Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 18
Bolungarvík | Það var líf og fjör í sal grunnskóla Bolungarvíkur síð- astliðinn föstudag. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar spenn- ingurinn var sem mestur. Hrafn Jökulsson, boðberi skáklistarinnar, kom í heimsókn í skólann. Ekki var nóg með að hann kæmi færandi hendi til nemenda í 3. bekk þar sem hann færði þeim skák- kennslubókina „Skák og mát“, heldur var sett upp fjöltefli þar sem nemendur úr öllum bekkjum áttu þess kost að tefla við skákmanninn víðförla. Það voru því tæplega sjö- tíu börn sem settust við skákborðið, tóku í hönd meistarans og svo var hugsað … og hugsað … , segir í fréttatilkynningu um viðburðinn. Tveimur nemendum tókst að gera jafntefli við Hrafn, það voru Fylkir Eyberg Jensson í 5. bekk og Brynja Dagmar Jakobsdóttir í 6. bekk. Fjöltefli Hrafn Jökulsson tefldi við nemendur Grunnskóla Bolungarvíkur. Tveimur nemendum skólans tókst að ná jafntefli við gestinn. Tefldi við 70 skóla- börn í Bolungarvík 18 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞAÐ er þessi þörf sem liggur í því að fanga augnablikið, grípa það sem augað sér og ná því á filmu eða myndflögu. Og sjá svo árang- urinn þegar vel gengur. Það er ekki annað hægt en að sinna þess- ari þrá,“ segir Páll Guðjónsson áhugaljósmyndari. Hann er for- maður sýningarnefndar Fókuss, félags áhugaljósmyndara, sem opnar á morgun sýninguna „Mannlíf í Fókus“ í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Páll fékk fyrstu myndavél sína þegar hann var tólf ára strákur í sveit í Borgarfirði og byrjaði þá strax að mynda af krafti. Þremur árum seinna fékk hann nýja myndavél, af rússneskum ættum, og efldist þá enn áhuginn og hann lærði framköllun og stækkun mynda. Upp úr tvítugu breyttust aðstæður, eins og algengt er, við tók vinna, fjölskylda og að koma sér upp þaki yfir höfuðið. „Ekki voru lengur forsendur til að sinna þessu áhugamáli með sama krafti en í staðinn tók ég myndir af fjöl- skyldunni og í ferðalögum.“ Sýning í Rússlandi Fyrir nokkrum árum gekk Páll í það verk að flokka og skrá filmu- safnið og það varð til þess að áhugi á ljósmyndun vaknaði á ný. „Þegar ég var að fara yfir þessar 15 til 20 þúsund myndir fór ég að spyrja sjálfan mig að því hvort ég ætlaði að halda þessu svona áfram. Svarið var það að ég ákvað að reyna að snúa mér aftur að alvöruljósmynd- un,“ segir Páll. Hann fór á nám- skeið til að rifja upp fræðin og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið um tvítugt. Páll stofnaði strax ljósmynda- síðu á Netinu og tók þar þátt í verkefni hóps fólks úr öllum heimshornum. Það fólst í því að taka eina mynd á dag í heilt ár og setja myndirnar samdægurs inn á Netið. „Það var minn skóli að fara í gegnum þetta krefjandi verkefni,“ segir Páll. Í gegnum þetta verkefni og ljós- myndasíðu sína fékk Páll fyrir- spurn frá Rússlandi um ákveðna mynd. Þau samskipti þróuðust út í það að Páll fékk boð um að halda ljósmyndasýningu í Arkangelsk, á vegum norrænu ráðherranefndar- innar. Páll og kona hans, Ingibjörg Flygenring, voru viðstödd opnun sýningarinnar í Rússlandi. Hann segir að það hafi verið mikil upp- lifun. „Þessi litla sýning mín var viðburður í þessu 300 þúsund manna héraði, svo helst mætti líkja því við komu Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands til Kópaskers. Ég vil ekki líkja mér við Sinfóníuna eða gera lítið úr Kópaskeri, en eins og allir á Kópaskeri myndu vita af komu Sinfóníuhljómsveitarinnar fór sýning mín ekki fram hjá íbú- um héraðsins, hún var svo ræki- lega kynnt,“ segir Páll. Sýningin fór á milli nokkurra borga og síðan voru myndirnar boðnar upp, að ósk Páls og Ingibjargar, og sölu- andvirði þeirra varið til styrktar góðu málefni í héraðinu. Mannlíf og landslag Páll hefur talsvert fengist við óhlutbundna ljósmyndun, liti og form. Hann hefur einnig ánægju af því að taka myndir af mannlífi. Segir að stundum megi líkja sér við „paparazzi“-ljósmyndara þar sem hann standi á götuhornum í erlendum borgum til að taka myndir af vegfarendum án þess að þeir viti af því. Landslagið hefur þó einnig togað í hann og hann á von á að það verði meira í fókus á næstu árum. Ljósmyndaáhuginn vaknaði hjá Páli Guðjónssyni þegar hann skoðaði safnið Verð að sinna þessari þrá Ljósmynd/Páll Guðjónsson Hvíld Páll Guðjónsson hefur gaman af því að taka myndir af fólki og mannlífi. Hér hefur hann komist í feitt á sundlaugarbakkanum. Í HNOTSKURN »Páll Guðjónsson er 56 áraviðskiptafræðingur og starfar sem framkvæmda- stjóri byggðaþróunarsviðs hjá Eykt hf. Hann var bæj- arstjóri í Mosfellsbæ í tíu ár. »Fókus er félag áhuga-ljósmyndara á höfuðborg- arsvæðinu, opið öllu ljós- myndaáhugafólki. Félagsmenn eru um sjötíu. Gönguferð Páll Guðjónsson með ljósmyndabúnaðinn á bakinu á leið í Núpsstaðaskóg. MANNLÍF í Fókus, ljósmyndasýning Fókuss, félags áhugaljósmyndara, verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, laugardag, klukkan 14. Á sýn- ingunni eru á annað hundrað ljósmyndir eftir 28 Fókusfélaga. Sýningin í Ráðhúsinu er tólfta ljós- myndasýning Fókuss og sú fjórða í röð viðameiri sýninga félagsins sem síðustu árin hafa verið haldnar í Ráðhúsinu. Páll Guðjónsson, formaður sýninganefndar, segir að viðfangsefni fyrri sýninga hafi mest verið tengd landinu og náttúru þess. „Við höfum fengið viðbrögð á sýn- ingum okkar, meðal annars sýningu sem haldin var í Ráðhúsinu á síðasta ári, um að það vantaði meira líf í myndirnar, fólk. Okkur fannst rétti tíminn nú til að taka þessari áskorun og láta á það reyna hvort við gætum ekki endurspeglað mannlífið á sama hátt og landslagið,“ segir Páll. Hann bætir því við að sýn- endur sem séu fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri og úr öllum stéttum sam- félagsins túlki viðfangsefnið á mismun- andi hátt. Þeir 28 Fókusfélagar sem eiga myndir á sýningunni eru Arnar Már Hall Guð- mundsson, Ágúst Hrafnkelsson, Árný Björg Jóhannsdóttir, Einar Ásgeirsson, Elín Þórðardóttir, Georg Theodórsson, Guðmar Guðjónsson, Guðmundur J. Al- bertsson, Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, Haukur Gunnarsson, Helga Jörgensen, Helgi Bjarnason, Hilmar Snorrason, Ingi- björg Hannesdóttir, Jóhannes Johann- essen, Jón Sigurgeirsson, Jón Þor- grímsson, Jónas Erlendsson, Júlíus Valsson, Kim Mortensen, Páll Guð- jónsson, Páll Pétursson, Pálmi Bjarnason, Pálmi Guðmundsson, Rafn Sigurbjörns- son, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Sævar Jónasson og Sæþór L. Jónsson. Sýningin verður opin alla daga vik- unnar á sama tíma og Ráðhús Reykjavík- ur til sunnudagsins 3. júní. Fókus hefur starfað í átta ár. Félagið er opið öllu áhugafólki um ljósmyndun, jafnt byrjendum sem lengra komnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Mannlíf í Fókus opnuð í Ráðhúsinu Húsavík | Þingeyingar fagna áformum Fjarðaflugs um flug til Húsavíkur. Af því tilefni er efnt til hátíðar um enduropnun flugstöðv- arinnar, á morgun, laugardag, á milli kl. 16 og 19. Allt frá því að áætlunarflug lagð- ist af til Húsavíkur fyrir nokkrum árum hefur verið unnið að því að koma flugvellinum aftur í reglu- bundna notkun og stuðla að áætl- unarflugi á ný, segir í fréttatilkynn- ingu um hátíðina sem Norðurþing, Flugstoðir og Fjarðaflug standa fyrir. Hátíð við endur- opnun flugstöðvar LANDIÐ Akranes | Ný Bónusverslun verður opnuð á Akranesi á morgun, laug- ardag, klukkan 10. Boðið verður upp á fjölda opnunartilboða. Versl- unin er 26. verslun Bónuss. Verslunin er 1.250 fermetrar að stærð, með rúmgóðum göngukæl- um fyrir mjólk og kjöt annars veg- ar og grænmeti og ávexti hins veg- ar. Verslunin er af því tagi sem Bónus og viðskiptavinum þess þyk- ir best um þessar mundir, segir í fréttatilkynningu. Verslunin á Akranesi verður með nokkuð hefðbundnu Bónussn- iði þar sem boðið verður upp á alla helstu vöruflokka í matvöru og sér- vöru eftir því sem pláss leyfir. Með- al nýjunga er nýtt rafrænt verð- merkingakerfi sem draga á úr hættunni á röngum verðmerk- ingum. Kemur fram í tilkynningu að það skipti mjög miklu máli fyrir Bónus að hafa ávallt rétt verð uppi. Verslunarstjóri í nýju versl- uninni verður Þorsteinn Böðv- arsson. Rafrænt verðmerk- ingakerfi í nýrri Bónusverslun Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Sjóminjasafn- inu á Húsavík var fyrir skemmstu fært að gjöf líkan af skuttogaranum Kolbeinsey ÞH 10 sem smíðuð var fyrir Húsvík- inga í Slippstöðinni á Ak- ureyri 1981. Það var Kristján Ásgeirsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri togaraút- gerðanna Höfða hf. og Ís- hafs hf., sem afhenti Guðna Halldórssyni, for- stöðumanni Sjóminja- safnsins, líkanið við at- höfn í safninu. Viðstaddir athöfnina voru nokkrir fyrrverandi áhafnarmeðlimir af Kol- beinsey ásamt fyrrver- andi starfsmönnum út- gerðarinnar í landi. Þá var Margrét Ásgríms- dóttir, ekkja Benjamíns Antonssonar sem lengst af var skipstjóri á Kol- beinsey, einnig viðstödd. Kristján sagðist lengi hafa reynt að ná líkaninu frá Slippstöðinni, þar sem það hefur verið alla tíð, en lítt orðið ágengt. Það var ekki fyrr en Ant- on Benjamínsson, sonur Benjamíns skipstjóra, tók þar við stjórn að það tókst og var þá auðsótt mál. Kolbeinsey var smíðuð í Slippstöð- inni 1981 og var hún í útgerð á Húsa- vík allt til ársins 1997 er hún var seld Þorbirninum hf. og fékk nafnið Hrafnseyri ÍS 10. Kolbeinsey Kristján Ásgeirsson og Margrét Ásgrímsdóttir við líkanið af Kolbeinsey ÞH sem afhent var Sjóminjasafninu. Sjóminjasafninu fært líkan af Kolbeinsey ÞH Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.