Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 33 „Óbærilega spennandi “ Sendiherrann eftir Braga Ólafsson var ein vinsælasta skáldsaga síðasta árs og hlaut frábærar viðtökur. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna og bóksalar völdu hana bestu skáldsögu ársins. Bragi Ólafsson Komin í kilju „Frábær saga.“ Kristrún Heiða Hauksdóttir, Fbl. „Mögnuð bók ... Heilsteyptasta og besta bók Braga.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið „Ég reyndi að treina mér síðustu kaflana, geymdi þá sem konfektmola.“ Auður Aðalsteinsdóttir, RUV „Merkasta skáldsaga Braga Ólafssonar til þessa.“ Þorgerður E. Sigurðardóttir, bokmenntir.is „Besta íslenska skáldsaga sem ég hef lesið lengi.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „Óbærilega spennandi. " Geir Svansson, Mbl. „Írónísk og grátbrosleg ... línudans milli harmleiks og gamanleiks.“ Guðrún Lára Pétursdóttir, kistan.is VORTÓNLEIKAR Hljómeykis voru undir formerkjum 20. aldar tónsköpunar. Fyrstu fimm verkin voru frekar stutt, hæg og innhverf en engu að síður fjölbreytt. Ave Maria eftir baltneska tónskáldið Eduard Tubin (d. 1982) var sungið við kyrrlátan orgelundirleik, en hið örstutta en fallega drott- insávarp Rakhmaninoffs að söngvahefð rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar, Tebe pojem, sat meira eftir í krafti laglínudýrðar. To the mothers in Brazil eftir Lars Janson í úts. Gunnars Er- ikson var sveipað dapurt seiðandi salsa-blæ er Frank Aarnink fleytti áfram með smekklega lágværum slætti á arabíska bardúku. A Child’s Prayer eftir Skotann James Macmillan (f. 1959) var al- sett löturhægum en safaríkum hljómaklösum og skartaði m.a. tærum tvísöng nafnanna Hildi- gunnar Rúnars- og Halldórsdætra. Nútímakóreffektar kváðu enn fast- ar að í Sound Canticle on Bay Psalm 23 eftir Gregg Smith (f. 1957) f. kór og söngkvartett, t.a.m. sköruð „bergmál“ í dreifðri kór- uppstillingu og hópkliður – fyrir utan allsvæsna klasa er leiddu hugann að sálmasöng á sýrutrippi. Engu að síður allt sungið delicat- issimo eins og vera bar, og tand- urhreint. Að lokum var flutt hið mikla og krefjandi verk Jóns Nordal frá 1993 við latneska messutexta og leiðsluljóð Matthíasar Johann- essen, Óttusöngvar að vori; samið fyrir kór, tvo einsöngvara, selló, slagverk og orgel. Hljómeyki fór hér á kostum í innilegri en vand- virkri túlkun, og himinháar ein- söngslínur Hallveigar Rúnars- dóttur og dramatískur kontratenór Sverris Guðjónssonar ásamt íhug- ulum sellóinnskotum, kosmísku slagverki og freyðandi orgeli hnykktu enn á tjáningarmætti verksins. Höfundur var viðstaddur og hylltur við hæfi að leikslokum. Ekki varð annað heyrt en að Hljómeyki og stjórnandi þess væru í toppformi, eins og gleggst mátti greina á veikustu stöðum – þrátt fyrir kornabarnsbabl utan úr sal sem gerði hlustendum og hljóðupptökumönnum lífið leitt. Slíkt er því miður ekki einsdæmi, og væri óskandi að tónelskir for- eldrar þekktu betur sinn vitj- unartíma. Babl í bátinn TÓNLIST Langholtskirkja Verk eftir Tubin, Rakhmaninoff, Janson/ Erikson, Macmillan og Smith. Jón Nordal: Óttusöngvar á vori. Hallveig Rúnarsdóttir S, Sverrir Guðjónsson KT, Lenka Mátéova orgel, Sigurður Halldórsson selló og Frank Aarnink slagverk. Sönghópurinn Hljómeyki u. stj. Magnúsar Ragn- arssonar. Sunnudaginn 6. maí kl. 17. Einsöngstónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson FJÖLMENNI var á vortónleikum Vocis Academicae á laugardag þeg- ar flutt var Þýzk sálumessa, hið átt- þætta og 80 mín. langa stórkórverk Johannesar Brahms frá 1868, án hlés. Hljómsveitin var álíka fjöl- menn og kórinn og tóku alls tæp hundrað manns þátt í flutningnum. Í jafn hljómmiklu húsi og Langholts- kirkju var það í fyrirferðarmesta lagi upp á skýrleika, enda skilaði t.a.m. söngtextinn sér fremur illa til aftari sætaraða gegnum tónamúr hljómsveitar. Var því ekki vanþörf á vel búinni tónleikaskrá, er hafði sér til aukaágætis að tilgreina hraða- yfirskrift, tón- og takttegund hvers þáttar inni í sjálfum söngtextanum. Frumleg lausn, er sparaði hlust- endum tvíflettingar og mætti sjást oftar. Sálumessan er ægifagurt og til- finningahlaðið verk, mótuð af móð- urmissi tónskáldsins 1865 þótt lúth- erskt textavalið beri keim af rísandi efahyggju síns tíma. VA söng víða mjög fallega við fagmannlegan sam- leik undir markvissri stjórn Há- konar Leifssonar og varla hægt að fetta fingur út í annað en hefðbund- inn karlaraddaskort, einkum í tenór, er torveldað hefur starf stærri blandaðra kóra hér síðustu áratugi. Hlutverk einsöngvara er hlutfalls- lega lítið í verkinu og oftast sam- tvinnað kórnum, en þau Kristinn og Sigrún skiluðu engu að síður sínu með miklum ágætum. Upphafn- ing sorgar TÓNLIST Langholtskirkja Brahms: Ein deutsches Requiem. Vox Academica og Jón Leifs Camerata. Ein- söngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Krist- inn Sigmundsson. Stjórnandi: Hákon Leifsson. Laugardaginn 5. maí kl. 16. Kórtónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson KARABÍUDJASS Tómasar R. Ein- arssonar hefur tekið á sig margar myndir í tímans rás. Stundum hefur stórsveifluband kúbanskra og ís- lenskra tónlistarmanna verið á ferð; stundum eitthvað minna. Þetta stór- skemmtilega kúbudjasskvöld á DÓMÓ var í kammerstílnum og lék Tómas með kvartett: Tómas á bassa, Matti Hemstock á trommur svo og bræðurnir þekktu, ættaðir frá Hornafirði, Óskar og Ómar Guð- jónssynir, á tenórsaxófón og gítar. Skemmst er frá því að segja að flest verkanna, ættuð af þremur nýjustu skífum Tómasar, skiluðu sér prýði- lega í flutningi kvartettsins þótt hit- ann vantaði í villtustu verkin enda stórsveitin fjarri. Það bætti þó úr að ballöðurnar blómstruðu sem aldrei fyrr. Stórbrotið var að hlusta á Tómas R. minnast mentors síns, Jóns „bassa“ Sigurðssonar, í und- urfögru bolero og fleiri voru verkin þeirrar ættar. Ómar var sá er mest kom á óvart, með 12 strengja gít- arinn sem tres, og drengurinn er á samfelldri þroskabraut. Ég hef hlustað á hann nokkrum sinnum á þessu ári og undrast sífellt framfar- irnar. Aftur á móti: hinir þrír eru magnaðir hver á sinn hátt – en koma ekki eins á óvart. Enda gam- alreyndir. Latín- sveiflan í kammerstíl Tónlist Múlinn á DÓMO Fimmtudaginn 3.5. 2007. Latínkvartett Tómasar R. Einarssonar  Vernharður Linnet ♦♦♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.