Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 29

Morgunblaðið - 18.05.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 29 Tveggja hæða verslunar-, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Eyjarslóð í Reykjavík, samtals 596 fm. Húsnæðið skiptist þannig: neðri hæð; 302 fm, verslun, tvær skrif- stofur og lagerhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum, mikil lofthæð. Efri hæð; 294 fm, móttaka, skrifstofur, opið rými og kaffistofa. Möguleiki að leigja hvora hæð fyrir sig. Fallegt sjá- varútsýni. TIL LEIGU - EYJARSLÓÐ Fimm herbergja, 107,4 fm, íbúð á þriðju hæð (efstu) með góðu út- sýni. Stofa og borðstofa eru park- etlagðar, vestursvalir, gott útsýni. Eldhús er flísalagt, hvítar innrétt- ingar, borðkrókur. Sérþvottahús og fataherbergi með skápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Hjónaherbergi, gott skápa- pláss, tvö barnaherbergi, aukaher- bergi í kjallara. Í sameign er sérgeymsla og hjóla- og vagnageymsla. Þak nýlega viðgert. Leikvöllur í næsta nágrenni. Verð 20,5 millj. DVERGABAKKI SIGLINGASTOFNUN Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til þriðja fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Fjármögnun samgöngumannvirkja  Fjármögnun samgöngumannvirkja í Noregi - veggjöld/ einkaframkvæmd Astrid Fortun, norsku Vegagerðinni  Fjármögnun samgöngumannvirkja á Íslandi Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Nýsi  Álit nefndar samgönguráðherra um einkaframkvæmd í samgöngum Stefán Jón Friðriksson, viðskiptafræðingur hjá fjármálaráðu- neytinu  Umræður og fyrirspurnir Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 24. maí 2007 kl. 15-17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlega beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 23. maí nk. Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið SÖFN eru hornsteinar hverrar þjóðar. Þau hafa viðamikið, lögbund- ið hlutverk sem hefur þróast og auk- ist eftir því sem tímar líða. Söfnin bera sameiginlegar skyldur. Líkt og aðrar stofnanir sem starfa í almanna- þágu skulu þau hafa há- leit og skýr markmið að leiðarljósi. Safnmenn ættu að skoða og meta störf sín í víðu sam- hengi bæði í tíma og rúmi. Alþjóðasamtök safna ICOM (International Council of Museums) voru sett á laggirnar árið 1946 þegar síðari heimstyrjöldinni var nýlokið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og enn blasir við ný og breytt heimsmynd. Árlegur há- tíðisdagur ICOM, alþjóðasafnadag- urinn, er jafnan haldinn 18. maí. Hann er að þessu sinni helgaður yf- irskriftinni Söfnin – menningararfur mannkyns. Hugtakið er víðtækt og skírskotar til þess að í heimi sem hefur skroppið saman vill alþjóðasamfélag safna beina því til safnmanna að þeir líti á störf sín og skyldur í stóru samhengi og leiti leiða til samvinnu og samhæf- ingar. Hvert eitt safn, hvar svo sem það er í heiminum, ber með öðrum söfnum ábyrgð á að safna, varðveita og kynna kerfisbundið menningar- arfleifð og menningarerfðir. Öll fag- leg störf sem leyst eru á íslenskum söfnum eru skerfur til bættrar menn- ingar og fræðslu sem mun koma nýj- um kynslóðum að gagni um ókomna framtíð. Alþjóðaráð safna vill að í tilefni alþjóðasafna- dagsins kynni starfs- menn safna sér hvað gert er í öðrum söfnum, bæði heima fyrir og á alþjóðavísu. Samtökin vilja jafn- framt benda á að sam- vinna og samhæfing er ákjósanleg leið til þess að ná árangri við af- mörkun ákveðinna verkefna og að söfnin leggi áherslu á að draga lærdóm af þeim sem undan fara og séu þess minnug að fjarlægðir teljast ekki lengur til hindrana. Til þess þarf kjark og víð- sýni. Það er árangur og jafnframt fagnaðarefni að söfnin hafa á síðustu áratugum tekið æ virkari þátt í sam- félagsumræðu og lagt sinn skerf til betra mannlífs. Fyrir fámenna þjóð í tiltölulega stóru landi er nauðsynlegt að sam- hæfa aðgerðir heima fyrir en huga jafnframt að því sem gert er í söfnum annars staðar í heiminum. Það mun seint verða svigrúm til þess að fram- kvæma allt sem hugurinn girnist. Það er mikilvægt að hugsa sig vel um og leita leiða til þess að uppfylla væntingar stjórnvalda og almennings til safna. Sníða verður stakkinn eftir vextinum og benda má á að í lönd- unum í kringum okkur er unnið starf sem getur nýst okkur í framtíðinni. Íslandsdeild ICOM tekur í dag, 18. maí 2007, á alþjóðasafnadegi, undir með alþjóðakór safna og hvetur söfn á Íslandi til að sjá starfssvið sitt og verkefni í endurnýjuðu ljósi og hafa það hugfast að missa ekki sjónar af sínu höfuðhlutverki og líta á árangur í starfi sem framlag til þess að bæta og auðga mannlífið. Hægt er að kynna sér málefni ICOM á vefslóðinni: icom.museum eða icom.org en slóðin á heimasíðu Íslandsdeildar ICOM er www.icom.is Söfnin og menningar- arfur mannkyns Lilja Árnadóttir hvetur söfn til dáða á alþjóðasafnadeginum » 18. maí er alþjóða-dagur safna. ICOM alþjóðaráð safna hefur valið deginum árið 2007 yfirskriftina: Söfnin og menningararfur mann- skyns. Lilja Árnadóttir Höfundur er formaður Íslands- deildar ICOM og fagstjóri á Þjóðminjasafni Íslands ÍSLENDINGAR hafa tekið vel í þær nýjungar sem Já hefur kynnt á Netinu frá því að fyrirtækið var stofnað en Já rekur upplýs- ingaþjónustuna 118, annast ritstjórn og útgáfu Símaskrár- innar og rekstur Já- .is. Já er vel þekkt meðal Íslendinga en kannanir sýna að 92% landsmanna nota Símaskrána á Netinu og að Já.is er með 105.000 vikulega not- endur. Þessar tölur eru starfsfólki mikil hvatning til að veita hina bestu þjónustu á hverjum tíma og að vera í fararbroddi þeg- ar kemur að nýjungum. Með hækkandi sól og auknum ferðalög- um þykir okkur því vel við hæfi að kynna nýjung Já.is, Íslandskort sem er tengt öflugum gagna- grunni og leitarvél. Kortið er að finna undir flip- anum Kort á vefsíðu Já. Kortið er tengt öflugum gagnagrunni og er ætlað að auðvelda notendum að leita eftir ýmiss konar þjónustu eða heimilisföngum um allt land á skjótan og þægilegan hátt. Virkni kortsins má skipta í tvennt: Annars vegar er um að ræða leitarbox þar sem fólk getur slegið inn heimilisfang á Íslandi og feng- ið staðsetningu þess á korti. Kort- ið má svo prenta út með einföld- um hætti. Valin svæði bjóða einnig upp á loftmynd. Hins vegar er búið að taka saman gagna- grunn fyrir höf- uðborgarsvæðið, Reykjanes, Suður- land, Austurland, Norðurland eystra, Norðurland vestra, Vestfirði og Vest- urland. Undir hverju svæði má skoða á korti alla skráða möguleika á gistingu og afþreyingu, apó- tek, bensínstöðvar, bílastæði, heilsugæslustöðvar, pósthús og ýmsa aðra þjónustu. Með því að smella á þann valkost sem fólk vill skoða nánar birtast upplýsingar um heimilisfang og símanúmer. Kortið er gagnvirkt þannig að notendur geta fært það til, þysjað nær og fjær, prentað kortið út og skoðað loftmyndir af völdum svæðum. Notendum símaskrárinnar á Netinu hefur fjölgað um 30% frá því að Já tók til starfa í ágúst 2005 sem er vísbending um að við séum á réttri leið. Um leið og við þökkum góðar viðtökur vonum við að kortin á Já.is komi sem flestum að góðum notum. Öflugri þjónusta á Já.is Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar um nýjungar á Já.is »Með hækkandi sól ogauknum ferðalögum þykir okkur því vel við hæfi að kynna nýjung Já.is, Íslandskort sem er tengt öflugum gagna- grunni og leitarvél. Sigríður Margrét Oddsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Já. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is DAGANA 21. til 23. maí nk. fer fram atkvæðagreiðsla um for- mannskjör í Sjúkraliðafélagi Ís- lands. Stéttafélag sjúkraliða var stofnað 1992 undir öflugri stjórn Kristínar Á. Guðmundsdóttur og var mikið gæfuspor fyrir sjúkraliða. Kjaramál stéttarinnar hafa batnað til muna og stéttin barist saman við hlið sterks formanns sem ætíð hefur unnið af heilindum fyrir sjúkraliða- stéttina. Eitt af aðalsmerkjum hvers félags á að vera sterk forysta, hana hafa sjúkraliðar undir forystu Kristínar Á. Guðmundsdóttur. Við, sjúkraliðar á Heilsugæslu Hafnarfjarðar – Sólvangi, Firði og Heilsugæslu Garðabæjar, treystum Kristínu Á. Guðmundsdóttur til þess að leiða félagið af heilindum og heilla fyrir félagið – eins og hún hefur ávallt gert. Sjúkraliðar, kjósum Kristínu Á. Guðmundsdóttur til áframhaldandi forystu í Sjúkraliðafélagi Íslands. AGNES SVAVARSDÓTTIR, ENIKA H. JÓNSDÓTTIR, FJÓLA REYNISDÓTTIR, GERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, GYÐA HAUKSDÓTTIR, GRÓA JÓNSDÓTTIR, HULDA K. ÓLAFSDÓTTIR, SÚSAN BLACK, SVAVA H. SVAVARSDÓTTIR, HELMA GUNNARSDÓTTIR, Kristínu sem formann Sjúkraliðafélgas Íslands Frá sjúkraliðum, Heilsugæslunni Hafnarfirði og Garðabæ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.