Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 4

Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is FORMENN stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, til- kynntu í gær að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi flokk- anna í núverandi ríkissjórn. „Þetta er niðurstaðan eftir þingflokksfund Framsóknarflokks í morgun og við er- um út af fyrir sig sammála um þá nið- urstöðu,“ segir Geir og upplýsti í kjöl- farið að líklegast myndi hann fyrst leita hófanna hjá Samfylkingunni um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem síð- an varð raunin. Geir og Jón tilkynntu fjölmiðlum um niðurstöðuna eftir að hafa rætt saman á stuttum fundi í stjórnarráðinu. Áður hafði þingflokkur framsóknarmanna setið á þriggja tíma fundi. Geir þvertók fyrir það að stjórnar- slitunum mætti líkja við skipbrot; menn væru fyrst og fremst að horfa í niðurstöðu kosninganna hvað varðaði Framsóknarflokkinn. Samstarfið hefði verið mjög langt og gott og skilað þjóðinni miklum árangri. Hins vegar væri það svo að eins manns meirihluti á Alþingi væri mjög naumur, sér- staklega þegar aukin ferðalög og fjar- vistir þingmanna væri tekið með í reikninginn. „Aðalatriðið er auðvitað það að hér sitji öflug stjórn með góðan meirihluta á bak við sig. Við getum ekki skapað þær aðstæður tveir einir eins og nú standa sakir,“ segir Geir. „Við þessar aðstæður er sennilega hyggilegast að stokka spilin upp á nýtt.“ Gengur ekki við núverandi skilyrði Jón Sigurðsson segir að sameiginleg ákvörðun hafi verið tekin á þingflokks- fundi um að slíta samstarfinu að vel ígrunduðu máli. Litið hafi verið til ákaflega margra mála og sjónarmiða áður en komist var að sameiginlegri niðurstöðu um að ekki væru forsendur til að halda samstarfinu áfram. Jón tók fram að þreifingar og viðræður ann- arra flokka í vikunni hefðu haft mikil áhrif á ákvörðunina, þótt ekki hefði komið upp trúnarbrestur milli sín og forsætisráðherra. „Eftir að hafa farið mjög vandlega yfir þetta, og gert okk- ur grein fyrir þeim þreifingum og við- ræðum sem eru í gangi milli annarra flokka, er það sameiginleg niðurstaða okkar að þetta gangi ekki við núver- andi skilyrði,“ segir Jón. „Hyggilegast að stokka spilin upp á nýtt“ Morgunblaðið/Ómar Kveðjuhandtak Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, og Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðis- flokksins, tókust í hendur eftir að hafa lýst því yfir að 12 ára samstarfi flokkanna væri lokið. Þreifingar við aðra flokka í vikunni höfðu áhrif á ákvörðun framsóknarmanna GEIR H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, hafa orðið ásátt um að hefja stjórnar- myndunarviðræður milli flokkanna tveggja, að því gefnu umboð til þess hljótist frá forseta Íslands. Forsætisráðherra mun ganga á fund forsetans kl. 11 í dag og biðjast lausnar fyrir núverandi ráðuneyti sitt. Við það tilefni segist Geir munu fara fram á umboð til að mynda nýja meiri- hlutastjórn. Geir segist bjartsýnn á að flokkunum takist að mynda nýja meirihlutastjórn, annars hafi hann ekki boðað Ingibjörgu á sinn fund í gær. Að sögn forsætisráðherra var Samfylkingin tekin fram yfir Vinstri græna þar sem styttra væri milli flokkanna auk þess sem þingmeirihluti flokkanna yrði stærri. „Okkur varð ljóst, eftir að hafa farið yfir stóru línurnar, að það væri líklegt að við gætum náð niðurstöðu í þeim málum þar sem skilin hafa verið á milli þessara flokka,“ segir Ingibjörg Sólrún. Ekki hafi þó gefist tóm til þess að fara í málefna- viðræður á fundinum. Geir tók í sama streng og Ingibjörg: „Við höfum lagt þá línu að reyna að ná samkomulagi um helstu málefnin og ljúka því eins hratt og við getum, þannig að hér komist ný og öflug meirihlutastjórn tilvalda sem fyrst.“ Ef fer sem horfir hefjast stjórnarmyndunar- viðræður milli flokkanna í dag en formenn flokk- anna tveggja voru ekki tilbúnir til að taka afstöðu til þess hversu langan tíma þær tækju. Ný stjórn komist til valda sem fyrst Morgunblaið/Ómar Samstaða Ingibjörg Sólrún og Geir hittust á stuttum fundi í þinghúsinu í gær. Þau ræðast aftur við í dag. „ÉG verð að segja að mér finnst nokkuð óviðurkvæmilegt að það séu í raun byrjaðar formlegar viðræður áður en forsætisráðherra er búinn að segja af sér og fara til Bessastaða. Það er ekki góður svipur á því að mínu mati,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, við Morg- unblaðið í gær. Steingrímur segir eðlilegast og lýðræðislegast þegar ríkisstjórn sé slitið að verkstjórnin færist til forsetans. „Hann ræði síð- an við formenn stjórnmálaflokkanna einn af öðrum og veiti síðan umboð til stjórnarmyndunar.“ Steingrímur segir að í þeirri stöðu hefði hann mælt með því að Samfylkingin, sem stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi umboðið. Nú mælti hann með því að hið sama yrði gert. Steingrímur segir tíðindi dagsins hafa komið sér á óvart en þó hafi leg- ið fyrir að Sam- fylkingin hafi síð- ustu daga „bankað kröftug- lega að dyrum hjá Sjálfstæðis- flokknum“. VG hafi lagt á það áherslu að haga sér samkvæmt réttum leik- reglum og ekki nálgast Sjálfstæðisflokkinn með formlegum hætti líkt og Samfylking- in. Staða stjórnarandstöðuflokkanna við stjórnarmyndun hefði orðið sterkari hefðu flokkar hennar beðið rólegir og beðið eftir að frumkvæðið færðist yfir í þeirra herbúðir. Honum finnst enn sá möguleiki spennandi að Framsóknarflokkur- inn verji minnihlutastjórn Samfylk- ingar og VG falli en hann gæti síðan komið inn í þá stjórn síðar þegar hann hefði náð vopnum sínum á ný. Steingrímur hefði mælt með þeirri leið á fundi sínum með Ingibjörgu Sólrúnu í vikunni og hann myndi mæla með þeirri leið fengi hún stjórnarmyndunarumboð nú í kjöl- far stjórnarslitanna. Aðspurður hvort slíkt samstarf Framsóknar- flokksins og VG væri raunhæft í ljósi gjörólíkrar afstöðu flokkanna til stóriðju segir Steingrímur að ljóst sé að í stjórn vinstriflokkanna og Framsóknarflokksins yrði sá síðast- nefndi afar veikur og yrði að gefa eftir í stóriðjumálinu. Hvað varðar mögulegar viðræður VG og Sjálf- stæðisflokks segir Steingrímur að VG hafi ekki útilokað neina mögu- leika og sé tilbúin að láta reyna á slíkar viðræður eins og aðrar. Telur formlegar viðræður ekki við hæfi á þessu stigi Samfylkingin hefði átt að bíða fram yfir stjórnarslit Steingrímur J. Sigfússon GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for- maður Frjáls- lynda flokksins, segir að atburða- rás gærdagsins hafi komið sér nokkuð á óvart. Segir hann ljóst að búið hafi verið að koma á drög- um að samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylking- ar fyrir nokkrum dögum. „Það kem- ur á óvart hvað þetta gerðist hratt. Það virðist hafa legið grunnur að samstarfi milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Svona lagað fæðist ekki á hálftíma,“ sagði Guðjón Arnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðjón segir að á meðan viðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins hafi staðið hafi hann viðrað þá hugmynd að Frjálslyndi flokkur- inn kæmi inn í stjórnina. Hafi hann persónulega haft samband við Jón Sigurðsson, formann Framsóknar- flokksins, og varpað fram þessum möguleika. „Það kom einfaldlega ekki til viðræðna um málefnalegan grundvöll því það stóð einfaldlega á þessu hjá þeim [Framsóknarflokkn- um] gagnvart sjálfstæðismönnum.“ Tilboðinu var ekki svarað Ekkert svar hafi því komið frá stjórnarflokkunum við tilboði Frjáls- lynda flokksins. Guðjón segir vissan samhljóm hafa verið á milli Frjáls- lynda flokksins og Framsóknar- flokksins í skattamálum en þau auk byggðamála og heilbrigðismála hefðu verið áherslumál hefði komið til slíkra viðræðna. Spurður um hvað nú taki við segir Guðjón Arnar að sé Samfylkingin tilbúin að ræða stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn þá hljóti forseti að fela Geir H. Haarde stjórnar- myndunarumboð. Hann vill ekki segja til um hvað honum finnist um slíka stjórn fyrr en fyrir liggi hvernig hún muni taka á byggðamálum og sjávarútvegsmálum. Hvort einhverjir möguleikar séu í núverandi stöðu á því að Frjálslyndi flokkurinn komist í ríkisstjórn segir Guðjón Arnar að gærdagurinn hafi sýnt að aldrei sé hægt að segja til um hvernig atburðarásin þróist. Fyrst sé að sjá hvernig mál þróist í viðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hraðinn kom á óvart Guðjón Arnar Kristjánsson Bauð stjórnarflokk- unum samstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.