Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 2

Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn- arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is MÁLFLUTNINGI lauk í gær fyrir sérstakri matsnefnd um verðmæti vatnsréttinda til Kárahnjúkavirkjun- ar. Himinn og haf skilja að kröfur vatnsréttarhafa og Landsvirkjunar. Telja lögmenn vatnsréttarhafa að nefndin hafi í raun þegar gefið í skyn að ekki verði byggt á kröfu Lands- virkjunar. Undir venjulegum kringumstæð- um hefði matsnefnd eignarnámsbóta skorið úr en á síðasta ári sömdu aðilar um að sérstök nefnd sæi um matið. Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér í sumar en vatnsréttarhafar eða Landsvirkjun geta síðan skotið mál- inu til dómstóla. Vatnsréttarhafar telja að um allt að 72 milljarða króna verðmæti sé að ræða en Landsvirkj- un metur þau á 150 til 375 milljónir. Telur ekki hægt að fallast á kröfur Landsvirkjunar Hilmar Gunnlaugsson, einn lög- manna vatnsréttarhafa, sagði í mál- flutningi fyrir nefndinni að yrði mat Landsvirkjunnar ofan á þá væru öll virkjanleg fallréttindi vatns á Íslandi ekki nema eins og hálfs milljarðs króna virði. Hann benti einnig á að heildarverðmæti veiðiréttinda á þorski væru samkvæmt lauslegum útreikningum um 420 milljarðar. Miðað við kröfu vatnsréttarhafa væri heildarvirði alls virkjanlegs vatnsafls á Íslandi mjög svipuð tala. Heildar- tekjur sem veiðar á þorski skila á ári væru hins vegar um 24 milljarðar en heildartekjur alls vatns miðað við meðalverð Landsvirkjunar væru um 50 milljarðar á ári. Gjörólíkar forsendur liggja að baki mati þeirra vatnsréttarhafa sem kröfu gera í málinu og Landsvirkj- unar. Raunar segir Hilmar að mats- nefndin geti vart fallist á kröfu Landsvirkjunar þar sem þær for- sendur sem þar eru lagðar til grund- vallar liggi ekki allar á borðinu og bendir þar á söluverð raforkunnar frá Kárahnjúkavirkjun sem haldið hefur verið leyndu. „Nefndin hafði sjálf bent Landsvirkjun réttilega á þetta og beðið um aðgang að þeim gögnum. Hún fékk því að sjá gögnin en vatns- réttarhafar ekki.“ Vatnsréttarhafar gerðu athugasemd við þetta vinnulag enda lægi fyrir að upplýsingar, sem byggt væri á við matið, þyrftu að vera báðum aðilum aðgengilegar. „Mestu skiptir að nefndin sagði að hún myndi ekki byggja á þeim upplýsingum sem vatnsréttarhafar hefðu ekki fengið aðgang að. Þetta þýðir bara að ekki verður byggt á upplýsingum um raf- orkuverðið. Mín skoðun er að að- ferðafræði Landsvirkjunar [við verð- mætamatið] gangi ekki vegna þessa.“ Ósammála um mikilvægi raf- orkuverðsins Hilmar segir að muni nefndin fall- ast á mat Landsvirkjunar muni það geta hafa verulegar afleiðingar fyrir þann frjálsa raforkumarkað sem til sé orðinn á Íslandi. „Ef niðurstaðan verður sú að lagt verður til grundvall- ar mat sem er miklum mun lægra en hjá þeim aðilum sem ekki hafa eign- arnámsheimildir eins og Landsvirkj- un þá er ljóst að verulega er verið að brjóta á slíkum aðilum. Samkeppnis- staða væri verulega skekkt ef einu fyrirtæki væri afhent hráefnið, þ.e.a.s. vatnsréttindin, á undirverði.“ Þórður Bogason, lögmaður Lands- virkjunar, segist ekki telja nauðsyn- legt að raforkuverðið liggi fyrir til að nefndin geti fallist á sjónarmið fyr- irtækisins. „Í málinu var lögð fram svokölluð eigendaskýrsla Lands- virkjunar og arðsemismat um virkj- unina. Í þessum gögnum koma fram forsendur sem byggja má á við mat vatnsréttindanna jafnvel þótt raf- orkuverðið sé þar ekki. Þessi gögn voru gerð löngu áður en þetta mál kemur fram og engin ástæða til að draga þau í efa.“ Við matið þurfi að líta til fjölda forsendna og raforku- verðið sé aðeins einn þáttur af mörg- um. Þórður bendir á að aðilar hafi kom- ið sér saman um að nefndin úrskurð- aði í málinu þar sem það ætti sér eng- in fordæmi vegna þess hve virkjunin væri stór og einungis einn kaupandi sem samið hefði um raforkukaup til langs tíma. „Landsvirkjun er ekki sammála þeim sjónarmiðum og dæm- um sem landeigendur hafa lagt til grundvallar í sínu mati. Menn munu síðan að sjálfsögðu horfa á mat nefnd- arinnar þegar það kemur og skoða það vandlega.“ Málflutningi fyrir sérstakri matsnefnd um verðmæti vatnsréttinda lauk í gær Greinir á um allar grunn- forsendur Morgunblaðið/RAX Ósammála Vatnsréttarhafar og Landsvirkjun eru afar ósammála um hvers virði vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar eru. HARÐUR árekstur varð seint í gærkvöldi þegar tveir bílar skullu saman í miðbæ Reykjavíkur. Sex manns slösuðust og var farið með fólkið á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er ekki vitað um tildrög slyss- ins en það varð við Kalkofnsveg í Reykjavík klukkan ellefu í gær- kvöldi. Segir lögreglan að ökumenn beggja bílanna hafi slasast auk fjögurra farþega en ekki lá fyrir hvort fleiri hefðu verið í bílunum. Er talið að bílarnir séu mikið skemmdir eftir áreksturinn. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var ver- ið að skoða fólkið á slysadeild og því ekki ljóst hve alvarleg meiðsli þess eru. Harður árekstur við Kalkofnsveg Eftir Þór Gíslason thorgisla@bifrost.is „ÞAÐ ER í raun sérstakt rannsókn- arefni hvernig fyrri meirihluta tókst í einu mesta góðæri Íslandssögunnar að hækka skatta og skuldir, reka Að- alsjóð Reykjavíkurborgar með halla […] og fæla fólk yfir í önnur sveit- arfélög…“ sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, er hann kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006. Vilhjálmur sagði einnig að rekstr- arniðurstaða ársreikningsins væri óviðunandi en að nýr meirihluti hefði þegar hafist handa við leit að hag- ræðingarmöguleikum og hafið mikla sókn í lóða-, skipulags- og umhverf- ismálum. Skatttekjur 40,5 milljarðar Rekstur borgarinnar skiptist ann- arsvegar í A-hluta, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum. Til B-hluta teljast fyr- irtæki sem eru að hálfu eða að meiri- hluta í eigu Reykjavíkurborgar og fjárhagslega sjálfstæð. Helstu tölur úr ársreikningnum fyrir A-hluta eru að rekstrartekjur námu 50,2 milljörðum en þar af voru skatttekjur 40,5 milljarðar. Lífeyrisskuldbinding hækkaði um 7,1 milljarð sem kemur til af van- áætlun áhrifa kjarasamninga sem nemur 5,5 milljörðum króna. Helstu tölur fyrir aðalsjóð eru þær að rekstrarniðurstaðan er neikvæð um 2,4 milljarða sem eru 4,9% af tekjum og að rekstur málaflokka fór 5,1 milljarð fram úr áætlun. Langtímaskuldir Aðalsjóðs minnkuðu um 13,5 milljarða og eru nú engar sem skýrist af flutningi á lánum A-hluta yfir í Eignasjóð. Þá minnkuðu langtímaskuldir um 1,4 milljarða. Heildareignir 266,9 milljarðar Rekstrarniðurstaða A og B-hluta var 4,3 milljarðar í mínus en heildar- eignir námu 266,9 milljörðum. Í máli borgarstjóra kom fram að 333 milljónir hefðu verið gjaldfærðar vegna undirbúnings við Tónlistar- og ráðstefnuhús. Velferðarsvið skilar jákvæðustu rekstrarniðurstöðu eða 264 milljónum undir áætlun. Þá er skipulags- og byggingasvið 63 millj- ónir undir áætlun. Athyglisverður áfellisdómur Endurskoðendur ársreikninga borgarinnar, Grant Thornton, segja viðvarandi halla á rekstri A-hluta borgarinnar óviðunandi þegar litið er til þess hagstæða efnahags- ástands sem verið hefur. Borgarstjóri segir þetta athyglis- verðan áfellisdóm sem komi sér þó ekki á óvart, enda margsinnis bent á veikburða fjármálastjórn R-listans. Í yfirlýsingu frá Degi B. Eggerts- syni, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að hreinar skuld- ir borgarsjóðs, eftir 12 ára tímabil R- listans, hafi staðið á núlli og frávik frá fjárhagsáætlunum hafi verið inn- an við 1%. Hvort tveggja beri traustri og ábyrgri fjármálastjórn R-listans vitni. Frávikið sem nú koll- varpar niðurstöðunni kemur til af kjarasamningum við láglaunafólk sem allir flokkar studdu. Sætta sig ekki við viðvarandi halla Lífeyrisskuldbindingar borgarinnar hækka um 7,1 milljarð Í HNOTSKURN » Áhrif kjarasamninga á líf-eyrisskuldbindingar nema um 5,5 milljörðum króna um- fram áætlanir og hækkuðu um 7,1 milljarð króna. » Skatttekjur eru 2,1 millj-arði hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skýrist það helst af hærri útsvarsstofni og meiri íbúafjölgun en áætlanir gerðu ráð fyrir. » Viðvarandi halli á rekstriborgarinnar frá 2002 óvið- unandi að mati endurskoð- enda, þegar litið er til hag- stæðs efnahagsástands. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Dagur B. Eggertsson FORMENN stjórnarflokk- anna, þeir Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra héldu áfram und- irbúningi að frekari viðræðum um stjórnarsamstarf í gær með samráði við samráðherra, þing- menn og aðra trúnaðarmenn flokk- anna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins má gera ráð fyrir að við- ræður formanna flokkanna komist á nýtt stig í dag. Á sama tíma hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og aðrir trún- aðarmenn orðið varir við mikinn þrýsting frá þingmönnum Samfylk- ingarinnar, sem leggja mikla áherzlu á, að þessir tveir flokkar taki höndum saman í ríkisstjórn. Innan Vinstri grænna hefur einn- ig komið fram áhugi á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarmenn hafa rætt það grundvallaratriði síðustu sólar- hringa, hvort þeir vilji sækjast eftir aðild að ríkisstjórn í ljósi kosn- ingaúrslitanna. Telja má víst, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að þeir hafi tekið ákvörðun um að halda áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk náist samkomu- lag um það milli stjórnarflokkanna. Viðræður halda áfram Geir H. Haarde Hafa samráð við trúnaðarmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.