Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 20

Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 20
Tilraunastarfsemi meðblöndun óáfengra kokteila,stífar hljómsveitaræfingar,afmælishald og tónleikar eru meðal verkefna helgarinnar hjá Ingibjörgu Sörensdóttur sem er í 9. bekk í Garðaskóla. Ingibjörg spilar á bongótrommur í hljómsveitinni Ex- odus sem treður upp í Vídalínskirkju á sunnudaginn til styrktar þræla- börnum í ánauð á Indlandi. Yfirleitt einkennast helgarnar af samveru með vinum og almennum rólegheitum hjá Ingibjörgu svo það verður óvenjulegt annríki hjá henni næstu daga. „Ég átti afmæli um síð- ustu helgi og einn vinur minn á af- mæli í næstu viku svo við ætlum að halda upp á það á laugardags- kvöldið. Á föstudaginn ætlum við að æfa okkur í að blanda drykki – óáfenga – því við viljum hafa partíið áfengislaust. Þess vegna þurfum við að finna út úr því hvernig hægt er að gera góða, óáfenga kokteila.“ Laugardagurinn fer að miklu leyti í afmælisundirbúning en þar að auki verður Ingibjörg á stífum æfingum með hljómsveitinni Exodus, þar sem hún spilar á bongótrommur. Hljóm- sveitin er skipuð 16 unglingum úr Garðabæ sem ásamt Æskulýðsfélagi Vídalínskirkju og ferming- arkrökkum í sókninni hafa í vetur verið að safna peningum til að leysa þrælabörn á Indlandi úr skulda- ánauð. Á sunnudag mun hljóm- sveitin troða upp á styrktartón- leikum ásamt þremur öðrum böndum úr Garðabæ; hljómsveit- unum Magnyl, Cliff Clavin og Royal Fanclub. Tónleikarnir eru liður í vorhátíð kirkjunnar þar sem m.a. verður boðið til grillveislu að lokinni fjölskylduguðþjónustu kl. 11. Tón- leikarnir hefjast svo klukkan 13. „Það kostar ekkert inn,“ heldur Ingibjörg áfram, „en við sækjumst eftir frjálsum framlögum. Ef fólki líst ekkert á þetta gefur það bara ekkert!“ Aðspurð segir hún Exodus spila „tónlist við allra hæfi“, bæði er- lend og innlend dægurlög sem fólk á borð við KK og Alanis Morissette hafa gert fræg. Annars eru helgarnar með rólegu sniði hjá Ingibjörgu. „Á föstudags- kvöldum hitti ég yfirleitt vinina úr hljómsveitinni. Ég sef út á laug- ardögum og um kvöldið er oft hitt- ingur með krökkunum, einhver býð- ur hinum heim til sín og við pöntum pitsu og höfum það gaman. Á sunnu- dögum fer ég stundum upp í kirkju en annars eru þeir tilvaldir til að gera ekki neitt, slappa af og fara í fjölskyldukaffi.“ Morgunblaðið/Golli Góður málstaður Hljómsveitin Exodus treður upp í Vídalínskirkju á sunnudaginn til styrktar þrælabörnum í ánauð á Indlandi. Hugur Ingibjargar Sörensdóttur og félaga hennar í unglingahljómsveitinni Exodus verður hjá þrælabörnum á Indlandi um helgina. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir sló á þráðinn til Ingu. Afþreying: Það er mjög góð afþreying að fara í keilu og það hentar allri fjölskyldunni. Ganga: Ég mæli með því að labba um í Öskjuhlíðinni og skoða þar kanínur. Ævintýri: Að fara á túristastaðina á Íslandi. Ný- lega var ég með útlendinga í heimsókn og komst að því að Ísland hefur upp á margt spennandi að bjóða. T.d. er hægt að skella sér í hvalaskoðun og fyrir yngri en 15 ára kostar það bara 1.500 krónur. Kaffihús: Ég mæli sterklega með kakói á Súfistanum. Viðburður: Núna er mikið um að vera á Listahá- tíð svo ég mæli með því að fólk kíki á hana. Ingibjörg mælir með daglegtlíf Jón Víðir Hauksson, kvik- myndatökurmaður hjá Rík- issjónvarpinu, gefur uppskrift að ilmandi kjúklingasúpu »24 matur Daglegt líf skrapp í búðir og skoðaði ýmislegt sem kemur sér vel fyrir þann sem er að dunda í garðinum. »25 daglegt líf Það er ekki nokkur vandi fyrir nútímakonur að verða eins rjóðar í vöngum og þær lystir – með kinnalit. »23 tíska Efnileg Ingibjörg Sörensdóttir spilar á bongótrommur í hljómsveitinni Bongótrommur og kokteilar |föstudagur|18. 5. 2007| mbl.is Hver kannast ekki við að kúra sig niður í hægindastól með góða bók og lesljós sér við hlið. Nemendurnir við Kun- stakademiets arkitektskole í Kaupmannahöfn hafa nú slegið tvær flugur í einu höggi með því að hanna stóla með innbyggðu ljósi. „Hingað til hefur verið heldur óvenjulegt að hanna ljós inn í húsgögn, ef frá eru taldar mublur sem ætlaðar eru til notkunar utanhúss,“ segir Hans-Christian Bauer annar hönn- uður stólanna í samtali við Aftenposten. „Hefðbundnar ljósaperur eru fremur viðkvæmar fyrir hristingi en nýir ljós- gjafar hafa auðveldað notkun þeirra í húsgögnum.“ Stólarnir, sem eru verkefni Bauers og Camilla Nørgaard og kallast 3some, eru með ljós meðfram kantinum. Eins og nafnið bendir til eru þeir þrír talsins. Þegar ljósið í þeim dvín- ar eru þeir settir saman eins og púsluspil og í hleðslu og verða að upp- lýstum bolta. Hugmyndin er að með því geti stól- arnir höfðað til barna. Enn sem komið er hef- ur ekki verið gerður samningur við hús- gagnaframleiðendur um framleiðslu og markaðssetningu 3some en stólarnir fengu þó góðar viðtökur á hús- gagnasýningunni í Mílanó í síðasta mán- uði. Lýsandi húsgögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.