Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 6

Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsókn- arflokksins, segir að sú ríkisstjórn sem nú virð- ist vera í burðarliðnum hafi verið fædd fyrir kosningarnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi staðfest það í gær sem framsóknarmenn var farið að gruna; að baktjaldamakk ætti sér stað milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks meðan viðræður stæðu yfir milli stjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf. Staðfestingin hafi fal- ist í játningu Ingibjargar á því að þau Geir H. Haarde hefðu rætt saman símleiðis á miðviku- daginn, en Geir hafi á þeirri stundu beðið Framsóknarflokkinn um að bíða með framhald- ið til föstudags. „Með þessu var Geir að tryggja að hann gæti farið til Bessastaða og gengið frá því að það sem var að gerast í bakherbergjunum lægi fyr- ir þegar hann kæmi til forsetans,“ segir Guðni. Heiftarlegar árásir Guðni rekur aðdraganda viðræðna Geirs og Ingibjargar til þess að 100.000 eintökum af DV hafi verið dreift á heimili landsmanna gegn Framsóknarflokknum, til sköpunar á Viðeyj- arstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Á þeim tíma hafi Framsóknarflokkurinn verið á uppleið og mælst með 13-14% fylgi. „Í DV, sem sennilega hefur kostað um 20-30 milljónir króna, koma fram heiftarlegar árásir frá mjög vinsælum hagfræðingum þar sem þeir kenna framsóknarmönnum um allt illt auk þess sem Hreinn Loftsson [stjórnarformaður Baugs] skrifar þar mikinn leiðara um hvað nú þurfi að gera og kemst að þeirri niðurstöðu að þessir tveir flokkar ráði einir við það.“ Guðni telur að framganga Geirs síðustu daga sé mjög ólík hans persónu og hann segist ekki þekkja Geir að því að spila svona leiki. „Við Geir erum búnir að vera samtíðarmenn í 20 ár í þinginu, sitja saman í ríkisstjórn í átta ár og ég þekki hann bara sem góðan dreng. Ég átta mig hins vegar á því að hann hefur bara verið staddur í þessu leikriti sem upp var spilað og honum var mik- ilvægt að andstæðingar þess innan síns flokks sæju ekki í gegnum þetta leikrit, og þess vegna hafi Framsóknarflokknum verið haldið inni í myndinni,“ segir Guðni. „Ég þakka Geir Haarde farsælt samstarf. Sjálfstæðisflokkurinn skuldaði okkur aðeins eitt að loknu 12 ára far- sælu samstarfi, þar sem við tókum oftast á okk- ur erfiðleikana. Það er þetta, að vera heiðarleg- ir og segja satt. Því miður sviku þeir það á þessum endaspretti.“ Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn hyggist ræða frekar við Samfylkinguna og Vinstri græna, segir Guðni að um það þurfi ekkert að ræða, búið sé að stofna ríkisstjórn sem sé komin á lappirnar. Ingibjörg Sólrún hafi ekki áhuga á því að verða forsætisráðherra og hún sjálf hafi metið það sem svo að ekki gæfist tími til þess að berjast fyrir því, eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði séð sig fyrir í því póli- tíska mátunarverki sem Hreinn Loftsson hafi brugðið upp mynd af í leiðara sínum í DV. „Steingrímur Sigfússon var jafngrimmur á því að fara inn í Sjálfstæðisflokkinn og hún og ég tel að hún hefði verið dauð sem pólitískur for- ingi, hefði henni ekki tekist að næla sér í ráð- herrastól nú,“ segir Guðni og kveður jafnframt að Steingrímur sé mikill leiksoppur í málinu; hann hafi látið leika á sig, sitji eftir á brúsapall- inum með bláa slaufu um hálsinn og sárt ennið. „Ég sá einfaldlega ekki fram á að flokkarnir næðu saman“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þvertekur fyrir að ríkisstjórnin hafi orðið til áður en kosning- arnar áttu sér stað, ófyrirséð hafi verið hvernig kosningum lyktaði og það þurfi ekki mikil hyggindi til að sjá það að Samfylkingin hafi helst viljað að ríkisstjórnin félli. Með þeim hætti hefði Samfylkingin komist í lykilstöðu og verið í forystuhlutverki þegar að myndun nýrr- ar ríkisstjórnar kæmi. Spurð um það af hverju horfið hafi verið frá viðræðum um vinstristjórn milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, segir Ingibjörg að vegna mjög takmarkaðs áhuga á því af hálfu Vinstri grænna að mynda ríkis- stjórn með Framsóknarflokki, hafi forsendur fyrir viðræðum flokkanna þriggja um myndun nýrrar ríkisstjórnar ekki verið fyrir hendi. „Þó að mér hafi kannski verið það ljóst fyrir kosn- ingar og á kjördag, var atburðarásin eftir kjör- dag líka með þeim hætti að það glæddi ekki þær vonir. Ég sá einfaldlega ekki fram á að flokkarnir næðu saman,“ segir hún og heldur áfram: „Þar að auki sá ég lítinn ávinning í því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn sem væri plöguð af sundurlyndi og innbyrðis tortryggni þessara tveggja flokka.“ Var fædd fyrir kosningar Sakar Sjálfstæðisflokk- inn um óheiðarleika Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðni Ágústsson HERRÉTTUR í Bolling-herstöðinni í Washingtonborg í Bandaríkjunum sýknaði í fyrrakvöld fyrrum varnarliðsmann á Keflavíkurflugvelli af morðákæru en mað- urinn var ákærður fyrir að hafa orðið konu, sem einnig þjónaði í varnarliðinu, að bana fyrir tveimur árum. Maðurinn átti yf- ir höfði sér dauðadóm ef hann hefði verið fundinn sekur. Lögmenn mannsins sögðu, að rannsókn málsins hefði verið ábótavant og ekki væri útilokað að unnusti konunnar hefði framið ódæðið en vitað var að þeim varð sundur- orða kvöldið áður en hún fannst myrt í íbúðablokk á varnarsvæðinu. Sýknaður af morði á varnarstöðinni Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÉG heyrði mikinn skarkala inni í skipinu en bjóst ekki við að því væri að hvolfa. Með því að beygja mig sá ég strákana á bátapallinum. Þeir sem áður voru fyrir neðan okkur sem vorum á brúarvængnum voru komnir hærra en við. Ég öskra: Strákar, ég held hann sé að fara yfir. Þetta heyrði enginn. Þeir voru farnir fyrir borð. Líklega hefur alda hent þeim fyrir borð sem gerði að verkum að flestir sluppu betur en við Palli heitinn [Páll Andrésson yfirstýri- maður]. Hann fórst og það munaði engu að ég hefði þetta ekki af. Ég var mjög hætt kominn. Fór á bólakaf og barðist í sífellu utan í skipið. Það var eins og maður væri að fara niður foss,“ segir Karl Arason skipstjóri þegar hann rifjar upp nóttina örlaga- ríku, 9. mars 1997, þegar Dísarfellið fórst suðaustur af Hornafirði, milli Íslands og Færeyja. Þar fórust tveir skipverjar, Óskar Guðjónsson og Páll Andrésson, en tíu var bjargað af þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nýlega var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Karl er talinn hafa sýnt af sér „sak- næmt gáleysi“ með því að hafa ekki sent út neyðarkall fyrr en hann gerði. Karl er ósáttur við þetta og telur sig hafa brugðist rétt við. Þar byggi hann á reynslu sinni af sjó- mennsku frá 18 ára aldri og skip- stjórnarmenntun. Hann er að verða 64 ára og enn til sjós. Því var haldið fram, m.a. í málflutningnum, að skip- ið hefði verið hættuleg „manndráps- fleyta“ og útgerðinni ljóst að það gæti sokkið hvenær sem var. „Ég er því algjörlega ósammála,“ segir Karl. „Mér fannst þetta ágætis skip og var ekkert hræddur við það.“ Aðspurður kveðst hann ekki hafa vitað til þess að skipverjar hafi verið hræddir við skipið. Hann kannast heldur ekki við að neysluvatn um borð hafi verið mengað. Karl bendir á að í dóminum komi fram að allir pappírar skipsins og eftirlitsskoðan- ir hafi verið í lagi. „Ég hefði ekki siglt skipinu ef ég hefði ekki talið það sjófært. Það hvarflaði ekki að mér,“ segir Karl. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að vera sakaður um „saknæmt gáleysi“ hvað þá að fá þann dóm. „Ég hef orðið fyrir sára- lítilli gagnrýni út af þessu máli og hingað til ekki verið sakaður um að hafa breytt rangt.“ Karl kveðst hafa verið vakinn kl. 02.15. Þá var komin 20 gráðu slag- síða í það minnsta til bakborða. Það var leiðindaveður og ölduhæð 8-10 metrar. „Ég fæ upplýsingar um að það sé einhver sjór í lestunum og það er strax farið að dæla frá þeim. Þá var ég búinn að stöðva skipið og lét það reka, taldi ekki ráðlegt að halda upp í. Í framhaldinu er ástandið nán- ast óbreytt. Það versnar ekki, kannski lagast heldur sem sýnir að þeir hafa við þessum leka sem ég held að hafi verið. Ég kalla ekki á neina hjálp og er eiginlega sann- færður um að við munum vinna bug á þessu.“ Haft var samband við Hornafjarð- arradíó, sem Karl segir að hafi verið þjónað frá Reykjavík, kl. 03.37 og látið vita af slagsíðunni á skipinu og að verið væri að dæla úr því. Karl segir að klukkan 03.45 hafi skipverj- ar heyrt að sjóbúnaður á öftustu lestarlúgunni bilaði og fór allt af lúg- unni, fimmtán gámar, en einn var eftir. Karl segir að þetta hafi létt skipið og minnkað þungann á dekk- inu en ekki haft áhrif á slagsíðuna. Klukkan 03.58 sendi Reykjavíkurra- díó út siglingaviðvörun vegna gáma á reki og var þá jafnframt að láta vita að Dísarfell ætti í erfiðleikum. Karl segir að íslenskur togari hafi verið í Rósagarðinum og tvö íslensk flutn- ingaskip ekki langt í burtu, en ekki náðist samband við þau.Karl segir að þegar látið var vita af erfiðleikum skipsins hafi staðan verið svipuð og þegar hann kom í brú, þó betri ef eitthvað var. „Það var mikill veltingur, á halla- mæli í brúnni sjáum við að hann er að velta alveg niður í 45 gráður og réttir sig alveg af í bakaveltunni.“ Karl segir að þeir hafi verið í stöð- ugu sambandi við Reykjavíkurradíó meðan á þessu stóð. „Klukkan 4.48 er hallinn frekar að aukast. Við lét- um vita af því. Ég hringi niður í vél- arrúm og fæ upplýsingar frá vél- stjóranum að það sé gat á soglögn dælu og þeir séu búnir að vera að gera við það í svolítinn tíma. Það er þá sem hallinn á skipinu fer að aukast. Þeir reiknuðu með að geta byrjað að dæla fljótlega eftir að ég talaði við þá,“ sagði Karl. Skipið besta björgunartækið Karl segir að bóma annars krana skipsins hafi losnað og snúist út á hlið og niður í sjó. Við það breyttist rek skipsins og telur Karl þetta einn- ig hafa haft áhrif á hallann. „Ljósa- vélar og aðalvél stöðvast með ör- stuttu millibili og um leið fara vélstjórarnir upp úr vélarrúminu. Þeir gátu ekki gert neitt meir og engu dælt. Þá er sent út neyðarkall því þá er leikurinn tapaður,“ segir Karl. Þá var klukkan 04.52. Hann segir rangt að langur tími hafi liðið frá því vélstjórarnir komu upp þar til neyðarkallið var sent. „Það var gert strax,“ segir Karl. Hann kveðst hafa byggt ákvörðun sína á reynslu sinni og því sem hann hefði lært, m.a. í Slysavarnaskóla sjómanna og af lestri í gegnum árin. „Meðan skipið flýtur þá er það besta björgunartæk- ið.“ Eins segir Karl að ef kallað væri á þyrlu í hvert skipti sem skip fær á sig slagsíðu þyrftu þyrlurnar að vera margar. Þá sé sjómönnum kennt að þyrluáhöfnin leggi sig í hættu við að fljúga langt út á haf. Það eigi því ekki að kalla úr þyrlu nema í brýnni neyð. Skipverjar fengu upplýsingar um að þyrla væri komin í loftið og væri væntanleg til þeirra um kl. 07.30 um morguninn. Áhöfnin var öll komin í björgunarbúninga. Karl og Páll Andrésson yfirstýrimaður fóru upp á brúarvænginn stjórnborðsmegin en aðrir skipverjar voru á bátapalli stjórnborðsmegin. Það var rétt að byrja að skíma þegar skipinu hvolfdi skyndilega. Karli skaut úr kafinu og var slas- aður. „Ég var úr axlarlið og axlar- brotinn, var einn míns liðs og átti mjög erfitt í sjónum. Hinir voru allir saman og héldu hópinn.“ Hann telur að þeir hafi verið einn og hálfan tíma til tvo í sjónum. „Þyrluáhöfnin sá strax mennina sem voru saman og tók aukahring. Þá sáu þeir mig um 100 metra frá hinum og var ég tek- inn fyrstur upp,“ segir Karl. Hinum var síðan bjargað um borð og lík þeirra sem fórust náðust einnig. Slysið var erfitt og eins umræðan í kjölfarið. Karl segir að strax hafi komið fram harðar ásakanir, ekki síst á hendur útgerðinni, m.a. frá for- ystu Sjómannafélags Reykjavíkur. Karl sá ástæðu til að fara í útvarps- viðtal til að hrekja þær ásakanir. Svo tók við málareksturinn sem nýlega var dæmt í. „Það er verið að hengja mig, að mér finnst að ósekju. Ég gerði allt eftir minni bestu samvisku og Páll heitinn var minn ráðgjafi og hjálparmaður uppi í brú. Mér var mikill styrkur að honum,“ segir Karl. Hann er enn til sjós og segir að þrír af þeim sem lentu með honum í þessum hremmingum séu enn með honum og sá fjórði nýhættur vegna aldurs. Skipstjóri Dísarfells telur sig ekki hafa sýnt gáleysi og er ósammála því að skipið hafi verið hættulegt „Ég held hann sé að fara“ Morgunblaðið/Ómar Skipstjórinn Karl Arason var skipstjóri á Dísarfelli þegar það sökk 9. mars 1997. Tveir skipverjar fórust og tíu var bjargað í þyrlu. LÍTIÐ var um útstrikanir á atkvæðaseðlum í Norðvesturkjördæmi en nafn Sturlu Böðv- arssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og samgönguráðherra, var oftast strikað út eða fært niður á listanum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 5.199 at- kvæði í kjördæminu en af þeim var nafn Sturlu strikað út eða fært neðar á listanum á 294 atkvæðaseðlum. Að sögn Sigurjóns Rúnars Rafnssonar, formanns yfirkjör- stjórnar í Norðvesturkjördæmi, var nafn Sturlu strikað út á meirihluta seðlanna en um svo óverulegan fjölda atkvæða væri að ræða að þau hefðu engin áhrif á röðun manna á listanum. Önnur nöfn voru einnig strikuð út af list- um eða röð lista breytt en enginn annar frambjóðandi var færður niður á fleiri en 100 seðlum en Sturla. Landskjörstjórn mun koma saman á sunnudaginn og er gert ráð fyrir að kjörbréf til þingmanna verði þá gef- in út. Óverulegar útstrikanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.