Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn ÞórðurRunólfsson fæddist á Dýrfinnu- stöðum í Skagafirði 20. mars 1919. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki 2. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin María Jó- hannesdóttir, f. 16. apríl 1892, d. 24. júní 1986 og Run- ólfur Jónsson, f. 25. mars 1881, d. 23. mars 1937. Börn Runólfs og Mar- íu, auk Björns, eru Sigurjón, f. 15.8. 1915, d. 27.5. 2000, eiginkona hans var Sigríður Guðrún Eiríks- dóttir, Guðbjörg Jóhannesína, f. 27.7. 1916, eiginmaður hennar var Gísli Hannesson, Anton Valgarð, f. 9.7. 1917, d. 1.4. 1993, Pálmi Ant- on, f. 24.7. 1920, eiginkona hans er Anna Steinunn Eiríksdóttir, Jó- hannes, f. 6.11. 1923, Sigríður Sól- veig, f. 23.11. 1925, d. 1.3. 2005, eiginmaður hennar var Ingólfur Hannesson, Steinunn, f. 9.11. 1926, eiginmaður hennar var Ingólfur Pálsson, Una, f. 7.9. 1928, eig- Anna María, f. 2.4. 1966 og uppeld- isbróðir er Eiríkur Jónsson, f. 29.3. 1957, eiginkona hans er Lena Jónsson Engström. Sonur Eiríks og Guðbjargar Hinriksdóttur er Þorgrímur Gunnar, f. 10.3. 1982. Björn ólst upp í stórum systk- inahópi á Dýrfinnustöðum í Akra- hreppi í Skagafirði. Elstu systk- inin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu, þegar faðir þeirra missti heilsuna. Á unglingsárum réð Björn sig til kaupamennsku á bóndabæ í Reykjavík og á her- námsárunum var hann í bygging- arvinnu í Reykjavík. Við annan bróður sinn festi hann síðar kaup á jarðýtu og vann að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði. Lengi vel stundaði hann svo vegavinnu ásamt öðrum bræðrum sínum. Björn var sjálfmenntaður, víðles- inn og hagmæltur eins og hann átti ættir að rekja til. Hann keypti jörðina Hofsstaði í Viðvíkursveit í Skagafirði árið 1962 og stundaði þar hrossarækt. Hofsstaðabónd- inn þótti gestrisinn heim að sækja, söngur, gleði og miklar rökræður voru einkennandi fyrir „parole“ á Hofstöðum. Björn hætti ekki bú- skap fyrr en heilsan krafðist þess. Síðustu árin dvaldi hann á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Útför Björns verður gerð frá Hofsstaðakirkju í Skagafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. inmaður hennar er Kristján Jónsson, Kristfríður, f. 23.8. 1929, fyrri eig- inmaður hennar var Höskuldur Þor- steinsson, seinni eig- inmaður hennar var Eyjólfur Ágústsson, Friðfríður Dodda, f. 8.12. 1931, eig- inmaður hennar er Friðrik Friðriksson, Hólmfríður Svandís, f. 11.12. 1932, d. 5.8. 1987, eiginmaður hennar var Valgarð Björnsson. Uppeldissystkini Björns voru Björgvin Eyjólfsson, f. 16.8. 1935, d. 12.2. 1961, eiginkona hans var Jónína Óskarsdóttir, Guðrún Eyj- ólfsdóttir, f. 4.10. 1936, eig- inmaður hennar er J. Ingimar Hansson. Dóttir Björns og Sigríðar Ei- ríksdóttur er Guðbjörg, f. 1.12. 1961, sambýlismaður Jón V. Gísla- son. Börn þeirra eru Berglind Eygló, f. 19.5. 1984 og Björn Þórð- ur, f. 14.11. 1986. Systkini Guð- bjargar og börn Sigríðar eru stúlka, andvana fædd 30.6. 1965, Pabbi minn. Nú hefur sigið á þín „draumanótt með fangið fullt af friði og ró“. Þó þér hafi fundist biðin eftir hvíldinni orðin ærið löng, þá var gleðin yfir lífinu aldrei fjarri og þannig minnist ég þín. Ætíð lofandi lífið og fagn- andi hverju því sem gat glætt trú þína á mennskuna og góð verk manna. Þú leiddir mig, litla stúlku, um grundir og mela, gróin tún og moldarslóða, kenndir mér að sjá og leita að fegurðinni í hinu smáa, staldra við og strjúka grasið. Við leituðum að hreiðrum, læddumst að fuglum og klöppuðum folöldum. Þá hlóstu við, þegar hestarnir þínir og folöldin hópuðust til þín og væntu góðgerða þinna: Hlýleg orð, molar og strokur. Ég efast um að gæfari og geðstilltari gæðingar hafi þekkst en hestarnir þínir á Hofstöðum. Þú sagðir að það mætti mæla gæði þjóðar af því hvernig komið væri fram við þá sem minna mega sín. Þú kenndir mér að það skipti máli að hafa skoðun og sitja ekki hjá, en átök voru þér aldrei að skapi. Mað- urinn þarf að hafa fyrir því að hugsa og skyldi ætíð leita að því sem getur orðið til góðs. Nú hefur þú kvatt, minningar sækja að. Þó síðustu sólarhringarnir okkar sam- an væru um margt erfiðir, þá vil ég trúa því að þú hafir vitað af mér hjá þér allt til hinstu stundar. Hver veit nema þreyttur hugur þinn hafi þá líka fylgt mínum til bernskunnar þegar höndin mín laumaðist til að fela sig í lófa þínum. Þakka þér fyr- ir lífið, pabbi. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarð- arströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Þín þekkta handarhreyfing, hendi lyft til að heilsa og kveðja; og þín eigin orð eru nú mín kveðja til þín: „Þetta er í lagi – allt í stakasta lagi.“ Þín dóttir, Guðbjörg. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Berglind Eygló og Björn Þórður Í minni fjölskyldu var Björn á Hofsstöðum aldrei kallaður annað en Bjössi frændi. Margri ánægju- stundinni eyddi ég við eldhúsborðið á Hofsstöðum og enn heyri ég hann segja ,,sjáið þið ekki veisluna“ eða „sjóddu strax kaffi, kona“. En þó að Bjössi frændi væri ætíð óspar á veitingarnar skiptu þær ekki mestu máli, heldur umræðurnar, sem snerust um allt milli himins og jarð- ar, allt frá sjálfvirkum hrossataðs- dreifurum til vangaveltna um hvað tæki við að lokinni þessari jarðvist. Ævinlega lagði Bjössi frændi sig fram um að vera á öndverðum meiði og þá var nú betra að geta fært rök fyrir sínu máli, eða teljast „einþátt- ungur“ ella. Aldrei heyrði ég hann þó leggja hnjóðsyrði til nokkurs manns. Iðulega snerist umræðuefn- ið um stjórnmál. Sjóndeildarhring- urinn var þá ekki bundinn við Við- víkursveitina og til dæmis dugði ekki annað en að geta tjáð sig um ástandið í Austurlöndum fjær. Eitt sinn færði Bjössi frændi mér Pe- restrojkuna til aflestrar. Nokkru síðar spurði hann hvort ég væri bú- in að lesa bókina. En svaraði sér sjálfur, ég hefði náttúrlega ekki gert það. Mér leið eins og ég hefði fallið á prófi. Bjössi frændi var hagyrtur vel en kaus sjaldnast að flíka skáldskap sínum. Og, ef hann gerði það, þá lét hann gjarna í það skína að einhver annar hefði ort. Þá þótti mér vegur minn hafa aukist hvað mest, er hann fór að sýna mér eina og eina vísu og spyrja mig álits. Og af hon- um og bræðrum hans nam ég dýr- finnskuna, ómetanlegt veganesti nýbúans í Skagafirði. Bjössi frændi var einstaklega barngóður og fylgdist ávallt vel með yngri kynslóðinni, sem enda hændist að honum. Ósjaldan skrapp hann suður eftir til að kíkja á „þá litlu“, eins og hann kallaði frændur sína í Hjarðarhaga alla tíð, jafnvel þótt þeir væru löngu orðnir höfðinu hærri en hann. Hann færði þeim gjarna sinn brjóstsykursmolann hvorum og var svo óðara rokinn aft- ur, í mesta lagi að hann hefði tíma fyrir hálfan kaffibolla og hugsan- lega eins og einn tappa. Þeim bræðrum þótti afar vænt um Bjössa frænda og eru honum færðar sér- stakar þakkir fyrir einstaka alúð við þá. Bjössi frændi bjó lengst af einn, eftir að hann flutti að Hofsstöðum. Ekki verður annað sagt en að ná- grannarnir hafi reynst honum vel með hin og þessi viðvikin. Oft átti hann þó til að hringja suður eftir og biðja Nafna sinn að koma strax. Og þá var yfirleitt affarasælast að bregðast við skjótt, því þrátt fyrir öll rólegheitin lá Bjössa frænda yf- irleitt dálítið á, ef hann á annað borð fór af stað. Það var gestkvæmt á Hofsstöð- um hér áður fyrr, fjölmargir muna „parólin“ kringum Laufskálarétt og ýmsir áttu þar fastan næturstað í Skagafirði. Ávallt lá gestabókin á eldhúsborðinu og í hana skyldu allir skrifa. Síðustu árin hans þar heima slapp ég þó orðið við að kvitta. Þá var gestakomum farið að fækka eins og verða vill og ég kom gjarna við, ef ekki var aðkomubíll á hlaðinu. Oft lá hann í rúmi sínu, en þegar ég kallaði inn að ég væri komin, stóð sjaldnast á svarinu. Ég átti að sjóða kaffi og finna Gam- meldanskinn. Af honum kvaðst hann þurfa eitt staup daglega, sam- kvæmt læknisráði. Ég heimsótti Bjössa frænda á sjúkrahúsið fyrir nokkrum dögum. Þegar ég yfirgaf hann var ekki ör- grannt um að tár hryndu af hvörm- um, enda var mér ljóst að ég hafði verið að kveðja þennan aldna höfð- ingja, sem nú er sárt saknað. Hitt vissi ég einnig, að honum var mál að halda af stað og að hann yrði kall- inu feginn. Blessuð sé minning Bjössa frænda, fari hann vel. Guðbjörgu dóttur Björns, fjöl- skyldu hennar og systkinunum færi ég samúðarkveðjur. Hjördís. Það er fallegt útsýnið frá Hof- stöðum þar sem Skagafjörðurinn með Drangeyna eins og perlu á sjávarborðinu blasir við, ægifögur og seiðandi. Síðast þegar ég heim- sótti vin minn Björn á Hofsstöðum sat hann við glugga á sjúkrahúsinu á Sauðarkróki og horfði fjarrænn á fallegt útsýnið og Drangeyna blasa við á firðinum. Það var eins og hann fengi ekki nóg af þessu útsýni, þó vestan vatna væri. Ég vil með þessum fátæklegu orðum kveðja Björn vin minn á Hofstöðum og þakka honum sam- vistina, þó hin síðari ár hafi stund- irnar verið of fáar. Þær eru ófáar stundirnar sem fóru í rökræður um lífsins gagn og nauðsynjar, en sam- ræður við Björn voru fastir liðir í heimsóknum í Skagafjörðinn. Björn var mjög vel heima á flestum svið- um mannlífsins, vel lesinn og fylgd- ist mjög vel með því sem gerðist. Hann hafði mikla réttlætiskennd og afstaða hans var tengd „lítilmagn- anum“ eins og hann orðaði það, en af þeim hafði hann stöðugar áhyggjur. Ekki var hann hrifinn af Bandaríkjunum og þeirra „brölti“ og í löngum samræðum kom fram hjá Birni hversu varhugaverðir þeir væru í fortíð og nútíð. Á hann kom sérstakur svipur þegar umræðan barst að heimsmálunum. Þessi ann- ars glaðværi og kímni maður varð á örskotsstund alvarlegur á svip. Það var jafnan gestkvæmt á Hofstöðum. Björn virkaði eins og segull sem dró að sér aðkomufólk, enda tók hann hlutverk sitt svo alvarlega um tíma, að hann gat ekki brugðið sér af bæ, því einhver gæti komið á meðan. Húmor hafði Björn í ómældu magni og sá hann á kíminn hátt spaugilegu hliðarnar á mannlífinu. Mörg af tilsvörum hans urðu og eru fleyg. „Ævinlega“ sagði Björn oft þegar hann vildi leggja áherslu á mál sitt. Veislur sem Björn hélt heima hjá sér á Hofstöðum og kall- aði „parol“ voru landsþekktar og sótti þær fólk víðs vegar af landinu. Hámark veislnanna að Hofstöðum var þegar gestir söfnuðust við org- elið og sungu og Björn spilaði undir á sinn á einstæða hátt. Minningin um Björn við orgelið í mannhafinu á Hofstöðum er fyrirferðarmikil. Björn varð þekktur fyrir hrossa- rækt sína en það var eins og allir þekkja lifibrauð hans síðustu ára- tugina. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á hrossarækt og bar mikla um- hyggju fyrir stóðinu sínu. Ég sé hann fyrir mér eina morgunstund vera að reka stóðið ofan frá Héraðs- vötnum og upp í átt að kirkjunni Björn Þórður Runólfsson Elsku Tristan, elsku engill. Við fengum ekki að hafa þig lengi hjá okkur hérna á jörðinni og þegar við heyrðum af ótímabæru andláti þínu var sem himinn og haf væru að hrynja, sársaukinn er óbærileg- ur. Af hverju, spyrjum við? Hvar er sanngirnin í þessu, að taka frá okk- ur lítinn engil sem var ekki farin að stíga sín fyrstu skref út í heim- inn? Ég hvíli í þeirri trú að Drott- inn viti hvað hann er að gera, að Guð hafi tilgang með þessu, og að þú sért núna kominn á betri stað þar sem vel er hugsað um þig elsku engillinn minn. Ég gleymi því ekki þegar við Kapinga sáum þig í fyrsta skiptið þegar þú komst með mömmu þinni heim til afa Eyfa og Ingu ömmu. Þú varst svo óttalega lítill og fal- legur og það var svo gaman að sjá Tristan Alexander Jónínuson ✝ Tristan Alex-ander Jónínuson fæddist í Reykjavík 5. júní 2006. Hann lést 30. apríl síðast- liðinn og verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. glampann í augum mömmu þinnar. Hún var breytt kona, orð- in móðir og svo greinilega stolt af litla prinsinum sínum. Þú komst með sólina, með brosinu þínu og blíðu færðirðu okkur öllum ást og gleði. Það var svo ynd- islegt, þegar við Kap- inga fengum að passa þig. Þú færðir okkur frið í hjörtun og það má með sanni segja að þarna höfum við fengið að hafa engil hjá okkur þá nótt. Kapinga vildi fá að segja þér að hún saknar þín svo mikið, elsku frændi: Það er svo gaman að hugsa um þegar amma Inga og afi Eyfi voru að passa okkur og ég fékk að leika svo mikið við þig, og mér fannst eins og þú værir litli bróðir minn. Það var svo gaman að hlaupa í hringi fyrir þig því þá fórst þú alltaf að skellihlæja, og þá fóru allir að hlæja. Núna ertu bara hjá Guði að passa okkur sem erum á jörðinni ennþá, við skulum líka passa mömmu þína. Elsku Jónína, elsku systir, ég bið Drottin að styrkja þig og halda utan um þig á þessum erfiðu tím- um hjartað mitt. Unnur Enn virðist það óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur. Ekki er svo langt síðan ég kynntist þér og þú varst ekki lengi að opna þig fyrir mér. Ég tel að við höfum ekki aðeins verið góðir vinnufélagar heldur einnig góðir vinir. Þú hlust- aðir ávallt á mig, gafst mér heilræði og sýndir mér ávallt virðingu og stuðning. Þú varst alltaf með bros á vör og húmorinn mikill okkar á milli. Ég heyri ennþá í huga mér hlátur þinn sem heyrðist ávallt hátt þegar ég sagði einhverja vitleysu eða þegar við vorum eitthvað að fífl- ast í eldhúsinu. Orð eins og reiði var ekki til í þínum orðaforða. Hvar sem þú varst þá lýstirðu upp her- bergið með persónutöfrum þínum. Það voru hrein forréttindi að fá að eiga þig að þótt það væri aðeins í stuttan tíma. Ég verð að játa það að ég var Marcello Bruno La Fata ✝ Marcello BrunoLa Fata fæddist í Mílanó á Ítalíu. Hann lést 4. mars síðastliðinn. Kveðjuathöfn um Marcello var í Kópa- vogskirkju 10. mars en útför hans var gerð í Mílanó 15. mars. ekki nógu sátt við það þegar þú sagðist ætla að yfirgefa okkur Vic- tor og flytja til Nor- egs því mér fannst ég enn eiga eftir að kynnast þér ennþá betur. En þrátt fyrir áætlanir þínar um að flytja af landinu tjáðir þú mér það að þú vild- ir halda áfram að vera í sambandi við mig og ef ég vildi koma til Tenerife þá myndir þú hýsa mig, ég þurfti bara að láta þig vita með fyrirvara og veistu hvað, Marcello, ég ætlaði að koma. Ég vona innilega að þú hafir það gott á himnum og að þér líði vel. Ég veit að það sem þú vilt síst sjá er að ég gráti þig en ég ræð ekkert við það, því að þegar ég hugsa til þín þá verður sú tilhugsun að ég fái ekki að njóta nærveru þinnar lengur þess valdandi að tárin renna niður kinnar mínar. Ég vil votta fjölskyldu, ættingjum og vinum Marcello mína dýpstu samúð og bið guð um að vera þeim til styrktar á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku Marcello, ég kveð þig að sinni og vona að við munum hittast síðar. Kveðja, Hrefna I. Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.