Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 53
UMRÆÐAN
ÉG ætla að kjósa með Þjórsá í
dag. Ég ætla ekki að kjósa á móti
Þjórsá, ég ætla að kjósa með. Ég
ætla að kjósa með Þjórsá og Þjórs-
árverum og öllum
hinum náttúruperl-
unum víða um land.
Ég ætla líka að
kjósa með jafnrétti
kynjanna, afnámi
launaleyndar og
bættum hag umönn-
unarstétta. Ég ætla að kjósa með
betra lífi fyrir aldraða af því að ég
vil búa í samfélagi þar sem gamalt
fólk nýtur virðingar – mestrar virð-
ingar. Ég ætla að kjósa með betra
lífi fyrir öryrkja af því að ég vil
búa í einu samfélagi fyrir alla þar
sem eru engar hindranir og engir
þröskuldar og allir fá að vinna og
vera með. Ég ætla að kjósa með
margfalt öflugra og fjölbreyttara
skólakerfi þar sem vellíðan er í fyr-
irrúmi, þar sem börnum líður vel
og þar sem kennarar fá vinnu sína
metna að verðleikum. Ég ætla að
kjósa með öflugri heilbrigðisþjón-
ustu, forvörnum og heilsueflingu,
geðheilbrigði. Ég ætla að kjósa
með byggðum landsins og raun-
verulegu jafnræði til búsetu. Ég
ætla að kjósa með breyttu verð-
mætamati og meiri samveru, minni
stofnanavæðingu og mannvænni
gildum. Ég ætla að kjósa á móti
skammtímahagsmunum, sérhags-
munum, neysluhyggju, miðstýringu
og gróðafíkn, og ég er stolt af því.
Ég ætla að kjósa á móti þessu og
með öllu hinu af því að ég veit að
það er mikilvægt. Ég veit að það er
erfitt að breyta, ógnar erfitt, en
það verður að reyna. Til þess þarf
staðfestu, sannfæringu og sýn.
Hin fimm fræknu
Ég ætla að kjósa með þeim fimm
þingmönnum Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs sem
staðið hafa vaktina í öllum þessum
málum dag eftir dag, viku eftir
viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir
ár á síðasta kjörtímabili. Fimm
þingmenn sem unnu vinnuna sína
af einstökum krafti og sam-
viskusemi frá morgni til kvölds. VG
hafði 5 þingmenn, Framsókn hafði
14, Samfylkingin 20 og Sjálfstæð-
isflokkur 22. Hvaða þingflokkur var
öflugastur?
Fólk sem stendur sig í vinnunni
sinni á að vera metið að verðleikum
þegar kemur að kosningum. Ný
ímynd, vel heppnuð auglýsinga-
herferð, fjölmiðladekur, kosninga-
loforð og fagurgalar geta aldrei
komið í staðinn fyrir verkin sem
tala, trúverðugleika, staðfestu og
kjarna. Almannahagur byggist ekki
á loforðum heldur staðfestu og sýn.
Það hefði verið ómetanlegt að fá al-
vöru hrygglengju og staðfestu á Al-
þingi Íslendinga í náttúruvernd-
armálin, velferðarmálin,
jafnréttismálin, menntamálin, heil-
brigðismálin og byggðamálin ef
vinstrigræn hefðu verið 10 eða 15
eða 20. Nú er tækifærið til breyt-
inga.
Ég er með en ekki á móti. Ég er
með Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði af því að hún stendur fyr-
ir aðkallandi og skýrum mannbæt-
andi málstað og af því að ég kýs
fólk sem ég veit að ég get treyst.
Samkvæmt nýlegri könnun vantaði
um 50–200 atkvæði upp á í Suð-
vesturkjördæmi að ég næði sæti á
Alþingi fyrir VG. Ég veit hvað ég
kýs í dag og alla daga sama hvern-
ig viðrar. Ég kýs með Þjórsá. Ég
set x við V.
Kýstu með Þjórsá?
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Höfundur skipar 2. sæti
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í Suðvesturkjör-
dæmi.
EF ekki stóriðja, hvað þá? Er
spurning sem hefur dunið á okkur
sem aðhyllumst aðra atvinnustefnu
en þá sem leggur náttúru landsins
undir í þágu erlendrar stóriðju.
Það er öllum ljóst
að 99% þjóðarinnar
vinna við eitthvað
annað og að öllum
störfum fylgja af-
leidd störf og að af-
leidd störf eru flest
í ferðaþjónustu.
Hér er leitast við að svara spurn-
ingunni um eitthvað annað.
Misheppnuð
fyrirgreiðslupólitík
Ef stjórnarflokkarnir hefðu veitt
íslenskum fyrirtækjum svipaðar
fyrirgreiðslur og þeir veittu Alcoa
væri eflaust blómlegt á lands-
byggðinni. Þessar undanþágur frá
sköttum og gjöldum voru veittar á
grundvelli byggðakorts EES. Af
hverju var ekki íslenskum fyr-
irtækjum á borð við Össur, Marel
og Actavis boðið að nýta sömu
undanþágur og byggja upp sínar
framleiðslueiningar á landsbyggð-
inni fremur en í útlöndum? Viljum
við ekki frekar að orkan okkar sé
nýtt í íslenskt hugvit frekar en er-
lenda stóriðju? Viljum við að 85%
af orku landsins fari í álbræðslur,
jafnvel til eins kaupanda með ein-
okunarstöðu? Hvernig verður að
semja um orkuverðið þá? Það er
nú þegar á útsölu.
Skattkerfið
Íslandshreyfingin vill nýta
skattkerfið til að hvetja til at-
vinnusköpunar. Við viljum veita
nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum
svigrúm til vaxtar með sveigj-
anlegu skattakerfi. Að fyrirtæki
sem velja að byggja upp sínar
framleiðslueiningar úti á landi
njóti þess í skattafyrirgreiðslum
enda búa þau ekki við sömu að-
stæður og fyrirtæki á höfuðborg-
arsvæðinu bæði vegna hás flutn-
ingskostnaðar, lélegra samgangna
og því að ríkisstjórnin hefur ekki
staðið við loforð um háhraðateng-
ingar.
Hlutverk stjórnvalda
Það er hlutverk stjórnvalda og
stjórnmálamanna að skapa besta
mögulega rekstrarumhverfið fyrir
fyrirtækin þannig að einstaklings-
framtakið geti notið sín. Ríkið á
ekki að vera í rekstri heldur skapa
réttu aðstæðurnar til að örva ný-
sköpun og samkeppni.
Það er stjórnvalda að tryggja
stöðugleika í efnahagsmálum en
núverandi ríkisafskiptastefna í at-
vinnulífinu hefur valdið gríð-
arlegum gengissveiflum, okurvöxt-
um og viðskiptahalla. Besta sem
við gerum er að draga úr af-
skiptum ríkisins af rekstri og
koma í veg fyrir frekari þenslu
þess.
Framtak einstaklinga
Ef aðstæður eru réttar spretta
upp fyrirtæki í fullvinnslu land-
búnaðarafurða. Í heilsutengdri
þjónustu fyrir velmegunarsjúk-
dóma í tengslum við óspillta nátt-
úru, loft og vatn. Í alþjóðlegu vís-
indaumhverfi og frumkvöðla- og
háskólasetrum sem skapa fjölda
starfa. Sóknarfærin eru alls staðar
ef ríkið hættir að troða skóinn af
framtakssömum einstaklingum og
hegna fólki fyrir dugnað.
Það þarf að skapa hvata fyrir
fjármagnseigendur að leggja fram
áhættufé í ný fyrirtæki. Það sætir
furðu að viðskiptahugmynd eins og
Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldu-
dal yrði að leita út fyrir landstein-
ana eftir fjármagni. Hvaða máli
skipta veð í fasteignum í þekking-
arsamfélaginu þar sem við-
skiptavildin er miklu meira virði?
Forræðishyggjan drepur allt
framtak. Ríkið á að sjá atvinnulíf-
inu fyrir hagstæðum rekstrarskil-
yrðum og öflugu grunnkerfi en
ekki beita valdi til að knýja fram
afarkosti eins og stóriðju. Íslands-
hreyfingin vill að einstaklingar
njóti sín.
Stóriðjuhlé
Það er öllum ljóst að stór-
iðjustefnan hefur valdið stórskaða
í rekstrarumhverfi fyrirtækja.
Snúum við blaðinu og kjósum
flokk sem hugsar til framtíðar. Vill
hag náttúru landsins, fólksins í
landinu og fyrirtækjanna sem
mestan. Kjósum Íslandshreyf-
inguna.
Ef ekki stóriðja, hvað þá?
Eftir Ástu Þorleifsdóttur
Höfundur er frumkvöðull og
oddviti Íslandshreyfingarinnar
í Suðurkjördæmi
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina,
sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu-
leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
NÚ fyrir kosningar hefur stjórn-
arandstaðan hamrað á því að
skipta þurfi um stjórn og að nú sé
kominn tími til
breytinga. En til
hvers að skipta um
stjórn? Hefur þessi
stjórn staðið sig
illa? Ég segi nei,
enda tala verk rík-
isstjórnarinnar um
hið gagnstæða. Meiri en full at-
vinna, verðbólga á undanhaldi eftir
tímabundið verðbólguástand sök-
um mikillar einkaneyslu, mikill
hagvöxtur, afgangur af fjárlögum
og svo til skuldlaus ríkissjóður,
lækkandi skattar og almennt mikil
uppbygging í landinu. Ástandið nú
minnir mikið á ástandið fyrir 20
árum, en fram til 1987 ríkti hér
góðæri sem var spillt með vinstri-
stjórn er tók við völdum árið 1988,
en þetta leiddi af sér efnahagslega
lægð sem varði alveg til ársins
1995–96.
Stjórnarandstaðan hefur unnið
markvisst að því að fella núverandi
ríkisstjórn í rúmlega eitt ár, og er
taktíkin hjá henni þessi: Rægja
skal minni stjórnarflokkinn, Fram-
sóknarflokkinn, með skipulögðu
einelti og núa þeim um nasir öllu
því sem þeir telja að miður hafi
farið í stjórn landsins undanfarin
ár. Stjórnarandstaðan þorir hins
vegar ekki að leggja til atlögu við
stærri stjórnarflokkinn, enda von-
ast þeir til að hægt verði að sefa
hann til stjórnarsamstarfs eftir
kosningar. Þannig ætlar stjórn-
arandstaðan að særa minni stjórn-
arflokkinn til ólífis, svo að stjórnin
falli, en þessi taktík minnir á að
sparka í liggjandi mann, sem er
lítilmannlegt.
Hvað meinar stjórnarandstaðan
og þá sérstaklega Samfylkingin og
Vinstri græn? Mér sýnist hún ein-
göngu hafa það á stefnuskrá sinni
að koma núverandi stjórn frá og
hvað svo? Fyrsta stjórnarár
vinstristjórnar yrði líklega auðvelt
enda myndi þessi stjórn taka við
blómlegu búi núverandi stjórnar,
en svo færi fljótlega að syrta í ál-
inn. Stjórnarandstaðan boðar hér
velferðarkerfi að skandinavískri
fyrirmynd og það án þess að
hækka þurfi skatta. Hvenig á þetta
að vera hægt? Á að láta fólk sem
vinnur við velferðarþjónustu vinna
á lágum launum eða jafnvel kaup-
laust? Steingrímur J. og Ögmund-
ur neita því að þeir ætli að hækka
skatta komist þeir í stjórn, en þeir
virðast hafa forðast að nefna og
það má alltaf búa til nýja skatta,
t.d. svokallaða græna skatta eða
umhverfisskatta, sem lagðir væru
t.d. á notkun vatns, rafmagns og
hita. Slíkir skattar er við lýði í
Skandinavíu, en þessir skattar
hafa það í för með sér að þeir
bitna harðast á þeim sem lægstar
tekjur hafa t.d. láglaunafólki,
barnafólki, öldruðum og öryrkum.
Það versta er að stjórnarand-
staðan almennt virðist ekki skilja
hugtakið atvinnulíf og talar fjálg-
lega um að hér þurfi að afleggja
svokallaða stóriðjustefnu og að í
staðinn eigi að leggja áherslu á
hugvits- og þekkingariðnað, auk
ferðamennsku, án þess að geta
gert nánari grein fyrir þessu. Mér
vitanlega hefur aldrei verið til
neitt sem heitir stóriðjustefna,
heldur er uppbygging stóriðju
hluti af fjölbreyttu atvinnulífi þjóð-
arinnar þar sem auðlindir landsins
eru nýttar til hagsbóta fyrir þjóð-
ina.
Stjórnarandstaðan telur sig hafa
einkarétt á hugtakinu umhverf-
ismál. Í þeirra augum snúast um-
hverfismál um að vernda vatna-
svæði og fallvötn úti á landi og
kalla þau náttúruperlur til að
koma í veg fyrir atvinnuuppbygg-
ingu. Stjórnarandstaðan virðist
ekki gera sér grein fyrir því (eða
vill ekki gera sér grein fyrir því)
að umhverfisvernd snýst um meira
en þetta, t.d. svifryksmengun,
mengun frá útblæstri farartækja,
betri flokkun sorps, mengun í þétt-
býli t.d. vegna fráveitna og hreins-
un strandlengja, svo eitthvað sé
nefnt. Staðreyndin er sú að núver-
andi stjórn hefur tekið umhverfis-
og náttúruvernd föstum tökum,
t.d. með stofnun þjóðgarða sem er
m.a. upphafið að stórkostlegum
framförum í þessum efnum.
Að lokum vil ég segja að það að
fá hér vinstristjórn eftir 12. maí
nk. væri stórkostlegt efnahagslegt
slys. Dæmi úr fortíðinni hér á
landi hvað vinstristjórnir varðar
tala sínu máli. Dæmi frá öðrum
löndum benda einnig til sömu nið-
urstaðna eins og t.d. í Þýskalandi,
en á árunum 1998–2005 sat þar
samsteypustjórn jafnaðarmanna
(systurflokks Samfylkingarinnar)
og græningja (systurflokks Vinstri
grænna).
Því miður muna ungir kjósendur
ekki verðbólgu- og atvinnuleysisár
vinstristjórna hér á árum árum,
enda hefur heil kynslóð ungs fólks
alist upp við velgengni og efna-
hagslegan uppgang sl. 12 ár og
þekkir því ekkert annað. Margt
fólk, og þá sérstaklega ungt fólk,
hefur komið sér upp lífsstíl (kaup
á húsnæði, húsbúnaði og bílum)
sem fjármagnaður er með lánum
og þetta fólk treystir á að hafa hér
atvinnu til að geta staðið undir af-
borgunum af þessum lánum og að
verðbólga fari ekki úr böndunum
með þeim afleiðingum að lán þessi
hækki upp úr öllu valdi. Að mínu
mati er vinstristjórn ekkert eft-
irsóknarverður valkostur. Það er
einfaldlega ekkert gott við slíkar
ríkisstjórnir. (Jú, reyndar eitt,
slíkar stjórnir verða aldrei lang-
lífar. Því segi ég við kjósendur:
„Verið varkár, varist vinstri slys-
in.“ Kjósum áframhaldandi stöð-
ugleika og efnahagslega uppbygg-
ingu, því það er besta tryggingin
fyrir velsæld og velferð hér á
landi.
Að fá hér vinstristjórn
yrði ógæfa fyrir þjóðina
Eftir Örn Jónasson
Höfundur er viðskiptafræð-
ingur og flokksbundinn sjálf-
stæðismaður.
Í FYRRADAG skrifaði Gestur
Guðjónsson eilítið undarlega
grein í þetta blað undir fyr-
irsögninni „Snotrir blaðamanna-
fundir Samfylkingarinnar“. Að
vera snotur merkti að fornu að
vera vitur og ég hlýt að túlka
þetta svo að Gesti þyki fundirnir
viturlegir.
Gestur spyr í lok greinar sinn-
ar: „Var það í þágu „Fagra Ís-
lands“ að koma í veg fyrir það
að frumvarp um nýtingu auð-
linda, sem var spor til sátta í
umhverfismálum og frumvarp
um meginreglur umhverf-
isréttar, næðu fram að ganga
fyrir þinglokin?“
Svar: Umrætt spor til sátta
var hænufet. Framsókn vildi
halda opnum möguleika á að
ráðast í virkjanir sem myndu
nægja til að knýja þrjú álver til
viðbótar. Á lista yfir orkukosti
voru m.a. Langisjór og Þjórs-
árver – tvær náttúruperlur sem
umhverfisráðherra og Framsókn
hefði verið í lófa lagið að vernda
hefði þeim verið full alvara með
Vatnajökulsþjóðgarði og stækk-
un friðlands í Þjórsárverum.
Framsókn hefur hins vegar aldr-
ei verið alvara með því.
Þess vegna átti umhverf-
isvernd engan fulltrúa í nefnd
iðnaðarráðherra um „sáttaleið-
ina“ en orkufyrirtækin þrjá full-
trúa. Þess vegna var enginn
fulltrúi umhverfisverndar í Jón-
ínunefndinni um Þjórsárver og
þess vegna er álit nefndarinnar
að ekki megi stækka friðlandið í
Þjórsárverum til suðurs þar sem
Landsvirkjun er með áform um
nýtt Norðlingaöldulón.
Í svörum við spurningum
Náttúruverndarsamtaka Íslands
í fyrradag segist Framsókn
skyndilega vilja vernda allt vot-
lendi Þjórsárvera. Af hverju
vildi Framsókn þá ekki fella úr
raforkulögum heimild til Norð-
lingaölduveitu eins og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir og fleiri lögðu
til í þingsályktunartillögu í vet-
ur? Hefur eitthvað nýtt gerst
síðan Valgerður Sverrisdóttir
taldi óþarft að vernda Þjórs-
árver af því það væri (að sögn)
búið að setja Norðlingaöldu á ís?
Sjálfstæðisflokkurinn er þegar
þetta er skrifað eini flokkurinn
sem ekki styður stækkun frið-
landsins í Þjórsárverum. Er
Framsókn með síðbúnum yf-
irlýsingum um stækkun frið-
lands í Þjórsárverum að lýsa því
yfir að flokkurinn hafi ekki get-
að komið þeirri stækkun í gegn
vegna andstöðu Sjálfstæð-
isflokksins? Gildir það sama um
Langasjó, Torfajökulssvæðið,
Brennisteinsfjöll og Jökulárnar í
Skagafirði svo nokkrir kostir séu
nefndir? Eða tekur Framsókn
nú undir þá stefnu, sem Sam-
fylkingin kynnti á „snotrum“
blaðamannafundi í haust leið, að
þessi náttúrusvæði eigi að
vernda?
Dofri Hermannsson
Hvað vill Framsókn
gera í Þjórsárverum
og Langasjó?
Höfundur er varaborgarfulltrúi og
framkvæmdastjóri þingflokks
Samfylkingarinnar.