Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 18
daglegt líf
18 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrrverandi húsvörður erOlgeir Engilbertsson titl-aður í símaskránni enmörgum þætti starfs-
heitið sennilega ekki fullnægjandi
enda manninum margt til lista lagt
og hann langt frá því að vera sestur í
helgan stein. Í hlutverki bingóstjór-
ans er Olgeir hvað eftirminnileg-
astur Rangæingum eldri en tvævet-
ur – minningin um Inga seytján
gleymist seint – á meðan þeir hinir
yngri munu kannski frekar kynnast
bóndanum í Nefsholti á nýlegri
heimasíðu hans, nefsholt.com.
Eftir góða skemmtun af pistlum,
ýmsum fróðleik og gömlum og nýj-
um myndum finnst blaðamanni við
hæfi að slá á þráðinn til höfundarins.
„Það er ágætt ef einhver getur haft
gaman af þessu,“ segir Olgeir. „Ég
var að fóðra kindur fyrir nágranna
minn, Jón Ágúst Reynisson í Selási,
sem er mikill tölvumaður, og það
komst til tals að það gæti verið gam-
an að geyma myndir þannig að hann
bjó síðuna til fyrir mig. Myndirnar
ættu a.m.k. ekki að glatast þegar
þær eru komnir þarna upp í loftið,“
segir hann vísandi til netsins.
„Í fullu starfi við að
gera ekki neitt“
Fjársjóður liggur á heimasíðu Ol-
geirs, t.a.m. ættu margir fjallmenn á
Landmannaafrétti fyrr og síðar að
kannast við sig, í máli og myndum.
Afrétturinn er honum mikið hjart-
ans mál og hefur hann í áratugi farið
á fjall. „Ég er líka með nokkrar
ferðasögur þarna inni, mér datt í
hug að skrifa um erfiðleikaferðina
’79 á fjalli því þetta náttúrlega
gleymist annars. Þannig að maður
er í fullu starfi við að gera ekki neitt.
Ég er hættur að vinna fast en það
fylgir því alltaf heilmikil vinna að
vera á jörðum.“ Hann og kona hans,
Guðný Finna Benediktsdóttir, halda
20–30 kindur sem hann segir rúm-
lega í heimilið. Bloggið end-
urspeglar einmitt lífið í sveitinni –
eða vill hann kalla þetta blogg? „Það
má kannski segja það en þetta er
ekki formleg bloggsíða, ég set þetta
undir fréttir.“ Hann auglýsir eftir
fróðleik um Landréttir sem hann
viðar nú að sér fyrir ferðaþjón-
ustufólk á Leirubakka í Landsveit
en hann segist ekki enn hafa fundið
myndir frá því fyrir 1942 þegar hætt
var að reka á fjall vegna
sauðfjárveikivarna, til 1961. „Það
væri gaman ef einhver ætti myndir
frá fyrri tíð en þá var þarna tjald og
dansað. Ég er búinn að skrifa svo-
litla grein um Landréttir og Fjalla-
baksleiðina, eins hef ég skrifað um
áhrif eldgosa á smalamennskur og
nýtingu afréttarins.“
Olgeir, Geimstöðin
og afrétturinn
Olgeir liggur ekki á skoðunum
sínum um það sem hann kallar
„náttúruverndarkjaftæðið“. Hann
segir það líta út fyrir að sumt fólk
haldi að enn séu milljón fjár á Ís-
landi. „Ég þykist vera alveg eins
mikill náttúruverndarmaður og hver
annar, öfgarnar eru svo svakalegar.
Mörg hundruð þúsund ferðamanna
fara um landið og stöðugt verður að
búa til göngustíga því þetta er ofsa-
legur átroðningur, eins og inni í
Laugum. Aðallandskemmdirnar
sem ég sé í sveitum eru þar sem allt-
of mörg hross hafa troðið niður í
litlum hólfum. Við fórum í daginn
hring upp í Tungur og niður um
Grímsnes og sá ég kindur á þremur
stöðum en það voru víða hross.“
Svo virðist sem Olgeir, Land-
mannaafréttur og Geimstöðin renni
saman í eitt á haustin en Geimstöðin
er forláta Vípon (Dodge Weapon),
árgerð 1953, í eigu Olgeirs. „Geim-
stöðin er á fornbílaskrá og ég hef
farið á honum á fjall frá 1977 og þar
áður á öðrum eldri frá 1964. Núna er
ég bara í því að flytja dótið enda æði
mikið hlass en ég er hættur að fara í
leitir, enda farinn að eldast og mæð-
ast. Við förum alltaf á bílnum inn í
Jökulgil ef það er mögulegt, til þess
að gefa kaffi, og venjulega er slatti
af fólki með. Hér er ekki vandamál
að manna þessar ferðir og það verð-
ur oft að neita mönnum. Þetta er
eins og fótboltalið – dugleg liðsheild
hefur allt að segja en það er alltaf
einhver breyting á mannskapnum
og einhvern tímann gefst maður
upp. Ég held það komi nú einhver í
staðinn!“ segir Olgeir með sínum
sérstöku áherslum.
Hann segir reyndar ekki allra að
taka að sér hlutverk Víponsins. „Það
er ekki gaman að vera með fína bíla
í þessu og dröslast með blauta menn
og hunda. Bíllinn minn hefur ennþá
staðið sig en önnur hliðin er þó að
verða alveg ónýt og uppistöðurnar
ryðgaðar. Það vantar bara einhverja
styrktaraðila til að leggja í viðgerð
því hún stenst örugglega enga hag-
fræði. Ég sagði einu sinni í gríni að
mig vantaði bara auglýsingu utan á
bílinn. Allt er orðið í boði einhvers –
föt þáttastjórnenda eru frá hinu og
þessu fyrirtækinu – þess vegna
sagði ég eitt sinn á bingói eftir að
hafa kynnt hver gæfi vinningana:
En fötin okkar Tobba eru frá hinum
og þessum. Það var að sjálfsögðu
hlegið að því.“
Olgeir og fjölskylda hans vinna að
því að stika gönguleið frá Land-
mannalaugum og niður á Rjúpna-
velli vestan við Heklu í samstarfi við
rekstraraðila á svæðinu en leiðin
liggur um Landmannahelli og
Áfangagil. „Þetta er mjög sniðug
leið og hægt að fara þetta í áföngum.
Þetta er náttúrlega það svæði sem
maður þekkir best en auðvitað eru
ýmis flott svæði í nágrenninu, t.d. á
Holtamannaafrétti.“ Sá afréttur
liggur að Þjórsá sem er mikið í um-
ræðunni þessa dagana. „Maður er
auðvitað beggja blands með virkjun
í neðri hluta Þjórsár en ef það væru
engar virkjanir komnar eða rann-
sóknir gerðar hérna inn frá þá veit
ég ekki hvort það væri enn búið að
brúa Tungnaá. Það verður nátt-
úrlega alltaf rask af lónum en þegar
ekkert má hreyfa á einum stað er
vísað á annan – en þá má ekkert
gera þar. Þá er vísað á jarðhita sem
þýðir að einhver brennisteinslykt og
mengun drekkir ykkur þarna í
Reykjavík.“
Hægt hefur verið að fylgjast með
framvindunni hjá farfuglunum á
nefsholt.com þar sem fugl gægist
inn í nánast hverja færslu. Daginn
fyrir viðtalið flaug sægur af gæs og
álft í norðurátt sem mun merkja
hlýrri daga. Olgeir les í náttúruna
eins og bændum er lagið; nýleg
færsla segir frá 15 stiga hita á Suð-
urlandi, maríuerlu við fjárhúsið,
flugvelli í Vatnsmýri og grænum
svæðum andspænis íbúðablokkum.
thuridur@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Fjársjóður Olgeir Engilbertsson horfir hér inn í Geimstöðina, margreynda Víponinn sinn, en í sameiningu hafa þeir flutt „blauta menn og hunda“ í ára-
tugi á Landmannaafrétti og þar á meðal ljósmyndara Morgunblaðsins.
Blogg í boði Olgeirs í Nefsholti
Allir sem hafa komið á
Laugaland í Holtum hafa
séð hann, margir Sunn-
lendingar þekkja hann og
Víponinn og hann eru
samofnir Landmanna-
afrétti. Þuríður Magn-
úsína Björnsdóttir ræddi
við bóndann og blogg-
arann Olgeir í Nefsholti.
TENGLAR
.....................................................
nefsholt.com
HÚSHJÁLP, kokkur, bílstjóri, húsvörður
og framkvæmdastjóri fjölskyldunnar í einni
og sömu manneskjunni. Ef hin dæmigerða
heimavinnandi húsmóðir í Bandaríkjunum
fengi borgað fyrir vinnu sína myndi hún
þéna meira en átta milljónir á ári sam-
kvæmt nýrri bandarískri rannsókn sem Aft-
enposten greinir frá.
Í rannsókninni hefur verið reiknað út að
verkefni húsmóðurinnar taki yfir tíu starfs-
greinar því í henni mætast húshjálp, kokk-
ur, leikskólakennari, starfsmaður í þvotta-
húsi, bílstjóri, húsvörður, tölvuráðgjafi,
vélstjóri, framkvæmdastjóri og sálfræð-
ingur.
Vinnudagur dæmigerðrar heimavinnandi
húsmóðir er aukinheldur mun lengri en
gengur og gerist, heilir 92 tímar á viku. Í
rannsókninni eru 40 þeirra grunnvinna en
hinir 52 tímarnir reiknast sem yfirvinna.
Móðir sem vinnur fulla vinnu utan heimilis
er hins vegar talin vinna heimilisstörf að
andvirði 5 milljóna króna árlega að með-
altali.
Rannsóknin byggist á svörum frá 26.000
heimavinnandi húsmæðrum og 14.000
mæðrum sem að auki vinna utan heimilis.
Þá hafa eldri rannsóknir leitt í ljós að vinna
móður er meira virði í beinhörðum pen-
ingum en vinna föður.
Húsmóðurstarfið
átta milljóna virði
Morgunblaðið/Golli
Vinnuþjarkar Heimavinnandi húsmæður strita meir en margan grunar.