Morgunblaðið - 18.05.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.05.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 33 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Samúðar og útfaraskreytingar Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300 Hafnarfirði ✝ Faðir okkar, SIGURÐUR KR. ÁSBJÖRNSSON, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 13. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 15.00. Kristján Sigurðsson, Þórunn Sigurðardóttir, Hreinn Pálmason og barnabörn. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS PÁLSDÓTTIR, Barkarstöðum, Miðfirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga fimmtudaginn 10. maí, verður jarðsungin frá Mel- staðarkirkju laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Ragnar Benediktsson, Karl Georg Ragnarsson, María Rós Jónsdóttir, Ásta Pálína Ragnarsdóttir, Magnús Sverrisson, Jenný Karólína Ragnarsdóttir, Hilmar Sverrisson, Margrét Halla Ragnarsdóttir, Jón Gunnarsson, Benedikt Ragnarsson, Jóhanna Helga Þorsteinsdóttir, Álfheiður H. Árdal, Helga Berglind Ragnarsdóttir, Sigmar Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eyjólfur Ragn-ar Eyjólfsson fæddist í Hafnar- firði 31. mars 1921. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Gíslason sjómaður, f. í Hleinagarði í Eiðaþinghá 1890, d. í Reykjavík 1921, og unnusta hans Ragnheiður Guðmundsdóttir, verka- og saumakona í Hafnar- firði, f. á Hellnum á Snæfellsnesi 20. ágúst 1894, d. í Hafnarfirði 17. febrúar 1932. Eyjólfur kvæntist 8. nóvember 1941 Hansínu Sigurbjörgu Hjartardóttur, f. í Ytri-Kefla- víkurbæ á Hellissandi 13. júlí 1919, d. 7. maí 2003. Foreldrar september 1938, gift Hildimundi Björnssyni. Eyjólfur var sjómaður í mörg ár en 1959 fluttist hann norður í Vestur-Húnavatnssýslu og var þar bóndi lengst af uns hann flutti til Hvammstanga 1973. Eyjólfur vann að ýmsum félags- málum alla tíð. Hann endurvakti, ásamt fleirum, Æskulýðsfylking- una í Hafnarfirði 1942 og var formaður hennar um skeið, starfaði í Verkalýðsfélaginu á Hvammstanga og var um tíma formaður þess. Hann starfaði lengi fyrir Alþýðubandalagið á Hvammstanga, og var fyrsti for- maður Félags eldri borgara í V- Húnavatnssýslu (stofnað 1992), fyrst í bráðabirgðastjórn og síð- an var hann kosinn á aðalfundi. Eyjólfur vann að félagsmálum hjá SÁÁ í nær 3 áratugi. Var hann m.a. formaður Staðarfells- nefndar um árabil. Einnig var hann í aðalstjórn SÁÁ og fram- kvæmdastjórn SÁÁ. Eyjólfur var virkur þátttakandi í Samfylking- unni frá stofnun hennar. Eyjólfur verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hansínu voru hjónin Sigurrós Hansdóttir húsfreyja, f. á Einarslóni á Snæ- fellsnesi 30. apríl 1898, d. 11. desem- ber 1970, og Hjörtur Cýrusson verkamað- ur, f. á Öndverð- arnesi á Snæfells- nesi 26. júlí 1891, d. 3. maí 1971. Börn Eyjólfs og Hansínu eru: Ragnheiður Sæbjörg, f. í Hafnarfirði 26. mars 1943, gift Skúla Árnasyni, d. 1994; Guðbjörg Jóna, f. í Reykja- vík 19. febrúar 1950, gift Jóni Aðalsteinssyni; og Eyjólfur Ósk- ar, f. í Reykjavík 24. janúar 1952, kvæntur Birnu Guðmunds- dóttur. Fyrir átti Hansína dótt- urina Guðnýju Ernu Þórar- insdóttur, f. í Reyjavík 21. Pabbi var heppinn maður. Alltaf eitthvað svo heppinn. Þegar engin bílastæði var að hafa fann hann eitt … á besta stað. Þegar hvergi var hægt að setjast niður fann hann alltaf eitt sæti. Besta sætið. Hann rataði ávallt á besta matinn og skemmtilegasta fólkið. Þegar hann tók sig upp og fór í ferðalög var það alltaf góða veðrið sem fylgdi hon- um. Hvert sem hann fór. Hann tal- aði um það góða og skemmtilega í lífinu, en valdi að eiga með sjálfum sér það sem erfitt var og leiðinlegt. Fallegar minningar um móður sína rifjaði hann gjarnan upp, en talaði minna um sorgina, sem fylgdi því að missa hana aðeins 11 ára gamall. Fyrir stuttu fundum við þessa vísu á minnismiða á skrifborðinu hans pabba: Ég sakna þín móðir og sárt ég finn hve sorgin var djúp og breið, þá einn með sáran söknuð minn, ég söng og grét um leið. Faðir pabba lést stuttu fyrir fæð- ingu hans og ólst hann því upp hjá einstæðri móður. Eftir að hún dó var hann sendur burt til að vinna fyrir sér aðeins barn að aldri. Mesta gæfa hans í lífinu var án efa að hitta mömmu. Milli þeirra var djúp og mikil vinátta. Þau voru bæði heiðarleg, orðvör og traust og höfðu sömu lífsgildin í heiðri. Með mömmu eignaðist pabbi líka stór- fjölskyldu, sem hann mat mikils. Þau voru fólk sem gott var að eiga að. Fyrir pabba voru allir menn jafn- ir, enginn var honum æðri og meiri og enginn var honum smærri. Það var sama hvaða titil menn báru, hann var eins við alla, jafningi allra. Pabbi var mikil félagsvera, maður gleðinnar, orðsins og út- þrárinnar. Hann naut sín vel í góðra vina hópi og hafði unun af því að ræða við fólk. Frásagnargáfa hans var einstök, frásagnir hans voru alltaf skemmtilegar og jafnvel þótt þær væru ekki beint skemmti- efni þá urðu þær samt svo áheyri- legar. Eftir langa vinnuævi keypti hann sér tölvu og lærði á hana. Hann var alltaf eitthvað að grúska, í ætt- fræði, vísunum sínum eða öðru, og tók meðal annars saman ættfræði- rit fyrir alla stórfjölskylduna. Dauðinn er lækur en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á. Við rákumst á þessar ljóðlínur eftir Matthías Jochumsson fyrir nokkru og varð hugsað til föður okkar, sem þá var orðinn þreyttur og þjakaður af erfiðum sjúkdómi. Þreyttur en þrátt fyrir allt glaður. Já, pabbi var heppinn maður. Og það erum við líka. Við áttum góðan föður, sem við kveðjum nú með söknuði og virðingu. Guðbjörg Jóna og Ragnheiður. Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson vin- ur minn og baráttufélagi er látinn. Með honum er genginn einn ötul- asti og besti stuðningsmaður SÁÁ. Ég sá Eyjólf fyrst á kandídatsárinu mínu á Landakoti árið 1976. Hann var sjúklingur þar og einhverra hluta vegna tók ég betur eftir hon- um en öðrum sjúklingum. Hann var síðan fyrsti maðurinn sem ég sá í gegnum lúguna á apótekinu á Hvammstanga þegar ég kom þang- að tæpu ári síðar. Okkur varð strax vel til vina þótt við værum hvor af sinni kynslóðinni. Við áttum margt sameiginlegt og skröfuðum mikið um landsins gagn og nauðsynjar og báðir vorum við komnir í áfengis- meðferð þremur árum seinna. Eyjólfur fór snögga ferð í bæinn frá Hvammstanga og lærði að vera án áfengis á 10 dögum á Silunga- polli árið 1979. Á næstu árum þurrkaði hann næstum upp Norð- urland vestra. Hann kom suður aft- ur með nokkra menn með sér sum- arið 1988 og var þá kosinn í stjórn SÁÁ árið sem ég varð stjórnarfor- maður. Hann sat í stjórn SÁÁ síðan og um tíma í framkvæmdastjórn. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa og taka til hendinni innan SÁÁ ef með þurfti. Hann fékk viðurnefnið „alkaskelfirinn“ og hrjúfa röddin hans hljómaði oft í símanum á Vogi. Við munum sakna hans þar. Hann hafði átt viðburðaríka ævi áður en ég kynntist honum og oft þurft að hafa fyrir hlutunum. Hann var fyrrum sjómaður og bóndi en var sestur að á Hvammstanga þeg- ar ég kom þangað 1977. Hann var mikið félagsmálaljón, hagyrðingur góður og virkur í pólitíkinni og kirkjulegu starfi. Hann talaði af mikilli reynslu og þekkti allar hlið- ar lífsins. Hann var alltaf áberandi á stjórnarfundum SÁÁ og svipmikill og áberandi í félagsstarfinu þótt ekki væri hann hár í loftinu. Nú sakna hans allir í SÁÁ. Ég og fjöl- skyldan mín finnum til ákveðins tómleika og missis. Ég tala því beint til þín, kæri vin- ur, til að segja þér að SÁÁ-fólk, stjórn og framkvæmdastjórn þakka þér samstarfið og eljuna og geyma allar góðu minningarnar um þig. Öllu þínu fólki sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Þórarinn Tyrfingsson. Hugurinn leitar til bernskuár- anna. Það voru þreyttir krakkar sem stigu út úr bílnum á Geitafelli á Vatnsnesi eftir langt og strangt ferðalag eftir gömlu malarvegum landsins. En þreytan hvarf fljótt þegar við komum inn í eldhúsið til Hansínu móðursystur okkar og mannsins hennar, hans Eyjólfs sem við kveðjum nú í dag. Eftir að hafa fengið hressingu vorum við endur- nærð og þá var ekki til setunnar boðið og haldið út að líta eftir heim- alningum, farið í könnunarleiðang- ur í fjósið eða kíkt í „búið“ í gamla hænsnakofanum úti á hól. Í minningunni var alltaf hálf ætt- in á Geitafelli. Börnin léku sér úti og upplifðu ýmis ævintýri á meðan fullorðna fólkið var innivið og ræddi málin. Þar voru þau hjónin Eyfi bóndi og Sína, eins og þau voru ávallt kölluð, hrókar alls fagn- aðar og lágu ekki á skoðunum sín- um frekar en aðrir viðstaddir. Á slíkum stundum fór Eyfi gjarnan með vísur sem hann orti ýmist á staðnum eða átti í handraðanum og þótti okkur mikið til þess hæfileika koma. Árin liðu og Eyfi og Sína fluttu inn á Hvammstanga. Eftir því sem við systkinin tókum út okkar þroska fórum við að hafa skoðanir á þjóðmálum og taka þátt í umræðum fullorðna fólksins. Í eldhúskrókn- um á Hvammstanga nutum við þess að hlusta á og taka þátt í hressileg- um umræðum um pólitík þar sem menn voru með hlutina á hreinu. Það sama var uppi á teningnum eft- ir að þau Sína og Eyfi fluttu til Reykjavíkur. Þegar ættin kom saman var skrafað og reifað, farið með vísur og rætt um pólitík. Eyfi veitti gleði með brosi sínu og innileika og hann var glettinn á sinn hlýlega máta. Hann gaf sig all- an í það sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var þátttaka í AA-starfi, ættfræði eða pólitík. Fyrst og síðast var Eyfi hugsjóna- maður – og það var gaman að upp- lifa hans pólitíska eldmóð hvort sem það var á stjórnmálafundum eða í eldhúsinu heima. Það eru minningar eins og þess- ar um samskiptin við ættingja og vini úr íslenskri alþýðustétt sem gert hafa okkur systkinin að þeim manneskjum sem við erum í dag. Við þökkum fyrir samskipti okkar og kynni af Eyfa bónda. Rósa, Guðbrandur og Þröstur. Maísólin sendir geisla sína inn um gluggann þegar ég rifja upp kynni mín af Eyjólfi. Í kvöld lýkur vetri. Það var napur vindur og vor- hret þegar Eyjólfur fæddist en fað- ir hans var þá nýlátinn úr lungna- bólgu. Það var atvinnuþref og móðir hans vann myrkranna á milli við að vaska fisk. Þegar Eyjólfur var 11 ára var hún borin fárveik frá þvottakarinu og lést stuttu síðar. Það voru erfiðir tímar fyrir mun- aðarlausan pilt á kreppuárunum sem mörkuðu sín spor. Svo varð piltur að manni sem trúði á maís- tjörnuna. Vildi berjast fyrir betra lífi og bera fána framtíðarlandsins. Hann kynntist Hansínu sem varð hans akkeri, stjarnan sem skein. Eyjólfur gekk löngum á brattann og hans gæfa var að snúa af þeirri braut. Þá tóku við bjartir tímar þar sem hann varð öðrum fyrirmynd, vakinn og sofinn í að gefa fólki von. Þegar ég heimsótti Eyjólf vin minn um daginn þá sagðist hann vilja láta syngja Maístjörnuna yfir sér. Hann var tilbúinn að fara en þurfti þó að ljúka einu verki. Hann kaus utan kjörfundar, trúr sínum málstað allt til enda. Ég minnist áttræðs „unglings“ sem lét tölvuleik stela tíma frá ættfræðigrúskinu. Ég minnist sagnamanns sem lagði spilin á borðið umbúðalaust. Í huga mínum mun Maístjarna nóbelsskáldsins ævinlega vekja minningu um alþýðumanninn Eyj- ólf Ragnar Eyjólfsson. Í kvöld lauk vetri vinnandi manns og geislar maísólarinnar lýsa upp minningu hans. Eyrún Ingadóttir. Þegar ég var unglingur átti ég þess kost að gerast kaupamaður í sveit. Árið var 1971, bærinn hét Geitafell. Ábúendur þar voru Eyj- ólfur R. Eyjólfsson og Hansína Hjartardóttir. Þegar ég kom í sveitina, blautur á bak við eyrun, óharðnaður ung- lingurinn, kom Eyjólfur á móti mér. Hann tók þéttingsfast í hönd mína. Hjá þeim Eyjólfi og Hansínu átti ég tvö þroskandi sumur. Eftir sveitadvölina var lítið sam- band milli okkar Eyjólfs en við höfðum þó spurnir hvor af öðrum. Síðan var það fyrir nokkrum ár- um, þegar ég sótti fund hjá Sam- fylkingarfélaginu í Reykjavík, að fundum okkar Eyjólfs bar aftur saman. Við ljómuðum báðir. Hann tók í hönd mína, hlýlegt handtak, en ekki eins þétt og forðum á hlaðinu á Geitafelli. Ég hef oft haft á orði að ég hafi hlotið gott uppeldi hjá föður mínum og móður. Uppeldi unglingsáranna hjá hjónunum á Geitafelli mótaði mig ekki síður. Takk fyrir mig Ægir Magnússon. Eyjólfur R. Eyjólfsson bar starfsheitið verkamaður með reisn. Ég minnist þess hversu hreinn og beinn og hjálpsamur hann var við alla þegar við áttum samleið á Hvammstanga á árum áður. Það var talsverður aldursmunur á okk- ur og við höfðum vaxið upp við ólík kjör, en náðum vel saman. Hann var hugsjónamaður og mikill verkalýðssinni og sósíalisti, en á seinni árum fann hann hugsjónum sínum ekki síst farveg innan SÁÁ. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann fór á sínum tíma suður með fólk á þurrkloftið hjá þeim samtökum. Það var gert af manngæsku einni saman og ekki ætlast til neinna launa. Þannig var hann. Fólkinu hans sendi ég samúðar- kveðjur. Matthías Halldórsson. Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.