Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 67
ar, sr. Guðmundur Karl Ágústsson,
sr. Svavar Stefánsson og Ragnhild-
ur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir
altari.
Gerðubergskórinn undir stjórn
Kára Friðrikssonar syngur og leið-
ir almennan safnaðarsöng og org-
anisti er Lenka Mátéová. Guðrún
Jónsdóttir, forstöðukona fé-
lagsstarfs Gerðubergs og Gunnar
Hauksson, formaður Fellasóknar,
lesa ritningarlestra. Eftir guðs-
þjónustuna er boðið upp á kaffi og
meðlæti sem Soroptimistar Hóla og
Fella sjá um í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Verið innilega velkomin í
Fella- og Hólakirkju.
Listafélag Grafarvogs-
kirkju stofnað
Á undanförnum árum hefur Graf-
arvogskirkja staðið fyrir mörgum
listviðburðum. Tónleikar eru fjöl-
margir á hverju ári. Leiksýningar
hafa verið settar upp og margar
myndlistarsýningar einnig.
Nú er ætlunin að stofna Lista-
félag kirkjunnar. Til að ýta því úr
vör hefur verið stofnuð undirbún-
ingsstjórn en í henni eru: Að-
alsteinn Ingólfsson listfræðingur,
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir text-
ílhönnuður, Einar Már Guðmunds-
son rithöfundur, Kristín Marja
Baldursdóttir rithöfundur, Pálmi
Gestsson leikari, Sigmundur Ernir
Rúnarsson ritstjóri og Theódór
Blöndal tæknifræðingur.
Fjölskylduguðsþjón-
usta í Árbæjarkirkju
Sunnudaginn 13. maí kl. 11 er fjöl-
skylduguðsþjónusta. Leikhópurinn
Perlan heiðrar okkur með nærveru
sinni eins og þau hafa gert und-
anfarin ár á öðrum sunnudegi í
maí. Það verður hefðbundin fjöl-
skyldumessa með fullt af skemmti-
legum söngvum, fróðleik og
skemmtan. Eftir að stundinni í
kirkjunni lýkur verður boðið upp á
grillaðar pylsur og meðlæti. Minn-
um á skráningu í safnaðarferðina í
Þórsmörk sunnudaginn 20. maí.
Messa með suðræðu
sniði í Laugarneskirkju
Á morgun sunnudaginn 13. maí kl.
20 verður flutt Argentísk messa í
Laugarneskirkju, Misa Criolla. Kór
Laugarneskirkju flytur messuna
ásamt hljómsveit hússins. Ein-
söngvarar eru Örn Arnarson og
Guðlaugur Viktorsson. Stjórnandi
er Gunnar Gunnarsson organisti
kirkjunnar. Sr. Hildur Eir Bolla-
dóttir prédikar og þjónar við alt-
arið í messunni ásamt Sigurbirni
Þorkelssyni meðhjálpara.
Að messunni lokinni býðst
kirkjugestum að þiggja samfélags-
eflandi molasopa, djús eða vatn í
safnaðarheimilinu í umsjá Gunn-
hildar Einarsdóttur kirkjuvarðar.
Allir velkomnir.
Þess ber að geta að frá sunnu-
deginum 13. maí til 24. júní verða
messur öll sunnudagskvöld í Laug-
arneskirkju kl. 20 en engar að
morgninum.
Höklasýning og hátíða-
messa í Langholts-
kirkju
Við hátíðamessu kl. 11 hinn 13. maí
verður opnuð í Langholtskirkju
sýning á 10 höklum og stólum sem
Herder Andersson, sóknarbarn í
Langholtssöfnuði, hefur saumað
undanfarið ár. Hann saumaði einn-
ig forkunnarfagran altarisdúk og
altarisklæði sem voru helguð við
messur haustið 2006. Herder hann-
aði sjálfur allan þennan forkunn-
arfagra kirkjuskrúða og saumaði í
höndunum. Er þessi vinna Herders
án efa einsdæmi hér á landi og óvíst
að samjöfnuð megi nokkurs staðar
finna.
Séra Kristján Valur Ingólfsson
predikar og þjónar ásamt sókn-
arpresti og Kammerkór Langholts-
kirkju syngur undir stjórn Jóns
Stefánssonar.
Boðið verður upp á súpu eftir
opnun sýningarinnar. Kl. 17 þenn-
an sama daga heldur Kammerkór
Langholtskirkju tónleika í kirkj-
unni.
Dagur aldraðra
í Laugarneskirkju
Í mörgum kirkjum hefur uppstign-
ingardagur á síðari árum verið
gerður að degi aldraðra og er það
vel um leið og við minnumst upps-
tigningar Jesú Krists til himna.
Hátíðarmessa tileinkuð öldr-
uðum verður í Laugarneskirkju á
uppstigningardag kl. 14. Sr. Hildur
Eir Bolladóttir prédikar og þjónar í
messunni ásamt Sigurbirni Þor-
kelssyni meðhjálpara, þjónustuhóp
kirkjunnar, Gunnari Gunnarssyni
organista og kór Laugarneskirkju.
Að messunni lokinni býður sókn-
arnefnd kirkjunnar upp á tertu-
sneið og notalegan og samfélagsefl-
andi kaffisopa. Umsjón hefur
Gunnhildur Einarsdóttir kirkju-
vörður. Þegar flestir hafa rennt
tertunni niður mun Gunnar Gunn-
arsson organisti setjast við flygilinn
og við tökum saman nokkra gamla,
góða og hressandi íslenska vor- og
sumarsöngva. Allir velkomnir.
Sumarhátíð og kirkju-
reið hestamanna í
Lágafellssókn
Sumarið er komið og náttúran að
vakna um byggðir og ból, lömbin
sér brátt leika og fuglarnir syngja
um haga og á hól. Allt vaknar í um-
hverfinu úr dvala vetrar og kallar
okkur mannfólkið út úr híbýlum
okkar, til að njóta fegurðar og mik-
ilfengleika sköpunar Guðs og finn-
an vaxandi þrótt með sumarkomu.
Kirkjan, við, hinn kristni söfnuður,
lofum Guð fyrir sköpun sína og
kraft, gleðjumst og þökkum vet-
urinn sem liðinn er.
Sumarhátíðin: Sunnudaginn 13.
maí kl. 11 verður haldin sumarhátíð
barna og æskulýðsstarfs Lágafells-
kirkju. Stoppleikhópurinn kemur
og flytur leikritið um Eldfærin. Eft-
ir leiksýninguna verður farið í úti-
leiki og boðið upp á grillaðar pyls-
ur. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kirkjureiðin: Sunnudaginn 13.
maí verður hin árlega kirkjureið
hestamanna úr hestamannafélag-
inu Herði í Mosfellsbæ til guðsþjón-
ustu í Mosfellskirkju. Lagt verður
af stað frá hesthúsahverfinu í Mos-
fellsbæ kl. 13 og riðið verður inn
hinn fagra Mosfellsdal að hinum
forna og sögufræga kirkjustað
Mosfelli. Hestagirðing verður á
staðnum.
Guðsþjónusta verður í Mosfells-
kirkju kl. 14. Ræðumaður Marteinn
Magnússon, hestamaður. Karlakór-
inn Stefnir syngur og leiðir söng
undir stjórn Atla Guðlaugssonar.
Einsöngvari Birgir Hólm Ólafsson.
Organisti Jónas Þórir. Prestur.
Ragnheiður Jónsdóttir. Allir vel-
komnir. Prestarnir.
Nánd hringmessunnar
í Fríkirkjunni
í Reykjavík
Samræðu- og hringmessa kl 20. Við
finnum nándina er við sitjum saman
í hring, syngjum, lesum og ræðum
orð ritningarinnar. Textar: Pré.
3:1-8, Gal. 6:2-10 og Lúk. 11:5-13.
Vinsamlega komið með Biblíuna
meðferðis! Tónlistina leiðir Carl
Möller við flygilinn, Ása Björk
Ólafsdóttir leiðir messuna og um-
ræður ásamt Nöndu Maríu. Alt-
arisganga í hringnum. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Morgunblaðið/ÓmarHafnarfjarðarkirkja
Ragnheiður og Ómar sterkust
á lokasprettinum
Ragnheiður Nielsen og Ómar Ol-
geirsson reyndust sterkust á loka-
sprettinum á Íslandsmótinu í par-
atvímenningi sem háð var um
helgina 5.–6. maí og skarta því titl-
inum Íslandsmeistarar í paratví-
menningi 2007. Ómar og Ragnheiður
voru alla tímann í toppbaráttunni,
reyndar oftast í fyrsta sæti og voru
þegar upp var staðið með rúmlega
1% forystu á annað sætið.
Björgvin Már Kristinsson stjórn-
aði mótinu af röggsemi eins og hann
er vanur en lokastaða efstu para
varð þessi:
Ragnheiður Nielsen – Ómar Olgeirss. 56,8%
Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbjss. 55,7%
Arngunnur Jónsd. – Kristján Blöndal 55,3%
Guðrún Jóhannesd. – Jón H. Elíasson 54,5%
Ljósbrá Baldurs – Sverrir Ármanns. 54,4%
Esther Jakobsd. – Guðm. Hermannss. 53,2%
Briddsfélag Kópavogs
Það var mikil spenna á toppnum á
lokaspilakvöldi BK.
Efstu pör:
Guðni Ingvarsson - Sigfús Þórðarson 184
Eiður M Júlíuss. - Júlíus Snorrason 181
Erla Sigurjónsd.- Loftur Pétursson 180
Snorri Steinsson - Þórður Jónsson 168
Andrés Þórarinss.- Halldór Þórólfss. 158
BK þakkar öllum sem tóku þátt í
spilamennskunni í vetur og vonast til
að sjá sem flesta við græna borðið í
haust.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 4. maí var spilað á 15
borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 377
Oddur Jónsson – Eyjólfur Ólafsson 354
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 353
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 328
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsd. 328
A/V
Magnús Oddsson – Óli Gíslason 424
Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 366
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 357
Bragi Björnss. – Jón Sævaldsson 348
Þriðjudaginn 8. maí var spilað á 15
borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S
Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 376
Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinsson 356
Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínus 337
Jóhann Benediktss..– Pétur Antonss. 331
A/V
Knútur Björnsson – Elín Björnsdóttir 372
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 367
Sveinn Snorrason – Gústav Nílsson 344
Magnús Oddsson – Óli Gíslason 344
Gullsmárinn
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á 11 borðum
mánudaginn 7. maí. Miðlungur 220.
Efst NS:
Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 267
Guðrún Gestsd. – Bragi V. Björnsson 254
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgerisdóttir 248
Leifur Kr. Jóhanness – Guðm. Magnúss. 236
Efst AV:
Þórður Jörundss – Hrafnhildur Skúlad. 269
Sigríður Gunnarsd. – Björn Björnsson 254
Elís Kristjánsson – Páll Ólason 252
Halldór Jónsson – Valdimar Hjartarson 239
Spilaður var tvímenningur
fimmtudaginn 10. maí. Miðlungur
126.
Efst NS
Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 142
Þorgerður Sigurg.d. - Stefán Friðbjss. 133
Heiður Gestsd - Jóhanna Gunnlaugsd. 132
Björn Björnsson - Sigríður Gunnarsd 127
Efst AV
Sigtryggur Ellertss - Þorsteinn Laufdal 167
Ragnar Ásmundars. - Óli Gíslason 136
Bragi Björnsson - Ármann Lárusson 133
Halldóra Thorodds.-Hlaðgerður Snæbjd.121
Spilað verður 14. mai. Spil fellur
niður 17. mai.
Sumarbrids í Síðumúlanum
Hin sívinsæla sumarspilamennska
hefst miðvikudaginn 16. maí á slag-
ina sjö í húsakynnum BSÍ í Síðumúla
37 – tvímenningur með „monrad-ba-
rometer“ sniði, sem hentar öllum,
konum og körlum, ungum og öldn-
um, reyndum sem óreyndum. Spilað
verður þrjú kvöld í viku, mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga, og hefst
spilamennska alltaf kl. 19. Umsjón-
armenn eru Sveinn Rúnar Eiríksson
og Guðmundur Páll Arnarson, en
þeir félagar hafa í hyggju að brydda
upp á ýmsum nýjungum í sumar.
Spilarar eru minntir á að mæta
tímanlega, svona fimmtán mínútum
fyrir flugtak.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Síðasta spilakvöld hjá Breiðfirð-
ingum á þessu vori var sunnudaginn
6. maí. Spilaður var tvímenningur.
Hæstu skor kvöldsins voru eftirfar-
andi:
Norður-Suður
Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinsson 210
Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmanss. 208
Sigurjóna Björgvins. – Karólína Sveins. 171
Austur-Vestur
Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 199
Hörður Einarsson – Benedikt Egilsson 188
Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 188
Við byrjum að spila aftur í haust
sunnudaginn 23. september. Við ósk-
um Arnóri Ragnarssyni og félögum
hans á Morgunblaðinu gleðilegs
sumars og þökkum fyrir samstarfið
á liðnum vetri.
Frímann Stefánsson vann Topp
16 einmenning BA
Síðastliðinn þriðjudag fór fram
einmenningur hjá bridsfélagi Akur-
eyrar þar sem þeir 16 spilarar sem
flest bronsstig höfðu fengið um vet-
urinn reyndu með sér. Keppnin var
mjög spennandi framan af en Frí-
mann náði góðri forystu með góðum
setum gegn efstu mönnum og þegar
upp var staðið var niðurstaðan býsna
afgerandi. Þess má geta að af fimm
efstu eru þrír ættaðir frá Mývatni.
Frímann Stefánsson 68,1%
Sveinbjörn Sigurðsson 55,9%
Pétur Gíslason 54,8%
Sigurður Erlingsson 52,6%
Björn Þorláksson 51,9%
Þriðjudaginn 15. maí kl. 19.30
verður svo haldinn aðalfundur BA og
eru spilarar hvattir til góðrar mæt-
ingar í aðalfundarstörf, veitingar og
spil.
Efstu pör Þrjú efstu pörin í paratvímenningnum. Frá vinstri eru Ásgeir
Ásbjörnsson og Dröfn Guðmundsdóttir sem enduðu í öðru sæti, Ragnheið-
ur Nielsen og Ómar Olgeirsson Íslandsmeistarar og Arngunnur Jónsdóttir
og Kristján Blöndal sem enduðu í þriðja sæti. Lengst til hægri er Guð-
mundur Baldursson, forseti BSÍ sem afhenti verðlaunin.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is