarflokk-
urinn loksins upp og Byggða-
stofnun mun starfa áfram.
Í grein sinni leggur Einar Odd-
ur lykkju á leið sína til þess að
sverta mig vegna
starfa minna sem for-
maður stjórnar
Byggðastofnunar. Það
lýsir því einu að hann
óttast um stöðu sína í
komandi alþingiskosn-
ingum og grípur til
þessa ráðs til þess að
auka líkur á endur-
kjöri sínu. Mér er til
efs að neikvæð kosn-
ingabarátta Einars
Odds verði honum til
framdráttar.
Byggðastofnun er
nauðsynleg til þess að koma fjár-
magni til atvinnuuppbyggingar á
þau svæði landsins sem viðskipta-
bankarnir vilja ekki sinna. Á 6 ára
tímabili 1998–2004 var neikvæður
hagvöxtur á Vestfjörðum og Norð-
urlandi vestra svo dæmi séu
nefnd. Athyglisvert er þá að á ár-
unum 2000 og 2001 var hagvöxtur
á Vestfjörðum sá sami og á lands-
vísu. Það eru sömu ár og ég var
stjórnarformaður. Þetta er ein-
faldlega dæmi um árangur póli-
tískrar stefnu sem rekin var gagn-
vart veikum svæðum landsins.
Fjármagn er afl þess sem gera
þarf. Það er ekki nóg að hafa
stofnun heldur þarf að hafa póli-
tísk markmið og kjark til þess að
hrinda þeim í framkvæmd. Síðustu
ár hefur hallað meira undan fæti
en áður á nokkrum svæðum á
landsbyggðinni, sýnu verst þó á
Vestfjörðum. Það er Einari Oddi
kunnugt um, en samt er enginn
bilbugur á honum í stuðningi við
þá sem helst bera ábyrgð á þróun-
inni.
Einar Oddur óttasleginn
Kristinn H. Gunnarsson skrifar
um Byggðastofnun og svarar
Einari Oddi Kristjánssyni
»Mér er til efs að nei-kvæð kosningabar-
átta Einars Odds verði
honum til framdráttar.
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.