Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR myndu koma í beina útsendingu um kl. 23:30 og aftur um kl. tvö um nóttina. Hún sagði að sérfræðingar myndu rýna í tölurnar með frétta- mönnum Stöðvar 2, en auk þess yrði útsendingin blönduð skemmt- an og fróðleik. KOSNINGAR 2007 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FYRSTU tölur í alþingiskosning- unum birtast í kvöld laust eftir kl. 22 þegar kjörstöðum hefur verið lokað. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva breytir þar engu um, en henni er að ljúka á svipuðum tíma. Reiknað er með að búið verði að birta fyrstu tölur í öllum kjör- dæmum hálftíma eftir að kjör- stöðum er lokað. Sjónvarpsstöðv- arnar leggja mikinn metnað í kosningasjónvarpið og lofa áhorf- endum ítarlegum upplýsingum og skemmtun. „Úrslit söngvakeppninnar eiga að vera ljós fyrir kl. 10. Það kann að vera að það eigi eftir að endurflytja sigurlagið og við munum klippa á það rétt fyrir 10. Síðan munum við birta fyrstu tölur í kosningunum og endurflytja svo sigurlagið stuttu síðar,“ sagði Páll Benediktsson, umsjónarmaður kosningasjónvarps RÚV, þegar hann var spurður hvernig sjónvarpið ætlaði að koma úrslitum söngvakeppninnar og fyrstu tölum í alþingiskosningum til skila. Samkvæmt ákvæði í samningum evrópsku sjónvarpsstöðvanna um söngvakeppnina eru stöðvar sem senda keppnina út skuldbundnar til að senda hana alla út. Páll sagði að RÚV liti svo á að stofnunin upp- fyllti ákvæði samningsins þó að það yrði gert með þessum hætti. Hann sagði að það hefði áður gerst að sama kvöld væru kosningar og söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Kjörstöðum verður lokað kl. 22 og verða fyrstu tölur í einstökum kjördæmum birtar stuttu síðar. Ef ekkert óvænt kemur upp á verður búið að birta tölur í öllum kjör- dæmum hálftíma eftir að kjör- stöðum hefur verið lokað. Báðar sjónvarpsstöðvar verða með beinar útsendingar frá talningarstöðum. Páll sagði að formenn stjórn- málaflokkanna myndu fylgjast með fyrstu tölum í útvarpshúsinu og um kl. 22:30 yrði leitað álits þeirra á tölunum í beinni útsendingu. For- mennirnir kæmu síðan aftur í út- sendingu um kl. eitt um nóttina. Páll sagði að RÚV myndi notast við fimm örbylgjusenda sem gerði sjónvarpinu kleift að senda beint út frá fleiri stöðum en áður. Lögð yrði áhersla á ítarlegar talnaskýringar, en jafnframt myndi sjónvarpið leggja áherslu á að varðveita and- ann frá söngvakeppninni. Það yrði því létt yfirbragð yfir útsending- unni og m.a. yrði sent út frá veislu sem haldin verður á Markúsartorgi í útvarpshúsinu. Stöð 2 byrjar sitt kosninga- sjónvarp kl. 21 með upphitun áður en tölur birtast. Elín Sveinsdóttir útsendingarstjóri sagði að í útsend- ingunni yrði áhorfendum boðið upp á nýja gerð af sýndarveruleika sem ekki hefði áður sést í íslensku sjón- varpi. Bein útsending yrði frá taln- ingarstöðum og tölur birtar um leið og þær lægju fyrir. Hún sagði að útsendingu myndi ljúka þegar búið væri að birta endanlegar tölur nema eitthvað óvænt kæmi upp á sem myndi tefja birtingu úrslita um marga klukkutíma. Elín sagði að formenn flokkanna Leggja mikinn metnað í útsendinguna Morgunblaðið/RAX Rúv Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, og Elín Hirst fréttastjóri á myndversæfingu fyrir stóra daginn. Morgunblaðið/Kristinn Stöðin Edda Andrésdóttir, Logi Bergmann Eiðsson og Kristján Már Unnarsson í myndveri Stöðvar 2 í gær. Í HNOTSKURN »Fyrstu tölur verða birtarlaust eftir kl. 22 og er gert ráð fyrir að búið verði að birta tölur frá öllum kjördæmum um hálftíma síðar. »Erfitt er að fullyrða umhvenær endanleg úrslit liggja fyrir, en ef ekkert óvænt kemur upp á í talning- unni gæti það verið milli kl. fimm og sex um nóttina. AÐ SÖGN Arnars Páls Hauks- sonar fréttamanns sem sér um kosningaumfjöllun Ríkisútvarps- ins verða fréttir með hefðbundnu sniði á Rás eitt á kjördag og þær verða „fleytifullar af kosninga- umfjöllun, kjörsókn og slíku“. Kosningavaka Rásar eitt hefst klukkan 21.30 um kvöldið „og henni lýkur ekki fyrr en allar töl- ur liggja fyrir. Það er í sjálfu sér útsendingin sem við leggjum áherslu á,“ segir hann. Búist er við fyrstu tölum klukkan 22 og þær munu eftir það berast mjög ört. „Það er búist við tölum úr öllum kjördæmum á fyrstu 15 mínútunum,“ segir Arnar Páll. Að hans sögn verður lögð áhersla á það fyrst og fremst að koma út tölunum og skýra þær. Útvarps- fólk verður á kosningavökum víða um land. „Svo njótum við góðs af því að sjónvarpið verður með heilmikla veislu og hér verð- ur mikið af fólki. Við leyfum okk- ur svolítið að spila þetta eftir eyranu,“ segir Arnar Páll að lok- um um leið og hann leggur áherslu á að heilmikið verði um að vera. Á Rás tvö verða sagðar fréttir á hálftíma fresti og tónlist leikin á milli. Á sunnudeginum verður svo þáttur á Rás tvö þar sem far- ið verður yfir úrslitin og við- brögð fengin við fréttum nætur- innar í þætti milli ellefu og tólf fyrir hádegi. Rás eitt á púlsinum STARFSHÓPI um málefni útlend- inga á íslenskum vinnumarkaði, sem félagsmálaráðherra skipaði í júní 2006, þykir nauðsynlegt að efla sam- vinnu stjórnvalda sem koma að þess- um málaflokki, svo sem lögreglu, skattyfirvalda, Fyrirtækjaskrár, Tryggingastofnunar ríkisins, Útlend- ingastofnunar, Vinnueftirlits ríkisins, Vinnumálastofnunar og Þjóðskrár. Auk þess þurfi að auðvelda stjórn- völdum að hafa yfirsýn yfir fjölda er- lendra ríkisborgara sem starfa á ís- lenskum vinnumarkaði. Starfshópur- inn sem var skipaður fulltrúa stjórn- valda og samtaka aðila vinnu- markaðarins hefur lokið störfum og skilað skýrslu með tillögum til ráð- herra. Í fréttatilkynningu um skýrslu hópsins kemur fram að mikilvægt sé að fjölgun erlendra fyrirtækja og út- lendinga hér á landi raski ekki reglum og samskiptahefðum sem mótast hafa á íslenskum vinnumark- aði. Nefndin leggur m.a. til að gefin verði út tímabundin skattkort annars vegar í samræmi við gildistíma EES- dvalarleyfis og hins vegar í samræmi við gildistíma atvinnuleyfis eftir því sem við á. Jafnframt er lögð til sú breyting að hafi atvinnurekandi eða annar lög- aðili ekki sótt um kennitölu til Þjóð- skrár á því tímamarki sem viðkom- andi EES-borgari sækir um EES-dvalarleyfi til Útlendingastofn- unar geti stofnunin framsent beiðni um útgáfu kennitölu fyrir viðkom- andi EES-borgara til Þjóðskrár. Til hagræðingar eru lagðar til þær breytingar frá núverandi fram- kvæmd að atvinnurekandi sæki ekki um kennitölu fyrir viðkomandi út- lending fyrr en fyrir liggur að dvalar- og atvinnuleyfi verði veitt, ef um er að ræða ríkisborgara ríkis utan EES. Starfshópurinn telur brýnt að upp- lýsingagjöf til erlendra ríkisborgara sem koma til starfa hér á landi verði bætt. Tryggja verði að þeir eigi greiðan aðgang að upplýsingum um réttindi sín og skyldur hér á landi strax við komuna til landsins. Starfshópurinn leggur áherslu á að erlendir aðilar geti á auðveldan hátt nálgast allar upplýsingar sem nauð- synlegar eru til að þeir geti starfað með lögmætum hætti hafi þeir hug á að hefja atvinnustarfsemi hér á landi. Stjórnvöld efli samstarf í málefnum útlendinga Morgunblaðið/Kristinn Breytingar Mikilvægt er talið að fjölgun erlendra fyrirtækja og út- lendinga raski ekki samskipta- hefðum sem mótast hafa á Íslandi. HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundið, fyrir að hafa verið með í vörslu sinni 6.548 ljósmyndir og 179 hreyfimynd- ir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Þá voru tölvur og harður diskur, sem myndirnar fundust á, gerð upptæk. Í dómnum segir að um hafi verið að ræða mikið magn af myndum. „Er þar að finna myndir af mjög ungum börnum, nánast niður í reifabörn, sem svívirt eru á ruddalegan og klámfenginn hátt. Í gögnum málsins kemur fram að ákærði kvaðst hafa „einhverja söfnunarþörf“ á svona klámefni og hefði safnað því undan- farin tvö ár þegar lögreglan lagði hald á tölvur hans. Ákærði sagðist hafa talið að löglegt væri að eiga slíkt efni og auk þess sagðist hann hafa talið að efnið væri svo tryggilega geymt að enginn annar kæmist í það. „Bendir það til þess að ákærði hafi ekki verið í góðri trú með vörslur efnisins,“ segir ennfremur í dómn- um. Dæmdur í fangelsi FRAMTÍÐ ratsjár- og loftvarnar- kerfisins á Íslandi var til umfjöll- unar á viðræðufundi Íslendinga og Bandaríkjamanna í Reykjavík í gær. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu var áfram rætt um fyrirkomulag og fjármögnun á kerfinu og miðaði viðræðum vel áfram. Stefnt er að því að halda næsta viðræðufund fljótlega. Viðræður um loftvarnarkerfið REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að selja Alliance-húsið á Grandagarði 2. Kaupandi er Inn Fjárfesting ehf. og verðið 925 millj- ónir króna eða sama upphæð og borgin greiddi fyrir eignina í lið- inni viku. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að borgin hafi keypt fasteignina til að stuðla að verndun hússins og til að treysta skipulagið á svæðinu. Það hafi tek- ist án kostnaðar fyrir borgina. Borgin selur Alliance-húsið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.