Morgunblaðið - 18.05.2007, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Svava KristínBjörnsdóttir
fæddist á Siglufirði
10. nóvember 1932.
Hún lést á heimili
sínu, Sóltúni 28 í
Reykjavík, 10. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Björn Zop-
hanias Sigurðsson
skipstjóri og Eiriks-
ína Ásgrímsdóttir
húsmóðir. Systkini
Svövu eru níu: Sig-
urður, f. 27.5. 1917,
d. 12.2. 1944, Ásbjörg Una, f. 19.5.
1919, d. 4.9. 1972, Halldóra Guð-
rún, f. 5. 7. 1921, Sveinn Pétur, f.
27.6. 1924, d. 18.12. 1998, Ásgrím-
ur Guðmundur, f. 22. 2. 1927, d.
14.1. 1999, Þorsteinn Helgi, f. 30.5.
1902, börn þeirra eru Hrafnkell
Pálmi háskólanemi, f. 6.7. 1981,
Atli Karl grunnskólanemi, f. 11.11.
1991 og Íris Svava grunn-
skólanemi, f. 5.5. 1994 og 3) Heim-
ir verslunarmaður, f. 20.10. 1965.
Svava dvaldi um tíma á heimili
systur sinnar Halldóru sem þá bjó í
Vestmannaeyjum og lauk prófi frá
Gagnfræðaskólanum þar. Árið
1953 fór Svava til Noregs og
dvaldi þar í þrjú ár. Hún lærði og
tók próf í mæðra- og barna-
umönnun við kvennadeild Rík-
issjúkrahússins í Oslo. Nokkrum
árum eftir að Svava kom heim
(1976) fór hún í endurmennt-
unarnám hjá Sjúkraliðafélagi Ís-
lands og tók íslenskt sjúkraliða-
próf. Svava hóf störf hjá
tengdaföður sínum, Guðjóni Guð-
jónssyni, í Fornbókabúðinni á
Hverfisgötu 16 Reykjavík, 1976 og
tók við rekstri búðarinnar um
1978 og starfaði þar til 2003.
Svava Kristín verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
1929, d. 14.2. 1900,
Björn, f. 9.8. 1930,
María Stefanía, f. 13.
9. 1931 og Sigríður
Bjarney, f. 17. 8.
1934.
Svava giftist
Hrafnkeli Guðjóns-
syni kennara við
Stýrimannaskólann í
Reykjavík 2. júní
1956. Börn Svövu og
Hrafnkels eru: 1)
Soffía viðskiptafræð-
ingur, býr og starfar
í Bandaríkjunum, f.
7. 1. 1958, gift Einari Gunnari Ein-
arssyni, f. 16.7. 1957, dóttir Erna
Soffía skrifstofustúlka, f. 3.1. 1980,
2) Helga Jóhanna hjúkrunarfræð-
ingur, f. 16.3. 1960, giftist Pálma
Karlssyni, f. 24.5. 1959, d. 11.10.
Mér finnst sárt að kveðja móður
mína, það verður mikið tómarúm og
söknuður við fráfall hennar, því hún
var einstök kona.
Hún var gædd svo mörgum góð-
um kostum.
Mér fannst hún besta mamma og
vinkona sem ég hefði getað átt.
Guð sem skapar líf og ljós
lætur vakna hverja rós.
Hann er Guð sem gefur þér
góðan dag og einnig mér.
Myrkrið hrekur hann á braut,
hjálpar vel í sorg og þraut.
Hvert sem leiðin liggur þín
lýsir hann þér heim til sín.
Láttu, Drottinn, lýsa enn
ljósið þitt, svo allir menn
hér á jörðu, hvar sem er,
heiðri þig og fylgi þér.
(Kristján Valur Ingólfsson)
Þakka þér allt, elsku mamma.
Þín dóttir
Jóhanna.
Ekki er öllum mönnum veitt sú
blessun að þykja vænt um tengda-
móður sína. Nú eða að eiga tengda-
móður sem þykir vænt um þá. En ég
vissi strax frá byrjun að ég var einn
þessara lukkunnar pamfíla.
Ég hélt í einfeldni minni, að það
hefði verið vegna þess hvað ég var
hrifinn af eldamennsku Svövu – hún
var afar ánægð með hversu hressi-
lega ég tók til matar míns þegar mér
var boðið í kvöldmat í Kúrlandið í
fyrsta skipti. En eftir því sem leið á
samband okkar Soffíu, eftir því sem
ég þroskaðist aðeins, þá gerði ég
mér grein fyrir að ástæðan var
sennilega frekar ástin sem hún sá í
augum dóttur sinnar.
Svava var sérstök kona. Ákveðin
og með skoðanir – enda af kvenskör-
ungi komin. Lunkin í að ná því fram
sem hún vildi frá börnum sínum (og
mér.) Sumir, sem ekki þekktu hana,
hefðu kallað þetta stjórnsemi en við
hin vissum að það var ekkert annað
en væntumþykja því hún var ávallt
nærgætin, kærleiksrík og sann-
gjörn. Hún lumaði á hreint ótrúlegri
orku og lífslöngun sem kom berlega
í ljós í langvarandi veikindum henn-
ar. Allt það sem á henni dundi hefði
riðið um koll stærri og sterkari
manneskju en henni. Á nóinu, eins
og maður segir á vondri íslensku. En
ekki Svövu. Ó nei. Með nánast stó-
ískri ró tók hún því sem verða vildi
og gerði svo sitt besta til að ná sér á
ný. Oftar en einu sinni. Oftar en
tvisvar …
Mér auðnaðist að eyða góðum
degi með Svövu og fjölskyldu daginn
fyrir andlát hennar. Ég segi auðn-
aðist vegna þess að við Soffía búum
langt í burtu og ég geri mér ekki
eins margar ferðir á Frón og hún til
að heimsækja vini og vandamenn.
Svo ég fékk að heilsa Svövu í síðasta
skiptið, faðma hana að mér, kyssa
hana á kinnina, segja henni hversu
dásamlegt það væri að sjá hana aft-
ur, komna heim til sín eftir enn eina
sjúkrahúsleguna. Og heyra hversu
ánægð hún var að sjá mig. Slík var
gæfa mín.
Ég hafði ekki séð Svövu í um eitt
og hálft ár og þó hún væri ýmist
rúmliggjandi eða í hjólastól í þessari
ferðinni, þá sá ég ekki að það hefði
neitt slegið á lífskraftinn. Alls ekki.
Hún ætlaði í lagningu daginn eftir,
og svo að kjósa, og svo átti að vera
matarboð með fjölskyldunni heima
hjá Jóhönnu. Bara ósköp venjulegur
dagur framundan.
En það hlaut að koma að því, eftir
sífelldar og síósvífnari árásir á lík-
ama hennar, að hann segði nóg kom-
ið. Þó svo sálin hafi ekki verið til í að
segja bless strax.
Ég hugga mig við það að á lífs-
skeiði Svövu fékk ég að kynnast, og
eiga að tengdamóður næstum hálfa
hennar ævi, konu sem ég mun eiga
erfitt með að gleyma. Annars vegar
vegna þess hversu sérstök hún var.
Hins vegar vegna þess að þegar hún
Soffía mín setur niður fótinn og er
ákveðin í því hvernig þetta á að vera
allt saman, þá verður mér á að segja
við hana: Mikið afskaplega minnirðu
mig á hana mömmu þína.
Elsku Svava mín, takk fyrir mig.
Einar Gunnar.
Maður gerir sér ekki grein fyrir
hversu dýrmæt manneskja er fyrr
en Guð hefur sótt hana heim.
Ég veit að þú ert hjá Jesú og af
því ég veit að enginn betri staður er
til, þá veit ég einnig að á endanum
verð ég að láta eigingirnina lönd og
leið og sætta mig við að þú sért far-
in. En þangað til græt ég og hugsa
um allar þær yndislegar stundir sem
ég er þakklát fyrir að hafa átt með
þér!
Þú varst sterkasta konan sem ég
hef nokkurn tíma kynnst, og þú
kenndir mér svo margt! Jafnvel þeg-
ar þú veiktist léstu aldrei sjást að þú
þjáðist. Þú bara brostir og hélst
áfram eins og ekkert væri sjálfsagð-
ara.
Ég vil þakka þér, amma mín, fyrir
að hafa verið sú sem kunni alltaf á
mig. Þú komst mér alltaf í gott skap
og varst alltaf svo glöð. Ég þakka
þér fyrir að hafa leyft mér að koma
heim hvert einasta sumar og búa hjá
ykkur afa, fyrir að leyfa mér að vera
ég, þrátt fyrir mína galla. Þú elsk-
aðir mig samt!
Ég þakka þér amma fyrir að hafa
alltaf verið til staðar þegar ég þurfti
að tjá mig og að hlusta á mig, jafnvel
þótt þú værir ósammála. Og sérstak-
lega fyrir að vera svo hreinskilin
alltaf.
Ég gleymi aldrei beikonkexi með
osti uppi í rúmi eða appelsínum og
Matlock í Kúrlandinu.
Ég mun alltaf muna hvað ég var
blessuð að eiga þig fyrir ömmu, og
minning þín mun alltaf lifa í hjarta
mér. Þú varst falleg innan sem utan,
kærleiksrík og klár. Þú varst amma
sem aðrar ömmur eiga að taka sér til
fyrirmyndar. Takk fyrir að vera
amma mín! Ég sakna þín alveg rosa-
lega! En eins og þú sagðir alltaf,
þetta verður betra á morgun …
Láttu nú fara vel um þig og við
sjáumst aftur.
Jóhannesar guðspjall 14.
1)„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið
á Guð og trúið á mig. 2) Í húsi föður
míns eru margar vistarverur. Væri
ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég
færi burt að búa yður stað? 3) Þegar
ég er farinn burt og hef búið yður
stað, kem ég aftur og tek yður til
mín, svo að þér séuð einnig þar sem
ég er.4) Veginn
þangað, sem ég fer, þekkið þér.“
5)Tómas segir við hann: „Herra, vér
vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig
getum vér þá þekkt veginn?“ 6) Jes-
ús segir við hann: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn kem-
ur til föðurins, nema fyrir mig. 7) Ef
þér hafið þekkt mig, munuð þér og
þekkja föður minn.
Héðan af þekkið þér hann og hafið
séð hann.“
Amen.
Þín að eilífu,
Erna Soffía
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ég veit ekki hvað ég hefði gert án
þín, amma. Ég mun alltaf muna eftir
þér og elska þig óendanlega mikið.
Takk kærlega fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og gert fyrir mig. Og verið
til staðar þegar ég þarfnaðist þín. Þú
skildir mig alltaf svo vel.
Hvíldu í friði
Íris Svava Pálmadóttir.
Enn er höggvið skarð í okkar
stóra systkinahóp og þá leitar hug-
urinn til æskuáranna, í bæinn okkar
Siglufjörð, þar sem við ólumst upp
hjá ástríkum og góðum foreldrum.
Svava var næstyngst í hópnum, lítil
og grönn snót sem bar sterkt svip-
mót af föður okkar. Svava var vel
gefin, skapmikil og hreinlynd. Hún
sagði skoðanir sínar hreint út, sem
kom henni stundum í bobba. Þá var
oft skjól í pilsfaldinum hjá mömmu
og var hún því stundum í gríni kölluð
pilsvargur. Þó skapinu og
ákveðninni héldi hún agaði hún
sjálfa sig með góðum árangri. Þessi
kostur kom sér vel í veikindum
hennar.
Foreldrar okkar lögðu ríka
áherslu á að við systkinin lékum
okkur saman og tækjum tillit hvert
til annars því annars væri aldrei
friður. Þetta var okkur gott vega-
nesti út í lífið því við höfum alltaf
verið samrýmd og virt hvort annað.
Svava var bókaormur og einn vet-
urinn í barnaskólanum las hún 100
bækur sem hún fékk lánaðar á bóka-
safninu. Á meðan átti undirrituð nóg
með að lesa skólabækurnar. Þó
Svava væri bókaormur var hún líka
mjög dugleg í íþróttum, t.a.m. á
skíðum og í handbolta.
Það kom ekki á óvart að Svava
skyldi sýsla við bækur seinni hluta
ævinnar. Það starf rækti hún af
ástríðu og samviskusemi og var oft
til hennar leitað þegar dýrmæt
bókasöfn voru metin.
Ég mun sakna þín kæra systir.
Skarð þitt verður ekki fyllt en minn-
ingin um þig lifir. Hvíl í friði.
Sigríður Björnsdóttir.
Samvera tekur enda, tíminn líður
en mannshugurinn fer sínar leiðir,
varðveitir og rifjar upp. Margt kem-
ur upp í hugann þegar kveðja skal
góða frænku.
Svava var næstyngst í hinum
stóra systkinahópi móður minnar.
Systkinin voru tíu, fimm bræður og
fimm systur á Siglufirði. Siglufjörð-
ur umvafinn fjöllum með berjalaut-
um og fossandi lækjum. Sumrin með
endalausu sólskini og iðandi mannlífi
síldaráranna og gleði og bjartsýni
yfir nægri atvinnu og vaxandi mögu-
leikum. Veturnir í snjóhvítum firð-
inum með skólagöngu og félagslífi
bernsku og æskuáranna.
Í þessu umhverfi ólst Svava upp á
heimili sem var svo sannarlega stað-
ur þar sem samstaða og samvinna
ríkti. Djúp alvara í bland við gleði og
bjartsýni markaði lífsgildin. For-
eldrarnir voru bæði hugsjónafólk og
heimilisbragurinn eftir því. Þar ríkti
áhugi á þjóðfélagsmálum, bók-
menntum, fegurð náttúrunnar og yf-
irleitt öllu því sem eru hin mikil-
vægu verðmæti tilverunnar. Slíkt
verðmætamat markaði Svövu alla tíð
enda hafði hún ákveðnar skoðanir í
anda félagshyggju og jafnréttis og
fór ekkert leynt með það. Svava var
snemma kraftmikil og lífsglöð, kunni
að koma fyrir sig orði ef svo bar und-
ir og gat haldið hinar bestu tækifær-
isræður.
Það voru mikil forréttindi undir-
ritaðrar að fá allt frá frumbernsku
að koma inn í þennan hóp móðurfjöl-
skyldu minnar á Siglufirði og dvelja
þar oft á sumrin. Yngstu systurnar
þrjár, Svava, María og Sigríður,
dekruðu við litlu frænku og voru
hvort tveggja eins og ungar aðstoð-
ar-mömmur og skemmtilegar stórar
systur.
Mikið gleðiefni var að fá Svövu
suður til Vestmannaeyja til vetrar-
dvalar hjá okkur en hún kom þangað
til að vera í gagnfræðaskólanum.
Vissar minningar frá þeim tíma lýsa
í huganum: Svava að búast á grímu-
ball sem þeldökkur dansari sem
steppaði og söng og lék alls konar
kúnstir, Svava komin í sitt fínasta
púss á aðfangadag og litla frænka
svo hrifin að hún á ekki betri orð en
þau að nú sé Svava orðin eins falleg
og jólatré.
Síðar kemur að því að ég dvel
vetrarlangt á heimili Svövu og
Hrafnkels í Reykjavík. Svava var þá
heimavinnandi með dæturnar tvær
en Hrafnkell var stýrimaður hjá
Landhelgisgæslunni. Það var sann-
arlega gefandi og skemmtilegt fyrir
mig unglinginn að dvelja þar. Svava
frænka mín, 12 árum eldri en ég,
ræddi við mig eins og fullorðna
manneskju en gat líka tekið þátt í
fjöri og galsa æskunnar. Svava las
alltaf mikið, nóg var til af góðum
bókum á heimili þeirra og listaverk á
veggjum. Þá taldist það líka með því
mikilvægasta í lífinu að eiga góðar
bækur og lifa með nálægð við það
sem var að gerast í bókmenntum.
Minningar frá þeim tíma og ótal
stundum öðrum eru í minningafjár-
sjóðabankanum. Lífsgleði og kjark-
ur er það sem hún miðlaði. Að
kveðja Svövu er stund saknaðar en
einnig þakklætis fyrir allar góðu
samverustundirnar.
Jóhanna Bogadóttir.
Elsku Svava mín.
Með nokkrum línum langar okkur
til að minnast þín. Það var árið 1970
sem við kynntumst fyrst, þá fluttum
við með nokkurra vikna millibili
hvor í sitt raðhúsið í Kúrlandinu. Við
vorum með þeim fyrstu sem fluttu í
götuna. Þú komst einn morgun,
bankaðir upp á og kynntir þig og þar
með hófust okkar góðu kynni, sem
allar götur síðan hafa verið ómet-
anleg. Í tuttugu ár bjuggum við þar
saman ásamt fjölskyldum okkar.
Margar góðar og skemmtilegar
samverustundir áttum við, hvort
sem það var á öðru hvoru heimilinu
eða í sumarbústaðnum ykkar og
seinna í okkar bústað. Þú varst mik-
ill fagurkeri, áttir fallegt heimili. En
fyrst og síðast var það fjölskyldan
sem þú barst mesta umhyggju fyrir
og er þín sárt saknað. En allar góðu
minningarnar um þig styrkja þau.
Eitt af mörgu sem við tókum okk-
ur fyrir hendur var að fara í golf með
mönnum okkar, við vorum að reyna
að slá þessa hvítu kúlur, en það gekk
nú upp og ofan og oft mikið hlegið og
haft gaman af. Margs er að minnast
frá þessum árum sem of langt er upp
að telja, en minningarnar lifa. Þegar
við fluttum svo úr Fossvoginum fór
að líða lengra á milli heimsókna, en
þráðurinn slitnaði aldrei, alltaf jafn
gaman að hittast. Þú varst sterk
kona og vel af guði gerð, það sýndi
sig best þegar þú veiktist fyrir sex
árum og háðir harða baráttu við þín
veikindi, hve viljastyrkur þinn var
mikill og ekki má gleyma Hrafnkeli,
sem stóð eins og klettur við hlið þér.
Elsku Svava mín „Kallið er kom-
ið“ og þjáningum þínum er lokið.
Hafðu þökk fyrir allt. Þín er sárt
saknað. Elsku Hrafnkell, Soffía, Jó-
hanna og Heimir og fjölskyldur, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur. Hvíldu í friði.
Þínir vinir
Jóhanna, Viðar og fjölskyldur
Elsku Svava okkar
Þá er komið að kveðjustund. Það
kemur ekki á óvart eins og þú hefur
átt erfitt með þín veikindi. En alltaf
varstu kát og glöð þegar við hitt-
umst í saumaklúbbum.
Það eru komnir áratugir sem við
höfum átt saman.
Við töluðum oft um það hvort þú
myndir koma í klúbb, svo birtist
Hrafnkell með þig. Hann var svo
duglegur að koma þér til okkar og
alltaf varstu þú svo brosmild og kát
þrátt fyrir allt.
Vinátta mælist aðeins
í minningum, hlátri,
friði og ást.
(Stuart og Linda Macfarleane.)
Kæri Hrafnkell, við sendum þér,
börnum ykkar og barnabörnum og
fjölskyldum, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Saumaklúbburinn
Svava Kristín
Björnsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar