Morgunblaðið - 18.05.2007, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.05.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● SAGA Capital Fjárfestingarbanki og Marel hafa gert samning sín á milli um að Saga Capital gerist við- skiptavaki með hlutabréf í Marel, fyr- ir eigin reikning Saga Capital. Fyrir er Landsbanki Íslands einnig með samning um viðskiptavakt. Tilgang- urinn með viðskiptavakt Saga Capi- tal er að efla viðskipti með hlutabréf í Marel og stuðla að skilvirkri og gegnsærri verðmyndun hlutabréfa í félaginu, eins og segir í tilkynningu til kauphallarinnar. Samhliða samningi um markaðsvakt hefur verið gerður samningur milli Marel og Saga Capi- tal um kaup hins síðarnefnda á 3,7 milljónum nýrra hluta í Marel, sem nú eru orðnir alls 370 milljónir. Saga Capital með við- skiptavakt fyrir Marel ● HLUTABRÉF í Bandaríkjunum lækkuðu í gær, þriðja daginn í röð. Lækkunina leiddu bréf stórra fjármálafyrirtækja eins og JP Morg- an og Citigroup en farið er að bera á áhyggjum á nýjan leik af stöðunni á bandaríska fast- eignamarkaðnum, sem muni draga úr vexti efnahagslífsins þar vestra. Haft var eftir Ben Bernanke, seðla- bankastjóra Bandaríkjanna, í gær að herða þyrfti útlánareglur til að draga úr auknum vanskilum íbúðareig- enda. Hann reyndi þó að draga úr áhyggjum manna af áhrifum á efna- hagslífið. Enn lækka hlutabréfin í Bandaríkjunum Ben Bernanke framt 112 skráðum fyrirtækjum fjármálaráðgjöf. Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, á kaup- unum í London í gær. Hann sagði við Morgunblaðið að þessi kaup væru mikilvægt skref í þeirri stefnu bank- ans að styrkja alþjóðlega fjárfest- ingabankastarfsemi Landsbankans. Jafnframt myndi staða bankans í Bretlandi styrkjast verulega og þá væri jákvætt að fá fleiri erlenda fjár- festa í hluthafahóp Landsbankans með bresku eigendum Bridgewell. Meðal stærstu verð- bréfamiðlara Breta Landsbankinn styrkir stöðu sína með kaupunum á Bridgewell Stækkun Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, ásamt Nick Stagg, forstjóra Landsbanka UK, og Jim Renwick, sem stýrði Bridgewell. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is KAUP Landsbankans á breska fjár- málafyrirtækinu Bridgewell, sem til- kynnt var um í gær, munu styrkja stöðu bankans í Bretlandi verulega í þjónustu við minni og meðalstór fyr- irtæki. Landsbankinn hefur gert til- boð í allt hlutafé Bridgewell, greiðir 125 pens á hlut og samkvæmt því er félagið metið á rúmar 60 milljónir punda, um 7,6 milljarða króna. Að mestu leyti er greitt fyrir kaupin með hlutabréfum í Landsbankanum. Hafa stjórnendur og lykilstjórn- endur Bridgewell skuldbundið sig til að starfa hjá sameinuðu félagi, sem mun taka nafnið Landsbanki Securi- ties UK. Nick Stagg verður forstjóri og Jim Renwick, forstjóri Bridge- well, hans næstráðandi. Kaupin eru háð samþykki yfir- valda á Íslandi og í Bretlandi en reiknað er með að kaupferlinu ljúki fyrir lok júlí nk. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna endurskipulagn- ingar og kaupanna sjálfra muni nema um 10 milljónum punda, eða um 1,2 milljörðum króna Eftir sameininguna verður Lands- banki Securitas UK einn stærsti miðlari verðbréfa á breskum hluta- bréfamarkaði. Aðeins JPMorgan Cazanove sinnir verðbréfamiðlun fyrir fleiri skráða viðskiptavini. Þá verður félagið í tíunda sæti á lista yf- ir fjölda viðskiptavina í FTSE-250 hlutabréfavísitölunni, og veitir jafn- Í HNOTSKURN »Bridgewell hefur um tímaverið í sigtinu hjá Lands- bankanum. Fyrirtækið er sam- bærilegt og Teather & Greenwood en með mun stærri viðskiptamannahóp. »Hjá Bridgewell hafa starf-að um 130 manns og ljóst einhver fækkun verður. ALCOA sendi stjórn Alcan bréf í gær þar sem því er heitið að fyr- irtækið muni standa við allar skuldbindingar Alcan við fylk- isstjórn Québec í Kanada, heima- slóðum Alcan, og viðhalda m.a. ákveðnum langtímasamningum um orku- og vatnsréttindi. Alcoa hefur sem kunnugt er gert hluthöfum Alcan yfirtökutilboð. Í bréfinu til Alcan, sem Alain Belda forstjóri Alcoa ritar undir, kemur fram að með yfirtökunni muni Québec-fylki taka ákveðna forystu í áliðnaði í heiminum og styrkja stöðu sína sem mikilvæg miðstöðu stóriðju. Áréttuð eru áform Alcoa um að hafa höf- uðstöðvar sameinaðs fyrirtækis á tveimur stöðum; þ.e. í New York í Bandaríkjunum og Montreal í Kan- ada, auk þess sem yfirstjórn fleiri framleiðsluþátta verði í Kanada. Í tilkynningu frá Alcoa fagnar Belda því að yfirvöld í Québec hafi opinberað þá samninga sem höfðu verið gerðir í gegnum tíðina við Alcan, eftir að yfirtökutilboðið var lagt fram. Alcoa hafi skoðað þessa samninga og talið góðar forsendur fyrir því að sameinað félag geti staðið við allar skuldbindingar í garð Kanadamanna. Standa við samninga Alcan og Québec

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.