Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 74

Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 74
Samhæft sund víkur fyrir samhæfðum loft- gítar þar sem allir eru að pósa… 78 » reykjavíkreykjavík Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is EINHVERJIR hafa trúlega rekið augun í heilsíðuauglýsingu frá fast- eignasölu hér í bæ í helgarblaði DV. Auglýsingin var kannski sér- staklega eftirtektarverð fyrir þær sakir að annar sölufulltrúinn, sem stillir sér ábúðarfullur upp, er Vernharð nokkur Þorleifsson. Fjölhæfur Vernharð þekkja margir undir nafninu Venni Páer en hann fór með hlutverk hins sjálfsörugga en seinheppna líkamsræktarþjálfara. Þættirnir byggðust á hugmynd Vernharðs en hann hóf leika með að skrifa hjá sér stutt grínatriði þar sem efniviðurinn var að ein- hverju leyti sóttur í margra ára starf hans sem einkaþjálfari. Þegar Vernharð blasir við í allt öðru hlutverki liggur beinast við að slá á þráðinn til hans og forvitnast um hvort saga Venna Páers sé öll. „Nei, nei, getur maður ekki verið með nokkur járn í eldinum?“ spyr Vernharð. Það er jú vissulega möguleiki. En hvað er að frétta af Venna Pá- er? „Það er verið að skeggræða næstu þáttaröð, hvort hún verður, hvernig og hvar,“ segir Vernharð. „Allt efnið er tilbúið, það þarf bara að setjast niður og ákveða hvort af þessu verður og þá er hægt að byrja að skrifa handritið.“ Vernharð segir að áframhaldið velti fyrst og fremst á því við hverja verði samið um framleiðslu á efninu eða hvort yfir höfuð næst að semja um það. Spurður um hinn nýja starfsvett- vang segist Vernharð hafa verið í fasteignaviðskiptum í tæp tvö ár en í dag rekur hann fasteignasölu. Honum er því greinilega margt til lista lagt. Venni í Ameríku „Eins og staðan er í dag á þetta hug minn allan og ég reyni að sinna þessu eins vel og ég get enda er þetta mikilvægt starf,“ segir Vern- harð en bætir við: „Síðan reikar hugurinn alltaf að því að skrifa og gera meira með hinn blessaða Venna Páer. Það væri leiðinlegt að skilja hann eftir í Ameríku.“ Hvar er Venni? Venni Efniviður er til í fleiri þætti en óvíst er hvort þeir verða framleiddir.  Valdís Þorkelsdóttir þeysist nú um Bandaríkin með Björk og blæs í lúður ásamt níu öðrum stúlkum. Á milli tónleika og æfinga færir Val- dís það sem fyrir ber inn á blogg- síðu sína (vallarinn.blogspot.com) sem kallast því skemmtilega tví- ræða nafni Á túr. Björk og fylgdarlið hefur und- anfarnar vikur verið staðsett í New York þar sem mikil kynning- arstarfsemi hefur haldist í hendur við tónleika á nokkrum af stærstu hljómleikastöðum borgarinnar og samkvæmt öllu má reikna með að vel gangi. Í nýjustu færslunni skrifar Valdís um aðstöðuna í tónleikarútunni og er óhætt að segja að um alvöru rokkrútu sé að ræða: „Hópurinn hefur nú byrgt sig vel upp af allskyns hlutum til afþrey- ingar, svo sem Tetris-leikjatölvum, Apolló lakkrís, snúningsspilinu Twister, DVD-myndum, dömubind- um og taktmælum. Næstu 2 vikurnar eða svo munum við eyða mestum tíma í lúxus- rútunni, en brassstelpurútan okkar heitir „Whole lotta Horns“. Það gilda skýrar reglur á ferða- lögum í rútunni. Í fyrsta lagi verða allir að vera sjúklega hressir og kátir, og í öðru lagi er stanglega bannað að gera númer tvö. Ef svo illa vill til að ein- hverjum verði mál, þarf viðkom- andi að hóa í rútubílstjórann Tony og biðja hann um að stansa sem snöggvast. Lúxus-rútan ber svo sannarlega nafn með rentu, en í henni má finna 12 kósý kojurúm með sjónvarpi í hverju rúmi, eldhús, vírlaust int- ernet, partýpláss með sjónvarpi og DVD-tæki, og fleira.“ „Whole lotta Horns“ á ferð um Bandaríkin Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ voru 15.000 Íslendingar sem hlustuðu dag- lega á síðustu sakamálaseríu útvarpsleikhússins á Rás 1,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann, leikari og leikskáld, sem er nýskipaður leiklistarráðunautur útvarpsleikhússins. „Þannig að það eru rúmlega 700% fleiri sem hlusta á sakamálaseríuna en sjá sviðsverk að meðaltali en samt fer lítið fyrir útvarpsleikhús- inu,“ bætir hún við en ætlun Þórdísar hjá RÚV er að gera útvarpsleikhúsið sýnilegra og yngja upp í leikhöfundahópnum og aldurshópnum sem hlustar. „Mér þykir mjög vænt um útvarpsleik- húsið í sinni hefðbundnu mynd en ég hugsa að það megi alveg víkka það út og teygja. Það er pláss fyrir breiðari hlustendahóp og efni sem höfðar til fólks sem er kannski ekki hefðbundnir hlustendur Rásar 1.“ Þórdís segir alltaf ákveð- inn ótta fyrir hendi meðal leikhúsfólks að út- varpsleikhúsið leggist af. „Það er eins og með margt annað í þessu mikla framboði á afþrey- ingu að maður verður ósjálfrátt hræddur um listform sem tilheyra öðrum tíma. En útvarps- leikhúsið hefur þróast líka og það eru jafnvel að gerast framúrstefnulegri hlutir þar en á sviði. Útvarpsleikhúsið á Íslandi hefur þorað að taka áhættu og kynnt umdeilda höfunda fyrir þjóð- inni, leikskáld sem hafa ekki fengið inn í sviðs- leikhús. Reyndar má ekkert njóta sín í dag nema það sé „hagkvæm eining“ og auðvitað eru svona menningarperlur ekki alltaf hagkvæm eining en varðveita samt sem áður dýrmæta hlið á sögu þjóðarinnar og eru mikilvægt framlag í menn- ingarflóruna.“ Spurð hver staða útvarpsleikhúsa í löndunum í kringum okkur sé svarar Þórdís að hún sé svip- uð og hér á landi fyrir utan í Noregi þar sem út- varpsleikhúsið sé orðið mjög „hipp og kúl“ eftir að farið var í átak til að fanga nýja hlustendur. Í júlí hefur útvarpsleikhúsið flutning á tveim- ur nýjum sakamálaseríum strax að loknum há- degisfréttum á Rás 1, það eru Mótleikur eftir Jón Hall Stefánsson og Sá yðar sem syndlaus er eftir Ævar Örn Jósepsson. Stefna útvarpsleik- hússins er sú að í framtíðinni megi hlaða niður útvarpsleikritum af vefnum í svokölluðu hlað- varpi fyrir ipod-tæki og nú þegar má ná í Tíma nornarinnar eftir Árna Þórarinsson gjaldfrjálst af vef Ríkisútvarpsins. „Við fáum margar fyr- irspurnir um hvort það fari ekki að koma fleiri leikrit á vefinn. Fólki finnst gaman að hlusta á útvarpsleikrit í bílnum eða göngutúrnum,“ segir Þórdís en verk eftir hana verður flutt í útvarps- leikhúsinu í janúar ásamt fleiri verkum ung- skálda. Morgunblaðið/Ómar Rúv Þórdís Elva er nýskipaður dramatúrgur Ríkisútvarpsins og ætlar að líka að semja eitt leikrit fyrir útvarpsleikhúsið sem verður flutt í janúar 2008. Menningarperla Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann ætlar að hrista upp í útvarpsleikhúsi Ríkisútvarpsins með því að ná til nýrra hlustenda og setja upp öðruvísi verk  Björk Guðmundsdóttir er sá tón- listarmaður sem mest selst eftir í evrópsku iTunes vefversluninni. Útgáfa Bjarkar í Bretlandi greindi frá því í gær. Björk sendi nýverið frá sér breiðskífuna Volta og er nú á tónleikaferð um Bandaríkin. Björk sú sem selur mest á iTunes
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.