Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 23 yrisþega ör- ndar. millj- nema þá hjá elli- 0 millj- eglum og elli- a launa- m hvaða ngum a fólk ú munu og ekki ns við áði þeg- skýrsl- étt að sþeg- íkið að t sé nnu- ng af- yrisþega hugsað omast að það. m- st vera ekki ná- ætta að vinnu- að virð- ríkið ð millj- tekju- að það –2 þús- aðinn ðru lagi, , að með l að mingju um.“ Í fyrri nar er ngar í verslun og þjónustu sem Sveinn Agnarsson hagfræðingur gerði. Sveinn bendir á að mun minni fjölgun starfsmanna hefur verið í verslun en öðrum þjónustugreinum á árunum 1998–2005 eða um 11%. Á sama tímabili fjölgaði starfsfólki í fjármálaþjónustu um 28%, 22% í hótel- og veitingarekstri og um 51% í fasteignaviðskiptum og ann- arri sérhæfðri þjónustu. Á þessu sama tímabili jókst af þessum sökum framleiðni vinnuafls í verslun og þjónustu um 3,8% á ári að jafnaði sem er meiri aukning en átti sér stað í öðrum atvinnugrein- um. ast á af- gar bóta Morgunblaðið/G.Rúnar aða áhrif tekjutenging bóta elli- og örorkulíf- nema tekjutengingu með öllu. J    Í HNOTSKURN »Samkvæmt núgildandireglum skerðast bætur til elli- og örorkulífseyrisþega ef þeir stunda launavinnu. »Á síðasta ári skertust bæt-ur til ellilífeyrisþega um 1.663 milljónir kr. og bætur til öryrkja um 2.375 milljónir eða samtals um 4.038 milljónir króna. »Um síðustu áramót tókugildi nýjar reglur sem draga verulega úr þessari skerðingu atvinnutekna. »Áætla má að skerðing bótatil ellilífeyrisþega nemi rúmum 600 milljónum kr. á árinu 2007 og skerðing bóta til örorkulífeyrisþega 915 milljónum kr. eða samtals um 1,5 milljörðum kr. »Þær breytingar sem gerð-ar hafa verið á tekjuteng- ingu bóta leiða til þess að kostnaður ríkissjóðs við að af- nema tekjutenginguna með öllu er mun minni en áður. » Í nýlegri könnun kemurfram að tæp 30% eldri borgara á aldrinum 65–71 árs gætu hugsað sér að vinna ef það hefði ekki áhrif á bætur þeirra frá Tryggingastofnun ríkisins. »Enda þótt ólíklegt sé aðallir sem gætu hugsað sér að vinna myndu í raun láta til sín taka á vinnumarkaði gefur könnunin sterka vísbendingu um að margir myndu hefja launað starf. borgara og öryrkja Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UMHVERFISRÁÐU-NEYTIÐ hefur hafnaðtillögu Kópavogsbæjarað breyttu svæðisskipu- lagi á Glaðheimasvæðinu, núver- andi félagssvæði hestamanna- félagsins Gusts, og er því óljóst hvenær hægt verður að hefjast handa við umfangsmiklar bygging- arframkvæmdir á svæðinu. Um- hverfisráðuneytið féllst ekki á að breytingarnar teldust óverulegar og þarf samvinnunefnd um svæðis- skipulag á höfuðborgarsvæðinu að fjalla um málið, að því gefnu að úr- skurðinum verði ekki hnekkt af dómstólum. Húsnæðið sem átti að rísa jafn- gildir öllu núverandi atvinnuhús- næði í Smáralind, við Smáratorg, Dalveg og Hlíðarsmára samanlagt og lutu athugasemdirnar sem voru gerðar við tillöguna einkum að því að umferð myndi margfaldast og að skyggt yrði á útsýni frá Hnoðra- holti, nýju íbúðarhverfi í Garðabæ. Um eitt ár liðið frá því Kópavogs- bær keypti Glaðheima af fjárfest- ingarfélagi og hestamannafélaginu Gusti og nam kostnaður við kaupin alls um 3,5 milljörðum króna. Áður en hægt er að hefja fram- kvæmdir á svæðinu þarf að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð- isins fyrir árin 2001–2024 og um þá breytingu fjallar tillaga Kópavogs- bæjar. Svæðið er alls um 11,5 hekt- arar og samkvæmt tillögunni myndi þar rísa atvinnuhúsnæði, alls 150.000 m², og yrðu húsin frá tveim- ur upp í tólf hæðir. Þar sem hest- húsin víkja yrði viðbótin um 134.500 m². Af hálfu Kópavogsbæjar var því haldið fram að í skilningi skipulags- og byggingarlaga væri um óveru- lega breytingu að ræða og var á það bent að allar breytingar sem gerðar hefðu verið á svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins frá 2003, þ.á m. vegna atvinnuhúsnæðis í Garðabæ, hefðu farið í ferli óverulegra breyt- inga. Samkvæmt þessum skilningi þyrfti svæðisskipulag Glaðheima ekki að koma til kasta samvinnu- nefndar um svæðisskipulag á höf- uðborgarsvæðinu en í henni sitja fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á svæðinu. Þarf einróma samþykki Bæjaryfirvöld í Garðabæ og Mos- fellsbæ mótmæltu að breytingarnar gætu talist óverulegar en Garðbæ- ingar gerðu einnig fleiri athuga- semdir. Málið fór fyrst til Skipu- lagsstofnunar sem féllst á að breytingin væri óveruleg en lagði jafnframt til að umhverfisráðuneyt- ið myndi ekki staðfesta tillöguna fyrr en ljóst yrði hvernig bæjar- stjórn Kópavogs hygðist taka á at- hugasemdum sem fram komu vegna breytinga á aðalskipulagi svæðisins. Umhverfisráðuneytið komst síð- an að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að breytingarnar gætu ekki talist óverulegar og verður sam- vinnunefndin þar af leiðandi að fjalla um málið. Umfjöllun nefndar- innar og skipulagsferli sem tengist henni getur tekið nokkra mánuði og því ljóst að uppbygging á svæðinu gæti tafist. Jafnframt er óvíst hvað kemur út úr þeirri skipulagsvinnu og er nóg að benda á að til þess að breyting á svæðisskipulagi taki gildi þurfa allar viðkomandi sveit- arstjórnir að hafa samþykkt það en skipulagsnefnd Garðabæjar hefur þegar lagt til að byggingarmagn svæðisins verði minnkað verulega. Athugasemdir skipulagsnefndar Garðabæjar lúta að því að umferð- arþungi til og frá svæðinu yrði óvið- unandi og einnig var þeirri fullyrð- ingu Kópavogsbæjar mótmælt að umferð myndi ekki aukast í íbúð- arbyggð. Þá mótmælti nefndin því sérstaklega að háar og langar bygg- ingar yrðu næst Arnarnesvegi vegna áhrifa þeirra á útsýni úr Hnoðraholti í Garðabæ þar sem fyr- irhuguð er íbúðarbyggð. Þessar byggingar sjást ágætlega á neðri myndinni sem er birt hér á síðunni en hún er úr tillögu að deiliskipulagi sem bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt. Rétt er að taka skýrt fram að tillagan hefur ekki verið samþykkt og samkvæmt upplýsing- um frá Kópavogsbæ hefur núver- andi lóðarhafi rætt um að hann hafi áhuga á að reisa öðruvísi bygging- ar. Tillaga Kópavogsbæjar mætti sömuleiðis andstöðu hjá Vegagerð- inni en Vegagerðin lýsti sig ósam- mála þeirri túlkun að breytingarnar á svæðisskipulaginu væru óveruleg- ar og verður vart annað ráðið en að hjá Vegagerðinni gæti pirrings í garð bæjaryfirvalda í Kópavogi því í umsögn hennar segir m.a.: „Enn og aftur er Kópavogsbæ bent á skyldu um samráð vegna skipulagsatriða er snerta þjóðvegi, umhverfi þeirra, afköst, öryggi og kostnað,“ og benda vegagerðarmenn á ákvæði í vegalögum sem lúta að þessu. Vega- gerðin hafi lýst efasemdum um skipulagsbreytinguna um nokkur veigamikil atriði þegar í ágúst 2006 en Kópavogsbær ekki leitað eftir frekari samvinnu vegna þeirra. Vegagerðin bendir m.a. á að umferð til og frá svæðinu myndi margfald- ast og þar með hafa áhrif á öryggi vegfarenda. Þá hafi víðar í Kópa- vogi verið gerðar tillögur að óveru- legum breytingum og að tímabært sé að skoða samlegðaráhrif þeirra. Eins og fyrr segir komst um- hverfisráðuneytið að þeirri niður- stöðu að breytingin væri ekki óveruleg og ráðuneytið tók ekki undir það álit Skipulagsstofnunar að breytingin gæti væri sambærileg öðrum breytingum sem hefðu verið gerðar á svæðisskipulaginu og tald- ar hafa verið óverulegar. Ráðuneyt- ið tók á hinn bóginn undir með Skipulagsstofnun um að vegna fjöl- margra breytinga sem staðfestar hefðu verið á svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðsisins á síðustu árum væru allar forsendur fyrir umferð- arkerfi í núverandi svæðisskipulagi „löngu orðnar úreltar“. Bæði ráðu- neytið og Skipulagsstofnun telja tímabært að sett verði á fót nefnd um endurskoðunm svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins en slíkri nefnd er heimilt að leggja til breyt- ingar á gildandi skipulagi, óháð því hvenær lokið verður við heildarend- urskoðun. Stoppað af ráðuneytinu Umhverfisráðuneytið synjaði Kópavogsbæ um staðfestingu á breyttu svæð- isskipulagi fyrir Glaðheimasvæðið og þar með er óvissa um uppbyggingu „VIÐ erum að fara yfir úrskurðinn en það er ljóst að okkur finnst hann mjög furðulegur, vægt til orða tek- ið,“ sagði Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, um þá ákvörðun umhverfisráðuneytisins að hafna til- lögu bæjarins að breyttu svæðisskipulagi. Hann telur líklegt að bærinn höfði mál gegn ráðuneytinu til að fá ákvörðuninni hnekkt. Gunnar benti á að ýmsar breytingar hefðu verið gerðar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna uppbyggingar í Garðabæ og Mosfellsbæ án þess að ráðuneytið teldi ástæðu til að aðhafast. Dæmi um það væri Kaup- tún í Garðabæ þar sem m.a. IKEA hefði reist verslun. Það orkaði mjög tvímælis að nú þegar Kópavogur vildi láta byggja þétt, alveg við hliðina á hraðbraut, að þá skyldi ráðuneytið ekki fallast á að breytingin teldist óveruleg líkt og í hinum tilfellum. „Þetta er mjög furðulegt miðað það sem á undan er gengið, gagnvart hinum sveitarfélögunum,“ sagði hann. Stæði ákvörðunin óhögguð gæti málið tafist um nokkra mánuði og kostað bæinn verulega fjármuni. Þegar svæðið var keypt sagði Gunnar að fasteignasalar hefðu metið svæðið á 5,5–8 milljarða króna og aðspurður sagði Gunnar að það verð- mat hefði miðast við byggingarmagnið sem gert væri ráð fyrir í svæð- isskipulagstillögunni, þ.e. 150.000 m². Aðspurður hvaða áhrif það hefði ef ekki fengist leyfi til svo mikilla bygginga, sagði Gunnar að hann vildi ekki ræða það á þessu stigi, verið væri að fara yfir ákvörðunina. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi Kópavogur fer líklega í mál „VIÐ höfum áhyggjur af tvennu,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. „Fyrst og fremst umferðinni sem myndi skapast í kringum þetta svæði og í öðru lagi hæð bygginganna með tilliti til sjónrænnar mengunar frá Garðabæ. Við höfum efa- semdir um þetta skipulag og gerum þess vegna at- hugasemdir,“ segir Gunnar. Hann segir Garðbæ- inga vilja sjá hvernig menn ætli að leysa umferðarmálin um svæðið. „Eins er þarna gert ráð fyrir, að því er mér skilst, í samningum við þá sem eru að kaupa þetta svæði að byggingarmagn verði töluvert meira en ráðgert var í upphafi. Þá var talað um 120–150.000 fermetra. Svo sér maður í samningum að gert sé ráð fyrir allt að 180.000 fermetrum.“ Gunnar telur ekki að breyting þessi á skipulagi sé óveruleg eins og var um Kauptún í Garðabæ á sínum tíma. „Það er töluverður munur þar á. Varðandi Kauptún var í svæðisskipulagi gert ráð fyrir ákveðnu byggingarmagni hjá sveitarfélögunum og við erum ekkert að fara út fyrir þann kvóta sem gert var ráð fyrir í svæðisskipulag- inu. Við færum hann bara til innan bæjarins. Þetta magn sem kemur inn á Glaðheimasvæðið plús allt annað í Kópavogi er miklu miklu meira en svæðisskipulagið gerir ráð fyrir.“ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ Áhyggjur af umferðinni Í HNOTSKURN » Kópavogsbær keyptiGlaðheima, sem einnig eru nefndir Gustssvæðið, í fyrra og var kostnaður við kaupin um 3,5 milljarðar króna. » Garðabær gerði at-hugasemdir við tillögu að skipulagsbreytingunni m.a. vegna stóraukinnar umferð- ar og hárra og langra bygg- inga næst Arnarnesvegi. » Garðbæingar gera ekkiathugasemdir við breytta notkun svæðisins en vilja að minna verði byggt. » Samkvæmt tillögu Kópa-vogsbæjar yrði bygging- armagn á svæðinu jafnmikið og allar núverandi bygg- ingar við Dalveg, Smáratorg, Smáralind og Hlíðarsmára samanlagt. » Alls myndu bætast við134.500 m² af atvinnu- húsnæði og yrðu húsin frá tveimur upp í tólf hæðir. » Bæjarstjórinn í Kópa-vogi segir að hugsanlega verði að þrefalda Reykjanes- brautina við Kópavog en hafnar því að bygging- armagn sé óeðlilega mikið. Mynd/VGK-Hönnun Atvinnuhúsnæði Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn gætu húsin sem munu rísa í Glaðheimum litið svona út. Hugmynd Horft yfir Glaðheima frá Garðabæ. Ekki er um endanlegar til- lögur að ræða og gæti útlit og gerð húsanna tekið miklum breytingum. + " ,  - . / 0 1 /  1 2  3 4 1 / 5  '(+)6 7! *  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.