Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 11

Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Enn á ný hafa menn séð ástæðu til aðhampa færeyska fiskveiðistjórn-unarkerfinu og kalla það beztu fisk-veiðistjórnun í heimi. Það var gert í fréttaskýringaþættinum Kompási fyrir nokkru. Ekki var að skilja annað af þeirri umfjöllun en fiskidagakerfið svokallaða hefði bjargað Fær- eyingum frá glötun vegna þess að dönsk stjórn- völd heimtuðu að þeir tækju upp kvótakerfi, eftir að þorskstofninn við eyjarnar var hruninn. Kvóta- kerfið var við lýði í tvö ár en síðan tekið upp fiski- dagakerfi, þar sem ákveðið er hve marga daga hvert skip megi stunda veiðar, en ekkert hámark er á afla einstakra tegunda. Nú hlýtur öllum sem eitthvað hugsa um fisk- veiðar að vera ljóst að enginn fiskistofn getur hrunið á sama degi og eitthvert tiltekið fisk- veiðistjórnunarkerfi er tekið upp. Það tekur tíma að ganga svo nærri fiskistofni að stærð hans fari niður í sögulegt lágmark. Það voru veiðarnar fyrir kvótakerfið sem rústuðu þorskstofninn við Fær- eyjar upp úr 1990. Engin raunverulega reynsla fékkst á kvótakerfið við Færeyjar. Það varði að- eins í tvö ár og á því tímabili var þorskstofninn í lágmarki. Það má þó kannski segja að sú fisk- vernd, sem fékkst í þau tvö ár sem kvótakerfið var notað, hafi lagt grunn að uppbyggingu stofnsins. Stofninn náði sér svo ágætlega á strik og fór ná- lægt hámarki nokkrum árum síðar eins og sýnt var á línuriti í þættinum Kompási. Á sama tíma var fiskidagakerfið við lýði og er enn. Hvort það er því kerfi að þakka að stofninn náði sér á strik getur vel verið. En ef svo er hlýtur það líka að vera sama kerfi að kenna að stofninn er nú kom- inn niður að hinni sögulegu lágmarksstærð sem var í kringum 1995. Þegar bezt lét fór þorskaflinn við Færeyjar í um 40.000 tonn, en nú stefnir aflinn á þessu ári í 7.000 til 8.000 tonn. Fyrstu þrjá mán- uði þessa árs dróst útflutningur af þorski, ýsu og ufsa saman um 8.000 tonn eða 35% í magni mælt. Þetta var ekki sýnt á línuritinu í Kompási, enda hentaði það illa umfjölluninni um svokallaða yf- irburði færeyska fiskidagakerfisins. Nú getur vel verið að Færeyingar séu ánægðir með fiskveiðistjórnun sem leiðir til svona mikilla sveiflna. Annað var ekki að heyra í þættinum. Sveiflur af þessu tagi eru hins vegar eitt það versta í útflutningi á fiski. Þegar aflinn minnkar geta menn ekki staðið við gefin fyrirheit um stöð- ugleika í afhendingu og missa því viðskipta- sambönd og markaði. Þegar aflinn eykst svo aft- ur, þarf að hafa mikið fyrir því að vinna markaðina á ný, ef þess er þá nokkur kostur. Aðr- ir hafa þá fyllt í skörðin og verða ekki svo auðveld- lega hraktir þaðan. Fiskifræðingar í Færeyjum hafa mælt gegn fiskidagakerfinu og telja veiðiálag allt of mikið, eins og sjá megi á minnkandi þorskstofni. Þeir fiskifræðingar byggja á þeirri fiskveiðistjórnun, sem víðast hvar í heiminum er notuð, meðal ann- ars af Alþjóða hafrannsóknaráðinu, að byggja þurfi upp fiskistofna með ákveðnu aðhaldi við veiðarnar að takmarka þurfi hámarksafla. Fær- eysk stjórnvöld kjósa aðra leið og hafa gert í um 20 ár. Því fer að komast sú reynsla á þá fisk- veiðistjórnun að hægt sé að meta hvort hún sé rétta leiðin eða ekki. Staðreyndin nú blasir við. Þorskstofninn er nálægt sögulegu lágmarki og út- flutningur á botnfiskafurðum hefur hrunið á þessu ári. Fallið um 35%. Hvað framtíðin ber í skauti sínu á enn eftir að koma í ljós. Vonandi nær stofninn sér á strik á ný. Það eru vissulega kostir við færeysku leiðina, en gallar ekki síður. Bezta kerfi í heimi? » Þorskstofninn er við Fær-eyjar nálægt sögulegu lág- marki og útflutningur hefur hrunið á þessu ári. Bryggjuspjall Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is MACRAE, dótturfyrirtæki Yong’s Seafood í Bretlandi, er að taka í notkun nýja verksmiðju fyrir ferskt sjávarfang. Við það munu bætast við 50 ný störf hjá fyrirtækinu. Fiskvinnsla á Bretlandseyjum hef- ur átt undir högg að sækja og mikið verið um uppsagnir á undanförnum mánuðum. Nýja verksmiðjan kostar um 1,3 milljarða króna og er 6.000 fer- metrar að stærð. Það er mesta fjár- festing fyrirtækisins um þessar mundir. Þegar eru 230 manns starf- andi í nýju verksmiðjunni sem framleiðir kældar tilbúnar sjáv- arafurðir fyrir verzlanakeðjuna Waitrose. Framleiðslan mun meðal annars byggja á reyktum laxi. Markaðurinn fyrir reyktan lax á Bretlandseyjum eykt um 15% á ári. Jafnframt er sala Waitrose á kæld- um fiskafurðum ört vaxandi, eða um 35%, þar sem skelfiskur og lax eru í fararbroddi. Young’s er stærsta sjávarafurða- fyrirtæki Bretlands. Starfsmenn eru um 5.000, þar af 1.800 í Skot- landi. Þaðan kaupir fyrirtækið fisk fyrir um 10 milljarða króna á ári. Young’s eyk- ur umsvifin ÚR VERINU VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... ● ÁRIÐ 2006 störfuðu 456 fyr- irtæki í upplýsingatækniiðnaði hér á landi og fjölgaði þeim því um 34 frá árinu 2005. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni varð fjölg- unin helst meðal fyrirtækja í hug- búnaðargerð og ráðgjöf, en þeim fjölgaði um 28 milli ára. Fyrirtæki í síma- og fjarskiptaþjónustu voru tveimur fleiri árið 2006 en árið áð- ur og fjöldi fyrirtækja í heildverslun með upplýsingatæknivörur var 137 árið 2006 en 133 árið 2005. Á síðasta ári starfaði 21 fyr- irtæki við framleiðslu upplýsinga- tæknivara og hefur sá fjöldi hald- ist nokkuð stöðugur frá árinu 1998. Heildarvelta upplýsinga- tæknifyrirtækja jókst um 13% milli ára og nam rétt tæpum 113 millj- örðum króna árið 2006. Fjórð- ungur heildarveltu er í fyrirtækjum sem starfa við hugbúnaðargerð og ráðgjöf, 29% heildarveltu verður til í fyrirtækjum í síma- og fjar- skiptaþjónustu og 46% eru til- komin vegna fyrirtækja í heildversl- un. Fjölgun fyrirtækja í upplýsingatækni ● EFNT er til morgunverðarfundar á Nordica hóteli í dag um það sem að- standendur fundarins kalla „fjármála- storminn vorið 2006“. Þar mun pró- fessor við Harvard-háskóla, dr. Gregory Miller, kynna rannsókn sem hann hefur gert á viðbrögðum ís- lenskra aðila við neikvæðri umfjöllun erlendra greiningaraðila og fjölmiðla á síðasta ári. Bjarni Ármannsson, fv. forstjóri Glitnis, er einnig ræðumaður á fund- inum en í pallborðsumræðum taka þátt Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX á Íslandi, Halla Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Bjorn Richard Johansen, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Glitnis, og Richard Thomas, forstöðumaður Kredit- rannsókna hjá Merrill Lynch. Fundurinn hefst kl. 8.30 en að hon- um standa Glitnir, Viðskiptaráð Ís- lands, Félag viðskipta- og hagfræð- inga, OMX og Félag um fjárfestatengsl. Morgunfundur um fjármálastorminn BANDARÍSKI tölvurisinn IBM hef- ur ákveðið að verja einum milljarði dollara á ári, um 65 milljörðum ís- lenskra króna, til að ná fram betri nýtingu á þeirri orku sem fyrirtækið notar við framleiðslu sína. Markmiðið er að orkan nýtist helmingi betur en nú. Fréttavefur bandaríska blaðsins New York Times (NYT) greinir frá þessu nýverið. Í greininni segir að fjölmörg tækni- fyrirtæki, sem noti mikla orku, hugsi á sömu nótum og IBM í sambandi við orkunotkun. Vegna stærðar IBM og mikillar orkunotkunar fyrirtækisins þá veki ákvörðun þess hins vegar sér- staka athygli. IBM stefnir að því að ná markmið- inu um tvöfalt betri nýtingu orkunnar í hundruðum tölvuvera fyrirtækisins víðs vegar um heiminn á árinu 2010. Ætlunin er að ná þessu fram með bestu mögulegu nýtingu á jafnt vél- og hugbúnaði. Meðal þess sem gert verður er að taka í notkun hagstæð- ustu kælikerfi í vélbúnaðinum, sem nái fram hámarksnýtingu á orkunni og eyði engu í óþarfa. Þá er stefnt að því að koma fyrir hugbúnaði sem sér til þess að slökkt verði tímabundið á öllum þeim vélum sem ekki eru í beinni notkun í tiltekinn tíma. Einnig verður leitast við að tryggja sem besta nýtingu á loftræstingu í tölvu- verunum. Samkvæmt frétt NYT ætlar IBM ekki einungis að taka upp breytta hætti í eigin tölvuverum heldur einnig beita sér fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins geri slíkt hið sama þar sem hægt er. Netið kallar á meiri orku Í frétt NYT segir að stóraukin notkun á Netinu hafi kallað á mikla aukningu í tölvubúnaði víðs vegar um heiminn á síðastliðnum áratug. Orku- notkun þessu samfara hafi einnig aukist umtalsvert og kostnaðurinn við orkuöflunina sé farinn að skipta miklu máli fyrir mörg fyrirtæki. Hefur NYT eftir William M. Zeitler, aðstoðarfor- stjóra hjá IBM, að stjórnendur fyr- irtækisins telji það bráðnauðsynlegt fyrir fyrirtækið að taka á þessu vandamáli, og það eigi einnig við um fjölmarga viðskiptavini þess. Reuters IBM Samuel Palmisano, forstjóri IBM, flytur erindi á viðskiptaþingi í Nýju-Delí á Indlandi á dögunum. IBM stefnir að helm- ingi betri orkunýtingu FJÖLDI umsókna í meistaranám við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands er vel á fjórða hundrað og er það þriðjungsaukning frá síðasta ári. Í tilkynningu frá skólanum segir að þessi fjöldi umsókna staðfesti hve uppbygging meistaranámsins við deildina hafi gengið vel undanfarin ár. Hún hafi gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði og hagfræði og rannsóknum á sviði þessara greina í nær sjö áratugi. Undanfarin ár hafi orðið örar breytingar á starfi deild- arinnar. Meistaranámið var tekið upp árið 1991, fyrst í hagfræði og nokkrum ár- um síðar í viðskiptafræði. Í dag eru í boði tíu námsleiðir á meistarastigi. Um er að ræða fjármál fyrirtækja, fjármálahagfræði, hagfræði, heilsu- hagfræði, mannauðsstjórnun, mark- aðsfræði og alþjóðaviðskipti, reikn- ingshald og endurskoðun, stjórnun og stefnumótun, viðskiptafræði og MBA-nám. Morgunblaðið/Kristinn Sókn Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands er í mikilli sókn, líkt og þessir nemendur skólans er brugðu sér í fótbolta á skólalóðinni. Metaðsókn í meistara- nám í viðskiptafræði BANDARÍSKA stórfyrirtækið General Electric (GE) ætlar að hasla sér völl í fjármögnun kaupa á evr- ópskum fótboltafélögum. Hefur fyr- irtækið hafið samstarf við breskt ráðgjafarfyrirtæki, Hermes Sports Partners, til að sinna þessu verkefni. GE ætlar ekki að standa í rekstri fótboltaklúbba heldur fyrst og fremst að sjá um fjármögnun kaupa á þeim. Fyrirtækið kom að kaupum bandaríska olíuframleiðandans Mal- com Glazers þegar hann keypti Man- chester United fyrir 790 milljón pund á árinu 2005. Haft er eftir Harry Philip hjá Her- mes-ráðgjafarfyrirtækinu, í breska blaðinu Telegraph, að allt bendi til þess að framhald verði á því að helstu fótboltalið á Bretlandi og í Evrópu almennt muni skipta um hendur á komandi árum. Tækifæri GE og Hermes til að koma að þeim málum séu mikil. General Electric í fótboltann Reuters Fótbolti Wayne Rooney og Petr Cech eigast við í bikarúrslitunum um helgina en General Electric kom að kaupum Glazers á Man. Utd. á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.