Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HINN árlegi gangaslagur í Menntaskólanum í Reykja- vík var í gær en með nokkuð breyttu sniði. Allt gekk vel fyrir sig og enginn slasaðist í slagnum og sjöttubekk- ingar náðu að hringja inn í tíma aðeins tveimur mínútum seinna en venja er. Þeir voru svo hamingjusamir með hvernig til tókst að þeir tolleruðu Árna Heiðar Guð- mundsson, þann sem náði að hringja bjöllunni. Ekki tókst betur til en svo að hann kastaðist upp í loftbita í tolleringunni og skrámaðist á höfði. „Já, það má segja að þetta hafi allt gengið mjög vel – þar til í fagnaðarlátunum,“ sagði Þórarinn Sigurðsson, inspector scholae, en bætti við að meiðsli Árna væru ekki alvarleg. Hann sagði að nauðsynlegt hefði verið að breyta til enda beinlínis hættulegt að hafa þetta eins og það var. „Þetta tókst vel núna en hugsanlega setjast menn niður og búa til nýtt form á þessa hefð enda var gangaslag- urinn í gamla daga ekkert í líkingu við það sem hann er núna. Þá voru kannski 90 nemendur í skólanum og allir gátu verið með,“ sagði Þórarinn. Takmarkaður fjöldi Yngvi Pétursson, rektor MR, sagði í samtali við Morg- unblaðið að gangaslagurinn hefði að þessu sinni verið með talsvert öðru sniði en áður. „Slagurinn var með öðru sniði en verið hefur vegna þess hversu mikill háskaleikur þetta er, skólinn er fjölmennur og húsnæðið þröngt. Það voru sett þröng skilyrði um hvernig þetta færi fram, tak- markaður fjöldi nemenda í hvoru liði og þetta gekk ljóm- andi vel fyrir sig, var alveg til fyrirmyndar hjá krökk- unum,“ sagði Yngvi. Löng hefð er fyrir gangaslag í MR og hefur hann stundum verið kallaður einu skipulögðu hópslagsmálin í landinu. Að þessu sinni var hann talsvert verndaður þar sem þátttakan var takmörkuð við 60 nemendur úr fimmta bekk og 60 nemendur úr sjötta bekk auk þess sem allir voru í bolum en ekki berir að ofan eins og oft hefur verið. Aðrir nemendur skólans urðu að halda sig til hlés og fylgjast með úr fjarlægð. Sjöttubekkingar hafa embættismanninn inspector platearum á sínum snærum en sá sér um að hringja inn og út úr tíma og snýst slagurinn um að neðribekkingar reyna að koma í veg fyrir að hann geti hringt inn en bekkjarfélagar hans verja heiður sinn og aðstoða hann við að sinna embættisstarfi sínu. Gangaslagur MR stórslysalaus Morgunblaðið/Sverrir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HÓPUR presta og guðfræðinga leggur til á prestastefnu sem hefst í dag að prestum verði heimilt að annast hjónavígslu samkyn- hneigðra. Á prestastefnu verða kynnt endurskoðuð drög að ályktun kenningarnefnd- ar þjóðkirkjunn- ar þar sem gert er ráð fyrir að prestum sé heim- ilað að blessa sambúð samkyn- hneigðra, eins og verið hefur á undanförnum ár- um. Málefni sam- kynhneigðra hafa lengi verið á dagskrá þjóðkirkjunn- ar. Í drögum að ályktun kenning- arnefndar kemur meðal annars fram að umræðan hér á landi hafi æ meir beinst að því hvort staðfest samvist verði skilgreind sem hjú- skapur og hjónaband og prestar verði vígslumenn. Málið hefur verið til umræðu á síðustu prestastefnum og kirkjuþingum og víðar innan kirkjunnar. Í þeim drögum að ályktun sem kenningarnefnd kynnir á prestastefnu nú er ekki lagt til að það skref verði stigið að heimila prestum að gefa einstaklinga af sama kyni saman í hjónaband. Sátt í samfélaginu Hópur presta og guðfræðinga sem vill ganga lengra hefur fjallað um drög kenningarnefndar og legg- ur tillögur sínar fyrir prestastefnu. Fjörutíu prestar og guðfræðingar standa að tillögunum. Hluti þeirra hefur ekki atkvæðisrétt á þinginu. Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, segir að tillöguflytj- endur séu sammála mörgu í tillög- um kenningarnefndar en vilji ganga lengra. Drög nefndarinnar breyti litlu sem engu frá þeirri fram- kvæmd sem verið hefur síðustu tíu árin, frá því prestum var heimilað að blessa samvist samkynhneigðra. Einungis sé verið að styrkja grund- völl þeirrar framkvæmdar með til- lögum kenningarnefndar. „Við viljum að prestar verði op- inberir vígslumenn samkynhneigðra sambanda, rétt eins og í hjóna- bandi,“ segir Kristinn. Hann telur að sátt sé orðin um það í samfélag- inu enda fólk farið að nota orðin hjón og hjónaband um samkyn- hneigða og sambönd þeirra, rétt eins og einstaklinga af gagnstæðu kyni. „Að okkar skilningi er ekkert guðfræðilega því til fyrirstöðu að prestum verði heimilað að gefa samkynhneigð pör saman í hjóna- band,“ segir Kristinn Jens. Í greinargerð með tillögu hópsins kemur fram það álit að hjónaband samkynhneigðra varpi á engan hátt skugga á fagnaðarerindi Jesú Krists og náðarmeðul hans, en aftur á móti muni útilokun þeirra frá hjónabandinu draga úr trúverðug- leika kirkjunnar. Sammála um sumt Drög að ályktun kenningarnefnd- ar eru í sex liðum. Prestahópurinn lýsir sig sammála fyrstu fjórum lið- um hennar en þar er meðal annars viðurkennt að kynhneigð fólks sé mismunandi og ítrekað að samkyn- hneigðir séu hluti af kirkju Krists og lifi undir fagnaðarerindi hans. Umræddur hópur presta gerir aftur á móti tillögur til breytinga á fimmta og sjötta lið ályktunarinnar. Í þeim hluta tillagnanna í drögum kenningarnefndar kemur fram stuðningur við hjónabandið sem sáttmála karls og konu á forsendum hins kristna kærleika og að hún styðji einnig önnur sambúðarform á sömu forsendum. „Þjóðkirkjan styð- ur þá einstaklinga af sama kyni sem vilja búa saman í ást og trú- mennsku og staðfesta samvist sína og skuldbindingar. Þjóðkirkjan heimilar prestum sínum að blessa sambúð þeirra samkvæmt þar til ætluðu formi,“ segir þar. Tillaga 40-menninganna er að þessar tvær greinar verði felldar út og í staðinn komi: „Þjóðkirkjan styður hjónabandið sem sáttmála tveggja einstaklinga sem gefast hvor öðrum í trúfesti, ást og virð- ingu.“ Jafnframt leggja þeir fyrir prestastefnu tillögu að ályktun þar sem lagt er til að þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi að það sam- ræmi hjúskaparlög og lög um stað- festa samvist þannig að vígslu- mönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga verði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Áfram til umræðu á kirkjuþingi Fram kemur í greinargerð kenn- ingarnefndar sem lögð er fyrir prestastefnu að hvatt er til áfram- haldandi umræðu innan kirkjunnar, meðal annars á héraðsfundum og leikmannastefnu, auk prestastefnu, og að lokum á kirkjuþingi í haust. Fjörutíu prestar og guðfræðingar leggja til breytingar á drögum kenningarnefndar Vilja heimila hjónavígslu samkynhneigðra Kristinn Jens Sigurþórsson Í HNOTSKURN »Kenningarnefnd er ráðgjaf-arnefnd um kenningarleg málefni, skipuð af biskupi Ís- lands. » Í henni sitja biskup Íslandsog vígslubiskuparnir tveir, fulltrúi tilnefndur af kirkjuþingi, prófessor í trúfræði og fulltrúi tilnefndur af prestastefnu. »Á prestastefnu skal fjalla ummálefni prestastéttarinnar svo og önnur kirkjuleg málefni. Prestastefna hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing. Næsta kirkjuþing verður í haust. PRESTASTEFNA 2007 hefst með messu í Húsavíkurkirkju í kvöld, þriðju- dag, þar sem séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Prestastefnu lýkur síðdegis á fimmtudag. 140 til 150 prestar og guðfræðingar sitja þingið. Á morgun verð- ur umræða um álit kenning- arnefndar um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist sem og drög að formi um blessun staðfestrar sam- vistar. Sigurjón Árni Eyjólfsson, Steinunn A. Björnsdóttir og Kristján Valur Ingólfsson munu fjalla um álitið og blessunarformin, meðal annars út frá lúterskri guð- fræði og í al- þjóðlegu sam- hengi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Biskupsstofu. Þá mun Svanur Kristjánsson pró- fessor flytja er- indi um lýðræði, kristni og kirkju og Sigurður Páls- son fjalla um sam- skipti kirkju og skóla. Á fimmtudag verða lagðar fram hugmyndir um breytta tilhögun hvað varðar ýms- ar hliðar prestverka. Frummælandi er Halldór Gunnarsson kirkjuráðs- maður. Þá mun Kristján Björnsson kirkjuráðsmaður fjalla um val á prest- um og auglýsingu prestsembætta við lok skipunartíma. Á prestastefnu eiga setu og atkvæðisrétt vígslubiskupar og allir starf- andi þjóðkirkjuprestar, fastir kennarar guðfræðideildar og guðfræðingar sem gegna föstum störfum á vegum þjóðkirkjunnar. Aðrir prestar og guð- fræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurkirkja Prestastefna 2007 verður sett við messu í Húsavíkurkirkju í kvöld. Prestastefna sett í dag YFIR fjörutíu starfsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo, sem starfa við aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar á Axarár- svæðinu og fengu að öllum lík- indum matareitrun í síðustu viku, eru búnir að jafna sig og komnir á ný til vinnu. Matur er sendur frá vinnubúðaeldhúsum niður í göngin og er ástæða matareitrunarinnar jafnvel rakin til þess að illa hafi verið gengið frá þessum mat- arsendingum og þær ekki innsigl- aðar eða lokaðar. Mennirnir hafa ekki haft aðstöðu í göngunum til að þvo sér um hendur áður en þeir skammta sér sjálfir úr matarílát- unum á pappadiska. Heilbrigðiseft- irlit Austurlands kannaði málið en ekki náðist að taka sýni af mat- vælum til rannsóknar þar sem þeim hafði verið fleygt. Vatnssýni fóru í rannsókn. Þess er krafist að Imp- regilo sjái til þess að frágangur á mat til manna í gangavinnu sé góð- ur. Vinnueftirlitið fylgist með fram- gangi málsins. Frágangi mat- væla ábótavant ORRA Vigfússyni voru í gærkvöld veitt Goldman-umhverfisverðlaunin fyrir baráttu sína til verndar villtum laxi í Atlantshaf- inu. Orri tók við verðlaununum við athöfn í San Francisco og í þakkarræðu sagði hann m.a. að verðlaunin væru honum mik- ill heiður og hann þægi þau, ekki aðeins fyrir sína hönd, heldur allra vina sinna sem hafa komið að baráttunni við að forða laxinum frá því að deyja út. Ofveiði á fiski sjávar væri, eða ætti í það minnsta að vera, mikið áhyggju- efni allra, sérstaklega ef notuð væri nútímatækni við veiðarnar. Fram kom í ræðu hans að í sumum löndum þætti ósamræmi í því að fjármála- og íhaldsmaður berðist fyrir umhverf- isverndarsjónarmiðum en bað fólk að hugsa það upp á nýtt. „Viðhorf – eins og loftslagið – er að breytast. Umhverfisvernd skiptir máli í allri pólitískri umræðu. Hægri, vinstri; við búum öll í sömu veröld.“ Í lokin kom fram í ræðu Orra að baráttunni væri hvergi nærri lokið en hann tryði því að í náinni framtíð kæmist almenn skynsemi að í fisk- veiðistjórnun. Orra veitt Goldman- verðlaunin Orri Vigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.