Morgunblaðið - 16.05.2007, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG HELD AÐ ÉG BYRJI
AÐ SKRIFA JÓLAKORTIN
SNEMMA Í ÁR
ÉG TRÚÐI MÉR
EKKI HELDUR
VILTU
KOMA Í
KAPP AÐ
SÓFANUM?
ÞAÐ ER
GOTT AÐ LÍÐA
VEL ÞEGAR
MAÐUR
VAKNAR Á
MORGNANA
DAUÐA-
DÆMDUR
AÐ VITA AÐ ÞRÁTT FYRIR
AÐ ÞAÐ SÉ SNJÓR Á
JÖRÐINNI OG FREKAR KALT
ÚTI ÞÁ ER LÍFIÐ GOTT OG
MAÐUR SJÁLFUR ER ...
ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ
HANN HAFI FENGIÐ PESTINA
SEM ER AÐ GANGA...
EKKERT ALVARLEGT
HAFÐU BARA AUGA MEÐ
HONUM OG LÁTTU MIG VITA
EF HANN ER EKKI ORÐINN
BETRI EFTIR NOKKRA DAGA
ÉG
GERI
ÞAÐ
BLESS KALVIN! ÞÚ VARST
GÓÐUR SJÚKLINGUR Í DAG
MM
SMÁ HITI
SKRÚFAR
ALLTAF NIÐUR
Í KRÖKKUM
ÉG VIL
SAMT
FREKAR
HAFA HANN
Á FULLU Í
SKÓLANUM
ÞETTA ER EINI TÍMI
ÁRSINS SEM MIG
LANGAR TIL ÞESS AÐ
VERA Í „NÍU TIL
FIMM VINNU“
NÚ?
ÉG FÆ ALDREI AÐ FARA
JÓLAGLÖGG MEÐ VINNUNNI
VIÐ ÆTTUM EKKERT AÐ VERA
AÐ FIKTA Í SJÓRNTÆKJUNUM...
VIÐ GÆTUM SPRUNGIÐ
VIÐ FLUGTAK!
HVAÐA
TÆKJUM?
ÞAÐ EINA SEM
ÉG ÞARF AÐ
SEGJA ER,
ÁFRAM RÚDÓLF!
LALLI,
HVAÐ Á ÉG
AÐ GEFA ÞÉR
Á LJÓSA-
HÁTÍÐINNI
ADDA...
ÉG HEF
VERIÐ AÐ
SPÁ...
ÉG VEIT AÐ VIÐ
GEFUM KRÖKKUNUM
GJAFIR, EN ÞURFUM VIÐ
VIRKILEGA AÐ GEFA HVORU
ÖÐRU EITTHVAÐ?
SVARIÐ ER „JÁ“?
HVERNIG SPURN-
ING VAR ÞETTA?
ÉG HELD AÐ ÞESSI MAÐUR HAFI
TEKIÐ TÖSKUNA MÍNA
NEI, ÞARNA ER
TASKAN MÍN
ÞAÐ LÍTA ALLAR
TÖSKUR ÚT EINS
ÞESSA DAGANA
ÞAÐ ER
RÉTT PETER!
dagbók|velvakandi
Láglaunabærinn Akureyri
ÞAÐ er gott að búa á Akureyri, fyr-
ir alla, eða hvað? Jú, ef þú sættir þig
við að þurfa sennilega að fara þegar
námi er lokið. Sama sem engin störf
er að fá svo leita verður annað. Þeg-
ar launin eru rædd þá er svar við
því: „Þú verður að athuga að þú
býrð á láglaunasvæði, hærri laun
eru bara annars staðar.“ Mér virðist
svo vera að flóttinn frá bænum stafi
af algjöru metnaðarleysi. Það getur
verið vegna launa eða lítils fram-
boðs af störfum. Ég vil sjá fleiri og
stærri verslanir byggðar, gott væri
að nota Akureyrarvöllinn í það.
Hann er besti grasvöllur landsins og
eitt fallegasta vallarsvæðið að
margra mati. Þegar liðin spiluðu í
efstu deild fannst aðkomuliðunum
þau vera komin á teppið. Þeim
fannst völlurinn sem sagt mjög góð-
ur, sá besti. Akureyrarkirkja,
Menntaskólinn, Hlíðarfjall og
íþróttavöllurinn hafa verið að-
alsmerki Akureyrar í mörg ár, að
ógleymdu ÚA (sem reyndar er búið
að selja), og síðan bættist Háskólinn
við. Ég vil sjá fleiri skóla í bænum,
það yrði best fyrir uppbyggingu
bæjarins. KEA, þegar það var og
hét, hélt öllu og öllum í láglauna-
stefnu. Það var því gott að Sam-
bandið fór, þá var von um að eitt-
hvað breyttist. En ekkert gerðist í
þá átt að launin hækkuðu. Svo eru
allir hissa að það sé ekkert líf í mið-
bænum, á Glerártorgi, eða ann-
arsstaðar. Matsölusölustaðir
blómstra þó. Ekki er það vegna íbúa
Akureyrar, heldur vegna utanbæj-
arfólksins sem hefur efni á að koma
til Akureyrar og njóta þess sem
bærinn hefur upp á að bjóða. Flestir
Akureyringar eru bara heima,
vegna þess að þeir hafa ekki efni á
þeim munaði að fara út að borða og
njóta þess sem til er í bænum. Einn-
ig vegna þreytu eftir þá löngu
vinnuviku sem þeir þurfa að vinna
til að hafa í sig og á. Hvað er til
ráða? Hærri laun, meiri metnaður
hjá fyrirtækjunum; að þau sjái sér
hag í að borga starfsmönnum hærri
laun. Einnig að segja að Akureyri sé
góður bær á öllum sviðum. Hvetjum
fyrirtæki, háskólalærða sem og
ófaglærða, til að rísa upp saman og
gera bæinn áhugaverðari og hvetj-
andi til að búa í fyrir alla.
Agnea Tryggvadóttir, Frostafold 75,
Reykjavík.
Járnskúlptúr tapaðist
ÞESSI járnskúlptúr, 35 cm í þver-
mál, merktur höfundi, hvarf þar
sem hann hékk á vegg í fjölbýlishúsi
í Breiðholti sl. föstudag. Þeir sem
kunna að hafa rekist á verk þetta
góðfúslega hafi samband í síma
587 1820 eða 861 1820.
Gári í óskilum
LJÓSBLÁR gári flaug upp á sval-
irnar hjá okkur á Reynimel. Honum
líður vel, en ef einhver kannast við
hann væri gott ef eigandinn hefði
samband við okkur í síma 562 8339
eða 899 0875.
Gallajakki fannst
BARNAGALLAJAKKI fannst í
Mjósundi í Hafnafirði í síðustu viku.
Eigandi hafi samband við Ernu í
síma 690 1553.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
STJÓRN RARIK ohf. hefur ákveð-
ið að leggja 20 milljónir króna í fyr-
irtækið Orkuvörð ehf. sem nýtast á
til stofnunar orkuskóla á Akureyri.
Er þátttakan í tilefni af 60 ára af-
mæli RARIK og er stærsta sam-
félagslega verkefni sem RARIK
hefur tekið þátt í.
Orkuvörður ehf. hefur það eina
hlutverk að stofna og reka sérhæfð-
an háskóla á sviði endurnýjanlegra
orkugjafa, School for Renewable
Energy. Mikil þekking er nú þegar
fyrir hendi á sviði endurnýjanlegra
orkugjafa á Íslandi og með stofnun
orkuskólans er tryggt að landið
verði áfram í forystuhlutverki í
heiminum á sviði endurnýjanlegrar
orku.
Undirbúningur að stofnun orku-
skóla á Akureyri hefur staðið frá
árinu 2004. Stefnt er að því að bjóða
upp á B.Sc.-nám í orkufræðum
ásamt eins árs meistaranámi. Gert
er ráð fyrir að skólinn hefji starf-
semi haustið 2007.
Styrkur Tryggvi Þór Haraldsson, forstj. RARIK, afhendir Benedikt Sig-
urðarsyni skjal sem staðfestir 20 m. kr. framlag RARIK til Orkuvarðar hf.
RARIK tekur þátt í
stofnun orkuskóla
TILVALIÐ er að hjóla í og úr vinnu þegar veðrið er gott. Þessar konur hjól-
uðu strandlengjuna á Seltjarnarnesi, sér til skemmtunar og heilsubótar.
Hjólað í blíðunni
Morgunblaðið/Ómar