Morgunblaðið - 30.04.2007, Page 2
2 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
EKKI hefur verið gengið frá sölu á 65% hlut í
búlgarska símafélaginu BTC, eins og gefið var í
skyn í erlendum og innlendum fjölmiðlum um
helgina. Hefur Novator, félag Björgólfs Thors
Björgólfssonar, kauprétt að þessum hlut en hann
hefur verið í sölumeðferð síðan um áramót hjá
Lehman Brothers. Verði af sölunni gæti sölu-
hagnaður orðið vel á annað hundrað milljarða
króna.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru
það einkum tveir aðilar sem keppast nú um BTC,
annars vegar bandarískur fjárfestingasjóður og
hins vegar tyrkneskt símafélag. Er haft eftir
Björgólfi Thor í búlgörskum fjölmiðlum að það
muni væntanlega skýrast í lok vikunnar hvað
verður um hlutinn í BTC. Munu viðræður við fyrr-
nefnda aðila vera á lokasprettinum.
Síðastliðinn föstudag var gengið frá sölu á ríf-
lega 10% hlut í gríska farsímafélaginu Forthnet.
Hluturinn er í eigu Novators en félagið heldur eft-
ir álíka stórum, ef ekki stærri hlut í Forthnet.
Kaupendur að bréfum Novators eru evrópskir
fjárfestingasjóðir og bankar en markmið með söl-
unni var að breikka hluthafahóp félagsins. Nova-
tor verður eftir sem áður leiðandi fjárfestir í eig-
endahópi Forthnets. Áætlað heildarverðmæti
félagsins er um 400 milljónir evra þannig að hlut-
ur Novators fór á um 3,8 milljarða króna.
Ekki að yfirgefa símafélög í A-Evrópu
Í fréttum erlendra fjölmiðla var gefið í skyn um
helgina að Björgólfur Thor væri jafnt og þétt að
draga sig út úr eignarhaldi á símafyrirtækjum í
Austur-Evrópu.
Talsmaður Björgólfs Thors sagði þetta ekki
vera sannleikanum samkvæmt, í samtali við
Morgunblaðið, og benti á að félög á vegum Björg-
ólfs væru t.d. að auka fjárfestingar sínar í Póllandi
um þessar mundir. Eðli Novators væri að vera
umbreytingafjárfestir, keyra í gegn breytingar á
þeim félögum sem keypt væri í og koma að nýjum
stjórnendum. Slíkar breytingar hefðu verið gerð-
ar á BTC og félagið væri nú komið á beina braut.
Viðræður um sölu á hlut
Novators í BTC á lokastigi
Novator hefur selt hlut í grísku farsímafélagi á jafnvirði 3,8 milljarða króna
Í HNOTSKURN
»Við einkavæðingu búlgarska síma-félagsins BTC árið 2004 keypti Novator
hlut í félaginu, sem nú er samanlagður um
65%. Við kaupin var andvirði hlutarins um
20 milljarðar króna.
»Miðað við framkomin tilboð gæti sölu-hagnaður Novators numið vel yfir 100
milljörðum króna. Yrði það mesti innleysti
söluhagnaður sögunnar hjá íslenskum fjár-
festum.
FJÖLMARGAR kvartanir bárust
lögreglunni á Akureyri í gær vegna
sinuelds á jörð bónda í Eyjafirð-
inum. Lögreglan gat fátt gert sök-
um þess að bóndinn hafði öll til-
skilin leyfi til þess að brenna sinu.
Meðal þeirra sem höfðu ama af
reyknum var móðir ungs barns sem
gat ekki látið barnið sofa úti í
barnavagninum vegna reykmeng-
unar. Þá hafði faðir drengs sam-
band við lögregluna og kvartaði
undan því að pilturinn, sem er með
astma, gæti ekki leikið sér úti.
Lögreglan segir að bóndinn hafi
tilkynnt að hann hygðist brenna
sinuna en honum var hins vegar
bent á að það væri kannski ekki
æskilegt. Hann bar því hins vegar
við að hafa öll tilskilin leyfi til þess
að brenna sinu á sinni landareign.
Á höfuðborgarsvæðinu var einn-
ig nokkuð um útköll slökkviliðs
vegna sinubruna.
Kvartað undan
sinubruna í
Eyjafirði
SLÖKKVILIÐI höfuðborgarsvæð-
isins barst tilkynning um eld í íbúð-
arhúsi í Hafnarfirði á tíunda tím-
anum í gærmorgun. Að sögn
varðstjóra slökkviliðsins hafði eld-
ur læst sig í viftu fyrir ofan eldavél
í eldhúsi. Húsráðanda hafði hins
vegar tekist að slökkva eldinn af
eigin rammleik þegar slökkviliðs-
menn bar að garði. Slökkviliðið
þurfti því aðeins að reykræsta íbúð-
ina.
Þá var þyrlusveit Landhelg-
isgæslunnar beðin um aðstoð vegna
sjúkraflugs til Hólmavíkur á laug-
ardagskvöld vegna anna hjá áhöfn
sjúkraflugvélar við annað verkefni.
Áhöfn á TF-LIF-þyrlunni fór frá
Reykjavík klukkan 22:34 og kom til
Hólmavíkur klukkustund síðar.
Kom hún aftur til Reykjavíkur með
sjúklinginn klukkan hálfeitt eftir
miðnætti.
Húsráðandi
réð við eldinn
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FYRSTA, annað, þriðja – slegið!
Það var handagangur í öskjunni í
Súlnasal Sögu í gær þegar listmuna-
salan Gallerí Fold bauð upp alls 150
muni, aðallega málverk, grafík og
prent en einnig skúlptúra, persnesk
teppi og ljósmyndir. Þarna voru
verk eftir meistara á borð við Þór-
arin B. Þorláksson, Nínu Tryggva-
dóttur og Kjarval en einnig erlenda
og alþjóðlega snillinga.
Þeir Jóhann Ágúst Hansen og
Tryggvi P. Friðriksson buðu verkin
upp. Salurinn var þéttsetinn, um 300
manns á staðnum. Flestir sátu stillt-
ir með töluspjaldið sitt sem maður á
að lyfta hátt þegar boðið er, upp-
boðshaldarinn þarf að vera vökull
þegar hann hvimar augunum
yfir salinn. Nokkur kátína
varð þegar starfsmenn Fold-
ar báru inn á sviðið geysi-
stórt málverk eftir Nelson
Diego af kviknakinni, ljós-
hærðri stúlku með þrýstinn
barm, að ekki sé tekið dýpra
í árinni. Og myndin, Fljóð í
fjörunni, fór á 42 þúsund
krónur.
„Gættu þín, ef þú birtir
þetta verðurðu að ritskoða
hana,“ sagði uppboðshald-
arinn þegar ljósmyndarinn
beindi linsunni að fljóðinu fagra.
Hæsta verðið fékkst fyrir olíu-
málverk eftir Jón Stefánsson,
Blómauppstillingu, hún seldist á 3,9
milljónir. Auk verðsins þarf kaup-
andi síðan að greiða uppboðsgjald og
höfundarréttargjald sem samanlagt
er gjarnan um 15% og leggst ofan á
söluverðið, hæsta gjaldið er á dýr-
ustu verkunum. Skúta í kvöldsól eft-
ir Jóhannes Kjarval, mynd frá 1918,
var metin á fimm til sex milljónir en
fór á 3,8 milljónir fyrir utan gjöld.
Nokkur verk voru dregin til baka
þar sem ekki fékkst nógu hátt boð,
meðal þeirra var litljósmynd eftir
Cindy Sherman, Nipple with Dia-
mond. Þrykk eftir Dieter Roth fór á
200 þúsund krónur, mynd eftir Rich-
ard Serra fór á 350 þúsund og mynd
eftir Andy Warhol á 750 þúsund.
„Sumt fór hærra, annað lægra en
ég bjóst við en oftast var þetta nokk-
uð fyrirsjáanlegt,“ sagði Tryggvi.
„Mynd eftir Nínu Tryggvadóttur fór
á 3,5 milljónir, svo voru myndir sem
komu á óvart. Lítil mynd eftir Krist-
ínu Jónsdóttur, Frá Bergstaða-
stræti, aðeins 23 x 34 sm, fór á 550
þúsund. Tvö mjög lítil þrykk eftir
Svavar Guðnason, 13 x 14, fóru á 150
þúsund og 160 þúsund,“ sagði
Tryggvi P. Friðriksson.
Blómauppstilling slegin á 3,9 milljónir
Bergstaðastræti eftir Kristínu Jónsdóttur
fór á 550 þúsund krónur á uppboðinu.
Olíumálverkið Blómauppstilling
eftir Jón Stefánsson.
SÍÐDEGIS í gær var sýnd óperan
La Traviata í íþróttahúsinu í
Varmahlíð í Skagafirði. Troðfullt
var á sýningunni en yfir 600 manns
sóttu hana. Í lok sýningarinnar
fögnuðu áhorfendur úkraínsku
söngdívunni Alexöndru Cherny-
shova, Guðrúnu Ásmundsdóttur,
leikstjóra sýningarinnar, og stjórn-
anda Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands, Guðmundi Óla Gunnarssyni.
Alexandra Chernyshova var
frumkvöðull að þessum tónlistar-
viðburði, en hún flutti til Hofsóss
ásamt fjölskyldu sinni fyrir tveimur
árum.
Ljósmynd/Pétur Ingi Björnsson
Á sjöunda hundrað á frumsýningu La Traviata
EIÐUR Aðalgeirsson langhlaupari
var meðal þeirra sem tókst að ljúka
hinu 100 km langa Sri Chinmoy-
hlaupi sem fram fór á laugardag í
námunda við Amsterdam. Hiti var
mikill þegar keppendur þreyttu
hlaupið og luku sjö hlaupinu af
þeim 10 sem ræstir voru. Tími Eiðs
var um 13 klukkustundir, sem er
óstaðfestur tími.
Eiður Aðalgeirsson fæddist 1955
og er margreyndur maraþonhlaup-
ari.
Eiður hljóp 100
km í Hollandi