Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 73
Krossgáta
Lárétt | 1 skraut, 4 félítil,
7 samþykkir, 8 svipaðar,
9 umfram, 11 þyngdar-
eining, 13 kæsa, 14 kvísl-
in, 15 fjöllesin, 17 haka,
20 gubba, 22 ófagurt,
23 hestum, 24 magrar,
25 ræktuð lönd.
Lóðrétt | 1 vopn, 2 að
baki, 3 hjara, 4 menn,
5 refsa, 6 versna,
10 mergð, 12 ró, 13 rösk,
15 styggir, 16 dinglar,
18 læsir, 19 bölvaðar,
20 borðandi, 21 fiska.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 handhægur, 8 skalf, 9 illur, 10 inn, 11 asinn,
13 nenna, 15 safns, 18 kaggi, 21 tál, 22 litla, 23 ókunn,
24 skippunds.
Lóðrétt: 2 ataði, 3 dofin, 4 ærinn, 5 ullin, 6 æska, 7 gróa,
12 nón, 14 efa, 15 selt, 16 fátæk, 17 stapp, 18 klóku,
19 grund, 20 iðna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Að hugsa um sig líkamlega og
andlega er ekki lúxus það er nauðsyn!
Hvernig yrðir þú ef þú hugsaðir um þig
með sjálfsumhyggju? Stórkostlegur.
Taktu eitt skref í þá átt á hverjum degi.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það sem þú gerir sannar hvað skipt-
ir þig máli. Punktur. Það sama á við aðra.
Sá sem sýnir tilfinningum þínum ekki
áhuga, á ekki skilið athygli frá þér.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Að leita að ást er þér eðlislægt,
en einkalífið gæti núna haft gott af með-
vitaðri aðgerðum. Skrifaðu niður eftir
hverju þú sækist í sambandi.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Vertu léttur á því og hvatvís. Yfir
höfuð hefðirðu gott af meira stuði og
minni ígrundun. Það sem þú gerir í kvöld
með ljóni og bogmanni hefur áhrif á líf
þitt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það passa ekki allir í sömu stærðina.
Þínar þarfir eru sérstakar og öðruvísi.
Tjáðu þig. Einhver sem hefur dýrkað þig í
fjarlægð, gerir það nú úr nálægð.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú átt við vandamál að stríða.
Þetta eru frábærar fréttir, sérstaklega ef
þú veist upp á hár hvert vandamálið er –
flestir vita það ekki. Leystu það nú.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú stenst alveg áskoranir. Frami og
fjármál þarfnast vinnu. En hvers vegna
er félagslífið dapurt? Vertu með fólk sem
er auðvelt að gleðja. Það er gott.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Ástvinir vilja allan þinn tíma
og athygli, ekki að deila henni. Virtu til-
finningar þeirra, en hugsaðu síðan um það
sem skiptir þig máli, sama hvað þeir
segja.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú hefur aldrei þurft afsökun
til að skemmta þér, en finnur samt nokkr-
ar. T.d. þær að þú ert umvafinn ást, hefur
frelsi til að skapa og átt peninga.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú þráir eitthvað meira spenn-
andi en ævintýri, og það er tilbreyting og
úrval, meira úrval og svo meiri tilbreyt-
ingu. Reyndu bara nýja hluti og bara eins
og þú vilt þá.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Eitthvað fer allt öðruvísi en
ætlað var. En gaman! Þú ert í stuði til að
vera fyndinn, skilningsríkur og örlátur. Í
raun hvað sem er svo lengi sem allt er
skemmtilegt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Hvað gerðirðu nýlega sem mætti
kalla mannbætandi? Og hverju myndirðu
breyta ef þú gætir? Svörin við þessum
spurningum gera sem mest úr helginni.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5
5. dxc5 0-0 6. a3 Bxc5 7. Rf3 b6 8. Bf4
Bb7 9. Hd1 Rc6 10. e3 Rh5 11. Bg3 h6
12. Be2 Hc8 13. Dd3 Rxg3 14. hxg3
Rb8 15. g4 Be7 16. Rb5 Ba6 17. Rfd4
Bxb5 18. Rxb5 a6 19. Rd6 Hc6 20. Re4
b5 21. cxb5 axb5 22. b4 Ha6 23. 0-0 Db6
24. Db3 Da7 25. Ha1 Hb6 26. a4 bxa4
27. Hxa4 Dc7 28. b5 d5 29. Rd2 Rd7 30.
Da2 Hc8 31. Rb3 De5 32. Rd4 Bd6 33.
g3 Hc3 34. Ha8+ Kh7 35. Dd2 Hc7 36.
f4 Df6 37. g5 De7 38. Bd3+ g6 39. Dh2
Rb8 40. Dxh6+ Kg8
Staðan kom upp í rússnesku deilda-
keppninni sem stendur nú yfir í Sochi.
Rússneski stórmeistarinn Evgeny
Bareev (2.643) hafði hvítt gegn landa
sínum Dmitry Jakovenko (2.708). 41.
Bxg6! fxg6 42. Dxg6+ Dg7 43. Dxe6+
Df7 44. Hxb8+! Hxb8 45. Dxd6 og
svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Víxlþvingun.
Norður
♠ÁKG5
♥8762
♦G43
♣96
Vestur Austur
♠962 ♠D84
♥G10954 ♥KD3
♦8652 ♦D1097
♣4 ♣Á85
Suður
♠1073
♥Á
♦ÁK
♣KDG10732
Suður spilar 6♣
Austur vakti á veiku grandi (12-14)
og setti með því að stað langa atburða-
rás sem endaði í sex laufum. Sem lítur
út fyrir að vera um það bil 50% slemma
(svíning í spaða), en sagnir breyta þeim
fyrirframlíkum, því það er nær öruggt
að spaðadrottningin er í vestur – ekki
síst eftir hjartagosann út.
En allt í lagi. Austur á líka tígul-
drottningu og þá er hann berskjald-
aður fyrir víxlþvingun. Sagnhafi sækir
laufásinn og tekur svo öll trompin. Í
borði skilur hann eftir ÁK í spaða og
Gxx í tígli, en heima á hann 10xx í
spaða og ÁK í tígli. Þegar hér er komið
sögu hefur austur orðið að fara niður á
Dx í öðrum litum og ef sagnhafi er
sæmilega „læs“ tekur hann ÁK í þeim
lit.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1Hvaðan er Konono N°1 danstónlistarsveitin semkemur fram á Listahátíð í Reykjavík?
2Kristín Guðmundsdóttir er elsti Íslendingurinn.Hversu gömul er hún?
3Hvað verða margir yddaðir blýantar í kjörklefunum íReykjavík í dag?
4Netfyrirtæki hefur kannað möguleika á netþjónabúihér á landi. Hvaða fyrirtæki?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Hvað heitir litla breska stúlkan sem nú er leitað sem ákafast í
Portúgal? Svar: Madeleine (McCann). 2. Í hvaða starfi verða
starfsmenn fyrir því að 4 af hverjum 10 eru beittir ofbeldi? Svar:
Lögreglunni. 3. Hver var helsti hvatamaðurinn að stofnun Listahá-
tíðar í Reykjavík fyrir 37 árum? Svar: Vladimír Ashkenazy. 4.
Hvaða lið er deildarbikarmeistari í handknattleik? Svar: HK.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
FYRSTI græðarinn hefur fengið
skráningu samkvæmt skráningar-
kerfi Bandalags íslenskra græðara
sem viðurkennt er af heilbrigðis-
yfirvöldum. Handhafi fyrsta skrán-
ingarskírteinisins er Anna Birna
Ragnarsdóttir hómópati og formað-
ur Bandalags íslenskra græðara og
Organon fagfélags hómópata.
Lög um græðara voru sett af Al-
þingi árið 2005 en markmið þeirra
er að stuðla að gæðum í þjónustu
græðara og tryggja öryggi þeirra
sem nýta sér hana, segir í frétta-
tilkynningu.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hafði áður hvatt aðildarþjóðir sínar
til að setja reglur um þessa starf-
semi. Í lögunum eru störf græðara
skilgreind sem heilsutengd þjón-
usta sem byggist fremur á hefð og
reynslu en gagnreyndum vísinda-
legum niðurstöðum og sem veitt er
utan almennu heilbrigðisþjónust-
unnar. Þjónusta græðara felur í
sér meðferð sem hefur að mark-
miði að efla heilsu fólks, lina þján-
ingar og draga úr óþægindum.
Til að fá skráningu þarf græðari
að vera í fagfélagi sem er viður-
kennt sem aðili að frjálsu skrán-
ingarkerfi Bandalags íslenskra
græðara. Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra ákveður, að
fenginni umsögn Landlæknis og
Bandalags íslenskra græðara,
hvort einstök félög uppfylla kröfur
sem eru forsenda þess að fá aðild
að skráningarkerfinu. Til þessa
hafa fimm fagfélög græðara fengið
aðild að skráningarkerfinu og um-
sóknir tveggja félaga til viðbótar
eru til skoðunar. Innan þessara fé-
laga eru starfandi liðlega 500
græðarar og má búast við að á
næstunni muni fjöldi þeirra óska
eftir formlegri skráningu. Græð-
arar sem sækja um skráningu
þurfa meðal annars að hafa
ábyrgðartryggingu sem tryggir
skjólstæðinga þeirra vegna tjóns
sem kann að hljótast af gáleysi í
störfum þeirra.
Fyrsta félagið sem fékk sam-
þykkta aðild að skráningarkerfinu
var ORGANON, fagfélag hómó-
pata, en síðan hafa fjögur önnur
fagfélög bæst við en það eru:
CSFÍ, CranioSacral félag Íslands,
Shiatsufélag Íslands, Svæðameð-
ferðarfélag Íslands og Félag ís-
lenskra heilsunuddara.
Fyrsti græðarinn fær skráningu
Í heimsókn Hópur græðara ásamt heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
F.v. Árni V. Pálmason, Anna Birna Ragnarsdóttir, Ásta Agnarsdóttir, Siv
Friðleifsdóttir, Guðrún Jónína og Ragnheiður Júlíusdóttir.