Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 38

Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 38
tíska 38 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Augu hennar gæla við hlýja geisla sólarinnar,augabrúnirnar eru fallega mótaðar, dökk-ar eins og hæfir hinni blómstrandi konu. Þegar sumarkonan 2007 deplar augunum, öðru hverju, að sjálfsögðu af drottningarlegri reisn eða lygnir þeim aftur til þess að finna sunnugeislana beinlíns á skinni sínu, koma gullfallegu gylltu augnskuggarnir í ljós, en suma daga er hún með brúna, bláa, kopar eða silfraða. Dálítið drama- tískur, dökkur augnblýanturinn dregur fram fal- lega augnumgjörð kvenna í sumar og a.m.k. tvö- faldar seiðmagn sjáaldranna. Augnhárin eru vel smurð svörtum augnháralit í því augnamiði að bæta á dramatíkina eða fölskum, löngum augnhár- um tyllt á á augabragði. Hvernig eru annað hægt en að hafa augastað á þessari sumarkonu? Fyrir utan að vera augnayndi þá getur hún líka tekið upp á alls kyns augngælum en í öllum bænum karl- menn: Reynið ekki að ráða of mikið í augnsvip kvenna – hann er svo margræður og getur auð- veldlega misskilist, líka þessi með bleika skugg- anum. uhj@mbl.is Dramatísk Augnlínan í sumar dökk og dálítið dramatísk - eins og konur. Hefurðu augastað á sumarkonunni 2007? Stílbrigði Einfaldlega bráðskemmtilegt stílbrigði við skuggabox frá Bour- jous, 16 Crazy Baby. Morgunblaðið/ÞÖK Dramatískir Augnblýantarnir eru dökkir í sumar eins og þessi svarti og brúni frá Clarins. Bláskýjað Hinir bláu skuggar Dior eru skuggalega flottir í sumar. Sólsælni Það er bara ekki annað hægt en að þjást af sólsælni með augnskugganna bronze og pharao frá Make up store á sér! Hókus pókus Góðir burstar eru nauðsyn- legir í augnförðunina, Make up Store. Sjörnubjartir Það stirnir á kremaugn- skuggana frá Clarins, 06 og 07. Hvernig eru ann- að hægt en að hafa augastað sumarkonunni? Augnayndi Sumarkonan 2007 er augnayndi sem elskar sólina. Þegar geislarnir láta sjá sig getur hin ósköp venjulega sumarkona misst sig í alls kyns augngælur - en kannski eru þær bara ætlaðar sólinni ... Stýrilátir YSL skuggarnir vekja bara stjórnlausa, gyllta ánægju með bláu ívafi, nr. 5. Örstutt augnaráð áður sem gerir förðunin einfaldari.“ Margrét segir að mjög gott sé að byrja á því að setja farða eða sér- stakan grunn undir augnskugga til þess að farðinn haldist lengur. „Augnlínan er dökk og dregin yfir augnlokin annaðhvort með dökk- brúnum eða svörtum augnblýanti. Til þess að mýkja línuna og milda er gott að nudda skáskornum bursta í blýantinn og renna síðan burstanum í kringum augun. Enginn augnförðun er síðan full- komnuð fyrr en augnháraliturinn hefur verið settur á augnhárin og mikið af honum. Við sérstök tæki- færi er mjög vinsælt að setja upp aukaaugnhár.“ Margrét R. Jónasar förðun-armeistari í Make upStore hefur áralanga reynslu í því að draga hið fegursta fram í augnaráði kvenna með ýms- um töfrabrögðum. Hún segir að í sumar sé áherslan lögð á augun í förðuninni. „Augnförðunin er svolítið í anda sjötta áratugarins eins og fatatískan en tekur vitaskuld mið af því að árið er 2007. Málmlitir eins og gull, kop- ar og silfur eru áberandi í augn- skuggunum ásamt brúnum tónum. Í stað margra skugga eins og oft áður eru nú oftast notaður aðeins einn til tveir litir og þá aðeins yfir augnlokið sjálft. Minna er um skyggingar en

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.