Morgunblaðið - 21.05.2007, Page 19
fjármál heimilanna
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 19
föstudag til að fá skýr-
ingu á því hvers vegna
ekki hefði verið staðið
við gert samkomulag.
Stúlkan, sem ansaði að
þessu sinni, sagðist ætla
að athuga málið og hafa
samband fljótlega. Það
gekk ekki eftir á föstu-
dag, ekki heldur á laug-
ardag og því síður í gær.
Ekki þýddi heldur að
hringja í fyrirtækið því
símtölum var ekki svar-
að. Ekki beint í sam-
ræmi við upplýsingar á
vefsíðu fyrirtækisins,
þar sem meðal annar
stendur að fyrirtækið
veiti bestu þjónustuna.
x x x
Unga móðirin sagði Víkverjaþessa sögu og frá samskiptum
sínum við umrætt fyrirtæki. Hún
sagði að hún sætti sig ekki við svona
framkomu og slíka „þjónustu“ en
væri ráðþrota og vissi ekki hvert hún
ætti að snúa sér til að vekja athygli á
þessum svikum. Henni var heitt í
hamsi og lái henni hver sem vill.
Ekki vantar lýsingarorðin á vefsíðu
umrædds fyrirtækis, en eftir að hafa
heyrt fyrrnefnda sögu af samskiptum
við það hljóma þau eins og hjóm eitt
og eiga ekkert skylt við sum-
arleikjagleði og sprell.
Sumarleikir og sprellfylgja gjarnan
hækkandi sól og al-
mennt má segja að
börnin bíði spennt eftir
þessum árstíma. Að fá
tækifæri til að leika sér
í hoppkastala jafnast
jafnvel á við jólin á
sumum bæjum. Með
það í huga ákvað ung
móðir í Hafnarfirði að
gera vel við son sinn á
níu ára afmæli hans á
uppstigningardag,
hafði samband í síma
við fyrirtæki sem leigir
meðal annars hopp-
kastala og gekk frá
pöntun á einum slíkum. Ákveðið var
að starfsmenn fyrirtækisins kæmu
með gripinn klukkan níu að morgni
en þegar ekkert bólaði á þeim um 20
mínútum síðar hringdi konan í fyr-
irtækið. Stúlkan, sem ansaði, sagðist
ætla að athuga málið og hringja aftur.
Það símtal kom aldrei og ekki var
svarað hjá fyrirtækinu meira þann
daginn. Strákurinn hafði meðal ann-
ars boðið öllum bekkjarsystkinum
sínum í afmælið og biðu krakkarnir
spenntir eftir hoppkastalanum sem
aldrei kom. Þeim var ekki skemmt.
x x x
Móðirin var ekki ánægð með gangmála og hringdi í fyrirtækið á
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Hjá fólki, er ekki kann meðfé að fara, gengur flest átréfótum. Það kemstfyrr eða síðar í vand-
ræði, sem geta bakað sjálfu því og
fjölskyldu þess óbætanlegt tjón, seg-
ir í inngangi bókarinnar Hvernig get
ég búið mínu borgið?. Ef þessi orð
þóttu eiga vel við á Íslandi fyrir 45
árum, hvernig ríma þau þá við nú-
tímann? Svari nú hver fyrir sig. Og
nú hefst predikunin, sem í ,,Hvernig
get ég búi mínu borgið?“ er vita-
skuld nokkuð áberandi, enda um
kennslubók að ræða. Þar er sko
messað um að fólk þurfi að kunna
skil á ýmsum fjárhagslegum stað-
reyndum og ekkert verið að tala
undir rós.
,,Óðar en það [unga fólkið ]fer að
vinna sér inn peninga, verður meiri
þörf en áður þekkingar og hygginda
í fjármálum. Enn nauðsynlegri verð-
ur forsjálni í þessum efnum, þegar
að hjónabandi og heimilisstofnun
kemur.“
Nokkrar fjárhags-
legar lífsreglur
Svarið við spurningunni um hvort
forsjálni í þessum efnum sé raun-
verulega nauðsynleg er einfaldlega
svarað svona: ,,Mjög fáir menn hafa
svo miklar tekjur, að þeir geti gert
allt sem þeir telja sig nauðsynlega
þurfa að gera, og þaðan af síður allt
sem þá langar til að gera. Flestir
verða að neita sér um margt og
verða að láta sér nægja brýnustu
nauðsynjar. Í þessu liggur vandinn.“
Þessi messuorð gæti margur nú-
tímamaðurinn áreiðanlega gert að
sínum og stytt um leið sjálfkrafa og
án mikillar fyrirhafnar skuldahal-
ann. Í sumum tilfellum getur það
nefnilega verið svona einfalt að fá
búi sínu borgið.
Í bókinni er það áréttað að hæfi-
leikinn til að fara vel og skynsamlega
með fjármuni sína sé sjaldnast
áskapaður og til þess að sá hæfileiki
nái góðum þroska er gert ráð fyrir
víðtækri þekkingu og þjálfun, því
fyrr, því betra. Bent er á nokkrar
góðar fjárhagslegar lífsreglur eins
og sparnað. ,,Sparnaður er nauðsyn-
legasta skilyrði þess, að menn geti
komið fjárhag sínum í gott horf. Þeir
einir, sem eiga sparifé upp á að
hlaupa, geta horfzt í augu við ýmiss
konar erfiðleika, sem flestir menn
lenda í fyrr eða síðar á ævinni. Spari-
fjáreign vekur þá þægilegu tilfinn-
ingu í brjósti manna að þeir séu
óháðir samborgurum sínum. Menn
þurfa ekki að leita hjálpar til vina
sinna en ,,blóðugt er hjarta, þeim er
biðja skal,“ og svo getur farið, að
,,versnar allur vinskapur.““
Já, sum sannindi standa sko alveg
tímans tönn og eiga jafnvel enn bet-
ur við í íslensku samfélagi nær 60 ár-
um eftir að þau birtust fyrst á prenti!
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Faglegar Þær bera sig faglega að matreiðslunni, stelpurnar í Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1972.
Nútíminn Fólk á öllum aldri í nútímanum gæti haft gagn af því að glugga í
þessa rúmlega 50 ára gömlu bók.
Hagkvæmt Fyrir 35 árum lærðu ungar stúlkur að strauja föt, pressa og
bursta og gera jafnvel við saumsprettur enda hagkvæmt fyrir heimilið.
Slíkir gjörningar hafa síðan verið á hröðu undanhaldi.
Hvernig fæ ég
búi mínu borgið?
Heimilishagfræði er orð
sem varla þekkist í ís-
lenskri umræðu en þó
snýst líf flestra einmitt
um hana. Það eru ekki
margir áratugir síðan
orðið var tamt þeim sem
námu við húsmæðra-
skólana hér á landi.
Kennslubókina í þeim
fræðum rak óvænt á
fjörur Unnar H.
Jóhannsdóttur en bókin
lumar á mörgum sígild-
um sannindum.
Um bókina
„Hvernig get ég búið mínu borgið?“ kom fyrst út árið 1950 hjá Ísa-
foldarprentsmiðju. Hún var notuð sem kennslubók í heimilishagfræði
og kennd við húsmæðraskólana hér á landi en á bókarkápu er einnig
mælt með henni sem nytsamlegri handbók fyrir heimilin, enda veiti
hún margs konar fræðslu um t.d. skatta, tryggingar, íbúðarval, hús-
hitun, fæðiskostnað og fatakaup. Árið 1962 var hún endurútgefin og
er það sú útgáfa sem stuðst er við hér. Höfundur bókarinnar var
sænskur doktor, Orvar Josepshsson, að nafni en á frummálinu nefnd-
ist bókin „Hur man sköter sin ekonomi.“ Þar í landi var hún notuð
sem kennslubók í heimilishagfræði í gagnfræðaskólum og ýmsum
öðrum skólum. Þýðendur bókarinnar, þau Sigríður Haraldsdóttir og
Arnljótur Guðmundsson, endursömdu þó marga kafla bókarinnar og
staðfærðu efni hennar að íslenskum aðstæðum.
„Ég minnist þess nú ekki að efni bókarinnar hafi haft mikil áhrif á mig,“
segir Björk Bjarkadóttir og hlær en hún las bókina „Hvernig fæ ég búi
mínu borgið?“ í Húsmæðraskólanum á Varmalandi skólaárið 1968-1969.
„Ég var þá 18 ára og hafði ekki mikinn áhuga á viðfangsefninu en lærði
það eins og annað og tók prófið með ágætum árangri að mig minnir. Það
var svo margt annað sem við stelpurnar höfðum áhuga á en heim-
ilisstörfum á þessum árum og okkur fannst þetta nú dálítið gamaldags.“
Björk átti nokkrum áratugum síðar eftir fara í skóla og læra viðskipta-
fræði. „Ég starfaði sem fangavörður í fjölmörg ár og skellti mér svo í Há-
skólann í Reykjavík í viðskiptafræði um fimmtugt. Háskólinn í Reykjavík
er besti skólinn, mjög nútímalegur og skemmtilegur,“ segir Björk sem er
þá bæði með gömlu sannindin og þau nýju á hreinu.
Húsmæðraskólinn á
Varmalandi ólíkur HR