Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 14
14 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
F
ulbright-styrkirnir voru fyrst
veittir af bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu árið 1948 til að efla
alþjóðlegt samstarf í fræði-
mennsku og vísindum. Í dag
starfrækir úthlutunarnefndin skrifstofur í 144
löndum víðsvegar um heim. Enginn önnur út-
hlutunarnefnd getur státað af eins mörgum
nóbelsverðlaunahöfum meðal fyrrverandi
styrkþega sinna en alls hafa 36 nóbels-
verðlaun verið veitt einstaklingum sem út-
skrifuðust á vegum Fulbright.
Að sögn Heiðu Maríu er sá styrkur sem
hún hlaut frá Fulbright-stofnuninni þó nýtil-
kominn. „Þetta var í fyrsta skipti sem þessi
tiltekni styrkur var veittur,“ segir hún. „Þetta
er alþjóðlegur styrkur sem fyrst var aug-
lýstur um allan heim. Svo valdi hvert land
sinn fulltrúa, yfirleitt einn en í sumum til-
vikum var mælt með tveimur. Síðan fóru um-
sóknirnar í sameiginlegan pott, fyrir alls kyns
nefndir og í ýmis ferli sem ég kann hreinlega
ekki alveg skil á. Ég held að um 120 manns
hafi komist í lokaúrtakið og að lokum voru svo
valdir 27 styrkþegar úr þeim hópi.“
Styrkurinn er hinn veglegasti en gert er ráð
fyrir að hann sé nýttur til doktorsnáms í ein-
um af allra bestu skólum Bandaríkjanna.
„Fulbright borgar öll skólagjöld í þrjú ár og
auk þess fæ ég hluta uppihalds greiddan.
Einnig fæ ég sjúkratryggingu og styrki til
bókakaupa, rannsókna og ferða á ráðstefnur.
Eftir þrjú ár er síðan gert ráð fyrir að háskóli
viðkomandi nemanda taki við og greiði kostn-
aðinn þau tvö ár sem eftir eru til doktorsprófs.
Í framhaldsnám í taugavísindum
Þessi styrkur skiptir mig gríðarlega miklu
máli þar sem ég ætla í framhaldsnám í tauga-
vísindum en sú grein tengist sálfræðinni
órjúfanlegum böndum. Að mínu mati eru
bestu skólarnir á þessu sviði í Bandaríkjunum
en nám þar er allt of dýrt til að venjulegt fólk
geti stundað það án einhverra styrkja. Þessi
stuðningur frá Fulbright mun sjá mér fyrir
nánast öllu sem ég þarf á að halda til að ljúka
námi og það er auðvitað mikið gleðiefni.“
Heiða María segist stefna á að flytja til
Bandaríkjanna í sumar og hefja nám við hinn
virta Brown háskóla á Rhode Island. „Það
sem ég ætla mér að gera er að sameina áhuga
minn á sálfræði og líffræði og leggja fyrir mig
grein sem á íslensku mætti kannski kalla
’hugræn taugavísindi’. Ég hef mikinn áhuga á
að skoða heilann sjálfan í samhengi við sál-
fræði og undanfarin ár hafa orðið miklar
tækniframfarir sem gera mjög spennandi
rannsóknir mögulegar á því sviði. Það er orðið
sígilt að líkja þessu við tölvur og tölvuforrit.
Til þess að skilja hugann hlýtur að vera mjög
gagnlegt að skilja betur „vélbúnaðinn“ sem
gerir hugarstarfsemi mögulega.
Ég hef sérstaklega mikinn áhuga á skynj-
un. Það að sjá, heyra eða skynja heiminn á
annan hátt er manni svo tamt að fólk hugsar
sjaldan út í það hvernig þetta er í raun mögu-
legt. Það liggur hins vegar heilmikil vinnsla að
baki jafn einföldum hlut og að taka upp kaffi-
bolla. Fyrst þurfa ljósbylgjur frá umhverfinu
að berast augunum og þar þarf svo að breyta
þessum ljósbylgjum í taugaboð. Síðan þarf
heilinn að vinna úr boðunum til þess að við
sjáum loks bollann og skiljum til dæmis að
hann sé ekki hluti af borðinu heldur sjálf-
stæður hlutur. Einnig þarf heilinn að nota
þessar upplýsingar til að stýra ótal vöðvum
svo að við getum teygt út höndina á nákvæm-
lega réttan stað og gripið bollann, borið hann
upp að vörunum og svo framvegis. Það eru
svo til dæmi um að fólk skynji hlutina hrein-
lega allt öðruvísi en fólk gerir flest, tengi til
dæmis liti við tölur svo algengt dæmi sé nefnt.
Sumir einstaklingar geta meira að segja séð
liti í tónlist eða fundið bragð af tölum og bók-
stöfum. Þetta fyrirbæri, sem kallast sam-
skynjun, er áhugavert í sjálfu sér en getur
mögulega einnig gefið okkur mikilvægar upp-
lýsingar um venjulega skynjun og undur
hennar.“
Heiða María segir algengt að fólk misskilji
um hvað sálfræði snýst, enda sé greinin byggð
á mun vísindalegri grunni en margur leik-
maður ímyndi sér. „Sálfræði snýst að veru-
legu leyti um rannsóknir, tölfræði og þess
háttar. Margir virðast halda að fagið felist að-
allega í að læra að tala við fólk um vandamál
þess en því fer fjarri. Þetta er slæmur mis-
skilningur því margir, sem kannski myndu
smellpassa í þetta nám, skoða greinina ekki
nógu gaumgæfilega og dæma hana fyr-
irfram.“
Að lokum segist Heiða María ekki hafa
ákveðið nákvæmlega hvað hún taki sér fyrir
hendur að námi loknu. „Þessi styrkur virkar
þannig að ætlast er til að maður fari frá
Bandaríkjunum eftir námið og stundi rann-
sóknir og kennslu annars staðar. Líklega fara
þá margir til einhvers Evrópulands í leit að
rannsóknarstöðu við góðan háskóla. Auðvitað
togar Ísland mikið í mig og mig langar mest
til að geta búið hér í framtíðinni. Ég er hins
vegar að fara í svo sérhæft nám að það er erf-
itt að sjá fyrir sér að ég geti stundað rann-
sóknir mínar við íslenskan háskóla í náinni
framtíð. Ég vona þó innilega að fjárveitingar
til Háskóla Íslands aukist þannig að skólinn
geti sem fyrst orðið að öflugri stofnun á mörg-
um fræðasviðum.“
Valin úr hópi fjölda umsækjenda um Fulbright-styrk til framhaldsnáms í Bandaríkjunum
Skiptir gríðarlega miklu máli
Sálfræðineminn Heiða María
Sigurðardóttir varð nýlega
þess heiðurs aðnjótandi að
hreppa virtan Fulbright-
námsstyrk, fyrst Íslendinga.
Gunnar Hrafn Jónsson ræddi
við þennan unga vísindamann
um námið, styrkinn og fram-
tíðaráform hennar að fimm
ára doktorsnámi loknu.
Morgunblaðið/Ásdís
Veglegur styrkur Heiða Sigrún er á leið til doktorsnáms við Brown-háskóla í Bandaríkjunum.
RUSLASKRÍMSLIÐ heitir um-
hverfisverkefni sem nemendur
Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa
unnið að í vetur. Þeir kynntu verk-
efnið á fimmtudag. Flutt voru
frumsamin ljóð, sagðar sögur og
sungið. Einnig spiluðu börnin frum-
samið tónverk á hljóðfæri sem þau
höfðu búið til. Hátíðin var haldin í
ófullgerðum sal í þeim áfanga
skólahússins sem tekinn verður í
notkun á hausti komanda. Ekki
vakti minnsta athygli þegar svo-
nefndir Hörðuvallanaglar skemmtu
viðstöddum, en þeir félagar eru
starfsmenn Baldurs Jónssonar
verktaka sem er að smíða Hörðu-
vallaskóla.
„Ruslaskrímslið“ rekur upphaf
sitt til samnefndrar lestrarbókar
fyrir börn á yngsta stigi. Fyrir
nokkrum árum var búið til verkefni
í Fossvogsskóla sem byggðist á
bókinni. Þórunn Jónasdóttir, deild-
arstjóri í Hörðuvallaskóla, var þá
kennari í Fossvogsskóla.
„Þetta er umhverfisverkefni sem
fjallar um hvernig jörðin og um-
hverfið verður „Ruslaskrímslinu“
að bráð ef við hugsum ekki vel um
umhverfið og hendum rusli út um
allt,“ sagði Þórunn. Í bókinni er
lögð áhersla á endurnýtingu og að
fara vel með hlutina. Þar er sagt frá
manni sem er til fyrirmyndar í þeim
efnum, er hirðusamur og endurnýt-
ir það sem hann getur.
„Þetta snýst um að fá börnin til
að hugsa um hvernig við getum
endurnýtt hluti til að búa ýmislegt
skemmtilegt til. Við höfum endur-
unnið pappír og gert fullt af hlutum
úr pappamassa. Börnin hafa farið í
Sorpu og fræðst þar um flokkun á
sorpi. Við höfum flokkað sorp hér
og velt því fyrir okkur hvað mikið
fellur til frá heimilum, t.d. af dag-
blöðum, og mikilvægi þess að blöðin
séu notuð aftur eða sett í blaðagám
svo hægt sé að endurvinna þau.“
Börnin bjuggu til margs konar
hljóðfæri úr ýmsu sem til féll og
sömdu síðan tónverk í fjórum þátt-
um um „Ruslaskrímslið“. Í upphafi
var ekkert „Ruslaskrímsli“ til og
fátt fólk á jörðinni. Síðan fjölgaði
fólkinu og það varð hirðulausara.
Við það vaknaði „Ruslaskrímslið“
til lífsins og óx og óx þar til það varð
risastórt. Þegar skrímslið var orðið
yfirgnæfandi fóru mennirnir að
huga að umhverfinu og ganga betur
um. Þá horaðist skrímslið og drepst
í lokin, því þá eru allir farnir að
hugsa svo vel um umhverfið.
Einnig sungu börnin fjögur lög
eftir Ólafíu Margréti Ólafsdóttur,
tónmenntakennara í Fossvogs-
skóla, sem tengjast umhverfis-
fræðslunni. Þórunn sagði að um-
ræðu um umhverfisvernd og
mikilvægi þess að flokka úrgang
verði haldið áfram í skólanum. „Við
leggjum mikla áherslu á að endur-
vinna efni hér og nýta allt. Við höf-
um sýnt fram á að það er hægt að
gera eitthvað við flesta hluti annað
en að henda þeim,“ sagði Þórunn.
Þá hefur verið kennt um gróð-
urinn og hvað þarf til þess að hann
vaxi og dafni. Gerðar voru tilraunir
á baunum og búnir til graskarlar úr
gömlum sokkabuxum, tréspæni og
grasfræi. Karlarnir eru vökvaðir og
von bráðar fer gras að spretta úr
hausum karlanna.
Umhverfisfræðsluverkefni í Hörðuvallaskóla, nýjasta grunnskóla Kópavogs
Ýmislegt sem
hægt er að
endurnýta
Morgunblaðið/Ásdís
Umhverfisfræðsla Ruslaskrímslið nærist á illri umgengni mannanna. Ef
þeir bæta umgengni sína veslast skrímslið upp og hverfur.
Í SKOÐANAKÖNNUN Blaðsins
sem gerð var dagana 8.–9. maí og
birt var í gær eru líkur á að ríkis-
stjórnin haldi naumlega velli. Fylgi
ríkisstjórnarflokkanna, Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks, er þar
53%. Framsóknarflokkur er með
8,3% fylgi, Frjálslyndi flokkurinn
4,7%, Íslandshreyfingin 2,9%, Sam-
fylking 25,3%, Sjálfstæðisflokkur
44,7% og Vinstrihreyfingin – grænt
framboð er með 14,1% fylgi. 30,5%
sögðust vera óákveðin, 3,5% hlutlaus
eða ætla að skila auðu.
Fréttablaðið birti könnun í gær
þar sem fram kemur að Framsókn
fengi 9,1% og sex þingmenn, Sjálf-
stæðisflokkur 42,2% og 28 þing-
menn, Frjálslyndi flokkurinn 5,4%
og þrjá þingmenn. Íslandshreyfingin
nær ekki inn manni, er með 2,6%
fylgi. Samfylking fær 24,6% og 16
þingmenn og loks Vinstrihreyfingin
– grænt framboð 16,1% og tíu menn
kjörna.
Framsókn yfir 10%
Stöð 2 birti síðustu skoðanakönn-
un Félagsvísindastofnunar fyrir
Stöð 2 fyrir þessar kosningar í gær-
kvöldi. Samkvæmt henni fengi
Framsókn 10,3% og Sjálfstæðis-
flokkurinn 36%. Frjálslyndir mælast
í 5,7%. Íslandshreyfingin 3,2% og ná
ekki inn manni. Samfylking fékk
29,3% og Vinstri grænir fengu
15,5%. Framsókn er með sex menn,
Sjálfstæðisflokkur 24, Frjálslyndir
með þrjá, Samfylking fær 20 þing-
menn og Vinstri grænir tíu. Sam-
kvæmt þessum tölum heldur ríkis-
stjórnin ekki velli.
Heldur velli
– heldur
ekki velli