Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 11 FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ALÞJÓÐLEG umferðarör- yggisvika Sam- einuðu þjóð- anna hófst í gær og var henni hleypt formlega af stokkunum á Íslandi af hálfu Umferðarstofu. Tilgangur umferðaröryggisvikunnar er að fá leiðtoga átta stærstu efna- hagsvelda heims og aðildarlanda SÞ til að samþykkja pólitíska stefnu- mörkun til að uppræta banaslys í heiminum og að varið verði 300 millj- ónum dollara á 10 árum til eflingar umferðaröryggis í þróunarlöndunum. Einnig að við úthlutun þróunarað- stoðar verði að minnsta kosti 10% af fjármagni þess notuð til að fjármagna aukið umferðaröryggi. Samkvæmt upplýsingum Umferð- arstofu er talið að banaslys hér á landi kosti árlega á bilinu 21–29 milljarða króna. Í flestum tilvikum eru orsakir alvarlegra umferðarslysa áhættu- hegðun ökumanna og því er ljóst að mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir slysin er breytt viðhorf og ábyrgari hegðun í umferðinni. Ný sýning í Forvarnahúsinu Umferðarvikan stendur til 29. apríl og meðal dagskrárliða er sýningin Hraði og ölvunarakstur – öryggi fjöl- skyldunnar sem haldin er hjá Sjóvá forvarnahúsi, Kringlunni 1. Á sýning- unni er m.a. veltibíll, bílbeltasleði, ökuhermir, ölvunargleraugu og margt fleira. Þá verða haldnir fræðslufundir fyrir stjórnmálamenn, tónleikar gegn ofbeldi í umferðinni, fimmtudaginn 26. apríl frá kl. 17–19 á Nasa fyrir aldurshópinn 16–24 ára. Þá verða akstursæfingar fyrir akst- ursíþróttafólk á varnarsvæði Kefla- víkurflugvallar laugardaginn 28. apr- íl. Þá verður dagskrárliður í Smáralind um næstu helgi sem fjallar um ástand og öryggi ökutækja. Kynntur verður öryggisbúnaður fyrir hjólreiðafólk og dregið í happdrætti þar sem barnabílstólar og fleira er í verðlaun. Reynt verður að setja upp leiksvæði fyrir börn þar sem þau geta m.a. ekið til þess gerðum rafmagns- bílum. Einn stærsti heilbrigðisvandinn Kostnaður við banaslys hérlendis hátt í 30 milljarðar króna árlega. Umferðarslys eitt stærsta heilbrigðisvandamál heimsins í dag að mati WHO. 3 þúsund manns deyja daglega í umferðarslysum. Í HNOTSKURN »Á hverjum degi látast um 3þúsund manns í umferð- arslysum í heiminum. Þar af eru 500 börn og jafngildir það því að barn deyr á 3 mínútna fresti. »Alþjóðaheilbrigð-ismálastofnunin WHO skil- greinir afleiðingar umferð- arslysa sem eitt stærsta heilbrigðisvandamál heimsins í dag. Í ljósi þessa héldu aðild- arlönd SÞ hina alþjóðlegu um- ferðaröryggisviku. Sturla Böðvarsson og Einar Guðmundsson. EF einhver veltir því fyrir sér hvað það kostar að valda dæmigerðu ofsaaksturstjóni, þá er svarið til reiðu: rúmar 9 milljónir króna sem ökumaðurinn, tjónvaldur, þarf sjálfur að borga. Talsmenn Sjóvár segja unga ökumenn skilja nokkuð vel hvað þessar geigvænlegu afleiðingar og upphæðir þýða þegar þeim er sýndur Porche-sportbíllinn í Forvarnahúsinu. Hann kostar um 9 milljónir kr. Að sögn Sjóvár-manna er auðvelt að setja hlutina svona í samhengi fyrir þá sem gera sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að aka á 130–150 km hraða í borginni og rústa bíl og eigur annarra í leiðinni – að ekki sé talað um þau slys sem ökufantar geta valdið fólki. Flestum þætti betra að aka eins og ábyrgum ökumanni sæmir og spara millj- ónirnar níu í Porshe-bílinn. Í Forvarnahúsinu er einnig hægt að setjast undir stýri í háþróuðum gervibíl og prófa hvernig ökuhæfni skerðist þegar valið er forrit með ölvunarakstri. Velti- bíllinn frægi er líka á staðnum og þar getur fólk feng- ið að prófa hvernig bílbeltin virka í bílveltu og einnig er hægt að kynna sér ökurita sem hægt er að setja í fjölskyldubílinn og fylgjast nákvæmlega með aksturs- lagi hvers og eins. Foreldrar sem lána krökkunum bíl- inn geta notað búnaðinn. Morgunblaðið/G.Rúnar Kostnaðurinn Á umferðaröryggissýningunni í Forvarnarhúsinu er hugleiðing um geigvænlegar afleiðingar ofsa- aksturs, sem geta kostað jafnmikið og einn Porsche. Unga fólkið áttar sig á samhenginu með þessari nálgun. Ofsaaksturstjón eða einn sportbíl? 35-70% afsláttur af erlendum bókum E N N E M M / S IA / N M 2 7 3 14 Nú stendur yfir útsala á erlendum bókum í Bóksölu stúdenta. Sígildar heimsbókmenntir, afflreying, fró›leikur og fræ›i. Á flri›ja flúsund áhugaver›ir bókatitlar á frábæru ver›i.35-70% afsláttur ÚTSALA Á ERLENDUM BÓKUM fiú finnur útsölubækurnar líka á vefnum.Sko›a›u úrvali› á: Bæ›i í bú›inni og á vefnum Verslunin er opinfrá 9-18 alla virka daga www.boksala.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.