Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 70
70 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Munið listmuna- og handverkssýn-
inguna í dag kl. 13–7. Til sýnis listmunir sem unnir
hafa verið af gestum félagsmiðstöðvarinnar. Jónas
Þórir og Hjörleifur Valsson leika á píanó og fiðlu kl.
14. Hátíðarkaffi kl. 15.
Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. 14. maí kl. 16.30.
,,Vortónfundur’’ gítarnemenda Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristins. umsj. Símon Ívars. Alla föstud. kl.
10 er ,,Bragakaffi – Dægurmálastofan“ (nýjung)
heitt á könnunni, spjall um dægurmál,óvæntir gest-
ir o.fl. Kl. 10.30 er lagt af stað í létta göngu um ná-
grennið, allir velkomnir. S. 575-7720.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir í félagsstarfið.
Alla laugardagsmorgna kl. 10 er farið í gönguferð
eitthvað út í bláinn. Gengið er í 30 mín., teygjuæf-
ingar á eftir, kíkt í blöðin með smáspjalli um málefni
dagsins. Kíktu við. S. 568-3132. asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is.
Kvenfélag Bústaðasóknar | Félags- og skemmti-
fundur mánudaginn 14. maí í safnaðarheimili Bú-
staðakirkju kl. 20. Kvenfélagið Fjólan frá Vogum á
Vatnleysuströnd kemur í heimsókn. Kaffiveitingar.
Vesturgata 7 | Mánudagur: kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10
boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádegis-
verður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handverkssýning í dag
kl. 13–16, sýndir eru munir sem gestir stöðvarinnar
hafa unnið. Hátíðarkaffi, söngur og dansað við und-
irleik harmónikkuhljómsveitarinnar Vitatorgs-
bandsins. Allir velkomnir.
Kirkjustarf
Glerárkirkja | Barnakór Glerárkirkju, Æskulýðskór
Glerárkirkju, nemendur úr Tónlistarskóla Akureyr-
ar, Geiri gleðigaur, fuglinn Konni og fleiri hittast í
Glerárkirkju á vorhátíð sunnudaginn 13. maí. Hátíð-
in hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 og stend-
ur til kl. 13. Hoppukastalar, pylsur og fleira í boði.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58–60, 3.h.
Kristniboðsfélag karla heldur fund mánudaginn 14.
maí kl. 20. Biblíulestur í umsjá Bjarna Gíslasonar.
Allir karlmenn velkomnir.
Landakirkja í Vestmannaeyjum | Guðsþjónusta og
skírn. M.a. fjallað um stöðu móðurinnar á öllum
tímum. Kirkjudagur Oddfellow-systra. Konur úr
Rebekkustúkunni Vilborgu lesa úr Ritningunni og
flytja lokabæn. Bænadagur á vori. Beðið fyrir ný-
kjörnum alþingsmönnum og löggjafa Alþingis.
Kaffisopi á eftir og spjall í safnaðarheimilinu.
Laugarneskirkja | Vorhátíðin Laugarnes á ljúfum
nótum verður á morgun sunnudaginn 13. maí kl. 14–
16 á lóð Laugarneskirkju. Leikskólabörn úr hverfinu
syngja auk Barnakórs Laugarness, brúðuleikrit,
hoppukastali, hljómsveitir, trúbador, grillaðar pyls-
ur, kaffi og margt fleira.
Lágafellskirkja | Sumarhátíð barna- og æskulýðs-
starfs Lágafellskirkju verður haldið í kirkjunni kl. 11
á morgun, sunnudag. STOPP-leikhópurinn flytur
okkur leikritið Eldfærin, grillað og farið í leiki. Allir
velkomnir.
96ára afmæli. Í dag, 12.maí, verður níutíu og
sex ára Sveinbjörg Her-
mannsdóttir, Dalbraut 27.
Sveinbjörg er glöð og hress og
ætlar að kjósa snemma. Hún
afþakkar allar gjafir en sendir
innilegar þakkir til fjölskyldu
sinnar og vina fyrir alla liðna
afmælisdaga. Sveinbjörg
verður að heiman í dag.
dagbók
Í dag er laugardagur 12. maí, 132. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)
Fuglahundadeild Hunda-ræktarfélags Íslands efnirtil fuglahundahátíðar umhelgina. Haldin eru próf í
unghunda-, opnum og meistaraflokki
veiðihunda en dagskrá hátíðarinnar
nær hámarki á sunnudag þegar
haldin verður fuglahundasýning í
reiðhöll Sörla í Hafnarfirði.
Ólafur Örn Ragnarsson situr í
stjórn fuglahundadeildarinnar og
segir að von megi eiga á að líf verði
í tuskunum á sýningunni á sunnu-
dag: „Dómari frá Noregi kemur
hingað til lands til að útlitsdæma
hundana en að þessu sinni keppa
Schnauzerhundar, Breton, Pointer,
snögghærður Vorseth og Weim-
araner, Ungversk Viszla, Enskur
setter, Írskur setter og Gordon set-
ter,“ segir Ólafur Örn. „Mikið er í
húfi að eiga fallegasta hundinn og er
von á spennandi keppni.“ Sigurveg-
ararnir fá íslensk meistarastig og
verðlaun sem styrkt eru af Royal
Canin.
Fuglahundadeild HRFÍ stendur
regulega fyrir námskeiðum, prófum
og mótum fyrir veiðihunda og eig-
endur þeirra: „Ákveðnar tegundir
hunda hafa verið sérstaklega rækt-
aðar vegna eiginleika sem gagnast
við veiðar. Þetta eru samvinnuþýðir
hundar með góða hlaupeiginleika og
næmt nef. Hægt er að kenna þessum
hundum að leita að fugli upp í vind-
inn og „taka stand“ á bráðina á með-
an þeir bíða eftir eigandanum,“ segir
Ólafur Örn.
„Töluverð vinna liggur að baki
þjálfun á góðum veiðihundi en áður
en byrjað er að kenna hundinum
veiðar þarf hann að hafa fengið góð-
an grunn í hlýðniþjálfun. Hins vegar
hljóta allir veiðihundaeigendur að
geta verið sammála um að þessi
vinna er sérlega ánægjuleg og gef-
andi bæði fyrir eiganda og hund.“
Á heimasíðu fuglahundadeildar má
finna ítarlegar upplýsingar um starf-
semi deildarinnar, vinnueiginleika
hundanna og skipulagðar æfinga-
göngur sem deildin stendur fyrir.
Slóðin er http://deildir.hrfi.is/vhd.
Dýrahald | Hundasýning í reiðhöll Sörla á sunnudag frá 11 til 17
Fuglahundar til sýnis
Ólafur Örn
Ragnarsson fædd-
ist í Reykjavík
1957. Hann lauk
sveinsprófi í bif-
vélavirkjun frá
Iðnskólanum í
Reykjavík 1978.
Ólafur Örn hefur
starfað sem verk-
taki í byggingariðnaði í þrjá áratugi.
Hann hefur setið í stjórn fugla-
hundadeildar Hundaræktarfélags Ís-
lands frá 1999.
Ólafur Örn er kvæntur Emilíu Söe-
bech lífeindafræðingi og eiga þau þrjá
syni.
Tónlist
Angelo | Eldhúsið er opið til kl. 3
og þú getur setið í sófanum í
góðra vina hópi og notið ljúfra
tóna frá biggo. Komdu og kíktu á
eina alvöru „lounge“-barinn á Ís-
landi. Deephouse-kryddað með
dassi af techno-naumhyggju.
Bar 11 | Hljómsveitin Ask the
Slave heldur tónleika.
Café Paris | DJ Börkur alias
Kuggur spilar það helsta í soul
funk hiphop/rnb.
Myndlist
Gallerí Fold | Listamannaspjall
við Guðrúnu Öyahals verður í dag
kl. 15 í Gallerí Fold við Rauðarár-
stíg. Þar mun Guðrún ræða um
sýningu sína Arakne, sem nú
stendur yfir. Að þessu sinni sýnir
Guðrún teikningar unnar með lími
og blýi auk smáskúlptúra úr
postulíni og tvinna.
Gerðuberg | Af hjartans lyst: Al-
þýðulistamaðurinn Ágúst Jóns-
son sýnir málverk í Boganum í
Gerðubergi. Ég bið að heilsa: Sýn-
ing á bútasaumsverkum sem
unnin voru í tilefni af 200 ára
fæðingarafmæli Jónasar Hall-
grímssonar. Sjá upplýsingar um
listamanninn og tíma sýninga á
www.gerduberg.is.
Grafíksafn Íslands | Geoþrykk.
Ellen Karin Mælhlum er norsk
grafíklistakona. Verk þau sem
hún sýnir nú í sal Íslenskrar graf-
íkur eru unnar út frá gögnum sem
hún safnaði í rannsóknarleiðöng-
um á Svalbarða sem hún fór með
leiðangursmönnum frá GPG
(Physics of Geological Procesees
http://www.fys.uio.no/pgp/). Op-
ið kl. 13-17.
Uppákomur
Gallerí Sævars Karls | Sævar
Karl kynnir á kosningadaginn
nýju sumarlínuna „sævarkarl col-
lection sumar ’07“ Jakkaföt,
jakka, skyrtur og peysur. Áhersl-
an beinist að smáatriðunum, efn-
um, litum, vefnaði og frágangi.
Fötin eru aðskorin, samt þægileg.
Efnin eru frá frægustu vefurum á
Ítalíu en klæðskerarnir frá Napólí.
THANYARAT Jirapatpakorn, sem sést fyrir miðið á mynd-
inni, varð í gær hlutskörpust í fegurðarsamkeppni kyn-
skiptinga, eða Ungfrú Alheimur Tiffanýs. Keppnin var
haldin í borginni Pattaya í Taílandi. Þær sem urðu í öðru
og þriðja sæti sjást óska henni til hamingju, Parawee
Chapakorn (t.v.) og Pimchanok Hongsopa.
Fagrir kynskiptingar í Taílandi
Reuters
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
-hágæðaheimilistæki
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
GJAFABRÉF
Með Magimix safapressunni
má töfra fram girnilega og
heilsusamlega drykki með
lágmarks fyrirhöfn.
Verð frá kr.: 23.500
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík
Baldursnes 6, Akureyri
Sími 588 0200 -www.eirvik.is
Aðrir söluaðilar:Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi
Villeroy&Boch, Kringlunni, Líf og list, Smáralind
Maður lifandi, Borgartúni og Hæðarsmára
Fyrir
heilsuna
Safapressa
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynn-ingar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað.