Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 1
13.53 Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lýkur. 14.32 Formenn stjórnarflokkanna tilkynna stjórnarslit. 17.10 Geir og Ingibjörg lýsa yfir vilja til stjórnarmyndunar.
Tólf ára ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var slitið í gær
Viðræður um nýja stjórn
Morgunblaðið/Ómar
Gengið til viðræðna Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar,
koma af fundi í Alþingishúsinu síðdegis í gær. Þau munu taka upp viðræður um myndun ríkisstjórnar.
Forsætisráð-
herra gengur á
fund forsetans
Viðræður við
Samfylkingu
þegar hafnar
STOFNAÐ 1913 . TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
olafur@mbl.is
FYLGISTAP Framsóknarflokksins og hinn
naumi meirihluti fráfarandi stjórnar eru þær
ástæður, sem formenn stjórnarflokkanna gáfu upp
fyrir samstarfsslitunum í gær. Það er rétt svo langt
sem það nær. Flokkarnir eru t.d. sammála um að
atkvæðagreiðslur á Alþingi gætu orðið mjög erfiðar
vegna fjarvista þingmanna. Fleira kemur þó til.
Fyrst eftir kosningar var raunverulegur áhugi á
því í forystu Sjálfstæðisflokksins að láta reyna á
áframhaldandi samstarf. Síðustu daga hefur við-
horf sjálfstæðismanna til þess samstarfs hins vegar
breytzt og stuðningur vaxið við að prófa eitthvað
nýtt. Margir frammámenn í flokknum hafa gefið til
kynna að þeir séu orðnir þreyttir á Framsókn og að
búið sé að „gera allt sem þessir flokkar geta gert
saman í bili“ eins og einn orðaði það.
Inn í þetta spilar svo sú tilfinning margra sjálf-
stæðismanna að Framsóknarflokkurinn dugi ekki
til átaka eftir ósigurinn. Geir H. Haarde mun að
lokum hafa metið það svo að innan flokksins væri
ekki nægur stuðningur við endurnýjað samstarf.
Þreifingar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingar fóru illa af stað á fyrstu klukkutímunum eftir
kosningar. Þegar leið á vikuna fjölgaði hins vegar
mjög óformlegum samtölum á milli lykilfólks í báð-
um flokkum. Samfylkingarfólk gaf sjálfstæðis-
mönnum sterkt til kynna að hægt yrði í samstarfi
flokkanna að koma hreyfingu á mál, sem yrðu í
kyrrstöðu í óbreyttu stjórnarsamstarfi með Fram-
sókn. Þar voru sérstaklega nefnd heilbrigðismál,
landbúnaðarmál, menntamál og velferðarmál.
Þreifingar voru einnig á milli Sjálfstæðisflokks-
ins og Vinstri grænna en sjálfstæðismenn mátu það
svo að viðræður við þá yrðu mun erfiðari.
Á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í gær-
morgun var ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu, á
grundvelli upplýsinga frá sjálfstæðismönnum um
að þeir hefðu engan áhuga á því lengur. Framsókn-
armenn vissu hins vegar ekki af samtali Geirs H.
Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á mið-
vikudag fyrr en sú síðarnefnda sagði frá því í fjöl-
miðlum síðdegis í gær. Sú yfirlýsing olli gífurlegri
reiði í röðum framsóknarmanna, sem telja nú Geir
hafa farið á bak við þá.
Geir Haarde hefði ekki sleppt þræðinum við
framsóknarmenn nema hann hefði verið búinn að
fá fyrirheit frá Ingibjörgu um að hún myndi ekki
reyna vinstristjórnarviðræður með Framsókn-
arflokki og Vinstri grænum. Á milli formanna
flokkanna virðist því ríkja traust að þessu leyti. Í
Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi sagði Ingi-
björg Sólrún að samskipti Framsóknar og VG
hefðu verið með þeim hætti undanfarið að það væri
orðið of seint af þeirra hálfu að koma með tilboð um
myndun vinstristjórnar, þar sem hún yrði forsætis-
ráðherra.
Naumur meirihluti og nýjungagirni
Viðhorfið innan Sjálfstæðisflokksins breyttist Framsóknarmenn ævareiðir
Morgunblaðið/Ómar
Annar inn, hinn út? Guðni Ágústsson og Össur
Skarphéðinsson hittust við Alþingishúsið í gær.
FORMLEGAR stjórnarmyndunar-
viðræður milli Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar hefjast í dag. Geir H.
Haarde, forsætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins, mun í
dag ganga á fund forseta Íslands og
biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt og óska jafnframt eftir umboði til
að mynda nýja meirihlutastjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Tólf ára ríkisstjórnarsamstarfi
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks lauk formlega í gær þegar for-
mennirnir Geir H. Haarde og Jón
Sigurðsson lýstu því yfir að ekki
væri grundvöllur fyrir því að halda
því áfram. Áður hafði Framsóknar-
flokkurinn haldið þingflokksfund þar
sem niðurstaðan varð sú að ekki væri
áhugi á áframhaldandi stjórnarsam-
starfi. Í kjölfar fundar formannanna
upplýsti Geir að hann myndi fyrst
leita eftir samstarfi við Samfylkingu.
„Aðalatriðið er auðvitað það að
hér sitji öflug stjórn með góðan
meirihluta á bak við sig,“ sagði Geir
og bætti við að við slíkar aðstæður
væri farsælast að stokka spilin.
„Eftir að hafa farið mjög vandlega
yfir þetta og gert okkur grein fyrir
þeim þreifingum og viðræðum sem
eru í gangi milli annarra flokka er
það sameiginleg niðurstaða okkar að
þetta gangi ekki við núverandi skil-
yrði,“ sagði Jón Sigurðsson um
stjórnarslitin.
Geir og Jón lögðu báðir áherslu á
að samstarf flokkanna hefði verið
gott; Geir neitaði að skipbrot hefði
orðið og Jón tók fram að enginn
trúnaðarbrestur væri milli manna.
Bjartsýnn
Geir segist bjartsýnn á að flokk-
unum takist að mynda nýja meiri-
hlutastjórn. Hann tók Samfylkingu
fram yfir Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð vegna þess að styttra
er á milli flokkanna auk þess sem
þingmeirihluti yrði stærri.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, sagði að
þó að ekki hefði gefist tími til að fara
í málefnaviðræður væri ljóst að lík-
lega gætu flokkarnir náð niðurstöðu
í þeim málum „þar sem skilin hafa
verið á milli þessara flokka“.
Lengsta | Miðopna Fædd | 6
Hyggilegast | 4 Gæti fengið | 2