Morgunblaðið - 24.04.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 24.04.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 29 ✝ Herdís Ólafs-dóttir fæddist á Vindási í Kjós 28. febrúar 1911. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 16. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Bjarnadóttir, f. 14. júlí 1872, d. 10. sept. 1936 og Ólafur Einarsson, f. 7. feb. 1869, d. 3. apríl 1959. Herdís var yngst 9 systk- ina en aðeins Sigríður, f. 1909, lif- ir systur sína. Systkinin voru: Kristín, f. 1895, Úlfhildur, f. 1897, Jóna, f. 1899, Elín, f. 1900, Jón, f. 1903, Bjarni, f. 1906, Þórdís, f. 1908 og Sigríður, f. 1909, býr á Dvalarheimilinu Höfða. Herdís giftist 29. júní 1929 Hannesi Júlíusi Guðmundssyni, sjómanni, f. 10. júlí 1903, d. 28. júní 1975. Herdís bjó að Vest- urgötu 88, Dvergasteini, á Akra- nesi frá 1941 þar til hún flutti að Dvalarheimlinu Höfða árið 2002. Synir Herdísar og Hannesar eru: 1) Helgi, f. 10. jan. 1939, k. Valdís Þorsteinn Þorvaldsson, f. 30. júní 1924. Þau eiga einn son: Hannes, f. 1952, k. Þórdís G. Arth- ursdóttir, f. 1953. Þau eiga 2 syni og 1 barnabarn. Herdís var alla tíð mikil bar- áttukona og barðist hún af elju og atorkusemi fyrir bættum hag verkafólks, ekki síst verka- kvenna. Hún gekk í Verkalýðs- félag Akraness í júní 1931 og var hún kjörin varaformaður Kvennadeildarinnar í desember sama ár. Herdís sat lengi í stjórn Verkalýðsfélagsins, lengst af sem formaður á 50 ára tímabili. Hún gerðist starfsmaður Verkalýðs- félags Akraness árið 1960 og gegndi því starfi farsællega í samfellt 30 ár, þangað til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hún var heiðursfélagi Verkalýðs- félags Akraness. Herdís sat um skeið í miðstjórn ASÍ, í stjórn Verkamannasambands Íslands og í stjórn Alþýðubankans, hún var í félagi borgfirskra kvenna, Kven- réttindafélagi Íslands og var stofnfélagi í Félagi eldri borgara á Akranesi. Herdís ritaði margar greinar í blöð og tímarit, mest- megnis um stjórnmál og verka- lýðsmál. Útför Herdísar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Einarsdóttir, f. 2. mars 1942. Þau eiga 2 syni: a) Sævar Matthíasson (uppeld- issonur Helga), f. 1959, k. Sigurbjörg Hulda Guðjóns- dóttir, f. 1971. Þau eiga 2 syni. Fyrir á Sævar 3 börn og 3 barnabörn. b) Krist- inn, f. 1963, k. Ul- rika Ramundt, f. 1970. Þau eiga eina dóttur. Fyrir á Krist- inn 3 börn og 1 barnabarn. 2) Guðmundur Þór, f. 14. ágúst 1947, k. Margrét Gunn- arsdóttir, f. 2. maí 1951. Þau eiga 4 börn: a) Jóna Guðrún, f. 1970, m. Freysteinn B. Barkarson, f. 1962. Jóna á eina dóttur. b) Hann- es Þór, f 1973, k. Marsibil Brák Vignisdóttir, f. 1977. Þau eiga einn son. c) Herdís, f. 1977, m. Unnar Laxdal Gíslason, f. 1973. Þau eiga 2 börn. d) Telma, f. 1984, m. Þorsteinn Björnsson, f. 1983. Uppeldisdóttir Herdísar, dóttir Hannesar og Elínar (systur Herdísar) sem lést 9. okt. 1927: Elín Hanna, f. 9. okt. 1927, m. Elsku amma mín, nú er þeim hluta ferðar þinnar sem við hin fengum að njóta með þér lokið í bili. Þó að þú hafir átt langt líf finnst mér samt ósanngjarnt að þú sért farin frá okkur, núna ert það þú sem ert komin á „efri hæðina“ ef hægt er að orða það þannig, en það var Sigga systir þín sem bjó á efri hæðinni á Dvergasteini. Margar yndislegar minningar um þig hell- ast yfir mig, ég man þegar ég var lítil og ætlaði mér að verða skáld og semja ljóð alveg eins og þú, þá samdi ég nokkrar ferskeytlur fyrir þig, ég veit ekki hversu góðar þær voru en þegar þú last þær upp á þinn hátt hljómuðu þær afskaplega vel. Skodaferðirnar eru mér ofar- lega í huga og prinsessukoddinn sem þú leyfðir mér að sofa með þegar ég fékk að gista. „Stökktu niður í kjallara og fáðu þér ís,“ sagðir þú í hvert skipti sem ég kom til þín, þú gafst mér endalaust af góðgæti og sagðir svo „endilega fáðu þér meira“. Þín verður sárt saknað og minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu, megi guð gefa þér góða heimkomu í landi friðarins. Stökktu nú yfir móðuna miklu. Þá er líður þessi stund, þungir dagar eru, með minningu í hug- arlund, um þína tilveru. Telma Guðmundsdóttir. Elsku amma. Jæja, núna er komið að þinni kveðjustund en mikið er hún sár. Ég á svo margar fallegar og ynd- islegar minningar frá Dvergasteini þar sem þið Sigga frænka bjugguð. Hvíti skódinn E-3106 sem ég fékk að nota í skólann, hann dugði mér í 1 viku því hann þoldi illa að vera skipt í 3ja gírinn. Alltaf þegar ég var lasin komu þið systurnar með „slikk“ handa mér og man ég í eitt skiptið að þá höfðuð þið keypt ís úr vél í Skaganesti en þegar þið komuð með hann upp á Reynigrund var hann bráðnaður enda varst þú þekkt fyrir að keyra á „þínum“ hraða. Það voru ófáar ferðirnar sem ég fór fyrir ykkur út í Traðarbakka og fékk 10 kr. fyrir. Alltaf var til ís á Dvergasteini og sagðir þú gjarnan við mig „Stökktu“ niður í kjallara og náðu þér í ís. Mikið varst þú glöð þegar ég eignaðist mitt fyrra barn, Gísla Laxdal, en hann fæddist á 90 ára afmælisdaginn þinn. Það var alltaf gaman að koma til þín á Verkalýðsskrifstofuna en þar sast þú við risastórt borð með græna pennann þinn og skrifaðir ávísanir. Oft fórst þú með okkur systkinin í bíltúr upp að Miðgarði til að skoða svanina. Ekki má gleyma prinsess- ukoddanum en ég svaf alltaf með hann þegar ég gisti hjá þér í ömmu rúmi. Elsku amma, þú varst stórmerki- leg baráttukona, gáfuð, fyndin, hlý en umfram allt yndisleg og falleg amma. Minning þín lifir í hjarta mér. Ástarkveðja, þín nafna Herdís litla. Nú er löngu og farsælu lífshlaupi hennar ömmu lokið. Herdísar sem kom ung úr Kjósinni til skammrar dvalar á heimili systur sinnar, El- ínar og unga sjómannsins, hans afa, eiginmanns hennar á Akranesi, sem biðu spennt eftir frumburðinum, henni mömmu. Elín lést af barns- förum og Herdís gekk mömmu í móður stað og giftist afa tveim ár- um síðar. Á stríðsárunum settist litla fjöl- skyldan að á Dvergasteini, amma Herdís og afi á neðri hæðinni og Sigga frænka, stóra systir ömmu og Kiddi á efri hæðinni. Mamma og pabbi byggðu í Mýrinni ekki langt frá. Bernskuminningarnar frá Dvergasteini eru af ærslum og leikjum í garðinum, jólaboðum hjá ömmu og nýársboðum hjá Siggu á efri hæðinni. Ógleymanlegar stund- ir. Amma var ein af þessum konum sem ekki fengu tækifæri til mennta þótt hæfileikarnir væru ærnir. Hún var víðlesin og einkar ljóðelsk og orti fyrir skúffuna. Hún var í bók- menntaklúbbi á Akranesi. Hún var mjög ritfær og skrifaði greinar um margvísleg efni í blöð og tímarit og frásagnir af viðburðum í bækur. Réttlætiskennd hafði hún mikla og hún helgaði líf sitt baráttu fyrir kjörum verkafólks. Hún var áber- andi á þeim vettvangi á Akranesi, lengi sem formaður kvennadeildar Verkalýðsfélagsins og síðar sem starfsmaður félagsins, m.a. með að- komu að vinnudeilum og kjara- samningum. Sanngjörn var hún einnig og öðlaðist hún vinsemd og virðingu jafnt andstæðinga sem samherja. Eftir henni var tekið á landsvísu á þessum vettvangi. Heimsóknir menntaskólaung- lingsins til ömmu til að ræða heims- málin og landspólitíkina voru ómet- anlegar þroskastundir. Jólaboðin voru fjörug, oft svo að tengdabörn- unum varð stundum um og ó. En allir skildu ætíð sáttir, búnir að blása og sjá sjónarhorn hinna. Þegar aldurinn færðist yfir og amma og Sigga, sem urðu ekkjur sama árið, yfirgáfu Dvergastein og fluttu þær í sama herbergið á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi. Þar bjuggu þær saman uns amma lést. Sigga lifir enn, nú aðeins tvö ár frá tíræðu. Hæversk var amma með ein- dæmum, rétt eins og henni fyndist æviverkið hafa skipt fáa máli. Það endurspeglast m.a. í því þegar amma afþakkaði Fálkaorðuna eftir að hafa verið tilnefnd til þeirrar vegsemdar, fyllilega verðskuldað. Hún var ekkert fyrir prjál og tildur og þótti svona nokkuð algjör óþarfi. Svona minnist ég ömmu. Hún mun ætíð skipa stóran sess í mínum huga og virðingu mína á hún óskipta. Blessuð sé minning hennar. Hannes Þorsteinsson. Elsku amma mín. Ég veit ekki al- veg hvað ég hélt en einhvern veginn hafa þú og Sigga systir þín verið svo stór hluti af mínu lífi að ég hélt kannski að þið mynduð aldrei deyja. Og þegar ég tala um þig þá finnst mér ég ekki geta annað en talað um Siggu líka þó hún sé á lífi því þið voruð eitt fyrir mér. En samt, amma, fann ég fyrir létti. Ég hefði ekki viljað sjá þig kveljast eða fjara út á löngum tíma, þetta gat ekki farið betur. Guð hvað þið vor- uð ólíkar systur, mér fannst þið aldrei vera sammála. Samt búnar að búa saman stóran hluta af ykkar ævi. En þótt ólíkar væru var ótrú- leg væntumþykja og virðing gagn- vart hvor annarri. Þegar ég var lítil var ég alltaf hrædd um að nú færuð þið systur að deyja, áður en ég fermdist, áður en ég útskrifaðist úr Fjölbraut, eignaðist dóttur, útskrif- aðist úr HÍ, en að hafa fengið að hafa þig svona lengi eins og raunin varð og nokkuð heilsuhrausta, það eru algjör forréttindi að mínu mati því ég hef aldrei kynnst skemmti- legri manneskju en þér. Ekki nóg með að þú værir skemmtileg heldur varstu með sérstakar skoðanir á öllu og oft á undan þinni samtíð. Þegar ég var að hætta með kærust- unum þá varstu ofsaánægð með það meðan Sigga systir þín var nið- urbrotin. Þér fannst algjör óþarfi að vera með einhvern karl í eft- irdragi. Þegar ég var að flytja fram og til baka til Hafnarfjarðar til barnsföður míns vitnaðir þú oft í Laxness og sagðir: „Hún elskaði hann svo mikið að hún hataði hann“. Þú notaðir líka svo skemmti- leg orðatiltæki eins og t.d. þegar ég var að koma í heimsókn með dóttur mína, sagðir þú alltaf ,,nei, koma ekki Jósep og María með barnið“. Ekki má gleyma ,,Jóna mín fáðu þér súkkulaði til gottgjörelsis“. Svo tókstu upp gamla hnífinn sem afi átti og stakkst oddinum ofan í einn suðusúkkulaði mola og skiptir hon- um til helminga. Alla þína tíð varstu að berjast fyrir betri kjörum fyrir lítilmagnann og ekki síst fyrir auknum kvenréttindum. Enda varstu í verkalýðshreyfingunni þangað til að þú varst orðin háöldr- uð. Þú hafðir ótal áhugamál sem þú sinntir af ástríðu. Ég skildi aldrei þetta Laxness tal en þú gjörsam- lega dýrkaðir hann og dáðir. Þú varst líka mikill bókaormur, ljóða- unnandi og penni varstu góður. Þegar þú afþakkaðir Fálkaorðuna í annað sinn sagðir þú mér að það væri fólkið í landinu sem ætti að fá hana ekki þú. Það er nú ekki hægt að minnast á hana ömmu mína án þess að nefna Skódann, en þú og hann voruð eitt. Enda naut maður góðs af því. Þú tókst seint bílpróf eða rúmlega fimmtug. Ég veit ekki hversu góður bílstjóri þú varst en þú fórst aldrei í þriðja gír og spegl- ana notaðir þú aldrei. Það var bara happa og glappa hvort þú keyrðir á eitthvað þegar þú bakkaðir út úr innkeyrslunni. Elsku amma það er svo margs að minnast því þú varst svo ótrúleg kona. En nú skilja leiðir og vil ég þakka þér frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa alltaf verið til staðar og stutt mig í hverju sem ég tók mér fyrir hendur í gegnum tíðina. Líf mitt hefur ver- ið gæfuríkt að hafa átt þig að sem ömmu sem var engri annarri konu lík. Hvíl í friði amma litla. Þitt barnabarn, Jóna G. Guðmundsdóttir. Kæra amma Herdís, það er mjög margt sem ég gæti skrifað til þín á þessum tíma, en ég held að ef ég færi út í þau skrif, þá myndi sjálft Morgunblaðið ekki duga til. Svo held ég einnig að þú værir algjör- lega á móti því. Þegar afi Gunnar dó, þá talaði ég í minningargrein- inni til hans um gullmolana í mínu lífi og að hann væri einn af þeim. Kæra amma, þú ert sko einn af gullmolunum. Þvílík persóna og gleðigjafi sem þú varst. Þú hafðir svo mikil áhrif á mig og átt stóran þátt í því að ég er það sem ég er í dag. Þegar ég skrifa þessa grein þá er ég nýbúinn að lesa öll kvæðin sem þú skrifaðir til mín og má ég til með að láta eitt þeirra fylgja grein þessari, sem þú samdir þegar ég út- skrifaðist úr lögregluskólanum, því það lýsir því svo mikið hversu mikill penni og húmoristi þú varst. Hannes varð lögformleg lögga ljómandi prófi gat náð með athygli gæfna og glögga gefur hann öldruðum ráð. Hans fyrsta verk mun því verða að vanda um mitt ökulag þín réttindi skal ég nú skerða ef Skodann þú hreyfir í dag. Þinn algengi ökuhraði ekki líkar hann mér ef hægara ferðu en á hundrað hlýt ég réttindin taka af þér. Fyrst ég er nú farinn að skrifa kvæði í greinina, þá má ég til með að setja kvæðið okkar þar, en það er hluti úr kvæði eftir Stein Stein- arr sem við þuldum alltaf saman þegar þú varst að keyra mig heim á Skodanum. Hin mikla gjöf sem mér af náð er veitt og mannleg ránshönd seint fær komist að er vitund þess að verða aldrei neitt, mín vinnulaun og sigurgleði er það. Jæja kæra amma, þá er best að ég fari að ljúka þessu. Ég mun sakna þín mikið og minningin um þig mun alltaf lifa í huga mér. Kæra Sigga, pabbi, Ella, Helgi og allir aðstandendur, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð, því nú er mikill höfðingi fallinn frá. Hannes Þór. Komið er að því að kveðja eina af mestu baráttukonum sem tilheyrt hafa Verkalýðsfélagi Akraness frá stofnun þess. Herdís Ólafsdóttir helgaði nánast allt sitt líf verkalýðs- baráttu. Hún gekk í Verkalýðsfélag Akraness 27. júní 1931 og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Fyrst var hún kjörin vara- formaður kvennadeildarinnar 3. desember 1931 og síðar varð hún formaður deildarinnar. Árið 1960 gerðist Herdís starfs- maður Verkalýðsfélags Akraness og gegndi því starfi farsællega í samfellt 30 ár, þangað til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Frá því hún gekk í félagið 1931 barðist hún af elju og atorkusemi fyrir bættum hag verkafólks, ekki síst verkakvenna. Það er alveg ljóst að hagur verkafólks á Akranesi var bættur verulega á þeim erfiðu árum sem hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir félagið. Maður fylltist eldmóð og aðdáun við að lesa viðtal við Herdísi sem birtist í 80 ára afmælisblaði félags- ins. Sú barátta sem háð var hér á árum áður var mun miskunnlausari og langtum erfiðari heldur en það sem við þekkjum í dag. Fyrir mörg- um árum var Herdís Ólafsdóttir gerð að heiðursfélaga í Verkalýðs- félagi Akraness vegna þess góða starfs sem hún hafði skilað fyrir fé- lagið. Ekki lét hún sig vanta á 1. maí hátíðarhöldin undanfarin ár, né á jólatrúnaðarráðsfundi félagsins þótt háöldruð væri. Það sýndi okk- ur hversu vænt henni þótti um fé- lagið sitt og hversu háan sess verkalýðsbarátta skipaði í lífi henn- ar. Ég vil fyrir hönd Verkalýðs- félags Akraness þakka Herdísi Ólafsdóttur kærlega fyrir hennar fórnfúsa starf í þágu félagsins. Einnig vil ég fyrir hönd stjórnar Verkalýðsfélags Akraness votta eft- irlifandi ættingjum og afkomendum Herdísar Ólafsdóttur dýpstu samúð í fullvissu um að minning um merka verkalýðsbaráttukonu muni halda áfram að lifa. Vilhjálmur Birgisson. Elsku amma Herdís. Það er alltaf svo sárt að missa en minningarnar okkar um þig geym- um við alltaf. Stundirnar við eldhúsborðið á Dvergasteini eru bestar. Neskaffi og súkkulíki og spjall um allt milli himins og jarðar. Herdís var víðsýn og mjög vel lesin. Þá hafði hún ákveðnar skoð- anir á þjóðmálum. Hún var við- ræðugóð. Alltaf var gott að hitta hana og ætíð kom maður ríkari af hennar fundi. Herdís hafði gaman af því að ferðast og naut þess að ferðast bæði innanlands og til annarra landa. Þú sagðir svo oft að þú værir ekkert svo mikið fyrir börn, en krakkarnir sóttu til þín, því þeim þótti gott að koma í heimsókn og sitja við eldhúsborðið, borða ís, hlusta á ykkur Helga deila um þjóð- málin og pólitík þangað til þú sagð- ir:„Jæja nú er Helgi orðinn reiður, hver vill meiri ís“. Þá voru deilu- málin út af dagskrá og þú vildir fá að vita hvernig þeim vegnaði í skól- anum og hvattir þau áfram. Að lokum þökkum við þér ógleymanlegar samverustundir. Kristbjörg Kjerúlf, Helgi Val- ur, Bryndís og Jensína. Herdís Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Her- dísi Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.