Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GUÐRÚN Þ. Gunnlaugsdóttir rit- aði grein í Morgunblaðið 5. maí sl. og lýsti eftir stefnu stjórnmálaflokk- anna í málefnum heilbrigðisþjónust- unnar. Hún bendir á að skortur á hjúkr- unarfræðingum sé alvarlegt vandamál hér á landi og fari versnandi. Þess vegna er mikilvægt að stjórn- málaflokkar veiti skýr svör við því hvað þeir hyggjast gera í þessum málaflokki. Um þessar mundir – kortéri fyrir kosningar – eru ráðherrar á þönum, takandi skóflustungur hér og skrif- andi undir samninga þar. Betra er seint en aldrei en hins vegar er allt eins líklegt að loforð þeirra um úr- bætur í velferðarmálum verði svikin ef ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður áfram við völd. Eða eru menn búnir að gleyma öryrkjadómunum? Vinstri græn hafa aðra afstöðu til kosningaloforða og við fögnum því ef reynt verður að herma þau upp á okkur ef við kom- umst í ríkisstjórn. Hér eru nokkur atriði úr heilbrigðisstefnu okkar vinstri grænna sem við teljum brýnt að hrinda í framkvæmd á allra næstu mánuðum: Lækka hlutdeild sjúklinga í heil- brigðisþjónustu og lyfjakaupum. 35% af öllum lyfjakaupum og 17,5% af heildarútgjöldum til heilbrigð- ismála eru nú tekin beint úr buddu sjúklinga og kemur í veg fyrir að efnalítið fólk geti leitað læknis og keypt lyf. Við munum strax fella nið- ur komugjöld á heilsugæslustöðvar og endurskoða alla gjaldtöku í heil- brigðisþjónustu með það fyrir aug- um að efnalítið fólk þurfi ekki að borga beint úr buddunni fyrir nauð- synlega læknis- og heilbrigðisþjón- ustu. Samþætta þjónustu við geðfatlaða og setja BUGL í forgang. Hér þarf til að koma sameiginlegt átak ríkis og sveitarfélaga sem og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vinstri græn leggja áherslu á að styrkja og auka fjölbreytni í búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða. Við ætlum okkur að tryggja hnökralausan rekstur BUGL til langframa og útrýma bið- listum eftir sálfræði- og geðlækna- þjónustu fyrir börn og ungmenni. Það þarf að bregðast við strax þegar barn eða ungmenni lendir í vanda. Leiðir að þessu markmiði eru m.a. að greiða niður sálfræðiþjónustu og búa betur að skólunum þannig að þeir geti líka komið til aðstoðar. Bæta kjör starfsmanna í heil- brigðisþjónustu og umönn- unarstörfum. Álag og lág laun kvennastétta við hjúkrun og umönn- un standa starfsemi sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila fyrir þrifum. Álagið er svo mikið og kaupið svo lágt að það fæst ekki fólk í verkin. Þess eru dæmi að rúm og stofur standi auðar vegna manneklu og enda þótt sumarleyfi starfsmanna séu stytt úr sex vikum í fjórar verð- ur víða ekki hægt að halda úti fullri starfsemi í sumar. Vinstri græn leggja áherslu á að útrýma kyn- bundnum launamun, afnema launa- leynd og hækka kaup umönn- unarstétta. Það er ekki nóg að byggja ný sjúkrahús og hjúkr- unarheimili, það þarf að tryggja góð- an aðbúnað, sómasamleg laun starfsmanna og gera störf við umönnun eftirsóknarverð. Efla heimaþjónustu við aldraða og fjölga hjúkrunarrýmum. Vinstri græn leggja áherslu á að virða vilja aldraðra og byggja upp einstaklings- miðaða þjónustu við þá, utan sem innan öldrunarstofnana. Það þarf að fækka fjölbýlum á hjúkrunarheim- ilum og styðja með heimaþjónustu við þá sem vilja og geta haldið heim- ili. Efla forvarnir og lýðheilsu. Á komandi árum munu alls kyns neyslutengdir og lífsstílstengdir sjúkdómar verða fyrirferðarmeiri í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum áherslu á að fræða fólk um holl- ustuhætti og hvernig það getur stuðlað að heilbrigði á öllum aldurs- skeiðum. Við skipulagningu heil- brigðisþjónustu þarf að horfa til langrar framtíðar. Lýðheilsustofnun þarf að efla því útgjöld til forvarna í dag hafa í för með sér sparnað á morgun. Ríkisstjórnin hefur haft 12 ár til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Er ekki kominn tími til að breyta um stefnu hér? Bætt heilbrigðis- þjónusta – núna Eftir Álfheiði Ingadóttur Höfundur skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykja- vík suður. GREINARKORN þetta hefur að geyma eina góða ástæðu fyrir áhugamenn um tónlistarnám og annað listnám til að kjósa Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð í kosning- unum sem fram fara í dag. Á landsfundi VG í febrúar sl. var samþykkt kjarnyrt og innihaldsrík stefna um tónlistar- fræðslu og málefni tónlistarskól- anna. Í henni er lögð áhersla á nauðsyn þess að víðtæk sátt náist í samfélaginu um æskilega framtíð- arþróun tónlistarfræðslu, bæði í al- menna skólakerfinu og tónlist- arskólum. Til þess þarf vilja hjá yfirvöldum menntamála, jafnt menntamálaráðherra og stjórn- endum sveitarfélaga. Það er for- kastanlegt hversu lengi þessir að- ilar hafa frestað því að taka nauðsynlegar ákvarðanir um laga- umhverfi og fjármögnun tónlistar- náms. Nefnd sú sem mennta- málaráðherra fól að gera tillögur til úrbóta vorið 2004 hefur enn ekki skilað af sér og hefur raunar ekki komið saman í heilt ár. Með hverri önn, sem aðilar ríkis og sveitarfé- laga fresta því að leysa hnútinn, fjölgar þeim tónlistarnemum sem lenda í erfiðleikum í námi sínu og hverfa jafnvel frá námi. Jafnrétti til tónlistarnáms Stefna VG er stefna jafnréttis. Við lítum svo á að það sé mikilvægt, nú sem fyrr, að jafnrétti ríki til tón- listarnáms og að tónlistarnám sé sjálfsagður hluti af uppeldi og menntun allra barna og ungmenna. Efnahagur og búseta mega ekki skerða möguleika til tónlistarnáms. Stjórnvöldum ber því að auka og bæta aðgengi að tónlistarfræðslu. Það verður best gert með því að styrkja grundvöll tónlistar- fræðslunnar, jafnt innan hins hefð- bundna skólakerfis, þ.m.t. tón- menntakennsla, kórastarf og skólahljómsveitir, sem og með því að bæta starfsumhverfi tónlistar- skólanna. Það á að vera sameig- inlegt verkefni ríkis og sveitarfé- laga að skapa skilyrði til þess að öll börn og ungmenni sem þess óska eigi þess kost að leggja stund á tón- listarnám við hæfi. Tónlistarnám er hluti af þeirri skyldu samfélags að sjá til þess að börn og ungmenni geti lært það sem hugur þeirra stendur til. Framhaldsstig á ábyrgð rík- isins Í stefnu okkar vinstri-grænna leggjum við til að kostnaður við grunn- og miðstig tónlistarnáms verði á ábyrgð sveitarfélaganna, en ríkið greiði kostnað við framhalds- stigið. Þá erum við með í huga allt nám sem fram fer eftir að nemandi hefur staðist hæfniskröfur miðstigs- ins, burtséð frá aldri nemandans og því hvort hann er í námi til stúd- entsprófs eða ekki. Við teljum mik- ilvægt að tryggja aðgengi almenn- ings að tónlistarnámi með tilliti til mismunandi þarfa. Námið þarf að vera hindrunarlaust hvað varðar búsetu og aldur. Afnema þarf regl- ur sem leggja átthagafjötra á nem- endur. Réttast væri að gera allt landið að einu tónlistarskóla- umdæmi og koma á skilvirku greiðslukerfi skv. reiknilíkani, sem tryggi að greiðslur vegna einstakra nemenda skili sér þangað sem hver og einn kýs að stunda sitt nám, Að öðrum kosti er þróun tónlistar- kennslu á Íslandi stefnt í voða. Þá er það mat okkar að lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlist- arskóla nr. 75/1985 hafi verið góður rammi um tónlistarfræðslu í tónlist- arskólum og því beri að byggja áfram á meginhugsun þeirra laga. Í öllu falli ber að varast að henda barninu með baðvatninu. Tónlist í grunnskólanum Auka þarf svigrúm grunnskólans til tónlistarfræðslu. Í því augnamiði þarf að huga að fjölgun kennslu- stunda í tónmennt og mögulegri tví- skiptingu bekkja. Þá þarf að gera átak sem tryggir efstu bekkjum grunnskóla tónmenntakennslu, t.d. með þátttöku í kórastarfi, hljóm- sveitarleik og gerð tölvutónlistar. Loks er mikilvægt að huga að að- stöðu skólanna svo auðveldara verði að auka samstarf milli einstakra þátta tónlistarstarfs; tónmennta- kennslu, kóra og skólahljómsveita. Skólakór og hljóðfæratímar ættu t.d. að vera í boði á skólatíma og gera þyrfti skólunum kleift að auka við hljóðfærakost sinn, námsgögn og nauðsynlegan tækjabúnað þann- ig að koma megi til móts við þarfir sem flestra. Úrbætur af þessu tagi myndu jafnframt gagnast nem- endum við annars konar listflutn- ing, t.d. leik- og danssýningar. Tilefni til að snúa við blaðinu Málefni tónlistarnema hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum upp á síðkastið, tilefnið er nýlegt álit um- boðsmanns Alþingis, sem gefur til- efni til að ætla að mennta- málaráðuneytið þurfi að endurgreiða tónlistarnemum í ein- ingarbæru framhaldsnámi háar fjárhæðir þar sem ríkið sé skyldugt að lögum að greiða fyrir nám á framhaldsskólastigi. Einnig má ætla að sveitarfélög sem reka tón- listarskóla eigi endurkröfurétt á ríkið. Álit umboðsmanns varpar ljósi á vandræðagang og viljaleysi núver- andi stjórnvalda til að tryggja fram- tíð tónlistarnáms á Íslandi. Hags- munabarátta tónlistarnema teygir sig inn á hinn pólitíska vettvang nú á lokaspretti kosningabaráttunnar með því að við vinstri-græn heitum því að ljúka þeirri vinnu sem hafin er. Tryggjum kraftmikið tónlistar- starf í grunnskólunum og öfluga tónlistarskóla um land allt. En til þess þurfum við stuðning þinn í dag, kjósandi góður. Tónlistarfólk hefur ástæðu til að kjósa VG Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. JÖRÐIN er að vakna til vorsins. Enn á ný fáum við að upplifa kraft vorsins, yndislegt! Hlusta á fuglana syngja, flugurnar suða, grasið byrjar að gróa, sprotarnir í jörðunni kíkja upp úr moldinni, eins og þeir séu að athuga hvort öllu sé óhætt. Lyktin af grasinu, moldinni og trján- um. Já, vorið er komið og grund- irnar gróa, lóan syngur og kveður burt veturinn. Þetta er gleðilegur árstími, náttúran skipar stóran sess og við ímyndum okkur spenn- andi ferðalög innanlands, göngu- ferðir og útilegur sumarsins. Það er einmitt á svona stundu þegar vetur konungur víkur til hliðar að við finnum hvað okkur þykir vænt um umhverfið. Hvað það er nú gott að náttúran skuli enn svara kallinu og vakna. Það er ákveðinn léttir að fá sumarið og sjá aftur alla fjölbreyttu skæru lit- ina sem fylgja þessari árstíð. Útlendingar elska Ísland Ég var stödd erlendis fyrir stuttu í námsferð, sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að alltaf þegar útlendingarnir upp- götvuðu að ég væri íslensk þá supu þeir hreinlega hveljur. Þeir lifnuðu allir við og dásömuðu landið mitt Ísland, sem þeir að vísu höfðu aldrei komið til! En þeir voru svo sannfærðir um að þar væri allt svo fallegt og sérstakt. Þar væri hreint loft, falleg náttúra, stórkostlegar ár og enn fegurri fossar. Himinn- inn heiður og blár. Hrátt umhverfi, eins og á tunglinu, væri þarna líka í bland, þar sem öskulög og hraun segðu vísindamönnum sögur jarð- fræðinnar. Þvílíkt land, Ísland! Ég fylltist auðvitað rammíslensku stolti. Það var alltaf sama viðkvæðið og um leið vildu þeir fræðast meira um land og þjóð. Hvers konar fólk býr þarna? Eru allir eins frumlegir og Björk? Trúa Íslendingar virki- lega á álfa og tröll. Íslendingar eru svo „orginal“ fannst þeim. Og allir vildu koma hingað eða eru á leið- inni. Samkvæmt þessu er íslensk náttúra vörumerkið okkar, hrein og tær! Hvað með okkur? Ég vildi ekki eyðileggja allar þessar dásamlegu hugmyndir út- lendinganna og hafði því ekki mörg orð um þá þróun sem er á Íslandi núna, þar sem íslensk stjórnvöld virðast ekki átta sig á gildi þess að varðveita hreina loftið og vilja drita niður álverum hingað og þangað. Ég vildi heldur ekki segja þeim allt sem liggur fyrir hér heima varðandi virkjanir og um eyðilegginguna eða nátt- úruspjöllin sem þeim fylgir. Ég vildi bara leyfa mér að njóta þess að hlusta á þetta fólk tala svona fallega um náttúru sem mér þykir sjálfri svo vænt um. Ég vildi bara trúa því að við Íslendingar værum frumleg og frábær þjóð, orginal og skynsöm og lifðum í takt við umhverfi okkar og af virð- ingu. Ég vildi bara trúa því að við kynnum sjálf að meta þetta dásamlega land og náttúruleg gæði þess. Ég vildi bara trúa því að ný ríkisstjórn sem tæki við í vor væri meðvituð um stórkostlegan fjár- sjóð náttúru okkar og vildi varð- veita landið áfram. Ég vildi bara trúa því að við ætlum að setja náttúruvernd í forgang í hvert sinn sem við framkvæmum. Við ætlum ekki að ryðja öllu um koll heldur að leyfa náttúrunni að teikna sig inn í hugmyndir okkar. Bláa lónið og umhverfi þess er t.d. gott dæmi um umhverfisvænan arkitektúr. Ég vildi bara trúa því að við Ís- lendingar ætlum ekki að halda áfram að flytja inn endalaust magn af verkamönnum til að byggja endalausar byggingar sem við höf- um svo kannski ekkert að gera með. Ég vildi bara trúa því að við ætlum ekki endalaust að leyfa út- lendingum að kaupa hræódýrt raf- magn af okkur og þar að auki setja upp loftmengandi verk- smiðjur hér á landi. Nei, ég vildi telja mér trú um nýja tíma, upp- lýsta skynsama tíma í kjölfar kosn- inga. Já, svona er Íslandið mitt, frá- bært og kraftmikið land með frá- bærri þjóð, sem eitt sinn voru vík- ingar og eru það kannski enn inn við beinið? Fram í heiðanna ró, þar er vist- in mér góð, þar er himinninn víður og tær. Er ekki kominn tími til að staldra við, slaka á, anda og njóta þess sem við eigum nú þegar? Lif- um heil! Fram í heiðanna ró Eftir Mörtu Eiríksdóttur Höfundur er kennari. Fjölskyldan er hornsteinn í okkar samfélagi. Hún er orðin fjölbreyttari og flóknari. Það er mikilvægt að samfélagið fjalli um fjölskylduna og hvernig við tryggjum best velferð allra þegna þessa lands í hinum ýmsu gerðum fjölskyldna. Fjölskyldudagur Sameinuðu þjóð- anna Sameinuðu þjóð- irnar samþykktu árið 1993 að 15. maí skyldi verða alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar. Á hverjur ári hefur fjölskyldudagur Sameinuðu þjóð- anna þema. Þannig var þemað fyrir árið 2005 „Fjölskyldan og HIV/aids“ og fyrir árið 2006 „Breyttar fjöl- skyldur: Áskorun og möguleikar“. Í ár er þemað „Fjölskyldur og ein- staklingar með fötlun“, eða „Fami- lies and Persons with Disabilities“. Tilgangur með árlegu þema fjöl- skyldudagsins er að vekja athygli á þeim einstaklingum sem búa við sér- stakar aðstæður. Allir eiga að njóta sömu virðingar og jafnra tækifæra. Slagorð sjálfstæðismanna „stétt með stétt“ er sígilt og vísar til þess að þegnar eigi að njóta jafnrar virð- ingar. Á Landsfundi Sjálfstæð- isflokksins er ennfremur ályktað um fjölskyldumál. „Það eru hagsmunir samfélagsins að einstaklingar sæti ekki mismunun á grundvelli þjóð- ernis, uppruna síns, kyns, kyn- hneigðar, trúarbragða, fötlunar, lit- arháttar eða skoðana,“ og „Leggja skal áherslu á að efla stuðning og stoðþjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna í þeim tilgangi að gera þeim kleift að annast og ala upp fötluð börn sín.“ Allt er þetta í anda þess sem Sameinuðu þjóðirnar leggja upp með hinum alþjóðlega fjöl- skyldudegi. Velferð allra lands- manna skiptir Sjálfstæðisflokkinn máli. Tryggjum að Sjálfstæðisflokk- urinn verði enn í forystu fyrir rík- isstjórn á hinum alþjóða fjöl- skyldudegi Sameinuðu þjóðanna, hinn 15. maí nk. Merkjum X við D á kjördag. Sjálfstæðisflokkurinn – fyrir fjölskyldurnar í landinu Eftir Gísla Gíslason Höfundur býr á Álftanesi og skipar 15. sæti á lista sjálf- stæðis- manna í Suðvesturkjördæmi. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.