Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 59
félagsins. Hann var mjög vel liðinn
og átti auðvelt með að fá fólk til
starfa með sér. Hann vildi vita um
allar ákvarðanir deilda félagsins og
hafði mikið samstarf við formenn
deildanna. Ég ber mikla virðingu
fyrir starfi hans sem formanns Fylk-
is.
Á þessum árum var húsnæði Fylk-
is nánast ekkert, úr vöndu var að
ráða þegar tilefni var að gera sér
glaðan dag eins og kom fyrir oftar en
einu sinni þegar Fylkir komst upp
um deild, Kjallarinn hjá Gylfa og
Hönnu var opnaður og boðið til
veislu. Þetta voru frábær kvöld sem
líða mér ekki úr minni. Líklega hefur
enginn orðið eftir til að þrífa eða
ganga frá, þetta hefur væntanlega
lent á Hönnu sem kvartaði aldrei. Í
dag þurfum við í Fylki Fylkishöll en í
þá daga dugði kjallarinn í Glæsibæ 8.
Gylfi fékk augnsjúkdóm um 1980
og dvaldist á spítala í London þar
sem ég heimsótti hann. Við fórum á
völlinn og sáum Tottenham spila við
Southamton sem voru með bestu lið-
um á sínum tíma. Við áttum mjög
góða helgi sem gleymist mér aldrei,
þarna sáum við frábær lið og leik-
menn á heimsmælikvarða.
Við hjónin Magga og ég ferðuð-
umst töluvert með Gylfa og Hönnu.
Ein ferð er okkur mjög minnisstæð,
við vorum saman á Rimini þar sem
við áttum góða daga með börnin okk-
ar, Gylfi og Hanna fóru heim viku á
undan okkur, við fylgdum þeim út í
rútu og þegar Gylfi kveður okkur
réttir hann Birgi okkar 50.000 lírur
að gjöf, Birgir okkar varð mjög
hrærður og sagði eftir að þau voru
farinn: Við Birna höfum þá ekki ver-
ið fyrir eða leiðinleg fyrst hann gaf
okkur alla þessa peninga: Vasapen-
ingar þeirra var 5.000 lírur á dag.
Leiðir okkar hafa legið saman í
Rotary-klúbbnum í Árbænum en
Gylfi var einn af stofnfélögum. Við
höfum notið þess að borða saman og
hlustað á erindi nánast í hverri viku í
mörg ár og höfum orðið fróðari um
margvísleg málefni sem skipta okk-
ur miklu máli. Mér er efst í huga fyr-
ir nokkrum misserum þegar hann
kom á fund með tvo krabbameins-
lækna sem voru með hann til með-
ferðar vegna ristilkrabbameins.
Þessi fyrirlestur snart mig mjög
mikið og marga í klúbbnum.
Í nóvember fór Rotary-klúbbur-
inn til Berlínar þar sem við áttum
frábæra helgi saman. Gylfi og Hanna
blómstruðu af ánægju með lífið og
geislaði af þeim hamingja og ást.
Megi guð vera með ykkur á kom-
andi árum, Jóhanna, Oddgeir, Kjart-
an, Unnur, Felix og barnabörn.
Jón Magngeirsson
Mikill merkismaður hefur nú lagt
upp í sína hinstu ferð eftir hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm. Gylfi
Felixson er okkur vinahópnum úr
Árbæjarhverfi að góðu kunnur enda
óhætt að segja að við höfum verið
heimalningar í Glæsibænum þar sem
þau hjónin bjuggu sér stórt og fal-
legt heimili. Þar voru ætíð velkomnir
og tíðir gestir, æskuvinir Felixar,
yngsta sonar þeirra hjóna Gylfa og
Hönnu.
Eftir því sem árin liðu varð heimili
þeirra miðpunktur vinskapar okkar
strákanna sem hófst strax í leikskóla
og Glæsibær 8 á stóran þátt í því að
halda saman góðum hópi sem hefur
ræktað vinskap sinn í 30 ár. Þaðan
eigum við fjölmargar minningar allt
frá barnsaldri fram á fullorðinsár.
Gufuböð okkar piltana í kjallara G8
voru fastur liður á menntaskóla- og
háskólaárunum.
Reglufesta, náungakærleikur og
hæfilegur agi einkenndu þetta góða
heimili en þar var okkur misóþekk-
um drengjunum ætíð tekið fagnandi.
Á heimili þeirra lærðum við góða siði
og alltaf var gleði og kærleikur í há-
vegum hafður þar. Mikið voru þau
þolinmóð.
Gylfi var kraftmikill og vinamarg-
ur maður. Um það leyti sem við vor-
um að vaxa úr grasi varð hann for-
maður í litlu íþróttafélagi sem fékk
nafnið Fylkir. Landsmenn allir
þekkja þetta góða félag í dag sem
spilar í úrvalsdeildum í fjölmörgum
íþróttagreinum en er þó kunnast fyr-
ir knattspyrnu. Vöxtur þessa félags í
Árbæ hefur átt ríkan þátt í að skapa
ólýsanlega stemningu í hverfinu þar
sem allir sameinast í appelsínugul-
um lit undir merkjum félagsins með
miklu stolti. Gylfi hefur því skilið eft-
ir sporin víða og mun vinahópurinn
og Fylkismenn allir heiðra minningu
hans á fyrsta heimaleik félagsins eft-
ir rúma viku.
Gylfi Felixson var afar sjarmer-
andi maður sem átti gott með að
hrífa aðra með sér og hans verður
sárt saknað. Æskuvini okkar Felix,
Klöru hans og Ísold, sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
sömuleiðis Hönnu, börnum og
barnabörnum. Minning um góðan
mann mun lifa með okkur alla tíð.
F.h. æskuvina Felixar úr Árbæ,
Elvar, Freyr,
Christopher og Pálmi.
Það var okkur mik-
ið áfall að heyra að
Bryndís, vinkona okk-
ar, væri horfin á
braut svo óvænt og
langt fyrir aldur fram.
Nokkrum dögum fyrir andlátið
hafði hún samband við okkur þrjár
„stelpurnar hennar“ sem unnum
undir hennar stjórn í Verzlunar-
bankanum fyrir margt löngu og við
höfðum ákveðið að hittast og rifja
upp gamla tíma. Ætlunin var að
finna dag í byrjun júní þar sem hún
var á leið til Portúgals og hugðist
dvelja þar fram að næstu mánaða-
mótum og njóta sólarinnar og sam-
vista við vinafólk. Því miður náði
hún ekki að koma til baka í lifanda
lífi.
Bryndís var okkur sérlega góður
yfirmaður. Hún kenndi okkur
margt sem hefur reynst okkur gott
veganesti út í lífið og hún var fyr-
irmynd okkar í svo mörgu. Hún
hafði ótrúlega mikla þjónustulund
og var alltaf svo geislandi með sitt
fallega og hlýja bros. Þrátt fyrir að
við hefðum farið hver sína leið á
vinnumarkaðnum og samverustund-
unum fækkað þá þreyttist Bryndís
aldrei á því að senda okkur kveðjur
reglulega, fylgjast með lífshlaupi
okkar og fullvissa sig um að okkur
liði vel.
Með söknuði kveðjum við góða
vinkonu og sendum aðstandendum
hennar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur
Anna Bergs, Anna Maggý og
Bergþóra Kristín.
Kveðja frá fyrrverandi
starfsfélögum í Verslunar-
banka og Íslandsbanka
Fallin er frá Bryndís Svavars-
dóttir, fyrrverandi starfsmaður
Verslunarbankans og Íslandsbanka.
Við sem vinnum bankastörf eig-
um mörg hver því láni að fagna að
Bryndís Svavarsdóttir
✝ Bryndís Svav-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.
apríl 1946. Hún lést
í Faro í Portúgal 28.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Dómkirkj-
unni 11. maí.
kynnast fjölda fólks
sem þiggur þjónustu
okkar. Oft erum við
að fjalla um mál sem
eru mjög mikilvæg
fyrir viðskiptavini
okkar, þar sem traust
og trúnaður skiptir
öllu máli. Þá er mik-
ilvægt að viðskipta-
vinurinn finni að
bankastarfsmaðurinn
er allur af vilja gerður
að aðstoða og greiða
úr málum. Þar var
Bryndís á heimavelli.
Þeir sem hún átti samskipti við
fundu fljótt að þar var komin kona
sem var tilbúin að setja sig í spor
viðskiptavinarins og vildi gera það
sem í hennar valdi stóð. Fólk laðast
að slíkum starfsmönnum og slíkt
fólk er bankanum verðmætt, því
ánægðir viðskiptavinir eru forsenda
fyrir góðum rekstri. Bryndís hóf
störf í Verslunarbankanum árið
1964 og vann þar og í Íslandsbanka
allt til ársins 1997 eða í 33 ár. Hún
kynntist á þeim tíma miklum fjölda
fólks, bæði viðskiptavinum og sam-
starfsmönnum sem minnast hennar
með jákvæðum huga. Gott dæmi um
það er að í mörg ár eftir að Bryndís
hætti í bankanum kom hún um hver
áramót til okkar og fékk dagbækur
sem hún sendi til þeirra sem hún
hafði myndað sterkust tengsl við. Á
kortin með bókunum hefur hún án
efa skrifað með penna með rauðu
bleki enda var rautt blek og rautt í
bland í klæðnaði, hennar einkenni.
Árið 1997 var breytingarár hjá
Bryndísi. Hún hafði þörf fyrir að
breyta til og langaði að takast á
hendur nýjar áskoranir.
Hún hætti því að vera samstarfs-
maður, en hélt alla tíð síðan sam-
bandi við sinn gamla vinnustað og
við fundum vel að henni fannst hún
eiga enn talsvert í okkur þó árin
liðu.
Kæra fjölskylda Bryndísar. Við
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur við fráfall hennar.
Björn Sveinsson.
Þegar ég flutti í stigaganginn í
Efstalandi 6 var mér tekið opnum
örmum af nýjasta nágranna mínum,
Bryndísi Svavarsdóttur. Frá fyrsta
degi fór vel á með á okkur og spjöll-
uðum við oft um daginn og veginn,
allt frá málefnum stigagangsins
sem okkur þótti báðum vænt um að
væri í sem bestu standi, til viðburða
í lífi okkar. Þar með fékk ég að
kynnast helstu leikmönnum í henn-
ar lífi, hitti suma og þekkti aðra fyr-
ir, eins og son hennar, Hauk, sem
ég vann með eitt sumar í Lands-
bankanum einu sinni. Jóhanna, vin-
kona hennar, var ein af þeim sem
ég heyrði mikið um enda held ég að
betri vinkonu hefði Bryndís ekki
getað átt. Hún heimsótti hana til
Portúgals þegar hún hafði kost á og
hlupu þær undir bagga með hvor
annarri þegar á þurfti að halda. Þar
var sterk vinátta á ferð og er því
missir Jóhönnu ekki síður mikill en
fjölskyldu Bryndísar.
Þegar Bryndís fór til Portúgals
eða brá sér af bæ var ég vön að
taka póstinn fyrir hana og sömuleið-
is var hún alltaf boðin og búin að
gera slíkt hið sama fyrir mig.
Hjartahlýja hennar leyndi sér held-
ur ekki þegar hún bankaði upp á
hjá mér til að gauka að mér ein-
hverju smálegu, ýmist þegar ég
hafði tekið póstinn fyrir hana í smá-
tíma eða bara af því að hana langaði
til að gleðja mig. Litlir hlutir eins
og jólaleg dós sem í leyndist lítill
bangsi úr málmi sem hægt var að
stilla upp á hillu og vaggaði aðeins
ef maður ýtti við honum, páska-
skraut til að hengja á greinar og
skrautblóm. Allt rataði þetta til mín
fyrir þakklætis sakir eða einfaldlega
af því að hún var þannig innrætt að
hún hafði ánægju af að gleðja aðra.
Hún hafði einnig ánægju af því að
fegra umhverfið sem sást best á því
að á stigapallinum milli hæða var
ætíð að finna einhvers konar
skrautmuni úr smiðju hennar. Um
páska kom páskaskraut, um jól jóla-
skraut. Þess á milli skipti hún út
alls konar silkiblómum, plastblóm-
um og inn á milli stundum annars
konar munum. Allt var þetta
smekklegt og lífgaði upp á stiga-
ganginn. Mér þótti alltaf gaman að
sjá hvað hún hugsaði vel um stiga-
pallinn okkar og hafði gaman af að
sjá hvað kom næst þegar eitthvað
var búið að vera svolítið lengi og ég
vissi að hún myndi fara að breyta
til.
Mér þótti óskaplega vænt um
Bryndísi og mun ekki bara minnast
hennar sem nágranna heldur einnig
sem brosmildrar og hjartahlýrrar
vinkonu. Ég mun sakna hennar úr
Efstalandinu.
Heiða Dögg Jónsdóttir.
gleði með þínum innilegu samræðum
um lífið og tilveruna. Við höfðum
lengi undirbúið okkur undir það að
þú gætir kvatt okkur hvenær sem
var en samt varð það erfiðara en okk-
ur hafði grunað. Þú varst okkur mjög
náinn og kom það oft fyrir að þú
spyrðir hvort þú mættir kalla okkur
„mömmu“ og „pabba“ og var því
greinilegt að við áttum stóran sess í
hjarta þínu þessi seinustu ár þín. Nú
hugsar maður til þess með brosi. Það
eru margar góðar minningar sem
sækja á þegar horft er til liðins tíma.
Þú varst afskaplega ákveðinn og vild-
ir halda í góðar hefðir innan heimilis-
ins. Þótt þú vildir stundum ráða þá
vildirðu samt hafa alla góða og varst
tilbúinn til að gefa þeim stórt knús
sem á þurftu að halda ef þeim leið
illa. Það var ósjaldan sem þið Freyr
fóruð saman í messu enda varstu
mjög trúaður, og var það gott því þú
hræddist ekki dauðann, þótt þú vissir
að hann væri á næsta leiti. Frekar
sagðist þú bíða spenntur eftir að
hitta foreldra þína og fleiri skyld-
menni sem þú saknaðir sárt. Þú varst
mikill safnari og safnaðir bíómynd-
um í stórum stíl. Þið Freyr fóruð oft
saman í Kolaportið að kíkja á mynd-
ir. Þú spurðir eitt sinn hvort Sandra
safnaði ekki einhverju úr blöðunum
en hún sagði þá að sér þætti fallegur
boðskapur í dálknum „ást er“. Ekki
leið á löngu þar til þú gafst henni
heilan bunka af þeim myndadálki og
hafðirðu þá klippt þetta út fyrir hana
dag eftir dag í langan tíma. Svoleiðis
varstu, alltaf að hugsa um aðra. Þeg-
ar við hugsum til þín núna þá sjáum
við þig fyrir okkur í sólinni í Lálandi,
með úrklippurnar, Ragga Bjarna á
fóninum, en í þetta sinn ertu rjóður í
kinnum og súrefnisvélin hvergi sjá-
anleg. Við söknum þín Lalli minn en
vitum að þér líður vel þar sem þú ert
núna.
Er svíf ég yfir fannhvít fjöll,
sál sem fiður, fannhvít mjöll,
sem breiðir yfir bæ og sveitir,
sæng sína og skjól þeim veitir.
En líkami minn eftir liggur,
þungur er og friðinn þiggur,
er faðir minn á móti tekur,
sál minni og sorgir hrekur.
(Sandra Clausen)
Kveðja,
Sandra, Freyr og fjölskylda.
Lárus naut ávallt mikillar virðing-
ar hvar sem hann kom og ekki var
undantekning á því á heimili hans.
Við urðum þeirrar ánægju aðnjót-
andi að vinna á heimili hans sem hon-
um var mjög í mun að væri titlað sem
fjölskylduheimili.
Í Lálandinu mátti oft heyra kunn-
uglegar setningar úr herbergi Lalla
þegar hann var að horfa á Nonna og
Manna. Þeir þættir voru í sérstöku
uppáhaldi enda kunni hann þá utan
að. Yndislegt var að komast með hon-
um á söguslóðir Nonna og Manna nú
í haust þegar íbúar Lálands héldu í
ferðalag til Akureyrar. Þá voru
Nonnahús, Skipalón og Möðruvellir
heimsótt. Fleiri ferðalög voru farin í
gegnum tíðina, til dæmis var oft farið
í sumarbústaði, bæði í hans bústað á
Þingvöllum sem og aðra.
Minningin um svarta peningakass-
ann er skemmtileg. Lárus talaði
gjarnan um að „nú væri hann skít“
þegar hann vantaði peninga. Þá
hringdi hann í Villa einkabanka-
stjóra, bróður sinn, og bað um pen-
ing. Ekki þurfti Lalli að bíða lengi
þar til peningur var kominn í kass-
ann á ný og þá var hægt að fara í
verslunarleiðangur.
Lárus var mikill foringi í eðli sínu.
Hann var til að mynda fundarstjóri á
flestum fundum og var þá gjarnan í
sýslumannsvestinu. Hann gat jafnvel
stjórnað með augnaráðinu einu sam-
an.
Lárus var ákveðinn í að sækja um
stöðu starfsmannastjóra næst þegar
hún yrði laus hjá Styrktarfélaginu
enda voru starfsmannamálin honum
mjög hugleikin. Þegar starfsfólk
vantaði í Lálandið var hann fyrsti
maður til að leita að þroskaþjálfum í
símaskránni og pikkaði þá út þau
nöfn sem honum leist best á. Hann
reiknaði út vaktir, hélt bókhald um
hvern og einn, skipaði okkur í hin
ýmsu embætti og síðast en ekki síst
var hann mjög duglegur að klippa út
ýmsar greinar úr dagblöðum sem
hann taldi að myndu nýtast okkur.
Kaffibolla færði hann okkur beðinn
og óbeðinn. Okkur konurnar skjall-
aði hann hvenær sem tækifæri gafst.
Á kvöldin var fastur liður að fara
með bænirnar með honum, fyrst var
farið með Faðirvorið og í kjölfarið
fylgdu bænir fyrir fjölskyldu og vini,
blessunarorð og heilu messukaflarn-
ir. Lárus var vinnusamur og hafði
mjög gaman af að vinna ýmis verk, til
dæmis var hann röggsamur í salat-
gerðinni og þvottinn braut hann sam-
an af miklum myndarbrag. Þegar
Lalli hætti að vinna úti tilkynnti hann
að hann væri kominn á eftirlaun.
Ekki sat hann auðum höndum heima
heldur hófst handa við að klippa nið-
ur blöð af miklum móð sem hann gaf
á staði sem gátu nýtt pappírinn til
endurvinnslu.
Lalli var mikill trúmaður og naut
þess mjög að fara í kirkju með Frey,
vini sínum, og í nærbol fór hann aldr-
ei án þess að signa sig.
Mörg hugtök og setningar koma
upp í hugann þegar hugsað er til
Lárusar. Hann fékk sér til dæmis
alltaf „kríu“ á daginn og „lagðist á
hrygginn“, hann þurfti alltaf að
„undirbúa sig“ undir nóttina og sagði
„ég skal fyrirgefa þér“ þegar hann
var að biðjast afsökunar.
Nú er komið að kveðjustund og þú
ert búinn að fá hvíldina sem þú tal-
aðir svo oft um.
Með þessum minningarorðum
kveðjum við þig, kæri vinur.
Starfsfólk á fjölskylduheimilinu
Lálandi 23.
Lárus Hjálmarsson var mikill
heiðursmaður og var ég heppin að fá
að kynnast honum.
Þegar ég kom fyrst á heimili Lár-
usar í Sigluvog 5, en Lárus vildi að
Sigluvogur 5 bæri heitið fjölskyldu-
heimili, var árið 1994. Á þessu heimili
var mikið heiðursfólk sem tók vel á
móti mér og var gott að vera hjá.
Lárus var góður sögumaður og
gaman var að hlusta á hann segja frá
æskuárum sínum á Seyðisfirði, árun-
um á Sólheimum og árunum í Drápu-
hlíðinni. Hann var mjög ættfróður.
Þegar ég kom í fyrsta sinn til Seyð-
isfjarðar var það fyrsta verk mitt að
finna húsið sem Lárus ólst upp í,
Sýslumannshúsið. Láta taka mynd af
mér við húsið til að gefa Lárusi, einn-
ig varð ég að hringja í Lárus frá
Seyðisfirði til að fá hans staðfestingu
að ég væri við rétt hús og fá fleiri
upplýsingar um Seyðisfjörð og Há-
nefsstaðaættina sem var ættin hans.
Það eru margar minningar sem ég
á um þennan heiðursmann sem alltaf
var mikil reisn yfir og allir báru
mikla virðingu fyrir. Ég gæti skrifað
margar blaðsíður um allar þessar
minningar sem er svo gott að eiga.
Þegar stefnt var að því að flytja úr
Sigluvoginum og finna nýtt hús voru
félagarnir Lárus og Jón Úlfar Líndal
ótrúlega duglegir að skoða fasteigna-
auglýsingar og mörg voru húsin sem
við skoðuðum. Við sögðum oft á þess-
um tíma að við gætum farið að opna
fasteignasölu eða fasteignaráðgjöf.
Það var alltaf stutt í skemmtilega
húmorinn. Ég gleymi aldrei þeim
tíma þegar farið var í sumarbústað
Lárusar við Þingvallavatn – það var
einstök upplifun og einstakur staður.
Ekki er akvegur að bústaðnum en
bátur sem við rerum á með farang-
urinn. Lárus var mikill skipulags-
maður og hafði markmið með öllu
sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt
markmiðið var að ferðast hringinn í
kringum landið og voru Færeyjar
einnig teknar með. Sumarið 1996 var
hringnum lokað með ferð til Vest-
fjarða sem ég varð aðnjótandi og
fékk að koma að skipulagningu –
þetta var frábær ferð. Margt var
skoðað og farið í margar heimsóknir.
Ég var svo stolt af Lárusi þegar hann
stóð upp og hélt þakkarræður fyrir
góða móttökur.
Ég vil votta fjölskyldu Lárusar,
sambýlisfólki og vinum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Minning-
arnar um Lárus lifa.
Laufey Elísabet Gissurardóttir.