Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GORDON Brown, fjármálaráð-
herra Bretlands og líklega næsti
forsætisráðherra, viðurkenndi í
gær, að margt hefði farið úrskeiðis
í Írak. Boðaði hann breytingar á
áherslum bresku stjórnarinnar í
Íraksmálum.
Tony Blair, sem lætur af for-
sætisráðherraembætti 27. júní
næstkomandi, hefur aldrei beðist
afsökunar á þeirri ákvörðun sinni
að styðja George W. Bush Banda-
ríkjaforseta og innrásina í Írak en
þegar Brown var spurður um af-
stöðu sína kvaðst hann viðurkenna,
að mönnum hefðu orðið á mistök.
Hann lagði hins vegar þunga
áherslu á, að breska stjórnin myndi
standa við skuldbindingar sínar í
Írak enda væri á um þær kveðið í
ályktunum Sameinuðu þjóðanna.
Brown sagði einnig, að setja
þyrfti í Bretlandi
nýjar reglur um
það hvernig
ákveðið væri að
hefja hernaðar-
aðgerðir gegn
öðrum ríkjum.
Því hefur lengi
verið haldið
fram, að þeir
Bush og Blair
hafi leitt þjóðir
sínar út í ólög-
legt stríð en Brown sagði, að menn
yrðu að læra af mistökunum.
Blair lýsti í gær yfir stuðningi
sínum við Brown sem eftirmann
sinn og sagði hann mikinn hæfi-
leikamann. Hann væri trúlega besti
fjármálaráðherra í sögu landsins
og reynsla hans myndi gera hann
að góðum forsætisráðherra.
Gordon Brown viðurkennir
margvísleg mistök í Írak
Gordon Brown, lík-
legur eftirmaður
Tonys Blairs.
BANDARÍSKIR
og þýskir emb-
ættismenn sögðu
í gær að talið
væri að hryðju-
verkamenn væru
að undirbúa árás
í Þýskalandi.
Wolfgang
Schäuble, innan-
ríkisráðherra
Þýskalands, sagði að „mikil hætta“
væri á árás. Talsmaður þýska inn-
anríkisráðuneytisins sagði þó í
gærkvöldi að þetta væri ekki nýtt
mál, heldur tengdist það viðvörun
sem gefin var út 20. apríl.
Bandaríska sjónvarpið ABC
sagði að embættismenn hefðu eink-
um áhyggjur af hugsanlegri árás á
mannvirki Bandaríkjahers nálægt
Stuttgart þar sem bandaríski her-
aflinn í Evrópu er með höf-
uðstöðvar. Hermt er að meintir
hryðjuverkamenn hafi fylgst
grannt með mannvirkjunum.
„Markmiðið með árás yrði að
valda miklu mannfalli meðal Þjóð-
verja og bandarískra hermanna,“
sagði Richard Clarke, fyrrverandi
yfirmaður baráttu Bandaríkja-
stjórnar gegn hryðjuverkum. Talið
er að 300-500 manns í Þýskalandi
séu í hópum sem tengjast al-Qaeda.
Óttast árás
í Þýskalandi
Wolfgang Schäuble
LEIÐTOGI Gíneu, Lansana Conte,
samþykkti í gær að hefja viðræður
við hermenn sem hafa mótmælt
vangoldnum launum síðustu daga í
óeirðum sem hafa kostað a.m.k. sjö
manns lífið. Tugir manna hafa
særst í óeirðunum.
Ólga í hernum
FRAKKI, sem starfaði á vegum
hjálparstofnunar í Afganistan, var
leystur úr haldi mannræningja í
gær. Talibanar, sem rændu mann-
inum 3. apríl, sögðust einnig ætla
að sleppa þremur afgönskum
starfsmönnum stofnunarinnar.
Frakka sleppt
JAPÖNSKU bílaverksmiðjurnar
Honda hyggjast markaðssetja vetn-
isfólksbíl í Bandaríkjunum á næsta
ári, í takmörkuðu upplagi þó. Er
reynslunni af notkuninni og vetnis-
jeppa frá General Motors ætlað að
aðstoða við útbreiðslu tækninnar.
Honda fer í vetnið
KOSOVO-hérað gæti orðið sjálf-
stætt fyrir lok mánaðarins, að því
er Nicholas Burns, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
gaf í skyn í gær. Jafnframt sagði
Burns fulltrúa Bandaríkjanna
mundu dreifa ályktun þessa efnis í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Sjálfstæði í nánd?
NÆR milljón manna sótti útimessu í Sao
Paulo í Brasilíu í gær þegar Benedikt XVI
páfi tók munkinn Antonio de Sant’Ana
Galvao í dýrlingatölu. Galvao er fyrsti dýr-
lingurinn sem fæddist í Brasilíu, fjölmenn-
asta landinu þar sem kaþólikkar eru í meiri-
hluta.
Galvao var uppi á árunum 1739-1822 og
stofnaði klaustur víða í Brasilíu. Hann er þó
þekktastur fyrir kraftaverkalækningar og
kirkjan telur að rekja megi 5.000 lækningar
til hans.
Síðar í gær ræddi páfi við um 430 bras-
ilíska biskupa í dómkirkju í Sao Paulo.
Brasilíumaður
í tölu dýrlinga
Páfi við messu í Sao Paulo.
MÚSLÍMSK kona bíður eftir vatni við Búddahof í
Bangladesh en vatnsskortur hefur verið þar sums stað-
ar að undanförnu. Settu búddistarnir ekki trúarbrögð-
in fyrir sig, heldur létu þeir hjálpsemina ráða för.
AP
Skortur á vatni í Bangladesh
París. AFP. |
Nicolas Sarkozy,
verðandi forseti
Frakklands, er
sagður hafa farið
með rangt mál er
hann sagði, að
auðkýfingurinn
Vincent Bollore,
sem lánaði hon-
um lystisnekkju
á dögunum, hefði ekki átt nein við-
skipti við franska ríkið.
Sarkozy var gagnrýndur harð-
lega fyrir að hafa notað 60 metra
langa snekkju Bollores og að auki
að hafa látið einkaþotu auðkýfings-
ins flytja sig til Möltu. Sagt var, að
samskipti af þessu tagi væru mjög
óheppileg og beinn hagsmuna-
árekstur.
Stórir samningar
Þeir Bollore og Sarkozy eru
gamlir vinir og báðir svöruðu þeir
gagnrýninni með því að fullyrða, að
fyrirtæki og fjölmiðlaveldi Bollores
hefði ekki átt í neinum samningum
við franska ríkið. Annað er þó kom-
ið á daginn.
Samkvæmt opinberum skjölum,
sem hægt er að skoða á Netinu,
hefur Bollore-samsteypan gert
samninga upp á 40 milljónir evra,
um 3,5 milljarða króna, á síðustu
tveimur árum. Hefur hún meðal
annars gert samninga við franska
utanríkis- og varnarmálaráðuneytið.
Bollore-fyrirtækið, sem var stofn-
að 1822 og sérhæfði sig þá í fram-
leiðslu pappírs í biblíur, veltir nú
árlega um 500 milljörðum króna.
Ekki rétt hjá Sarkozy
Nicolas Sarkozy
ÁSTRALSKIR vísindamenn skýrðu
frá því í gær, að þeir hefðu þróað
krabbameinsmeðferð, sem fælist í
því að flytja eða koma „banvænum
lyfjaskammti“ inn í æxli án þess að
aukaverkanir fylgdu, til dæmis
ógleði eða hármissir.
Jennifer MacDiarmid, einn vís-
indamannanna, sagði, að við venju-
lega lyfjameðferð væri allur lík-
aminn útsettur og raunar gæti hún
riðið sumum sjúklingum að fullu.
Nýja meðferðin, sem byggist á
nanótæki, beinist hins vegar aðeins
að krabbameinsfrumunum sjálfum.
MacDiarmid sagði, að tæknin
fælist í því að láta bakteríur, sem
gerðar hefðu verið ófrjóar ef svo
má segja, sviptar getu til skipta sér
og fjölga, sjá um að ferja lyfin á
áfangastað, inni í krabbameinsæxl-
ið.
Eru þessar bakteríur eða frumur
aðeins einn fimmti af stærð venju-
legra frumna og eru þær hlaðnar
mótefnum, sem dragast að krabba-
meinsæxlum. Þegar þangað er
komið losna lyfin úr læðingi inni í
æxlinu sjálfu.
Sagt er frá tilraunum með þetta á
músum í bandaríska krabbameins-
tímaritinu Cancer Cell og er árang-
urinn sagður mjög góður.
MacDiarmid segir, að aðferðin
bjóði upp á skraddarasaumaðar
lyfjablöndur og muni draga veru-
lega úr kostnaði vegna þess, að
lyfjamagnið verður miklu minna.
Bakteríur sem lyfjaferja