Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 30
30 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Þegar sýningin í Listasafni Íslands
er skoðuð kemur vel fram sú breidd
sem einkennir verk þessa hóps. Í
kjallara vekur sérstaka athygli verk
eftir Egil Jacobsen, „Uppsöfnun“ frá
1937, verk sem ekki hefur verið sýnt
utan Danmerkur í 30 ár og oft talið
eitt fyrsta verkið með þeim einkenn-
um Cobra er síðar urðu þekkt. Þetta
er dökkt málverk sprottið upp úr
hörmungum stríðsins. Forvitnilegt er
að sjá verk Karel Appel, „Sjávardýr“;
eins og tilvísun í leit listamannanna
að efnivið í undirdjúpum sálarinnar,
áferð verksins er gróf svo jaðrar við
lágmynd, eiginleikar sem aldrei skila
sér á ljósmynd. Hér er líka verk As-
ger Jorn, „Þögla goðsögnin, Ópus 5“ ,
í síbyljustíl þar sem andlit, grímur og
verur fylla upp í myndflötinn.
Allnokkur verk eftir Svavar
Guðnason eru á sýningunni og í
myndarlegri sýningarskrá þar sem
finna má myndir af öllum verkum
auk fróðlegra greina er bæði sagt frá
þátttöku Svavars í Cobra og birtur
texti eftir hann um efnið. Svavar
hreifst ekki sérstaklega af hug-
myndafræði Cobra eða persónu As-
ger Jorn og sýndi ekki alltaf áhuga á
að sýna með hópnum. Tengsl hans
við hópinn voru þó töluverð eins og
Haustsýningin sem hann kom með
hingað 1948 er til vitnis um. Það var
síðar sem verk Svavars voru tekin
SKÖPUNARGLEÐIN og litadýrðin
eru í hávegum hafðar á sýningunni
Cobra Reykjavík sem nú hefur verið
opnuð í Listasafni Íslands, en sjá má
119 verk eftir 29 listamenn í öllum
sölum safnsins. Sýningin er sam-
starfsverkefni listastofnana í Dan-
mörku, Noregi og Reykjavík, hér-
lendis með sérstakri áherslu á verk
Svavars Guðnasonar og einnig eru
birt tengsl þeirra Asger Jorn og
Halldórs Laxness, þó síðar yrðu.
Eins og kunnugt er stendur nafn
hópsins fyrir upphafsstafi höf-
uðborga þeirra er listamennirnir
komu frá, Kaupmannahöfn, Brussel
og Amsterdam. Cobra hópurinn var
virkur í starfsemi sinni í um þrjú ár,
1948–51 og á því sextugsafmæli á
næsta ári. Verk sem honum tengjast
urðu þó til bæði fyrr og síðar og verk-
in sem hér eru sýnd spanna liðlega
þrjá áratugi.
með á margar sýningar á verkum
Cobra hópsins þó hann hafi í kring-
um 1950 verið meira á jaðrinum. Hér
gefst frábært tækifæri til að skoða
verk Svavars í samhengi við sam-
tímamenn hans og sjá bæði það sem
hann á sameiginlegt með þeim eins
og hið frjálsa abstrakt og notkun
grímumótífsins, og það sem aðskilur,
hina stöðuga myndbirtingu íslenskr-
ar náttúru í verkum Svavars. Á
Listasafni Íslands er síðan einn salur
með 15 myndum eftir Svavar sem
sýna hvernig verk hans þróuðust frá
1945–64, hér er td. eins og birta Gull-
fjallanna frá 1946 sé endurvakin á
nýjan hátt í málverkinu „Gul mynd“
frá 1964, en þessar myndir fylgja
sýningunni ekki á ferð hennar, marg-
ar aðrar eftir Svavar eru á sýning-
unni.
Asger Jorn, einn helsti forsprakki
hópsins, hafði mikinn áhuga á sam-
norrænni menningararfleið og sá í
Halldóri Laxnes sálufélaga á þessu
sviði. Frá Gljúfrasteini koma litó-
grafíur eftir Jorn, myndskreytingar
við Söguna af brauðinu dýra sem
Halldór skrifaði í boði Jorn.
Salirnir þrír hafa til að bera hver
sín sérkenni og mikið er lagt í val
verka í hvern þeirra. Í öðrum salnum
á efri hæð ríkir hin ljúfa og fallega
ljóðræna sem við þekkjum í verkum
Else Alfelt og Carl Henning-
Pedersen, þau eru ólíkir listamenn en
blái liturinn einkennir verk beggja,
þau dvöldu bæði hér á landi um tíma
1948. Else er ein fárra kvenna sem
voru áberandi í hópnum og skar sig
nokkuð úr.
Ekki er hægt að telja upp öll þau
verk eftir framúrskarandi listamenn
sem hér er að finna en á sýningunni
kemur fram hvernig list Cobra-
hópsins er eins og miðja í hringiðu
tuttugustu aldarinnar. Hér sjást
áhrif súrrealistanna en Cobra spratt
að hluta upp úr ágreiningi við súr-
realistahópinn í Frakklandi sem vildi
tengjast kommúnisma en það vildi
Cobra ekki. Tengsl við hug-
myndafræði Dada eru líka til staðar,
við hið sjálfsprottna og bernska og að
sjálfsögðu við abstrakt-málverkið í
öllum sínum myndum. Cobra vísar
líka fram í tímann til nýja málverks-
ins og í áherslunni á samfélagslega
meðvitund listamanna en það málefni
var mikið rætt í hópnum og kom
sterklega fram í verkum margra
listamanna síðar. Umfram allt er
sýningin þó hrein og ómenguð list-
ræn upplifun sem hittir beint í
hjartastað.
Litróf hjartans
Ragna Sigurðardóttir
Blátt Leikurinn um gyllta tréð eftir Carl Henning-Pedersen
MYNDLIST
Listahátíð í Reykjavík
Cobra Reykjavík
Sýningarstjóri er Per Hovdenakk, fyrrv.
safnstjóri Heine Onstad listasafnsins í
Osló. Aðstoðarsýningarstjórar eru Harpa
Þórsdóttir, Iben From og Lars Olesen.
Til 8. júlí. Opið alla daga nema mán. frá
kl. 11-17.
Aðgangur ókeypis.
Listasafn Íslands
sérstaklega fyrir sýninguna, þróaði
það sérstaklega fyrir safnið. „Þetta
er innsetning í tröppu sem stendur í
miðju rýminu, sem ég er búin að
breyta,“ segir Elín.
Sýningin er mjög spennandi,
verkin mjög ólík, enda sýnendur á
öllum aldri og koma úr öllum áttum,
að sögn Elínar. Heimspekingurinn
heimsþekkti Slavoj Zizek, sem ný-
verið hélt fyrirlestur í Reykjavík, er
meðal þeirra sem skrifa texta fyrir
sýningarskrána, en hún er vegleg,
300 blaðsíðna bók. „Það er lítið ann-
að að gerast í Karlsruhe,“ segir Elín
hlæjandi, og á þar við sýninguna.
Heppin með verkefni
Elín er með mastersgráðu í
myndlist frá Kunsthochschule Berl-
in-Weissensee, lauk námi þar í
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Elín Hansdóttir myndlist-arkona tekur þátt í sýn-ingu með heimsþekktummyndlistarmönnum á
sýningunni Zwischen zwei Toden,
eða Milli tveggja dauða, í safninu
ZKM í Karlsruhe í Þýskalandi. Sýn-
ingin verður opnuð með miklum lát-
um kl. 19 í kvöld, að sögn Elínar,
þar sem gestum verður skemmt
með tónlistaratriðum og ýmislegt í
boði, enda safnið eitt það stærsta í
Þýskalandi.
Sýningin er fjöður í hatt Elínar,
þar sem hún sýnir með ekki ómerk-
ari myndlistarmönnum en Nan
Goldin, Dan Graham og Mark Titc-
hner, svo örfáir séu nefndir. Um 40
listamenn taka þátt í sýningunni og
er um helmingur verka unninn sér-
staklega fyrir sýninguna. Hún er
því greinilega engin smásýning. El-
ín segir að sér hafi verið boðin þátt-
taka af sýningarstjórunum Ellen
Blumenstein og Felix Ensslin. Þau
hafi átt nokkra fundi með Elínu á
vinnustofu hennar áður og hafi
þekkt vel til verka hennar. Elín seg-
ir erfitt að lýsa því hvernig sýningin
verður og hlær að lýsingu í frétta-
tilkynningu vegna hennar, sem er
ansi torskilin. Þar segir meðal ann-
ars að í hverju verki sé upphafs-
punktur kvíða og kyrrstöðu kann-
aður, án þess að hafna greiningu á
þeim hugtökum.
„Já, hún er mjög þung,“ segir El-
ín skellihlæjandi þegar ég nefni lýs-
inguna á þema sýningarinnar. „Ég
hugsa að spurningunni sé varpað
fram á sýningunni af hverju og
hvernig fólk fari í gegnum ákveðin
ferli til að skoða sjálfið,“ segir Elín.
„Takmarkalaus svartsýni“
Ég vísa í texta í tilkynningu um
sýninguna, en í honum er talað um
„takmarkalausa svartsýni“. Elín
hlær að þessu og segir þetta ansi
þunga sýningu í sumarbyrjun. Svört
heimssýn sameini þó ekki verk lista-
mannanna.
„Það er alls ekki þannig, það taka
mjög margir listamenn þátt í sýn-
ingunni sem vinna á mismunandi
hátt. Sýningarstjórarnir velja verk
sem þeir hafa séð eða þekkja til,
sem þeim finnst tengjast sínu kons-
epti,“ segir Elín. Hún vann sitt verk
fyrra, og þar á undan BA-gráðu frá
Listaháskólanum 2003. Hún hefur
því haldið sýningar og tekið þátt í
þeim í um fimm ár.
„Ég hef verið mjög heppin, fengið
að taka þátt í mörgum spennandi
verkefnum. Þó að þau hafi verið
misstór hefur verið heiður að fá að
taka þátt í þeim öllum,“ segir Elín.
En er eitthvað annað spennandi
framundan? „Það er mjög margt
framundan, en ekkert sem ég get
staðfest núna,“ segir Elín hlæjandi.
Ekkert sé útilokað.
Sjálfið tekið til skoðunar
Stigagangur Elín hannaði þetta verk sérstaklega fyrir sýninguna Zwischen zwei Toden. Elínu sést bregða fyrir á hægri myndinni.
Ljósmynd/Elín Hansdóttir
Innsetning Verk Elínar á sýningunni í Karslruhe séð að ofan.
TENGLAR
..............................................
Heimasíða sýningarinnar:
www.zkm.de/betweentwodeaths/
en/ Heimasíða Elínar: www.this.is/
elinh