Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 4

Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NIÐURSTÖÐUR síðustu könnunar Capacent Gallup á fylgi flokkanna fyrir alþingiskosningarnar í dag benda til þess að þingmeirihluti rík- isstjórnar sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna sé fallinn, flokkarnir fá samanlagt 31 sæti en þurfa minnst 32. Sjálfstæðisflokkurinn bætir tals- verðu við sig frá könnuninni sem birt var í gær, fær nú 25 sæti en á móti kemur að Framsóknarmenn tapa verulegu fylgi og fá nú aðeins sex sæti. Gangi þetta eftir er um að ræða verstu útreið sem Framsóknarflokk- urinn hefur fengið. Vinstriflokkarnir tveir, Samfylk- ingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð, eru samanlagt með 43,4% fylgi. Rifja má upp að þegar gömlu vinstriflokkarnir, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið, unnu sína miklu sigra 1978 fengu þeir saman- lagt 44,9%. VG styrkir verulega stöðu sína frá síðustu könnun og fær 11 sæti, Samfylkingin stendur nánast í stað og fær 17 sæti eins og síðast, frjálslyndir fá fjögur þingsæti og Ís- landshreyfingin ekkert sæti. Spurt var um stuðning við ríkisstjórnina og munar sem fyrr litlu á fylkingunum, rétt rúm 90% hafa skoðun á málinu og eru reiðubúin að tjá hana. Í öllum könnunum hafa mun fleiri konur en karlar lýsa andstöðu við stjórnina og sama er upp á teningnum núna. 55,5% kvenna eru andvíg stjórninni, 56,2% karla styðja hana. Í þetta sinn var stuðningur við stjórnina mestur í Suðurkjördæmi, 57% en minnstur í Reykjavík norður, aðeins 40,5%. Stuðningur við ríkisstjórnina er mun meiri í Reykjavík suður, kjör- dæmi Geirs H. Haarde forsætisráð- herra eða 49,5%. Í hvorugu Reykja- víkurkjördæmanna nýtur stjórnin samt meirihlutafylgis sem hún gerir hinum kjördæmunum fjórum. Könnunin var gerð fyrir Morgun- blaðið og Ríkisútvarpið, notað var til- viljunarúrtak úr þjóðskrá, þátttak- endur voru 1194 og nettósvarhlutfall svipað í síðustu könnunum, 63,7%. Þegar búið var að spyrja hefðbund- inna þriggja spurninga til að fækka hlutfalli óákveðinna höfðu um 89% aðspurðra nefnt flokk en það er svip- að hlutfall og í könnuninni 8.–9. maí, hinir voru óákveðnir, neituðu að svara eða sögðust ætla að skila auð- um seðli. Konur eru sem fyrr í miklum meirihluta meðal kjósenda vinstri- flokkanna tveggja en hjá stjórnar- flokkunum hafa karlar yfirhöndina. Kannanir síðustu daga hafa leitt í ljós að sé miðað við kosningarnar 2003 er flæði atkvæða ávallt mikið milli stjórnarflokkanna tveggja, það er samt enn meira á milli vinstriflokk- anna tveggja. Yfir 70% af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og vinstri grænna ætla aftur að kjósa þessa flokka. Í þetta sinn var einnig mælt hvað kjósendur frjálslyndra frá 2003 ætla að gera. Kemur í ljós að 45% fyrrverandi kjósenda þeirra ætla einnig að kjósa flokkinn í dag, margir þeirra kjósa nú Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarmenn hljóta að vera búnir að fá sig fullsadda af svipting- unum síðustu daga og vikur. Fylgi þeirra var um hríð slétt 10%, hrapaði niður í aðeins 7,6% í könnuninni sem gerð var 5.–6. maí og rauk upp í 14,6% í könnuninni 7.–8. maí. En nú eru þeir rétt yfir 10% markinu sem gefur ekki nema sex þingsæti. Flokk- urinn er nú með 12 og var árangurinn þó ekki glæsilegur árið 2003. Síðustu kannanir hafa gefið til kynna að æ fleiri kjósendur Framsóknarflokks- ins frá 2003 væru að snúa heim eftir að hafa refsað flokknum ótæpilega í skoðanakönnunum en nú snýst taflið enn við, aðeins 62,7% þeirra sem kusu flokkinn 2003 ætla að gera það aftur í dag. Sveiflurnar reyna á taugastyrkinn Árið 1967 gekk það fjöllunum hærra að margir sjálfstæðismenn hefðu hlaupið undir bagga með Al- þýðuflokknum, samstarfsflokknum í Viðreisnarstjórninni og kosið hann vegna þess að hann virtist standa mjög höllum fæti. Hvort þetta vin- arbragð var annað en þjóðsaga skal látið liggja milli hluta en Alþýðu- flokkurinn vann á, Sjálfstæðisflokk- urinn missti nokkurt fylgi. Ekkert bendir til þess að sjálf- stæðismenn séu nú á þeim buxunum að vilja lána Framsókn atkvæðið sitt til að tryggja áframhaldandi stjórn- arsamvinnu. Könnunin sýnir að á ný flæðir verulegt fylgi frá Framsókn yfir til Sjálfstæðisflokksins og 16,3% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn 2003 ætla nú að setja x við D, enginn annar flokkur tekur jafn mikið fylgi frá hon- um. Aðeins 2,7% þeirra sem kusu síð- ast D-listann ætla nú að kjósa Fram- sókn. Samfylkingin á enn á brattann að sækja, fylgið er enn langt fyrir neðan kjörfylgið 2003 en staðan samt mun betri en fyrir fáeinum vikum. Sjálfstæðismenn og liðsmenn vinstri grænna hafa líka þurft að brynja sig taugastyrk; sveiflurnar hafa verið miklar síðustu dagana. Báðir flokkarnir rétta þó verulega úr kútnum núna, miðað við síðustu könnun og allt bendir til þess að VG verði hinn ótvíræði sigurvegari kosn- inganna – sé allri varkárni í túlkun á skoðanakönnunum varpað fyrir borð. Sjálfstæðisflokkurinn og VG upp, Framsóknarflokkurinn niður, Samfylkingin stendur í stað Meirihlutinn virðist fallinn                                                  ! "#    $!%&  !$& '    ( '       ) ' "#                 ! "# ! $" ! $"% ! &"    # $     ! "& ! &"&              !  !  !  !  ! " #$%&! '( " )% % % &*& + $ &,-        !         "    #  $       ! % " $   '  "   .      .  .  .    .    .     .    .   . . .  . "#$ %$  "$& ' ( ) % $* +,$  +#&!$  -!( &$ )        /%   $%& &  & $$ Í HNOTSKURN »Vikmörkin í könnuninni áfylgi flokkanna í kjördæm- unum 5.-10. maí eru há og því mikil hætta á mælinga- skekkju. Eru vikmörkin alveg upp í 6,9% hjá Sjálfstæðis- flokknum í Norðvesturkjör- dæmi og 6,3% hjá Samfylking- unni í sama kjördæmi. »Heildarfjöldi þeirra semnefndu flokk í Norðvestur- kjördæmi var 224 og 300 í Suðurkjördæmi en meiri í öðr- um kjördæmum. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JÓNÍNA BJARTMARZ, umhverf- isráðherra, hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum Gjábakkavegar með einu skilyrði. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og sérfræðingur í lífríki Þingvallavatns kærði úrskurð- inn til umhverfisráðuneytisins í júní í fyrra og harmar staðfestinguna. Í maí í fyrra féllst Skipulagsstofn- un á alla þá kosti sem framkvæmdar- aðili lagði til vegna áætlaðrar lagn- ingar Gjábakkavegar frá Laugar- vatni til Þingvalla í Bláskógabyggð. Pétur M. Jónasson kærði úrskurðinn og gerði þá kröfu að hann yrði felld- ur úr gildi vegna þess að vegurinn hefði í för með sér mikil umhverfis- áhrif í skilningi laga um mat á um- hverfisáhrifum. „Umhverfisráðu- neytið telur með vísan til röksemda sem taldar eru upp í fimm liðum í úrskurðinum og að teknu tilliti til þeirra mótvægis- aðgerða sem fram koma í úrskurði Skipulagsstofn- unar og þess skil- yrðis sem ráðu- neytið setur um mælingar á mengun, að áhrif veg- arins teljist ekki vera umtalsverð í skilningi laga um mat á umhverfis- áhrifum,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samkvæmt úrskurði umhverfis- ráðuneytisins er Vegagerðinni skylt „að láta gera mælingar á ákomu loft- aðborinnar köfnunarefnismengunar áður en framkvæmdir hefjast og í a.m.k. 5 ár eftir að framkvæmdum lýkur og gera samanburð við aðrar mælingar sem gerðar hafa verið á svæðinu. Vegagerðinni ber að hafa samráð við Umhverfisstofnun um slíkar mælingar og mat á þeim.“ Ósáttur Pétur M. Jónasson er mjög ósátt- ur við gang mála og segir að barátt- unni sé ekki lokið. „Lögfræðingur ráðuneytisins hefur mulið mig alveg niður í mölina,“ segir hann og bætir við að gengið sé framhjá Umhverf- isstofnun, ekki sé farið að lögum um verndun Þingvallavatns og vatna- sviðs þess og ákvörðunin geti orðið til þess að Þingvellir falli út af heims- minjaskrá UNESCO. Í niðurstöðu úrskurðarins kemur fram að ráðuneytið telji að ítarlegar og strangar reglur gildi um athafnir og framkvæmdir sem geti haft áhrif á vatnsgæði verndarsvæðis Þing- vallavatns og vatnasvæðis þess, auk lífríkis Þingvallavatns. Sérstakar kröfur hafi verið settar um vegagerð innan svæðisins sem eigi að tryggja að vegagerð innan þess verði fram- kvæmd á þann hátt að þær uppfylli markmið laga og reglugerða um verndun Þingvallavatns og vatna- sviðs þess. Skýrar reglur séu um að- komu viðeigandi stjórnvalda vegna slíkra framkvæmda. Með setningu reglugerðar hafi verið sett sértæk ákvæði sem gildi um framkvæmdir á svæðinu og gangi þær mun lengra en almennar reglur um vatnsvernd. Pétur segir að lagning vegarins leiði til aukningar á köfnunarefnis- mengun á vatnasviði Þingvallavatns og hún geti riðlað fæðuvef murtunn- ar, búsvæðum sílableikju og hrygn- ingarstöðvum kuðungableikju í Ólafsdrætti norðan Arnarfells. Hann bendir líka á að lagning vegarins leiði til þess að hraðbraut verði heimtuð í gegnum þjóðgarðinn. Ráðuneytið fellst á að aukin umferð á svæðinu geti leitt til aukningar í loftaðborinni köfnunarefnismengun í Þingvallavatni og því er fyrrnefndu skilyrði bætt við úrskurð Skipu- lagsstofnunar. Hins vegar bendir ráðuneytið á að Þingvallanefnd geti sett sérstakar tímabundnar reglur um umferð innan þjóðgarðsins og nefndin hafi heimildir til að koma í veg fyrir gegnumstreymisumferð um hann. Ráðherra staðfestir úrskurð um Gjábakkaveg   0 &      *#' +#       ,                 "#&%&+ ! 1'23   &  *%  &! &% &     #$ !   &   0# $ +%! & !   4&  %!  &$ &*!% 5%      &  &  & Pétur M. Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.