Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 2

Morgunblaðið - 18.05.2007, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1 SÍMI: 599 6200 • www.hr.is www.hr.is KYNNTU ÞÉR NÁMSFRAMBOÐ Á HEIMASÍÐU SKÓLANS Opið fyrir umsóknir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn- arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra afhenti í gær, á þjóðhátíðardegi Norðmanna, fyrsta eintakið af nýrri útgáfu Sverris sögu sem er fyrsta bókin af fjórum í þjóðargjöf Íslend- inga til Norðmanna í tilefni af 100 ára afmæli endurreists konungs- veldis í Noregi árið 2005. Afhend- ingin fór fram við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Fyrir tveimur árum afhenti fyrr- verandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, gjafabréf frá íslensku þjóðinni þar sem kveðið var á um sérstaka útgáfu fjögurra Nor- egskonungasagna í fimm hundruð eintökum handa norskum lesendum. Þessar sögur eru Sverris saga, Morkinskinna, Böglunga saga og Hákonar saga Hákonarsonar. Rík- isstjórn Íslands samdi um útgáfuna við stjórn Hins íslenska fornrita- félags undir forsæti dr. Jóhannesar Nordals. Sverris saga er eitt af stórvirkjum fornbókmennta Íslendinga og elsta veraldlega konungasagan sem varð- veist hefur. Sagan er samtímasaga og gleggsta heimild sem varðveist hefur um valdabaráttuna í Noregi á síðari hluta 12. aldar. Sverrir Sig- urðsson var einn snjallasti konungur sem setið hefur á valdastóli í Noregi en hann átti sér marga fjandmenn innanlands, bæði meðal veraldlegra höfðingja og kirkjunnar manna. Í formálanum er nefnt nafn höfundar, Karls Jónssonar, ábóta á Þingeyrum í Húnaþingi sem ritaði upphaf sög- unnar eftir fyrirsögn Sverris sjálfs. Sagan er örugglega að hluta máls- vörn Sverris gagnvart andstæð- ingum sínum og sennilegt að Íslend- ingur hafi verið fenginn til verksins þar sem ekki væri hægt að saka hann um hlutdrægni. Afhenti Norð- mönnum Sverris sögu Morgunblaðið/Ómar Góð bók Sendiherrahjónin Guttorm Vik og Torbjörg Jofrid Vik ásamt Geir H. Haarde og Ingu Jónu Þórðardóttur. Athöfn í Norræna húsinu á þjóðhátíðardegi Norðmanna FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EF Geir H. Haarde forsætisráð- herra getur upplýst Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum í dag um að hann geti myndað meirihlutastjórn er líklegast að hann fái umboð til stjórnarmyndunar mjög fljótlega, jafnvel strax í dag. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hún tekur fram að næstu skref ráðist af því hvað Geir geti sagt forset- anum um viðræðurnar við Sam- fylkinguna, þ.e. hversu langt þær séu komnar. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks fór frá árið 1995 gekk Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á fund Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta Íslands, og baðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Sama dag ræddi Vigdís við leiðtoga stjórnmálaflokkanna og daginn eftir veitti hún Davíð umboð til að mynda nýja ríkis- stjórn. Í kjölfarið hófust formlegar viðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Björg tók fram að hún hefði ekki upplýsingar um hversu langt við- ræður Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar væru komnar. Menn þyrftu hins vegar að hafa í huga að ríkisstjórnin hefði haldið meiri- hluta sínum eftir kosningarnar og ólíklegt væri að hún færi frá nema búið væri að tryggja að nýr meiri- hluti tæki við. „Mér finnst ólíklegt að verið sé að búa til slíkt óvissu- ástand í ljósi þess að þessi rík- isstjórn hélt meirihluta sínum,“ sagði Björg. Björg sagði að hugtakið stjórn- armyndunarumboð væri ekki til í lagalegum skilningi. Í stjórnar- skránni stæði það eitt að forsetinn skipaði ráðherra og ákvæði tölu þeirra. „Stjórnarskráin segir mjög fátt um stjórnarmyndanir. Þetta ræðst bara af pólitísku landslagi hverju sinni. Um þetta gilda ákveðnar venjur og að sjálfsögðu hvílir þingræðisreglan þar að baki. Forsetinn getur ekki skipað ráð- herra nema meirihluti sé á bak við ríkisstjórn þótt stjórnarskráin segi ekkert um það,“ sagði Björg. Venjan er sú að forseti óski eftir að fráfarandi ríkisstjórn sitji áfram sem starfsstjórn á meðan stjórnarmyndunarviðræður standa yfir. Gæti fengið umboð í dag eða á morgun Davíð Oddsson fékk stjórnarmyndunarumboð daginn eftir að hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt árið 1995 GUÐNI Th. Jó- hannesson sagn- fræðingur segir óvenjulegt að Geir H. Haarde skuli lýsa því yfir að þegar hann biðjist lausnar muni hann óska eftir umboði for- seta til stjórn- armyndunar. Áð- ur fyrr hafi forseti sjálfur ákveðið hverjum hann feli umboðið en fari að sjálfsögðu eftir ábendingum stjórnmálaforingja. „Fyrst Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking hafa þegar komist að samkomulagi um að hefja stjórnarmyndunarvið- ræður liggur auðvitað í augum uppi að Geir á að fá umboðið þar sem Samfylkingin er alveg sátt við það.“ Liggur í augum uppi að Geir á að fá umboðið Guðni Th. Jóhannesson ÞRIGGJA manna sendinefnd frá ut- anríkisráðuneyti og varn- armálaráðuneyti Þýskalands mun í dag eiga við ræður við íslensk stjórnvöld um aukið samstarf í ör- yggis- og varnarmálum. Viðræð- urnar munu fara fram í Svartsengi og var kveikjan að þeim kynning ís- lenskra embættismanna í Berlín í vetur á hugmyndum um aukið sam- starf við önnur NATO-ríki við Norður-Atlantshaf eftir brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Ekki er gert ráð fyrir jafn víðtæku sam- starfi við Þjóðverja og samið hefur verið um við Norðmenn og Dani. Ræða varnar- mál við Þjóðverja AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Brim ekki að kaupa  Eigandi Brims vísar frétt Morgunblaðsins um sölu kvóta Kambs á Flateyri á bug  Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur engar staðfestar fréttir fengið GUÐMUNDUR Kristjánsson, útgerðarmaður og eigandi Brims hf., neitar því að hann sé að kaupa hluta kvóta Kambs hf. á Flateyri, eins og talið var líklegt í frétt Morgunblaðsins í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur að það hefði ekki komið til tals. „Ég vil mótmæla þessum ranga orð- rómi um að við séum að kaupa kvóta á Flateyri. Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið og ábyrgð- arlaust af Morgunblaðinu að koma með þetta á forsíðu,“ sagði Guðmundur. Engar staðfestar fréttir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðs- félags Vestfirðinga, sagðist ekki hafa fengið nein- ar upplýsingar um að til stæðu breytingar hjá Kambi á Flateyri frá forsvarsmönnum fyrirtæk- isins. Einu upplýsingarnar þar að lútandi væru úr fjölmiðlum. Finnbogi sagði að ef stórra breytinga væri að vænta í atvinnurekstri á Flateyri yrði haldinn fundur með félagsmönnum verkalýðs- félagsins á staðnum. Almennt talað sagði Finnbogi það vera mikið áhyggjuefni þegar burðarásar í at- vinnulífi byggðanna færðust á fárra hendur. „Þetta ástand er ekki bara á Flateyri, heldur í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið. Þar sem fyrirtækin eru á fárra höndum eða jafnvel bara einni þá er þetta niðurstaða sem verkalýðs- félögin hafa varað við,“ sagði Finnbogi. Morgunblaðið/Ómar FIMM ungir menn á tvítugsaldri réðust á ökumann bíls sem þeir höfðu lent í árekstri við í Graf- arvogi í gærkvöldi. Bílarnir voru að mætast og rákust saman á gatna- mótum þegar annar beygði til vinstri. Voru mennirnir allir ölv- aðir og þurfti nokkurn fjölda lög- reglumanna til að handtaka þá. Einn þeirra var fluttur á slysadeild. Réðust á ökumanninn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.