Morgunblaðið - 16.05.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 33
Auður var fædd og upp alin að Hóli í
Önundarfirði, vestfirsk að uppruna
og Vestfirðingur í sér. Hún var nátt-
úrugreind með afbrigðum, hæglát og
hlédræg að eðlisfari. Ekki vann hóg-
værðin gegn henni því með ró sinni
og yfirvegun laðaði hún menn og dýr
að sér. Hún hafði alltaf þessa hlýju
nærveru og undirliggjandi var leiftr-
andi skopskyn. Í samræðum opnaði
hún gjarnan fyrir ný sjónarhorn og
skoplegar hliðar lífsins voru aldrei
langt undan.
Það var ekki í eðli hennar að hafa
sig í frammi, en þegar eitthvað stóð
til í stórfjölskyldunni þá var hún allt-
af boðin og búin að leggja málum lið,
glöð í bragði og þakklát. Það er
óhætt að segja að hún kunni að gleðj-
ast með okkur á góðum stundum og
studdi okkur þegar á móti blés.
Eðliskostir hennar nutu sín vel í
starfi sjúkraliða, en því hlutverki
sinnti hún af mikilli alúð allt til hins
síðasta.
Góður og traustur vinur er fallinn
frá langt fyrir aldur fram. Auðar
verður sárt saknað. Mestur er missir
Hlínar, sem var sólargeislinn í lífi
foreldra sinna, og hennar góðu fjöl-
skyldu, og ekki síst Margrétar, móð-
ur Auðar, sem lifir dóttur sína í hárri
elli.
Blessuð sé minning góðrar konu.
Ingunn Ósk Benediktsdóttir.
Frænka mín, hún Auður Jónsdótt-
ir, eða Stella, eins og margir kölluðu
hana, hefur nýlega kvatt þennan
heim eftir að hafa lotið í lægra haldi
fyrir illvígum sjúkdómi.
Mig langar að kveðja hana Auði
frænku og reyna þannig með nokkr-
um fátæklegum orðum að gefa þá
mynd sem ég hafði af henni. Ég er
viss um að hver sá sem þekkti hana
Auði stendur einhvern veginn í þakk-
arskuld við hana og er ég engin und-
antekning. Hún var alltaf boðin og
búin að bjóða fram hjálp sína eða
húsaskjól handa hverjum þeim sem
slíkt þurfti. Margar nætur fengum
ég og mín fjölskylda húsaskjól þegar
við af einhverjum ástæðum þurftum
að koma í borgina. „Já, já, Smári
minn, ekkert mál, þið eruð alltaf vel-
komin.“ Þetta var eiginlega viðkvæð-
ið í öllu sem Auður sagði og gerði.
Ef einhvern tímann hefur verið
manneskja með hjarta úr gulli var
það Auður frænka. Hún var ættingj-
um sínum og vinum ómetanleg.
Ófáum stundum eyddi hún í að
hjálpa móður sinni við hvaðeina sem
til féll. Ef hún var ekki þar mátti
ganga að því sem nokkuð vísu að hún
væri í Brekkubæ hjá dóttur sinni,
henni Hlín, og barnabörnum. Og allt-
af þegar þau bárust í tal, ljómaði hún
af gleði og stolti.
Það segir kannski meira en mörg
orð að hún eyddi ekki einungis eigin
tíma til að hjálpa fólki, heldur vann
hún við það stærstan hluta starfsfer-
ils síns að hlúa að þeim sem minna
máttu sín, en hún hafði unnið við
umönnun sjúkra sem sjúkraliði á
Landakotsspítalanum í mörg ár.
Hún Auður frænka var einstök kona,
og ég veit að margir eiga um sárt að
binda eftir fráfall hennar. Nærvera
hennar og hlýja mun mér aldrei úr
minni renna. Hún var alltaf jákvæð
og tilbúin að leggja sitt af mörkum.
Dugnaður hennar og fórnfýsi var
einstök, hún vann oft myrkranna á
milli og fór lítið sofin eftir langar
vaktir að hjálpa móður sinni eða upp
í Brekkubæ til ömmubarnanna. Þeg-
ar ég spurði eitt sinn hvort hún væri
ekki þreytt svaraði hún: „Þetta er
ekkert mál, ég sef þá bara hraðar.“
Ég vil að lokum þakka Auði fyrir
okkar góðu kynni og þann mikla hlý-
hug og stuðning sem hún hefur sýnt
mér og mínum í gegnum árin. Ég
veit að Hlín og fjölskylda hennar er
að ganga í gegnum mjög erfiða tíma
um þessar mundir og sendi ég þeim
mínar dýpstu samúðaróskir og vona
að æðri máttarvöld veiti þeim styrk
til að takast á við þennan mikla missi.
Smári Sigurðsson.
Sumt fólk sem maður kynnist á
lífsleiðinni hefur þannig áhrif á sam-
ferðafólk sitt, vegna mannkosta
sinna, að það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast því. Þannig mann-
eskja var Auður móðursystir mín
sem við kveðjum nú í dag, alltof fljótt
þar sem hún var aðeins 65 ára gömul.
Auður var mjög opin og einlæg og
sagði skoðanir sínar á mönnum og
málefnum tæpitungulaust, hafði líka
ákveðnar skoðanir á mörgum mál-
um. Þá var hún einstaklega ósérhlíf-
in og greiðvikin. Nutum við þess
ómælt systrabörn hennar sem ól-
umst upp utan höfuðborgarsvæðis-
ins, en hún var eina systirin sem bjó
þar. Alltaf þegar leiðin lá til Reykja-
víkur á leið í skóla í öðrum lands-
hlutum eða til annarra erindagerða,
stóð heimili hennar og Sveinbjörns
okkur opið eins og það væri okkar
eigið. Hefi ég heyrt að einn okkar
frænda hafi kallað hana frænku sína
með gullhjartað. Getum við öll sem
nutum gestrisni og greiðasemi henn-
ar tekið heilshugar undir að sú nafn-
gift hæfi henni vel
Sveinbjörn maður hennar var ekki
síður en hún miklum mannkostum
búinn og hafði sérstaklega þægilega
nærveru. Þau voru mjög samhent
hjón. Sveinbjörn lést langt um aldur
fram fyrir tíu árum eftir langvinn
veikindi. Aðdáunarvert var að sjá
hve hún annaðist hann af mikilli nær-
gætni í veikindum hans.
Auður settist á skólabekk og lærði
til sjúkraliða þegar hún var kominn
um fertugt og nutu kostir hennar sín
vel í því starfi, við líkn og ummönnun
veiks fólks á efri árum. Þá er skylt að
nefna hvernig Auður annaðist um
móður sína, hana Möggu ömmu, sem
lifir dóttur sína komin nokkuð á tí-
ræðisaldur. Síðustu misserin sem
amma dvaldi heima annaðist Auður
að langmestu leyti um daglegar þarf-
ir hennar, þær sem hún gat ekki séð
um sjálf og var aðdáunarvert að
fylgjast með hvernig hún var vakin
og sofin yfir velferð ömmu. Fyrir al-
gera heppni fékk amma fast dvalar-
pláss á Sunnuhlíð aðeins tveimur vik-
um áður en Auður veiktist. Er erfitt
að hugsa þá hugsun til enda hvernig
högum ömmu hefði verið háttað hefði
hún enn verið heima og Auðar ekki
notið við. Verðum við afkomendur
ömmu Auði ævinlega þakklát fyrir
þetta.
Þar sem hugurinn reikar til þeirra
Sveinbjörns og Auðar, nú við andlát
hennar, fer ekki hjá því að spurn-
ingar vakni um tilgang þessa jarðlífs.
Hvers vegna er fólk sem gæti átt
góðan hluta ævi sinnar eftir, búið að
koma upp afkomendum sínum og
mestu baslárin að baki, kallað svona
alltof fljótt úr þessu lífi? Við þeim
spurningum er fátt um svör en er
ekki óhætt að trúa því að meiri þörf
hafi verið fyrir þau þar sem þau eru
núna, þó að ekki fari hjá því að manni
finnist þörfin fyrir þau hér hafi verið
ærin.
Samband Auðar við Hlín dóttur
sína var mjög náið. Hlín var eina
barn hennar og naut umhyggju móð-
ur sinnar ríkulega sem og börn henn-
ar, Hrólfur og tvíburarnir Auður og
Sveinbjörn, sem öll voru augasteinar
ömmu sinnar. Bið ég Guð um að veita
þeim og Hávari styrk, einnig ömmu
og öllum öðrum ástvinum, í þeirri
miklu sorg sem nú ríkir í huga okkar.
Guð blessi minningu frænku minn-
ar með gullhjartað!
Jóhannes.
Hún Auður, kær vinkona okkar
hjóna er látin, langt um aldur fram,
en bjartar minningar um elskulega
konu lifa áfram í hugum okkar. Nú á
þessari skilnaðarstundu er okkur
hjónum efst í huga söknuður og
þakklæti fyrir áralanga vináttu og
samskipti sem aldrei bar skugga á í
nærri hálfa öld.
Margs er að minnast þegar litið er
yfir farinn veg liðinna ára. Fjölmarg-
ar minningar eigum við hjónin frá
samvistunum við Auði og Sveinbjörn
Benediktsson eiginmann Auðar sem
lést fyrir allnokkrum árum. Við
minnumst okkar samverustunda
með virðingu og gleði.
Þær stöllurnar Auður og Oddný
kynntust fyrst á Hvanneyri árið 1960
þar sem þær störfuðu hjá Bænda-
skólanum. Síðan leiddu forlögin þær
báðar að Gunnarsholti vorið 1963 þar
sem þær kynntust og síðar giftust
frændunum Sveinbirni og Sveini.
Sveinbjörn og Auður bjuggu í Gunn-
arsholti um 5 ára skeið og fluttust
svo til Reykjavíkur. Þar vann hún
fyrst í verslun en lauk síðan prófi
sem sjúkraliði. Auður var manni sín-
um stoð og stytta í erfiðum veikind-
um hans. Líf og starf Auðar tengdist
síðan aðhlynningu sjúkra og vann
hún að þeim störfum meðan heilsa
hennar leyfði.
Auður var gædd miklum mann-
kostum, góðum gáfum, afar bók-
hneigð, velviljuð og vinaföst. Hún
var ákaflega hógvær kona, trygg vin-
um sínum og var afar heilsteypt
manneskja. Bjó vel að mikilli reynslu
og hafði ríkan skilning á viðbrögðum
fólks.
Uppeldi Hlínar og síðar barna-
barnanna var alltaf efst í huga Auðar
og um það snerist allt hennar líf og
yndi. Barnabörnin dáðu hana alla tíð
og veittu henni mikla gleði. Þau eiga
nú um sárt að binda.
Fjölskylda, ættingjar og vinir
kveðja nú mikilhæfa konu með sökn-
uði og þakklæti fyrir að hafa fengið
að njóta samvistanna við hana svo
lengi. Megi almættið, sem leiðir okk-
ur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir,
leiða þig í sólina kæra Auður.
Drottinn blessi alla, er unna þér,
sem eru farnir, eða dvelja hér,
og gefi þeim að lifa í ljóssins trú,
sem leggur milli sólkerfanna brú.
Mér gefur sýn, þú kemur heill í hlað,
heilsa vinir þér á fögrum stað.
Mér gefur sýn, og gleðin hrífur mig,
guðleg birta ljómar kringum þig.
(Jón Jónsson, Skagfirðingur)
Við hjónin vottum Hlín og fjöl-
skyldu hennar og öðrum aðstand-
endum innilega samúð okkar.
Oddný og Sveinn
Gunnarsholti.
Kveðja frá
vinkonunum úr Vogunum
Með nokkrum orðum langar okkur
vinkonurnar að minnast hennar Auð-
ar okkar og um leið þakka alla þá
umhyggju og góðmennsku sem hún
sýndi okkur.
Heimili þeirra Auðar og Svein-
björns, foreldra Hlínar, stóð okkur
vinkonunum ávallt opið, jafnt að
nóttu sem degi. Eikjuvogur 29 var án
efa félagsmiðstöð 9. áratugarins í
Vogunum og eitt er víst að hvergi
annars staðar í veröldinni hefur
gelgjuskeiði og unglingsárum verið
tekið af eins mikilli yfirvegun og fag-
mennsku og hjá þeim Auði og Svein-
birni. Hjá þeim skiptu allir máli, allir
voru jafn mikilvægir.
Auður sýndi áhugamálum og
störfum okkar vinkvennanna einlæg-
an áhuga og reyndist bæði vinur okk-
ar og sálfræðingur í senn, hún var
alltaf tilbúin að hlusta, var ákaflega
ráðagóð og dæmdi aldrei. Auður var
okkur unglingsstúlkunum óþrjót-
andi viskubrunnur, af sinni alkunnu
snilld benti hún okkur á leiðir til að
yfirstíga vanda sem í huga okkar
virtist stundum óyfirstíganlegur.
Henni tókst að víkka sjóndeildar-
hring okkar gagnvart lífinu og tilver-
unni, við treystum henni og bárum
virðingu fyrir skoðunum hennar og
gildum.
Góðmennsku Auðar var stundum
engin takmörk sett, hún var alltaf
boðin og búin. Þær voru ófáar ferð-
irnar á skemmtistaði borgarinnar á
þessum tíma og oftar en ekki var
Auður einkabílstjórinn okkar. En
það þótti ekki sérlega smart á þeim
árum að foreldrar væru að sækja
drottningar eins og okkur þegar
skemmtistöðum var lokað. Á þessu
hafði Auður fullan skilning og leysti
málin með því að leggja sægræna
Volvonum bara nokkrum húsalengj-
um frá, okkur til mikils léttis.
Elsku Hlín, Hávar, Hrólfur,
Sveinbjörn og Auður, við vinkonurn-
ar samhryggjumst ykkur nú af öllu
okkar hjarta, missir ykkar er mikill,
megi góðu minningarnar um þau
Auði og Sveinbjörn, sem nú eru aftur
saman, græða sár ykkar. Guð veri
með ykkur. Minningin um þau hjón
mun alltaf búa í þakklátum hjörtum
okkar.
Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir,
Jóna Björg Magnúsdóttir,
Katrín Cýrusdóttir,
Snjáfríður Jónsdóttir,
Þórdís Guðjónsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR RAGNAR EYJÓLFSSON,
sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík
miðvikudaginn 9. maí, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju föstudaginn 18. maí kl. 13.00.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir,
Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, Jón Aðalsteinsson,
Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, Birna Guðmundsdóttir,
Guðný Erna Þórarinsdóttir, Hildimundur Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýju við
andlát og útför
KRISTJÖNU BJARNADÓTTUR,
Breiðanesi,
Gnúpverjahreppi.
Sesselja Loftsdóttir,
Gunnhildur Loftsdóttir, Björn Árnason,
Helga Guðrún Loftsdóttir,
Hrafnhildur Loftsdóttir, Ingvar Bjarnason,
Loftur S. Loftsson, Kristrún Björg Loftsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ODDNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
húsfreyja,
Ferjunesi,
Flóahreppi,
er lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugar-
daginn 5. maí, verður jarðsungin frá Villingaholts-
kirkju föstudaginn 18. maí kl. 14.00.
Eiríkur Ásmundsson,
Kristján Ásmundsson, Aðalheiður K. Alfonsdóttir,
Ingjaldur Ásmundsson, Kristín Þ. Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGURVEIGAR JÓNSDÓTTUR
frá Eskifirði.
Hrafnhildur Björnsdóttir, Guðmundur Þór Svavarsson,
Kristján Björnsson, Kristín Bogadóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Gísli Stefánsson,
Friðrika Björnsdóttir, Þorvaldur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Systir okkar,
MARGRÉT SIGRÍÐUR BERGMANN
frá Hellissandi,
fyrrv. tannlæknir í Svíþjóð,
er látin.
Útförin fer fram í Stokkhólmi.
Gunnar Bergmann,
Sverrir Bergmann.
✝
Ástkær móðir okkar,
JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR,
Kaplaskjólsvegi 35,
Reykjavík,
lést að kvöldi mánudagsins 14. maí.
Sigríður Hjördís Indriðadóttir,
Bogi Indriðason,
Ólafur Indriðason,
Magnús Indriðason.