Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 61
ársbyrjun 1968. Nokkrir forverar
hans í starfi höfðu lagt ágætan
grunn að tæknimálum bæjarins en
oft við nauman starfstíma. Björns
biðu risavaxin verkefni í einum af
stærstu og elstu bæjum landsins
þar sem uppbygging í byggða- og
atvinnumálum átti eftir að verða
meiri og hraðari en áður hafði
þekkst. Með Birni Árnasyni skap-
aðist ákveðin kjölfesta í tæknimál-
um og uppbyggingu bæjarins,
þannig að eftir var tekið og Hafn-
arfjörður býr enn að störfum hans.
Til Björns leituðu tæknimenn
sveitarfélaga af öllu landinu með
álitamál og hann lagði jafnan mikið
á sig til þess að leiðbeina og upplýsa
starfsbræður sína. Það fór enginn
tómhentur frá Birni Árnasyni.
Samstarf sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu í tæknimálum var
honum alltaf hugleikið og hann
lagði sig alltaf allan fram um það að
ná fram því besta fyrir heildina á
þeim vettvangi, þótt smáborgaraleg
hreppapólitík vofði yfir.
Tæknideildir sveitarfélaga utan
Reykjavíkur voru mjög fámennar
og iðulega mannaðar tímabundið
með ungu fólki. Björn Árnason varð
því mótandi fyrir marga og hans
föstu vanar og styrku stjórnunar-
hættir urðu mörgum fyrirmynd. Við
sem ólumst upp hjá Birni vorum
kannski ekki alltaf sáttir við það að
þurfa að heyra hann taka þrjú sím-
töl á meðan við vorum að stynja upp
einu erindi við skrifborðið hans, en
eftir á að hyggja, þá leysti hann
þannig greiðlega úr fjölda mála sem
annars hefðu bara farið lengri leið-
ina með tilheyrandi óþægindum og
tímasóun.
Björn gat verið býsna hvass ef á
þurfti að halda en ég fullyrði að
hann var aldrei ósanngjarn og
mörgu málinu kippti hann í lag og í
farsælan farveg með því að tala
tæpitungulaust.
Hörð steinsteypan og svart mal-
bikið var daglegt viðfangsefni
Björns en skógræktin varð hans
ástríða. Aðrir eru betur til þess
fallnir að fjalla um afrek hans á því
sviði en líklega munu skógarnir sem
hann bjó til lengi halda nafni hans á
lofti. Aðstandendum sendum við
hugheilar samúðarkveðjur. Það er
með þökkum og sérstakri virðingu
sem við minnumst heiðursmannsins
Björns Árnasonar.
Starfsfólk Vatnsveitu
Hafnarfjarðar.
✝ KristjanaBjarnadóttir
(Nanna í Breiðanesi)
fæddist í Reykjavík
9. mars 1936. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
á Selfossi 6. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Bjarni Nikulásson
bifreiðarstjóri á
Stokkseyri og síðar
Selfossi, f. 10. ágúst
1910, d. 19. nóv.
1995, og Sesselja
Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 27.
des.1912, nú til heimilis að Hjalla-
túni, Vík í Mýrdal. Systkini Nönnu
eru Bragi bílasmiður f. 7. des.
1937, kvæntur Sigrúnu Ásgeirs-
dóttur, f. 7. mars 1943, og Hall-
dóra Margrét ljósmóðir og hjúkr-
unarfræðingur f. 29. okt. 1949.
Eftir hefðbundna skólagöngu á
Stokkseyri og Selfossi tók Nanna
landspróf frá Gagnfræðaskóla Sel-
foss. Þá var hún einn vetur á
Kvennaskólanum á Blönduósi.
Hún vann hjá Kaupfélagi Árnes-
inga, fyrst á Stokkseyri svo á Sel-
hildur, f. 31. maí 1994 og Páll Ás-
geir, f. 4. feb. 1996. 3) Helga Guð-
rún, f. 8. júlí 1965. 4) Hrafnhildur,
f. 14. júlí 1966, gift Ingvari Bjarna-
syni, f. 5. feb. 1960, sonur þeirra er
Loftur Bjarni f. 23. feb. 2001. 5)
Loftur Sigurður Loftsson, f. 31.
maí 1975, sambýliskona Kristrún
Björg Loftsdóttir, f. 2. júní 1977.
Nanna sinnti aðallega húsmóð-
urstörfum, en þegar börnin voru að
mestu farin að heiman, vann hún
m.a. á saumastofunni á Brautar-
holti á Skeiðum og sem heimilis-
hjálp í Gnúpverjahreppi. Hún var
virkur félagi í Kvenfélagi Gnúp-
verjahrepps, átti sæti í Orlofsnefnd
sunnlenskra kvenna, og var for-
maður Kvenfélagsins um tíma.
Kvenfélagið gerði Nönnu að heið-
ursfélaga, þegar hún varð sjötug.
Kórsöngur var hennar yndi alla tíð,
bæði söng hún með kirkjukórunum
á Stokkseyri og Selfossi og eftir að
hún flutti í Breiðanes söng hún
lengi með Söngfélagi Stóra-
Núpskirkju. Þá var hún einn af
stofnfélögum Árneskórs (síðar
Vörðukórs) og söng þar meðan
heilsan leyfði. Hún var gerð að
heiðursfélaga Vörðukórs árið
2006.
Nanna verður jarðsungin frá
Stóra-Núpskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
fossi, lengst af í apó-
tekinu.
Hinn 26. ágúst
1961 giftist Nanna
Lofti Sigurði Lofts-
syni frá Sandlæk í
Gnúpverjahreppi, f.
5. apríl 1937, d. 18.
júní 1997. Foreldrar
hans voru hjónin
Loftur Loftsson
bóndi þar, f. 8. okt.
1896, d. 14. mars
1978 og Elín Guð-
jónsdóttir húsfreyja,
f. 14. sept. 1901, d. 2.
febr. 1991. Nanna og Lolli settust
að á Sandlæk og byggðu sér hús,
sem þau nefndu Breiðanes. Þar
bjuggu þau alla sína tíð. Börn
þeirra eru: 1) Sesselja, f. 27. júní
1961, var gift Jónasi Helga Sveins-
syni (skildu), f. 20. mars 1953, dæt-
ur þeirra eru: a) Kristjana f. 20.
júní 1984, sambýlismaður Pétur
Bjarnason, f. 22. des. 1982, sonur
þeirra er Ari Freyr f. 3. jan. 2007,
og b) Klara f. 17. apríl 1986. 2)
Gunnhildur, f. 12. nóv. 1962, sam-
býlismaður Björn Árnason, f. 21.
maí 1959, börn þeirra eru: Ragn-
Nálgast nóttin kær,
nætur mildur blær
niðar í laufi hlýr og vær.
Ég ætla að ganga út í kvöld
í aftan sólar glóð
og blærinn heyrir einn mitt litla ljóð.
Þegar húmið hnígur yfir grund.
Hugur ávallt leitar á þinn fund.
Því þú átt mig ein, – þú átt mig ein.
Þig eina vil ég eiga hverja stund.
Þannig kvað Loftur bróðir minn og
vinur okkar til unnustu sinnar, Krist-
jönu Bjarnadóttur frá Selfossi, fyrir
um hartnær 47 árum. Það er margs
að minnast frá fyrstu heimsókn
Nönnu að Sandlæk, sem ungrar
nýtrúlofaðrar stúlku, og til dagsins í
dag. Örfá minningabrot líða öðrum
fremur gegn um hugann þegar litið er
til baka. Undirbúningur að stofnun
lítils heimilis í hluta kjallarans heima
á Sandlæk og síðan stofnun nýbýlis í
Breiðanesi þar sem byggt var upp af
miklu kappi. Börnin komu svo eitt af
öðru á báðum heimilunum, Sandlæk
og Breiðanesi, sem urðu síðan nánast
eins og einn systkinahópur. Allt lék í
lyndi og bjart virtist framundan, en
þá tóku örlögin í taumana. Lolli lenti í
slysi er orsakaði það að hann var að
mestu leyti í hjólastól það sem eftir
var ævinnar. Frá því breyttist allt í
Breiðanesi og reyndar Sandlæk líka –
svo samofið var líf okkar hér í Sand-
lækjartorfunni. Ekki væri það að
skapi Nönnu að fara að rekja þá ör-
lagasögu hér nánar, enda mörgum
kunn. En því er á þetta minnst að þá
komu best í ljós þegar á reyndi, hvílík
mannkosta manneskja hún var í raun
og gegnheil ævina á enda. „Að gefast
upp“ var ekki til í orðaforða fjölskyld-
unnar í Breiðanesi. Lolli fór í nám við
söngkennaradeild Tónlistaskóla
Reykjavíkur er hann hafði náð sér á
strik á ný og bjó fjölskyldan að hluta
til sunnan heiðar meðan á námi stóð.
Nanna og ungu dæturnar fjórar,
Sesselja, Gunnhildur, Helga Guðrún
og Hrafnhildur, veittu þann stuðning
sem hann þurfti öll námsárin. Áttu
þau öll góðar minningar frá þeim ár-
um þó lífið hafi ekki alltaf verið dans á
rósum. Gott var að fá þau aftur al-
komin í Breiðanes og lífið fór að
ganga sinn vana gang á ný. Þar eign-
uðust þau soninn Loft Sigurð, sem
var kærkominn sólargeisli í fjölskyld-
unni. Tónlistarkennsla og kórstarf
setti fljótlega mark sitt á allt heim-
ilislíf í Breiðanesi ásamt heimilistón-
listinni er iðkuð var í „torfunni“ hve-
nær sem tilefni gafst til. Er ljúft að
minnast þeirra stunda er börn og full-
orðnir söfnuðust saman við píanóið
kring um Lolla og Nönnu á öðrum
hvorum bænum og sungu af hjartans
list. Þá eru okkur kærar minningar
um ferðalög með þeim í byggðum og
óbyggðum sem voru þeirra hjartans
áhugamál alla ævi. En þau eignuðust
fljótlega góðan jeppa, eftir námsárin.
Kórstarf skipaði stóran sess í lífi
þeirra beggja en Lolli stofnaði og
stjórnaði Árneskórnum í um 20 ár eða
meðan heilsa og líf entist. Nanna var
ein af stofnendum hans ásamt okkur
hjónunum og söng með flest árin.
Lolli lést svo árið 1997, eftir nokkurra
ára vanheilsu. Enn eitt áfallið og enn
hélt lífið áfram hjá fjölskyldunni og
okkur öllum. Nanna vann nokkur ár
utan heimilis að hluta. Þá sinnti hún
félagsmálum fyrir Kvenfélagið og
SSK. Allstaðar var hún hrókur alls
fagnaðar, tókst að dreifa glaðværð og
góðvild í kringum sig. Einnig vann
hún við heimilishjálp í sveitinni með-
an heilsan leyfði. Hún varð fljótt au-
fúsugestur hjá þeim er þess nutu –
enda margfróð og vel menntuð af líf-
inu, ekki síst í mannlegum samskipt-
um. Áfram hélt Nanna að syngja er
Vörðukórinn var stofnaður, allt til
þess að heilsan bilaði. Í kórferð til
Kaupmannahafnar síðastliðið sumar
var hún gerð að heiðursfélaga og var
það að verðleikum. Við viljum færa
hjartans þakkir fyrir samfylgdina
gegn um árin og biðjum fyrir kveðjur
yfir móðuna miklu. „Þar bíða vinir í
varpa, sem von er á gesti.“ Við send-
um systkinunum í Breiðanesi og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu Nönnu í
Breiðanesi.
Guðrún og Erlingur, Sandlæk.
Við systkinin höfum þekkt Krist-
jönu Bjarnadóttur, eða Nönnu í
Breiðanesi eins hún var kölluð, alla
okkar ævi, allt frá þeim tíma sem þrjú
heimili voru í stóra húsinu á Sandlæk.
Frá þeim tíma eru fyrstu minningar
um Nönnu, úr kjallaranum, þar sem
hún dansaði twist og tjútt með Lolla
og baðaði ljóshærðar stelpuhnátur í
skolþrónni í þvottahúsinu. Svo gerð-
ust þau Breiðnesingar en frá upphafi
var mikill samgangur og samvinna
milli Sandlækjar og Breiðaness bæði í
búskap og frístundum. Áhugamál for-
eldranna á bæjunum fóru um margt
saman. Við vorum lánsöm að alast
upp í þessu umhverfi.
Við krakkarnir lékum okkur saman
öllum stundum. Þegar við vorum
Breiðanesmegin, þurfti stundum að
leita til Nönnu. Hún veitti vel og sýndi
okkur umhyggju á sinn glaðværa en
hógværa hátt, gladdist yfir sigrum
okkar og sýndi okkur samhug í sorg-
um og mótlæti. Börn okkar og makar
nutu þess sama þegar þau fóru að
venja komur sínar í Breiðanes. Þann-
ig var hún alla tíð. Þótt við hleyptum
heimdraganum hefur viðkoma við
eldhúsborðið í Breiðanesi verið sjálf-
sagður liður í helgarheimsóknum á
heimaslóðirnar.
Þegar við komumst til vits og ára
fórum við að átta okkur á því að
Nanna var ekki bara sjálfsögð sem
mamman í Breiðanesi, heldur líka
manneskja sem fékk að reyna ýmis-
legt um sína daga, bæði blítt og strítt.
Hún tók því sem að höndum bar með
jákvæðri þrautseigju og hafði lag á að
lifa lífinu lifandi. Kindurnar, garður-
inn og handavinnan veittu henni
ánægju. Þau Lolli voru miklir félagar,
deildu áhugamálum sínum og hugð-
arefnum. Þau lásu mikið og miðluðu
til barnanna og annarra. Nanna varð
áheyrandi að allri þeirri músík sem
æfð var og flutt í Breiðanesi og tók oft
þátt sjálf þar heima og annars staðar.
Hún var líka sú sem hann Lolli orti til
þegar andinn kom yfir hann eða ef
vantaði nýtt lag og texta fyrir dans-
hljómsveit, kór, tríó eða kvartett.
Þrátt fyrir þær hömlur sem lömun
Lolla setti, naut fjölskyldan þess að
ferðast um landið og vera úti í nátt-
úrunni. Öðru hvoru slógumst við á
Sandlæk og jafnvel fleiri með í förina,
öllum til ánægju. Þetta voru ótal
sunnudagsbíltúrar, veiðiferðir og
berjaferðir, í Þjórsárdal, inn á hálend-
ið eða til sjávar. Í þessum ferðum
opnuðust augu okkar fyrir töfrum
náttúrunnar.
Þessi tvö síðustu ár síðan Nanna
veiktist hefur hún af sinni alkunnu
þrautseigju notið lífsins eftir megni,
m.a. ferðast til Vestfjarða og Dan-
merkur, haldið upp á sjötugsafmælið
sitt, og upplifað það að verða
langamma. Með hjálp og stuðningi
barna og sinna og barnabarna gat
hún verið í Breiðanesi nánast til
hinstu stundar. Nú er stóllinn við
borðsendann auður. Nanna farin frá
okkur öllum inn í eilífðina, aftur til
hans Lolla sem hefur tekið á móti
henni sinni styrku hendi og leitt hana
út í ljósa vornóttina. Nú hamla lam-
aðir fætur og bilað þrek ekki lengur
för um fjöll og firnindi. Úr eilífðinni
munu þau fylgjast með afkomendun-
um sem eftir standa.
Fyrir höndi fjölskyldna okkar
sendum innilegar samúðarkveðjur til
kærra frændsystkina okkar í Breiða-
nesi, þeirra Sesselju, Gunnhildar,
Helgu Guðrúnar, Hrafnhildar og
Lofts Sigurðar og fjölskyldna og
einnig annarra aðstandenda. Við
þökkum Nönnu í Breiðanesi allt það
góða sem hún lagði okkur til í lífinu,
við erum ríkari eftir.
Elín, Valgerður og Loftur
Erlingsbörn frá Sandlæk.
Lolli og Nanna í Breiðanesi hugð-
ust verða venjulegir bændur eins og
hefð var fyrir á Sandlækjartorfunni.
Fjárbúið varð að veruleika, en örlögin
höguðu því þannig til að þau urðu tón-
listarbændur en ekki kúabændur. Sú
staðreynd hafði sérstök og jákvæð
áhrif á lífið í Sandlækjartorfunni,
smám saman urðu allir virkjaðir til
þátttöku í músíkinni, sem varð grund-
völlurinn að okkar skemmtilegustu
samverustundum við spjall, söng og
sprell við undirleik ótal hljóðfæra.
Komdu út í kvöld, komdu út með mér,
mig langar til að lýsa því, hve lífið gjöfult er.
Þær gjafir eru gersemar sem gull ei kaupa
kann,
ég syng minn söng um allt það sem ég ann,
allt sem best ég ann.
Ljósar nætur langa daga, lóukvak og
þrastaklið,
lítil börn og lömb í haga, laufgan kvist og
vatnanið.
Glampar sól á grund og voga, gælir blítt við
gróðurnál.
Aftanský í eldi loga.
Ljósar nætur langa daga fær landið mál.
(Loftur Sigurður Loftsson)
Þessar lag- og ljóðlínur voru sam-
ofnar tilveru Nönnu í Breiðanesi. Við
kveðjum hana með þessum línum.
Syngjum, syngjum sofendum draum,
vöktum vökuljóð.
Barni bænum bjartari heim,
sigurljóð og ástaróð.
Huggum, huggum hvar sem er þörf,
þann er sorgir þjá.
Vermum hann með vinarhug
lát hann fá oss hugsvölun hjá.
Söngurinn þá svo ef ég má, sefi harm og þrá.
(LSL)
Blessuð sé minning hennar og
heimilisins í Breiðanesi.
Samferðafólk úr
Sandlækjartorfunni.
Við vorum fimm vinkonur sem
urðu óaðskiljanlegar í árdaga lífs okk-
ar. Sumar höfðu þekkst frá barn-
æsku, aðrar komu seinna í hópinn.
Þessi vinabönd rofnuðu aldrei þótt ör-
lögin höguðu því þannig að við gengj-
um hver sinn veg.
Nú hefur ein úr hópnum kvatt.
Kristjana Bjarnadóttir, Nanna, eftir
stranga baráttu við illvígan sjúkdóm,
sem hún tókst á við af miklu æðru-
leysi.
Minningarnar streyma fram
tengdar Nönnu. Unglingsárin – setið
við eldhúsborðið á Lyngheiði 9, hjá
Sesselju og Bjarna, alltaf velkomnar í
spil og spjall. Uppi í herbergi að spá í
föt og stráka. Þórsmerkurferðirnar
ógleymanlegu í boddýbílum. Öll
skemmtilegu böllin og ævintýrin sem
við rötuðum í. Þar var vinsælust
Hljómsveit Óskars Guðmundssonar,
sem var elt um Suðurland þvert og
endilangt og þar varð upphaf kynna
Nönnu og bassaleikara hljómsveitar-
innar, Lofts Sigurðar Loftssonar,
Lolla, frá Sandlæk í Gnúpverja-
hreppi, sem enduðu með hjónabandi.
Nanna og Lolli byggðu úr landi
Sandlækjar nýbýlið Breiðanes og
bjuggu þar til æviloka. En ekki fer
allt eins og ætlað er. Lolli lenti í hrika-
legu slysi þegar Nanna gekk með
fjórða barn þeirra hjóna og var bund-
inn við hækjur og hjólastól upp frá
því.
Þá reyndi á vinkonu okkar og alla
tíð síðan. Hún var vakin og sofin yfir
manni sínum og studdi hann með ráð-
um og dáð. En hann átti streng í
hörpu sinni sem hann gat nýtt sér og
fjölskyldu sinni til framdráttar, það
var tónlistin. Hann dreif sig í Tónlist-
arskólann í Reykjavík, með góðra
manna hjálp, og gerðist síðan tónlist-
arkennari við Tónlistarskóla Árnes-
inga og mikilvirkur kórstjóri, laga- og
textahöfundur.
Nanna missti mann sinn fyrir all-
nokkrum árum, en heilsu hans hrak-
aði smátt og smátt þegar líða tók á
ævina. Þau Lolli eignuðust fimm
mannvænleg börn sem stutt hafa við
bak foreldra sinna og nú síðast móður
sinnar eftir að hún veiktist. Það verð-
ur ekki á neitt þeirra hallað þó við
nefnum sérstaklega Sesselju dóttur
þeirra. En hún hætti í vinnu og flutti
til móður sinnar í Breiðanes svo hún
gæti verið sem lengst heima.
Elsku vinkona okkar fékk hægt
andlát eftir erfiða raun. Nú er hún
farin til æðri heima til samfundar við
Lolla sinn og aðra ástvini sem á und-
an eru gengnir.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að Ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró. –
Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.
(Jón frá Ljárskógum)
Fjölskyldunni allri sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Steinunn Helga Sigurðardóttir,
Margrét Lúðvígsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir og
Elín Arnoldsdóttir.
Kristjana Bjarnadóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar