Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 51 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HIN svo kallaða frjálshyggja geng- ur út á það meðal annars að efla fríverslun og frjáls viðskipti. Sam- runaþróun Evrópusambandsins (ESB) gengur út á slíkt hið sama. Um þetta má lesa í bók Richards Bronk, Progress and the Invisible Hand. En af einhverjum ástæðum eru frjálshyggjumenn, sem svo eru nefndir, andstæðingar aðildar Ís- lands að frekari samruna ESB með fullri aðild Íslands að því. Þetta gengur í berhögg við grundvall- aratriði frjálshyggju, eins og þeim er til dæmis lýst í inngangi Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, að bók Adams Smith um Auðlegð þjóðanna á íslensku. Eini íslenski stjórnmálaflokk- urinn sem er hlynntur aðild Íslands að ESB er Samfylkingin. Hún á allan stuðning sem hún fær skilinn. Kjósum X-S. KJARTAN E. SIGURÐSSON, stjórnmála- og þjóðhagfræð- ingur. Af Evrópumálum í að- draganda kosninga Frá Kjartani Emil Sigurðssyni MÉR skilst að nú séu að koma kosn- ingar. Sérfræðingar ASÍ hafa fundið út að kraftaverk þurfi að koma til svo frambjóðendur geti staðið við loforð sín. Öll þeirra loforð eru eins og hús reist á sandi. Þannig að mað- ur verður einfaldlega að reyna að geta sér til um hvernig flokkarnir ætla að forgangsraða loforðum sín- um. Hvað ætla þeir ekki að standa við? Ég sá einhvers konar úttekt í gær á auglýsingabruðli flokkanna, Framsókn bruðlaði mest. Í morgun sá ég að Capacent hafði reiknað skakkt. Framsóknarmenn bruðluðu ekki mest. Hvað með það? Þeir eru búnir að sitja í ríkisstjórn hundlengi og árangur þess mun ákvarða hvort menn kæri sig um þá lengur. Það sem mér þótti athyglisvert var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði eytt minnstu í áróður en mælist stærri og feitari eins og púki á fjósbita í hverri könnuninni á fætur annarri. Og þeir hafa verið lengur að strögla í ríkisstjórn, með og án Dabba. At- hyglisvert. Ég ætla að kjósa eftir fyrstu út- gönguspár á kosningadag. Ég hef trú á því að það sé rétti tíminn til þess að gera upp hug sinn. Bíða með það að taka ákvörðun þar til á síð- ustu stundu. Maður veit aldrei hvort menn munu koma upp um sjálfa sig með kommentum í brjálæði á síð- ustu stundu. Kannski hatar formaður vinstri grænna konur, formaður sjálfstæð- ismanna verður handtekinn fyrir ætlaða þátttöku í fíkniefnasölu, for- maður Samfylkingarinnar er rasisti, formaður Ómars og félaga reynist hafa urðað spilliefni á Þingvöllum, formaður frjálslyndra verður uppvís að vörslu barnakláms. Hver veit? Ég veit það fyrir víst, að ég vil að flokkarnir, allir flokksbundnir Ís- lendingar, skili helmingi þessara auglýsingablóðpeninga aftur út í samfélagið með sjálfboðavinnu hjá skólum, leikskólum, háskólanum, lögreglunni, tollinum, við upp- græðslu og trjárækt, á heilbrigð- issviðinu, skúri sjúkrahús, lesi fyrir gamla fólkið, bjóði fátæklingum af götunni heim til sín í fæði og hús- næði, eldi á Litla-Hrauni, þrífi og baði á Grund, tíni rusl, sópi götur, taki að sér eftirlit eftirlitslausra unglinga á nóttunni, hjálpi til á heimilum langveikra, útrétti fyrir fólk sem á bágt með að komast ferða sinna og síðast en ekki síst gefi þeim fjölmörgu sem mælast undir fátækt- armörkum helming þess auglýsinga- bruðls sem eftir stendur og flokk- unum þykir svo nauðsynlegt. Við erum að tala um 70 millur til fátækra og 75 þúsund vinnustundir til betrunar velferðarkerfisins, unn- ar af fólki sem elskar þessa þjóð, jafnvel hámenntað og ber afkomu þjóðarinnar í heild fyrir brjósti. Og það er kosningaloforð sem er nokk- uð auðvelt að klára án þess að það komi niður á ríkiskassanum, ekki satt? EYRÚN HEIÐA SKÚLADÓTTIR, Víðimel 38, 107 Reykjavík Heilindi í pólitík, hugsjónafólk eða valdagráðugt hyski? Frá Eyrúnu Heiðu Skúladóttur Við sem skilum auðu viljum geta treyst stjórnmálamönnum til að sinna starfi sínu, sem er fyrst og fremst þjónusta við fólkið í land- inu; ekki bara hagsmunahópa, ekki bara einkavini, ekki bara þá sem greiða í kosningasjóði, heldur líka okkur hin: almenna borgara, unga sem aldna, heila sem óheila. Þrátt fyrir brosgrettur frambjóð- enda, sem annars eru ævinlega mjög ábúðarfullir á svip, erum við sem skilum auðu ekki enn sann- færð um ágæti eða heilindi þeirra sem vilja þiggja þingsetu frá þjóð- inni. Það gera sér fáir grein fyrir því að auður atkvæðaseðill er eina lýðræðislega NEI-ið sem við höf- um kost á. Og það NEI er mjög sterk sögn. Sú sögn er í stuttu máli þessi: „Enginn sem er í framboði hef- ur traust mitt til að fara með völd. Ég gef ekki atkvæði mitt heilum flokki, þó svo að einn eða fleiri einstaklingar þar innanborðs geti komið til greina. Ég vil fá auð sæti á Alþingi, í samræmi við hlut- fall auðra seðla, sem borgaralega áminningu til þingmanna og rík- isstjórnar um að sinna starfi sínu af fagmennsku og heilindum.“ Ef þú, lesandi góður, telur þig vera sammála þessum orðum, þá ber þér að skila auðu hinn 12. maí. Fram að þessu hafa auðir kjör- seðlar verið taldir upp um leið og ógildir seðlar. Þetta hefur gert það að verkum að fólki finnst al- mennt að auður seðill sé næsti bær við ógildan seðil. Þetta er auðvitað alrangt, en hins vegar hentar það hagsmunum flokkanna að almenningur sé ekki upplýstur um slagkraft auða seðilsins, og í ljósi þeirra hagsmuna voru gerðar eftirfarandi breytingar á kosn- ingalögum 2003 og 2006, og þar segir orðrétt: 100. gr. Atkvæði skal meta ógilt: a. ef kjörseðill er auður. Með þessari lagagrein hefur NEI-ið verið þaggað niður í lýð- ræðislegum kosningum á Íslandi, sem eru þá ekki lengur lýðræð- islegar. Við sem skilum auðu krefjumst þess að fá okkar NEI aftur í hendur – og lýðræðið þar með. Í sömu lögum segir: 125. gr. Það varðar sektum: c. ef kjósandi ónýtir af ásettu ráði atkvæðaseðil sinn við kosn- ingu á kjörfundi eða við kosningu hjá utankjörfundarkjörstjóra. Semsagt, ef ég skila auðu hef ég ónýtt atkvæðaseðil minn sbr. 100 gr. a) og þarf að þola sekt. Og enn segir: 128. gr. Það varðar fangelsi allt að fjórum árum: a. ef maður beitir þving- unarráðstöfunum eða ofbeldi eða hótunum um ofbeldi til að raska kosningafrelsi manns, annaðhvort á þann hátt að meina honum að greiða atkvæði eða neyða hann til að greiða atkvæði á annan veg en hann vill. Í þessari síðustu lagagrein er Alþingi búið að úthluta sjálfu sér fjögurra ára fangelsi, því sann- arlega er 100 gr. a) ásamt 125 gr. c) ekkert annað en þving- unarráðstöfun; það er verið að meina mér að greiða atkvæði á þann veg sem ég vil, sem er að skila auðu, sem er að segja NEI. Í leiðinni er útilokað að fá jafn- mörg auð sæti á Alþingi og hlut- fall auðra seðla segir til um. Hvernig áhrif auðra seðla á þing- sæti gætu virkað treysti ég hins vegar fyllilega þeim að reikna út, sem gerðu ofantaldar breytingar á kosningalögunum. Slíkur út- reikningur hlýtur að vera barna- leikur hjá því að koma ríkisvald- inu í fjögurra ára fangelsi, óskilorðsbundið. FRIÐRIK ERLINGS býr í Hveragerði og fæst við ritstörf. Við sem skilum auðu Frá Friðriki Erlings ÞAÐ er dapurlegt að nokkrir þingmenn skuli ætla að næla sér í atkvæði með því að ala á andúð í garð útlendinga. Engu síður en þegar þingmenn sem hafa komið hér á ströngustu innflytj- endalögum sem gilda á byggðu bóli sniðganga lögin þegar venslamenn eiga í hlut. Á eyj- unni í norðri, þar sem það tók meir en 10 aldir að ná 300.000 íbúum, aðallega vegna nátt- úrulegra harðinda, höfum við verið svo heppin undanfarin ár að búa við frjálslynda atvinnu- stefnu. Stefnu sem hefur skapað mörg ný störf sem kallað hafa á fólk frá öðrum löndum. Það hef- ur verið þrautin þyngri fyrir at- vinnurekendur að manna öll ný störf, enda nær ekkert atvinnu- leysi í mörg ár. Veiting atvinnuleyfa fyrir aðra en aðila innan Evrópubandalags- ins er nánast úr sögunni. Sama gildir um heimsóknir ættingja nýbúa frá fjarlægari löndum, sem þurfa vegabréfsáritun til að koma hingað sem gestir eða ferðamenn. Hertari reglur hafa svo mismunun og neikvæð áhrif á nýbúa og börn þeirra. Mikill menningarlegur auður hefur komið með ólíkum nýbúum. Ekki höfum við þurft að mennta þá eða ala upp, né kostað miklu til. Þeir hafa unnið langan vinnu- dag og stuðlað að meiri tekjum ríkis, bæja og lífeyrissjóða. Nú hafa nokkrir þingmenn Frjálslynda flokksins boðað í stefnu sinni enn strangari inn- flytjendalög. Nýlega bætist þeim nýr liðsmaður, „utangarðs- stjórnmálamaður“ sem hefur svo lengi sem elstu menn muna reynt að komast á þing, Jón Magnússon lögmaður. Hentistefnumaður, sem ekki er að sjá að hafi náð neinum pólitískum árangri. Nýjustu skoð- anakannanir benda til þess að hann komist nú á þing. Fyrir hverju skyldi hann svo ætla að berjast á alþingi? Hertri lækn- isskoðun fyrir Pólverja og aðra frá Eystrasaltslöndunum. Enn meiri skriffinnsku vegna atvinnu- leyfa. Veit hann ekki að Evrópu- bandalagið myndi um leið fara fram á álíka takmarkanir fyrir Ís- lendinga sem eru að fjárfesta og leita tækifæra í Evrópu? Er heilbrigðisástandið það slæmt í þessum ríkjum að þörf sé á slíku? Trúlega ekki. Enda þótt kommúnistastjórnir í 50 ár hafi niðurlægt, drepið og haldið fólki í helsi var alla tíð viðundandi lækn- isþjónusta í löndum Austur- Evrópu. Til hvers vorum við fyrst- ir til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, ef ekki má veita þeim at- vinnustuðning meðan þeir rétta úr kútnum? Það eru ekki nema tvö ár síðan Pólverjar losnuðu við gamla kommúnista úr stjórn landsins. Þeir hafa búið við allt að 20% at- vinnuleysi í mörg ár og leita nú til eyjanna út í Atlantshafi til að bæta upp glötuð tækifæri. Á Bret- landseyjum eru þeir nærri milljón og í Dublin einni um 80 þúsund. Þar hafa þeir verið drifkraftur aukins hagvaxtar, líkt og hér. Ætlar Jón að úthýsa þessum mönnum og taka þar með þátt í stöðnun atvinnulífs? Ekki er að sjá að Frjálslyndi flokkurinn hafi komið mörgum málum í gegn á Alþingi, þrátt fyrir mikinn bægslagang. Sjálft nafnið virkar eins og öfugmæli. SIGURÐUR R. ANTONSSON, Þernunesi 1, Garðabæ. Þverlyndi flokkurinn Frá Sigurði R. Antonssyni Á síðasta kjörtímabili tókst okkur að efna öll okkar gömlu kosningaloforð. Við ætlum því að nota þau enn og aftur: Á næsta kjörtímabili bjóðum við okkur fram til eftirtalinna verka fyrir þig: • Að tryggja þér traust og áfallalaus fasteignaviðskipti. • Ábyrga ráðgjöf starfsmanna með yfir 130 ár samanlagt í fasteignasölu. • Að tryggja örugga meðferð eigna þinna og fjármuna. • Að gæta réttmætra hagsmuna þinna hvort sem þú kaupir eða selur. • Aðláta aðeins fólk með mikla reynslu sjá um mál þín. HEIÐRAÐI KJÓSANDI X-VALHÖLL Áratuga reynsla tryggir fagleg vinnubrögð. Ingólfur Geir Gissurarson lögg.fasteignasali.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.