Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 64

Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 64
64 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Til moldar hefur verið borinn vinur okkar Grímur Gísla- son. Grím þarf vart að kynna fyrir íslensku þjóðinni enda var hann landsþekktur fyrir pistla sína í Ríkisútvarpinu sem hann flutti á vönduðu, íslensku máli og endaði ávallt með orðun- um: „Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi“. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að kynnast persónu Gríms. Við minnumst hans þegar hann var að koma úr reiðtúr um miðnætti, yf- irleitt með tvo rauða til reiðar. Kvikur og glettinn með ótrúlega Grímur Gíslason ✝ Grímur Gíslasonfæddist í Þór- ormstungu í Vatns- dal 10. janúar 1912. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 31. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 10. apríl. sýn á björtu hliðar lífsins. Framtíðarsýn hans á heimahagana, Austur-Húnavatns- sýslu, var skýr og hann var óspar á að tíunda möguleika til uppbyggingar svæð- isins. Grímur er fæddur árið 1912 og var lengst af bóndi í Vatnsdal. Þegar kom að umræðum um sýsluna og framtíðar- möguleikana gaf hann ungum langskólagengnum sérfræðingum ekkert eftir. Grímur bjó yfir víðsýni, umburðarlyndi og ótrúlegu næmi á nánasta umhverfi sitt. Aldrei hvarflaði það að okkur að kalla Grím „gamla manninn“ okkar í millum. Hann var 95 ára gamall unglingur þegar hann lést. Þannig minnumst við hans. Það var einstakt að fara með Grími á fund fjárlaganefndar þar sem umræðuefnið var uppbygging afþreyingargarðs á Blönduósi. Hann var óhræddur við að láta í ljós skoðun sína við alþingsmenn- ina og menn hlustuðu á „öldung- inn“ sem talaði eins og ungur mað- ur, fullur eldmóðs og trú á framtíðina. Ógleymanleg er ferð með honum suður Kjöl fyrri hluta sumars. Maður kom ekki að tómum kof- unum hjá Grími þegar kom að því að nefna örnefni og kennileiti í stórkostlegri náttúrunni. Margar skemmtilegar sögur voru sagðar sem geymast vel í minningunni um góðan dreng. Það var alltaf uppörvandi að hitta Grím og ræða við hann um mál sem þörfnuðust úrlausnar. Alltaf hafði hann eitthvað gott og gagnlegt til málanna að leggja og aldrei var langt í húmorinn. Hann tók ávallt ljúfmannlega á móti okk- ur í anddyrinu þegar við heimsótt- um hann á Garðabyggðina, smellti koss á kinn með orðunum, „þetta er eini bæjarstjórinn á landinu sem huggulegt er að kyssa“. Við sendum aðstandendum Gríms okkar dýpstu samúð. Það verður gaman að koma yfir og hitta Grím. Fara með honum í reiðtúr á grundunum miklu. Hjörtur Karl og Jóna Fanney. Ferðin til Flórída á vegum Vildarbarna var örlagarík ferð. Þar nutu þau langþráðra samvista í yndislegu umhverfi Magnús Óli, Guðbjörg, Kristján og litlu systurn- ar tvær, Birta Ósk og Sigrún Lilja. Auk þess var með til aðstoðar Sessý frænka og Gillian hjúkrunarfræð- ingur. Í þessari ferð sagði Magnús Óli orðið mamma í fyrsta og eina sinnið, svona til að segja mömmu sinni hvað hann elskaði hana óendanlega mikið og þakka henni fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún hafði veitt hon- um í erfiðu lífi. Því á leiðinni heim ákvað þessi yndislegi ungi maður að kveðja fyrir fullt og allt. Já, ég segi ákvað, því Magnús Óli hafði sterkan vilja, vilja sem hann sýndi hvað eftir annað, ekki síst í harðri baráttu við að ná heilsu eftir erfið veikindi. Eins sársaukafullt og það er fyrir alla sem elskuðu Magnús Óla að missa hann, þá er vissan um það að hann hleypur nú um, frjáls, með öðr- um börnum huggun. Nú getur hann hitt langafana sína og -ömmu og Nonna frænda, sem taka vel á móti honum. Magnús Óli, eða Moli eins og hann var oft kallaður, var mikill gleðigjafi. Allir sem önnuðust hann, hvort sem var á sjúkrahúsum, í leikskólanum, skólanum eða á Holtaveginum þar sem hann bjó síðustu árin sín, elsk- uðu hann enda sterkur karakter á ferðinni. Og ekki síst Brynhildur, stuðningsmamman hans til nokk- urra ára. Hún heimsótti hann oft og áttu þau dýrmætar stundir saman. Magnús Óli var listrænn og liggur eftir hann fjöldi listaverka sem hann vann á Lyngási og í Safamýrarskóla. Auk þess elskaði hann tónlist og að hlusta á mömmu sína syngja var auðvitað toppurinn á tilverunni. Moli var alltaf flottastur. Sama hvert var verið að fara, alltaf skyldi vera stæll á honum. Moli var líka fallegastur. Moli var líka bestur. Þegar myndir úr ferðinni til Flór- ída eru skoðaðar sjáum við hvað Moli skemmti sér vel og hvað hann var hamingjusamur og naut sín vel. Moli í sundi, Moli í Disney World og Moli í búðunum, auðvitað. Þar eru minn- ingar sem eru fjölskyldunni ómetan- Magnús Óli Guðbjargarson ✝ Magnús Óli Guð-bjargarson fæddist í Reykjavík 3. janúar 1996. Hann lést aðfara- nótt 2. maí síðastlið- ins og var jarðsung- inn frá Fossvogs- kirkju 11. maí. legar, þó mest Guð- björgu minni, sem var búin að þrá lengi að fara í svona frí með augasteininum sínum. Það var Icelandair sem gerði það kleift og er starfsmönnum fyr- irtækisins þakkað fyr- ir það. Sérstaklega ber að þakka starfs- fólki öllu fyrir fag- mennsku og hlýhug við erfiðar aðstæður í fluginu á leiðinni heim. Magnús Óli skilur eftir stórt skarð í hjörtum okkar, minning um hetju mun alltaf lifa. Elsku barnið mitt, megi guð varð- veita þig. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson) Amma Bryndís. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum.) Magnús Óli heillaði hvern þann sem kynntist honum. Á sumrin á Ís- landi var hann mikill sóldýrkandi og naut þess að fara í sund. Síðastliðinn vetur var Magnús Óli oft alvarlega veikur. Fjölskylda hans var ákveðin í að láta drauminn rætast og fara með hann í sólina til Flórída. Mér hlotn- aðist sá heiður að vera með þegar Moli og hans nánustu fóru í 12 daga ferð til Flórída í boði Vildarbarna Icelandair. Frá flugtaki við brottför var hann í góðu skapi. Hann blómstraði í ferð- inni og, ef svo má að orði komast, brosti allan hringinn í 12 daga. Hann lá í sólbaði, hann fór í sund, hann fór á skemmtanir, þar sem mikið var sungið, þar á meðal var „Simply The Best“ tileinkað honum. Magnús skoðaði höfrunga, fíla og kameldýr og var alltaf kátur. Hann tók hástöf- um undir fjöldasöng í öllum bíltúrum okkar. Elsku Guðbjörg, Kristján, Birta, Sigrún Lilja og Sessy, megi Guð og allar góðar vættir vera með ykkur. Ég mun geyma allar góðar stundir sem við áttum saman í minningunni um Mola, hann var einfaldlega best- ur. Ykkar Gillian. Yndislegi Magnús Óli, ég man þegar ég hitti þig fyrst. Í lok febrúar 2003 kom ég í heimsókn í Kópavog- inn að hitta litla strákinn sem ætlaði að flytja til mín á Holtaveginn. Ég man að ég hugsaði „það er eins gott að passa sig á þessum gaur“ en það var þá þegar orðið of seint, þú stalst hjarta mínu áður en sú hugsun var hugsuð til enda. Ég gat ekki annað en fallið fyrir þér, glampinn í aug- unum, brosið þitt og hljóðin þín, allt í þínu fari var svo fallegt, líka putt- arnir og tásurnar. Stuttu seinna varstu kominn á Holtaveg og sam- ferð okkar hófst. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér litli gullMoli, þú varst svo endalaust glaður, þolinmóður og þrautseigur. Margar næturnar áttum við saman, oft uppi á spítala þegar þú varst las- inn en líka á Holtaveginum í góðum „vökugír“, þér fannst stundum snið- ugt að vaka á næturnar og sofa á daginn. Þessar stundir eru dýrmæt- ar í minningunni, þá var oft mikið spjallað, sungið og spekúlerað. Það þurfti að lesa þig til að finna út hvernig þér leið, hvað væri að angra þig, hvað þig langaði og hvers þú þarfnaðist. Oft varstu eins og lokuð bók og eina ráðið að setja mömmuna þína í geislaspilarann og lófann minn á brjóstið þitt. Við gátum spilað aft- ur og aftur uppáhaldslagið okkar „Þakklæti“, lag sem enginn getur sungið eins og hún. Þú gerðir yfir- leitt ekkert eins og aðrir, fórst ein- hvern veginn þína leið í öllu, ekki hægt að nota neitt form eða ramma utan um þig og oft var ég eitt spurn- ingarmerki: „Hvað er nú þetta, og hvað svo, hvað geri ég nú“? Erfiðast var að ákveða hvort og hvenær við ættum að fara upp á spítala, stund- um varstu bara að gabba okkur, kannski fannst þér gaman að keyra hratt með bláu ljósunum? Ég veit það ekki. Það lýsir þér vel hvernig þú kvaddir þennan heim. Í háloft- unum á Sagaclass, í faðmi þinna nán- ustu á leið heim eftir ævintýraferð í Disney World. Þú kvaddir með stæl, litli töffarinn minn. Ég er þakklát Guði fyrir að þér tókst að fara þessa ferð, að þú varst með mömmu og pabba, Birtu og Sigrúnu síðustu dag- ana. Þakklát fyrir að þú varst ekki veikur og kvalinn, tengdur vélum þegar þú kvaddir okkur, ekki að keyra hratt með bláu ljósunum. Þakklát fyrir að Gillian var með ykk- ur. Þakklát fyrir að þú varst ekki á Holtaveginum þessa nótt heldur hjá fallegu og góðu mömmunni þinni. Ég er þakklát fyrir þá fullvissu að nú ertu kominn heim til pabba okkar á himnum þar sem er allra best að vera. Þar sem engin sorg er, enginn sársauki, og þú laus úr viðjum fötl- unar. Ég er þakklát fyrir þá fullvissu að við lifum þótt við deyjum eins og orðið Hans segir. Ég trúi að Guð hafi gefið þér nýjan dýrðarlíkama, veit ekki hvernig hann lítur út en trúi að hann sé sko miklu flottari en sá sem við eigum hér á jörðinni. Nú ertu sannarlega „káta barnið Hans og líf- ið allt um kring er leikfang þitt“ eins og segir í textanum. Elsku Magnús Óli, takk fyrir allt sem þú gafst og kenndir mér. Elsku Guðbjörg og Kristján, takk fyrir að treysta okkur fyrir „Molanum“ ykk- ar, takk fyrir að hafa fengið að ann- ast hann og elska þessi fjögur ár. Kveðja, Ásta. Það er erfitt að koma í orð harm- inum sem við finnum í brjósti okkar eftir að við fengum fregnir af því að elsku fallegi Magnús Óli væri látinn. Þessi veröld er ekki alltaf sanngjörn og við vitum aldrei hvað morgundag- urinn ber í för með sér. Þegar við hugsum til Magnúsar kemur upp í huga mér mynd af ljós- um fallegum dreng sem heillaði alla upp úr skónum með fallegu andliti sínu, brosi sem bræddi hvern mann og augum sem lýstu hlýju og ákveðni. Þú varst sólargeislinn hennar mömmu þinnar sem stóð sem klettur við hlið þér í öllum þeim veik- indum sem þú þurftir að berjast við. Nei, betri móður hefðir þú ekki get- að átt. Ekki hefurðu getað fengið betri pabba heldur en Kristján sem kom inn í líf þitt þegar þú varst bara 4 ára og hefur verið þér og mömmu þinni mikil stoð og stytta. Lífið hefur ekki verið þér auðvelt, elsku Moli okkar, en þú barðist alltaf eins og sönn hetja og alltaf var stutt í brosið þitt. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. En kallið er komið, frelsarinn vill þig heim og eftir situr minningin í hjörtum okkar um yndislega ljúfan og fallegan dreng. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ókunnur.) Elsku Guðbjörg, Kristján, Birta, Sigrún og aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Hugur og hjarta okkar er hjá ykk- ur. Samúðarkveðja, Hrönn, Carlos og börn. Ó, sofðu, blessað barnið frítt, þú blundar vært og rótt. Þig vængir engla vefja blítt og vindar anda hljótt. Af hjarta syngja hjarðmenn þér til heiðurs vögguljóð sem tér: Sofðu rótt, sofðu rótt, vært og rótt, sofðu rótt. (Þýð. Þorgils Hlynur Þorbergsson) Kæru foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur við vottum okkar inni- legustu samúð. Við geymum minninguna um ynd- islegan dreng, sem átti stutt í fallegt brosið. Megi Guð og góðir englar geyma elsku Magnús Óla. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Starfsfólk Skammtímavistunar, Álfalandi 6, Sigríður Valgeirsdóttir. Elsku besti Magnús Óli, ég var ein af þeim heppnu sem fengu að kynn- ast þér. Ég sá þig fyrst þegar þú varst lítið kríli og mig langaði helst að taka þig með mér heim. Ég fékk þó þess í stað að njóta nærveru þinnar á stundum í gegnum árin og er það ómetanlegt. Svona sé ég þig; þú ert sólargeisli, þú ert sá sem dregur fram bros á vör, þú ert þakklátur, þú ert með ómótstæðilega útgeislun, þú ert sterkur, þú ert hetja, þú ert fallegur, þú ert engill, engill sem nú hefur öðl- ast vængi sína, þú ert elskaður, þín verður sárt saknað, þú lifir ávallt í hjörtum okkar sem voru svo heppin að kynnast þér. Elsku Gugga, Kristján, Birta Ósk, Sigrún Lilja og Haukur Jarl, ég samhryggist ykkur innilega. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu stundum. Sigríður Sigurjóns. Elsku Magnús Óli Lífið er fljótt að breytast. Þegar ég heyrði fréttirnar að þú værir dá- inn, vissi ég ekki hvernig ég ætti að vera. Litli fallegi sólargeislinn minn far- inn, það er erfitt að trúa því. Við brölluðum mikið saman þegar þú varst hjá mér á Lyngási og er ég þakklát fyrir hverja þá einustu stund og mun geyma þær vel í huga mín- um. Alltaf leið mér vel í kringum þig, það geislaði af þér hversu mikill gull- moli þú varst, ljósa hárið, fallegu augun, og brosið bræddi hvern þann sem kom nálægt þér. Elsku Magnús Óli, ég veit þér líð- ur vel núna. Þú munt alltaf eiga stórt pláss í mínu hjarta og mínum huga. Elsku Guðbjörg, Kristján og fjöl- skylda, ég votta ykkur samúð mína á þessum erfiða tíma. Guð veri með ykkur um ókomna framtíð og guð geymi þig, elsku Magnús Óli minn. Þín vinkona Marta María. Farðu nú að hvíla þig var það síðasta sem ég sagði við ömmu mína, Elvu Hólm. Heimurinn er mun fátækari síð- an þú yfirgafst hann og hef ég aldr- ei séð jafn ríka manneskju eins og þegar ég sá þig labba inn í veit- ingahúsið í Ameríku fyrir ári síðan þegar öll fjölskyldan okkar var saman komin til að fagna 70 ára af- mælinu þínu, sem því miður, Elva Hólm Þorleifsdóttir ✝ Elva Hólm Þor-leifsdóttir, fyrr- um kaupkona og húsmóðir í Keflavík, fæddist á Siglufirði 10. apríl 1936. Hún andaðist á sjúkra- húsi í Bandaríkj- unum 6. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 23. mars. reyndist vera þitt síð- asta. Það kvöld voru stelpurnar mínar Alexandra og Elva klæddar pilsunum sem þú hafðir prjón- að handa þeim og brosið á milli okkar þegar þú sást þær sagði meira en nokk- ur orð hefðu getað sagt. Og þegar ég flutti að heiman í fyrsta sinn rétt innan við tvítugt þá gafstu þú mér eitt af þínum handverkum og sagðir þú við mig eins lengi og myndin væri hjá mér, þá værir þú hjá mér. Elsku amma mín, þú munt áfram lifa í góðri minningu hjá mér. Það eru forréttindi að eiga þig sem ömmu. Amma mín haltu nú áfram að hvíla þig og ég bið að heilsa Sverri frænda. Sverrir Auðunsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.