Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR skömmu birtist frétt á mbl.is um að arnarvarp hefði ekki gengið sem skyldi í vor. Nátt- úrufræðistofnun, væntanlega tals- maður hennar, sagði að meiri brögð hefðu verið að truflun á varpstöðvum af mannavöldum, eins og lesa má í fréttinni. Nú er það svo að lesarar mbl.is geta bloggað um þær fréttir sem þar birt- ast. Ef það er rétt skilið telur mbl.is sig enga ábyrgð bera á þeim skoðunum sem þar eru settar fram. Þær séu alfarið á ábyrgð bloggaranna. Þegar ég las bloggskrifin um arn- arvarpsfréttina skaut upp í hugann gömlu máltæki: „Til heims- kunnar þarf ekki að sá. Hún vex af sjálfu sér.“ Arnarvarpsófarir myndu vera æðarbændum að kenna og voru skrif bloggara tilfinn- ingaþrungin. Lítum nú á þrjú dæmi sem mbl.is birtir að sjálf- sögðu án ábyrgðar: „Hvernig væri að taka sig til og fara að skjóta æðarbændur, brenna híbýli þeirra og lendur. Við hljótum að vera í jafn miklum rétti, ef ekki meiri til að skjóta og þess háttar þar sem þeir eru ekki friðaðir eins og ernirnir. Í alvöru talað, þetta fer ekkert smá í taug- arnar á mér. Þessir æðarbændur halda það hreinlega að þeim sé allt heimilt. Það koma varla margir til greina sem skjóta erni sér til gamans eða eyðileggja varpstöðvar hans. Nú er ég reiður, bráðum verð ég brjál- aður.“ Þetta skrifar Hilmar Ingi Ólafsson Reyð- og Borgfirðingur eystri. „Nú er ég mikið fyrir fugla af öllum stærðum og gerðum og finnst fáránlegt að stakir bónda- durgar séu að taka það upp með sjálfum sér að stöðva arnarvarp með grjótburði og fuglahræðum, sem er að sjálfsögðu bannað með lögum. Það er spurning hvort við eigum að taka upp Afríkuaðferðina, skjóta bara íslensku veiðiþjófana!“ Þetta skrifar Anna Karen Sigurðardóttir. Hún mun vera bæði ljós- hærð og bláeyg. „Hvað er gert við veiðiþjófa í Afríku? Þeir sleppa allavega ekki með klapp á bakið … (Höfundur er ákafur dýravernd- arsinni og andstæð- ingur fáfróðra mol- búa)“. Þetta skrifar Örn Arnarsson kennari við Heið- arskóla og formaður Kenn- arasamtaka Vesturlands. Nú er það svo með æðarbænd- ur að þeir eru sem betur fer ekki aldurs-eða kyngreinanlegir, þann- ig að þeir geta verið á öllum aldri, karlar, konur eða börn. Hýbýli þeirra eru heldur ekki sérmerkt. Betri leið væri að vakta þau svæði þar sem æðarfugl þéttir sig er líða fer á maímánuð. Þannig væri hægt að skjóta a.m.k. nokkra æð- arbændur. Þó verður að gæta þess vel að styggja ekki erni sem hugsanlega gætu verið á svæðinu. Finnist ekki neinir æðarbændur eða þeir utan skotmáls gæti verið hentugt að snúa sér að annarri stétt, sem er eins og æðarbænd- ur, stundum að ósekju óvinsæl, það er flutningabílstjórum. Þá er miklu auðveldara að þekkja, það eru þeir sem aka flutningabílum. Hér verður ekki borið í bæti- fláka fyrir þá sem spilla arn- arsetrum og brjóta lög og reglur um vernd og friðun villtra dýra. Þá umræðu og hvernig megi úr bæta er ég tilbúinn að taka hve- nær sem er. Ég er sannfærður um að hægt er að bæta úr með við- ræðum, skilningi og samkomulagi. En þegar fólk er tilbúið að „leysa“ vandamál, með því að myrða sam- borgara sína get ég ekki orða bundist. Það þarf vart að taka það fram að hótanir um morð og eignaspjöll varða við hegningarlög og eru refsivert athæfi. Reyndar finnst mér að lögreglan hljóti að vilja ræða málin við Hilmar Inga Ólafsson. Allir bloggritararnir sem til er vitnað hér stigu út fyrir mörk hins siðlega og vitræna og duttu. Hverskonar boðskapur og skilaboð eru það til samferðamanna og barna að viðfangsefni daglegs lífs megi leysa með manndrápum? Ég vorkenni aðstandendum þessara bloggara ekki neitt. Vil þó benda þeim á, að okkar ágæta geðheil- brigðiskerfi á vonandi ráð við vit- glöpum af þessu tagi. En við ger- um öll okkar mistök og dettum í lífinu. Það sem skiptir máli er hvernig við rísum upp aftur, við- urkennum mistökin og lærum af þeim. Það er til arabískt máltæki sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Sá sem ekki lokar dyrunum býður nöðrunum inn.“ Þegar vefurinn mbl.is gefur vefriturum kost á að tjá skoðanir sínar á fréttum marg- faldar það möguleikana á því að bloggin séu lesin. Mér er ómögu- legt að skilja að það eigi að gilda einhverjar aðrar reglur um ábyrgð ritstjórnar, eftir því hvort orðin eru á rafrænu formi eða á blaði. Í dæminu hér að framan réttlætir bloggari dráp á tilteknum hópi fólks og eyðileggingu eigna þess. Það má því miður hugsa sér enn ljótari dæmi sem óvandaðir geta nýtt mbl.is til. Frelsinu til að tjá sig fylgja ábyrgð og skyldur. Það munu því miður alltaf verða einhverjir sem rísa ekki undir þeirri ábyrgð. Og hver er þá ábyrgð þess sem dreifir óhróðri, mannorðsmeiðingum og – manndrápshótunum? Mun mbl.is ala nöðrur í húsi sínu? Af ábyrgð(ar- leysi) netmiðla Ber Morgunblaðið enga ábyrgð á bloggi sem fer í gegnum mbl.is spyr Matthías Lýðsson »Hver er ábyrgð net-miðla á efni sem þeir dreifa? Líflátshótanir á mbl.is Matthías Lýðsson Höfundur er æðarbóndi á Húsavík á Ströndum. Í GRÍSKUM fornsögum segir af sveininum Narkissosi. Á hann var lagt að hann skyldi verða ástfanginn af eigin spegilmynd og ekki var að sökum að spyrja: Þegar Narkissosi varð litið ofan í lind eina varð hann svo bergnuminn af þeirri sýn að þaðan átti hann ekki aft- urkvæmt heldur vesl- aðist upp á bakkanum og varð að lokum að blómi. Sérhyggjan Það er deginum ljósara að æðstu emb- ættismenn ríkisins þurfa ekki að kvíða kröppum kjörum á efri árum eins og sauðsvartur almúg- inn. Það var tryggt í desember 2003 þegar þrjátíu þingmenn, þar af tuttugu og níu stjórnarliðar, möndl- uðu við eigin eft- irlaunakjör. Síðan þá geta þeir dánumenn þegið miklu höfð- inglegri eftirlaun en aðrir og eftir sem áð- ur gegnt feitum emb- ættum hjá hinu op- inbera. Hver skyldi hafa verið slíkra hlutur í um 650 milljónum króna sem runnu í eftirlaun ráðherra og þingmanna 2004, þegar lýðveldið varð sextíu ára? Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur staðið á eftirlaunalögunum eins og hundur á roði, spangólandi um áunnin réttindi, og þingflokkur framsóknarmanna tekið undir með ámáttlegu mjálmi, að vísu nokkrum sinnum reist sig upp á afturfæturna í mélkisulegri von um að geta kveðið niður baul og pú frá áhorf- endapöllum í fjölleikahúsi fáfengi- leikans. Saman leikur tvíeykið listir sínar í féhirslu ríkisins og sáldrar silfrinu í sendiráð og sendiherra, hvar og hve- nær sem þeim verður holað niður. Ekki er rausnin minni þegar kemur að auðlindum móður náttúru. Þær skulu færðar fáum útvöldum á silf- urfati, rétt eins og nytjastofnar Ís- landsmiða. Að óbreyttu mun neysluvatnið fara þá leið hinn 1. nóvember, þar næst varmi jarðar og orka fallvatna, síðan ófundin olía, jarðgas og málmar. „Á altari sér- hagsmunanna með allt saman!“ segja postular nýfrjálshyggjunnar. „Þessari þjóð er ekki einu sinni treystandi til að njóta eigin auðlinda!“ Samhygðin Saman mun hið sam- rýnda en síþreytta stjórnarráðspar seint sjá að sér enda ýtt dyggi- lega undir misskiptingu undanfarin tólf ár. Skyldi tvíeykinu nú vera treystandi til að rétta efnaminni eldri borg- urum og öryrkjum ann- að og meira en hung- urlús? Að láta skattleysismörk fylgja launaþróun? Að bæta í lægstu laun? Að sporna við kynbundnum launa- mun? Að skila margskertum barna- og vaxtabótum? Eða eyða biðlist- unum í heilbrigðiskerfinu? Og sjá En aftur að eftirlaunalögunum frá meirihluta Alþingis. Getur hugsast að í þeim búi dulinn boðskapur? Þó ekki hið frelsandi fagnaðarerindi: að hver skuli einblína á eigin speg- ilmynd? Spegill, spegill, herm þú mér … Einar Sigmarsson skrifar um eftirlaunalög æðstu embættis- manna og segir ríkisstjórnina almennt sáldra silfrinu Einar Sigmarsson » Það er deg-inum ljósara að æðstu emb- ættismenn rík- isins þurfa ekki að kvíða kröpp- um kjörum á efri árum eins og sauðsvartur almúginn. Höfundur er íslenskufræðingur. Í ÞESSARI grein verður reynt að skýra út hvernig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa skattlagt hús- byggjendur. Í þeirri viðleitni verður fyrst sett upp dæmi um áhrif hafta á bifreiða- innflutning, en síðan vikið að skattlagningu húsbyggjenda. Höft á bifreiðainn- flutning Til að stemma stigu við umhverfismengun ákveður ríkisvaldið að takmarka innflutning bifreiða og leyfa ein- ungis innflutning á 5 þúsund bif- reiðum árlega. Fyrir í landinu eru 200 þúsund bifreiðar að meðalverði 1.200 þúsund krónur hver. Árleg spurn eftir nýjum bifreiðum er 20 þúsund og nýr bíll kostar 2 millj- ónir króna á götuna. Þar af er CIF-verð og skattar 1.500 þúsund og hlutur innflytjandans og bílasal- ans 500 þúsund krónur. Hver verða áhrif ofangreindrar ákvörðunar ríkisvaldsins? Jú, þar sem eftirspurnin eftir nýjum bif- reiðum er langt umfram framboð er líklegt að markaðsverð þeirra hækki verulega. Segjum að hið nýja markaðsverð (jafnvægisverð) nýrra bifreiða verði 3 millj- ónir króna. Við þessar aðstæður þar sem markaðsverð er langt umfram innflutnings- verð hagnast bílasal- inn verulega. Hlutur hans á bíl er nú 1.500 þúsund í stað 500 þús- und króna áður. Þessi mikli ávinningur kall- ar á að ríkisvaldið komi á einhverju kerfi við innflutning bif- reiða. Hver á að fá leyfi til að flytja inn bifreiðar? Rík- isvaldið ákveður að bjóða upp 5 þúsund innflutningsleyfi. Ef bílasal- inn er sáttur við 500 þúsund fyrir sinn hlut í innflutningi og sölu bif- reiðar eins og fyrir breytingu þá er hann tilbúinn til að borga 1 milljón fyrir innflutningsleyfi. Ríkisvaldið hefur með þessari að- gerð sinni búið til tekjuleið sem gefur ríkissjóði 5 milljarða króna skatttekjur vegna innflutningsleyfa. En þessi aðgerð ríkisvaldsins hafði einnig þau áhrif að allur bílaflotinn í landinu, 200 þúsund bílar, hækk- aði í verði. Meðalverðið er ekki lengur 1.200 þúsund heldur mun hærra. Takmörkun á lóðaframboði Sveitarfélög hafa þær skyldur að vera í forsvari og bjóða íbúum (um- bjóðendum) sínum lóðir til hús- bygginga. Þau kaupa því landsvæði í nágrenni sveitarfélagsins, skipu- leggja og leigja íbúum sínum um ókomna framtíð gegn lóðarleigu. Sé jafnvægi milli framboðs og eft- irspurnar lóða greiðir húsbyggj- andinn (leigutakinn) árlega lóð- arleigu og gatnagerðargjald sem sveitarfélagið leggur á húsbyggj- andann til að standa undir kostnaði við gatnagerð við lóðina. Í þjóð- hagsreikningum er litið á þetta gatnagerðargjald sem skattlagn- ingu þar sem gatnakerfið er eign sveitarfélagsins og færist í efna- hagsreikning þess (ásamt lóð- areignum sveitarfélagsins), en öll varanleg verðmæti í samfélaginu á að færa til eignar. Sveitarfélagið hefur m.ö.o. fjármagnað þessa eign sína með skattlagningu, þ.e. gatna- gerðargjaldi. Hvað gerist nú ef sveitarfélögin ákveða að hafa ekki á lager til- búnar lóðir fyrir íbúa sína, eða m.ö.o. takmarka lóðaframboð? Áhrifin munu verða svipuð og hér að framan varðandi takmörkun á innflutningi bifreiða. Með breytingum á íbúða- lánakerfinu 2004 og innkomu bank- anna á húsnæðismarkaðinn mynd- aðist veruleg umframspurn eftir húsnæði, sem hækkaði um tugi prósenta á skömmum tíma. Mikill ávinningur skapaðist milli markaðs- og kostnaðarverðs húsnæðis líkt og í bíladæminu. Húsbyggjendur voru tilbúnir til að greiða mun hærra gatnagerðargjald (sbr. innflutnings- gjald) ef þeir fengju lóð til leigu; nógur var ávinningur þeirra samt. Með uppboðum á takmörkuðum fjölda lóða til leigu voru húsbyggj- endur tilbúnir til að greiða það hátt gatnagerðargjald að hlutur þeirra yrði viðundandi m.v. markaðsverð húsa; jafnvel tugi milljóna í sumum tilfellum. Í dæminu hér að framan var bílasalinn tilbúinn til að greiða 1 milljón fyrir innflutningsleyfið svo viðunandi hlutur hans yrði áfram 500 þúsund krónur. Skattur á húsbyggjendur Gatnagerðargjöldin eru að stórum hluta skattheimta og þau eru það óháð því hvort upphæð þeirra er ákvörðuð beint af stjórn- völdum eða með uppboðsfyr- irkomulagi. Við eðlilegar markaðs- aðstæður og -jafnvægi þar sem framboð lóða er ekki takmarkað eru líkur á að verð lóða og leigu- gjald þeirra verði einnig í eðlilegu jafnvægi. Við slíkar aðstæður má segja að núvirtur munur á greiddri lóðarleigu og jafnvægisleigu sé eins konar fyrirframgreidd lóðarleiga sem reiknast inn í gatnagerð- argjaldið, en stærsti hluti gatna- gerðargjalda eins og þau eru nú (af almennri lóðaúthlutun) er hins veg- ar hreinn skattur á húsbyggjendur eins og áður segir. Líkt og með bílana hefur allur húsakosturinn í þeim sveit- arfélögum sem hafa rekið ofan- greinda stefnu (takmörkun á fram- boði lóða) hækkað verulega með tilheyrandi vandkvæðum fyrir ungt fólk, sem sumt hvert sér sér ekki fært að greiða þennan háa skatt til að eignast sína draumaeign og sækir jafnvel í nágrannasveit- arfélögin þar sem skattlagningin er lægri. Er það í raun eðlilegt ástand í landi eins og okkar þar sem nóg er um landsvæði að greiða þurfi allt að tug milljóna króna fyrir það eitt að fá að leigja brot úr hektara fyrir húsbyggingu, svo ekki sé tal- að um félags- og efnahagslegar af- leiðingar þess? Skattur á húsbyggjendur Jóhann Rúnar Björgvinsson skrifar um bílainnflutning og lóðaleigu »Er tugmilljóna krónagreiðsla fyrir út- hlutun leigulóðar eðli- legt ástand í landi eins okkar þar sem nóg er um landsvæði? Jóhann Rúnar Björgvinsson Höfundur er hagfræðingur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.